Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
- Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990.
V estmannaeyj ar:
Oddvitinn
verður ekki
- bæjarstjóri
Þrátt fyrir að Sigurður Jónsson,
oddviti sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum, hafi sóst ákveðið eftir
að verða næsti bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum verður hann það ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsig-
ur í kosningunum og fékk 6 fulltrúa
af níu. Félagar Sigurðar í bæjarstjórn
hafa hafnað honum í stöðu bæjar-
stjóra.
„Auðvitað finnst mér þetta hart.
Satt að segja veit ég ekki hvers vegna
þeir hafa lagst svo gegn þessu. Það
er ákveðið að ég verð ekki bæjar-
stjóri. Skipting embætta verður rædd
á fulltrúaráðsfundi í kvöld. Fyrsti
%-bæjarstjómarfundurinn verður á
morgun. Það er ekki hægt að leyna
því að það hafa veriö talsverðar deil-
ur milli okkar sjálfstæðismanna
vegna bæjarstjórastöðunnar. Þetta
mál verður ömgglega rætt í kvöld,“
sagði Sigurður Jónsson.
14 ára stúlka
elti bílþjóf
Laugardalshöll:
Klifraði upp
undir loft
LOKI
Er ekki rétt að
efna til krókódílaeldis
í Norðfjarðará?
Krokodíll i
Norðfjarðará
Króki lét sig hverfa í Fannadal
„Ég skrapp með Króka inn í
Fannadal á laugardag til að leyfa
honum að skriða i grasi og svamla
í pollum sem em þar. Ég leit af
honum í fimm mínútur en þá var
hann horfinn og hefur ekki sést
síðan," sagðx Ágúst Kárason, sjó-
maður á Neskaupstað.
Ágúst keypti krókódílinn í Evr-
ópu um síðustu áramót og flutti
hann hingað til lands í komflex-
pakka og hefur krókódilhnn dafiiað
vel hér á landi.
„Þegar ég fékk Króka var hann
30-40 cm á lengd en hann var orð-
inn um hálfur metri þegar hann
týndist. Fullvaxinn hefði hann orð-
ið um 3 metrar. Ég hafði hann í
búri og þetta var rólegheitaskepna,
gæf og gerði engum mein.
Króki reyndi ekki að bita, það var
helst að hann slægi til halanum ef
fólk var að hamst í honum. Mér
hafði verið sagt að þegar krókódíl-
ar eltust yrðu þeir enn rólyndari.
Það er alveg eins hægt að hafa
krókódíla sem gæludýr eins og
hunda.
„Króki var duglegur að éta og át
helst kjöt og fisk. Ég hafði nokkmm
sinnum farið með hann út til að
viöra hann og það hafði gengið vel.
Honum þótti gott að komast út,
hann var mjög sprækur og fljótur
að hlaupa.“
Eftir að uppgvötvaðist aö Króki
var týndur var haft samband við
Guðbjart Hjálmarsson, á Neskaup-
stað, en hann á þjálfaðan leitar-
hxmd af labradorkyni.
„Ég fór með Cujo inn í Fannadal
þar sem viö létum hann þefa af
dóti sem var í krókódílabúrinu.
Hann rakti slóð krókódílsins um
stund en endaði svo niður við
Norðfjaröará. Við létum hann leita
aftur og hann endaði aftur við ána,
svo við teljum líklegt að Króki hafi
farið í ána,“ sagði Guðbjartur.
„Ég tel mjög óliklegt að Króki
hafi þolað að fara í ána, og ef hann
hefur ekki fariö í ána þá er óvíst
að hann hafi lifað af næturkuldann.
Við ætlura að gera eina tilraun emx
til að leita að honum en mér þykir
ólíklegt að við finnum hann,“ sagði
Ágúst. -J.Mar
Brotlenti
í flugtaki
Rétt fyrir kl. 7 í gærkvöldi brot-
lenti fjögurra sæta einkaflugvél utan
flugbrautarinnar í Mosfellsbæ. Að
sögn Skúla Sigurðssonar í Flugmála-
stjóm var vélin í flugtaki.
„í véhnni var flugmaðurinn ásamt
tengdarmóður sinni, konu og banú.
Þau voru að koma úr Reykjavík og
höfðu lent á flugvehinum í Mosfells-
bæ. Véhn var síðan í flugtaki í aust-
urátt. Hún hóf flug, náði lítilh hæð
en nam við jörðu utan brautar, lenti
á staur og hafnaði utan í vegarbrún.
Til ahrar hamingju urðu engin
meiðsl á fólki.“
Bflvelta í
Borgarfirði
Einn maður slasaðist og tveir
meiddust þegar jeppi valt við
Hvamm í Norðurárdal í Borgarfirði
í gær. Jeppinn valt út af veginum.
Bílstjórinn missti stjórn á jeppanum
þegar hann fór út af bundnu slitlagi.
Bíllinn er mikið skemmdur.
-sme
•14 ára stúlka elti bfiþjóf sem stal
Unimag fjallabíl í Gijótaþorpi í nótt.
Eigendur bílsins vöknuðu við að
mjög drakkinn maður var að stela
bílnum. Meðan móðir stúlkunnar
hringdi í lögreglu elti stúlkan þjófinn
á stolna bílnum.
Hún náði ekki bílnum en hitti lög-
regluþjón á hlaupunum. Eftir samtal
við stúlkuna elti lögreglan stolna bíl-
inn. Þjófurinn var stöðvaður á Há-
vallagötu. Við handtöku mannsins
brotnaöi framrúðan í bílnum. Mað-
urinn reyndist vera mikið ölvaður.
-sme
Gerðu aðsúg að
lögreglustöðinni
Hópur unghnga gerði aðsúg að lög-
reglustöðinni í Grindavík í nótt. Ekki
er vitað með vissu hversu margir
unghngarnir voru, en tahð aö þeir
hafi verið milh 30 og 50.
Unghngarnir losuðu ruslatunnur
við lögreglustöðina og dreifðu sorp-
inu um nágrennið, þá rifu þeir upp
gróður á lóð stöðvarinnar, skemmdu
útihurðir og höfðu í frammi mikil
ólæti. Talsvert var um ölvun í hópn-
um.
Lögreglan handtók þá sem verst
létu. Það voru fimm unglingar á aldr-
inum 16 til 19 ára.
Að öðru leyti fóru hátíðahöldin í
Grindavík vel fram.
-sme
Ungur maður gerði sér htið fyrir á
tónleikum, sem haldnir voru í Laug-
ardalshölhnni á laugardagskvöld, og
klifraði upp í net sem var upp við
loft hússins. Óttast var um manninn
um tíma en betur fór en á horfðist.
Hljómsveitin Sykurmolarnir var
að koma sér fyrir á sviðinu þegar
uppgötvaðist hvar maðurinn var nið-
ur kominn. Ohi uppátæki hans mik-
Uh geðshræringu meðal áhorfenda.
Var fariö að vinna í því að koma
manninum niður og tókst það giftu-
samlega.
Halldór Ásgrímsson um Grænlandsgönguna:
Stækka stofninn en
ekki auka veiðarnar
Þessi mynd var tekin þegar ungi maðurinn var kominn upp í netið við þak
Laugardalshallarinnar. DV-mynd Gunnar H. Ársælsson
„Þorskstofninn er of lítill og hann
þarf aö stækka. Þess vegna hef ég
sagt að kæmi þorskganga frá Græn-
landi væri nauðsynlegt að stækka
stofninn en ekki nota þá göngu til
að auka veiðarnar. Raunar minni ég
á að enn er margt óljóst í þessu
máh,“ sagði Halldór Ásgrímsson við
DV í morgun um spá fiskifræðinga
um að þorskur frá Grænlandi gangi
inn á íslandsmið næsta vetur.
Halldór segir ennfremur að þegar
sé búið að taka ákvarðanir um kvóta
fyrir þetta árið og honum verði alls
ekki breytt.
Þorskkvótinn á þessu ári er 300
þúsund tonn.
-JGH
Veðriö á morgun:
Hlýttí
veðri
Á morgun verður austanátt víð-
ast hvar á landinu, 3-5 vindstig
og skýjað. Þokuloft og dálítU súld
við austurströndina. Fremur
hlýtt verður í veðri, 10-14 stig.
SXUTUIBIIAR
25050
SENDIBILASTOÐIN Hf
opið um kvöld og helgar
K&ntucky
Fried
Chicken
Faxafeni 2, Reykjavík
Hjallahrauni 15, Hafnarfírði
Kjúklingar sem bragó er aö
Opið alla daga frá 11-22