Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1990, Page 27
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1990.
35
LífsstíU
Kartöfiur hafa hækkað um 25% frá því í síðustu viku enda ný uppskera að koma á markaðinn.
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Eins og spáð var á neytendasíð-
unni á miðvikudaginn hafa kartöflur
hækkað í verði. Meðalverðið í síð-
ustu viku var 83,70 krónur kílóið og
hélt það verðinu niðri að gömul upp-
skera var einnig inni í verðinu. Nú
aftur á móti náði könnunin aðeins
til nýrrar uppskeru og er meðalverð-
ið því 105 krónur eða 25% hærra. .
Bónus í Faxafeni er með lægsta
verðið en þar er hægt að fá 2 kg af
frönskum fyrir 165 krónur, 82,50
krónur kílóið. Fjarðarkaup sélur 2
kg af einstaklega fallegum finnskum
á 201 krónu, Hagkaup í Skeifunni er
með 2 kg af þýskum á 232 krónur og
Mikligarður við Sund er með hol-
lenskar á 244 krónur.
Eftir að hafa snarhækkað milli
vikna hafa nú tómatarnir aftur lækk-
að um þriðjung. Meðalverð í þessari
viku er 156 krónur kílóið sem er tæp-
lega 30% lækkun frá síðustu viku.
Ódýrustu tómatarnir fást í Bónus þar
sem þeir eru seldir í 1 kg poka á 131
krónu. Dýrastir eru tómatarnir í
Plúsmarkaðinum í Grímsbæ þar sem
þeir eru seldir á 181 krónu kílóið.
Sparigrís vikunnar:
Verslunin
BÓNUS
Verðmunurinn er því 38%, eða mun
minni en hann hefur verið að undan-
förnu. Tómatakflóið kostar 149 krón-
ur í Hagkaupi, 155 krónur í Mikla-
garði og 165 í Fjarðarkaupum.
Gúrkur hafa hækkað um 10% frá
því í síðustu viku. Bónus er með
besta verðið á gúrkunum, eða 190
krónur. Plúsmarkaðurinn var aftur
á móti tvöfalt dýrari, með kílóið á 381
krónu. Meðalverð á gúrkum er nú
264 krónur. í Hagkaupi kostar kílóið
225 krónur, í Miklagarði 258 krónur
og í Fjarðarkaupum 268 krónur.
Sveppir lækkuðu um 12% á milli
vikna, úr 572 krónum kílóið í 504
krónur kílóið. Aðeins er 14% munur
á milli hæsta og lægsta verðs. Bón-
us, sem venjulega selur ekki sveppi,
er nú með sveppi í 250 g bökkum á
117 krónur eða 468 krónur kílóið.
Fjarðarkaup og Hagkaup eru bæði
með sveppina á 535 krónur kílóið.
Þeir kosta 485 krónur kílóið í Plús-
markaðinum og 498 krónur kflóiö í
Miklagarði.
Græn vínber eru ódýrust í Mikla-
garði á 285 krónur kílóið en dýrust í
Fjarðarkaupum á 315 krónur kílóið.
Hagkaup selur kílóið nú á 299 krón-
ur. Grænu vínberin hækkuðu um 9%
milli vikna.
Paprikan hefur lækkað um 7%
milli vikna, úr 417,20 krónum í 385
krónur. Ódýrust er hún í Bónus þar
sem hún er seld á 260 krónur kílóið
en dýrust í Plúsmarkaðinum þar sem
hún kostar 498 krónur kílóið. Mun-
urinn því 92% þarna á milli.
-GHK
Sértilboð og afsláttur:
Findus pitstir og RC-Cola
í Bónus er nú hægt að fá matar-
og mjólkurkex frá Frón á 106 krón-
ur. 1 kg af frosnum ýsuflökum kostar
þar 390 krónur og 11 af mjólk kostar
60 krónur. Þeir sem ætla að grilla
um helgina geta fengið 11 af kveiki-
vökva frá Olís á 138 krónur.
Meðal vikutilboða í Hagkaupi eru
m.a. Findus pitsur. Stærri gerðin,
sem vegur 830 g, kostar 399 krónur
en 560 g kosta 265 krónur. Þar er
einnig hægt að fá 375 g af Ota havre
fras á 159 krónur, 300 g af Hob Nobs
súkkulaðikexi á 99 krónur, hægt er
að velja um tvær tegundir, og 300 g
af Wasa bruðum er á 99 krónur.
Blómkáhð er líka á sértilboðsverði
þar sem 1 kg fæst á 149 krónur og
gerist það vart ódýrara.
í Miklagarði er 1 'A 1 af RC-Cola á
99 krónur og 21 af Fanta á 128 krón-
ur. Maarud snakkhringir eru á 139
krónur pokinn. Mikligarður selur 2
kg af Kornax hveiti á 94 krónur, 2
kg af Juvel hveiti á 89 krónur og 2
kg af DDS sykri á 168 krónur.
í Plúsmarkaðinum í Grímsbæ eru
Tesco vörur allsráðandi þar sem þær
eru seldar á sérstöku kynningar-
verði. Þar á meðal eru dósasúpur,
matarolía, spaghettí og núðlur svo
nokkuð sé nefnt.
Á tilboðstorgi Fiarðarkaupa má
finna, eins og í síðustu viku, 200 g
af Prince kexi á 77 krónur, 150 g af
Pims kexi á 89 krónur og 200 g af
Candi kexi á 95 krónur. Einnig 3 kg
af Dixan þvottaefni á 598 krónur og
Shine uppþvottalög á 62 krónur.
-GHK
Vínber
«