Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990.
3
dv_______________________________________________________________________________________Fréttir
Autt veitingahús í Hveragerði 1 niðumíðslu:
Slegið Hveragerðisbæ
á eina milljón króna
„Viö veröum aö byija á því að
hreinsa húsið og gera viö það. Húsiö
er slysagildra eins og það er og mik-
ill lýtir á bænrnn. Ég hélt að bústjóri
hefði átt aö halda húsinu í því horfi
sem það var í þegar hann tók við
því,“ sagði Ingibjörg Sigmundsdóttir,
forseti bæjarstjómar Hveragerðis,
viðDV.
Þriðja og síðasta sala á húsinu við
Grænumörk lc í Hverageröi, Tungl-
inu, fór fram hjá sýslumanninum á
Selfossi á fostudag. Var það slegið
Hveragerðisbæ fyrir eina milljón
króna en bæjarfélagið átti forgangs-
kröfur í húsið.
Hús þetta stendur autt og yflrgefiö
við Tívolíbygginguna í Hveragerði
og hefur veriö umdeilt þar sem það
er illa farið af veðri og vindum að
innan sem utan þar sem allar rúður
hafa verið brotnar. Eftir samtölum
við Hvergerðinga og þá sem fara
þjóðveginn rétt neðan við að dæma
eru menn sammála um að húsið sé
mikið lýti á Hveragerði í núverandi
ástandi sínu og slæm kynning fyrir
bæjarfélagið.
Eigandi hússins, sem hýsti veit-
ingarekstur og kallað var Tunglið,
var þrotabú Skemmtigarðsins hf.
Fram að þriðju og síðustu sölu hjá
sýslumanni hafði áhugi manna á að
kaupa húsið ekki virst ýkja mikill.
Ingibjörg sagði að ekki væri farið
að ræða nýtingu hússins af neinni
alvöru ennþá. Með því að bjóða í það
hafi bæjarfélagið fyrst og fremst ver-
ið að vernda sína hagsmuni.
-hlh
Stöð 2 og Verslunarbankinn:
Sömu menn beggja
vegna borðsins
Stjómendur Stöðvar 2 hafa krafið
þá sem þeir keyptu fyrirtækiö af, það
er bankaráð Verslunarbankans og
stjóm eignarhaldsfyrirtækis hans,
skýringa á þeim mismun sem var í
endanlegu uppgjöri ársins 1989 hjá
Stöðinni og þeim upplýsingum sem
þeir fengu um síðastliðin áramót
þegar kaupin fóru fram. Það vekur
hins vegar'athygli að mikið til eru
þetta sömu mennimir, það er þeir
sem krefjast skýringa og þeir sem
krafnir eru þeirra. Þannig situr Orri
Vigfússon í stjóm Stöðvar 2 en hann
sat einnig í bankaráði Verslunar-
bankans og situr í stjórn eignar-
haldsfyrirtækisins. Þorvarður Elías-
son sjónvarpsstjóri sat í stjórn Versl-
unarbankans þegar kaupin fóm
fram. Haraldur Haraldsson situr í
stjórn Stöðvarinnar en hann situr
jafnframt í stjórn eignarhaldsfyrir-
tækisins.
-gse
Nýja lögreglustöðin fyrir Stykkishólm bíður flutnings á Selfossi. DV-mynd
Kristján
Eitt stykki lögreglu-
stöð til Stykkishólms
Kristján Einaisson, DV, SeKossi;
Starfsmenn SG einingahúsa hér á
Selfossi em að leggja síðustu hönd á
byggingu nýrrar lögreglustöðvar
fyrir laganna verði í Stykkishólmi.
Húsið er 110 m2 að stærð og skiptist
í varðstofu, skrifstofu, kaffistofu,
baðherbergi og sturtuklefa. Einnig
eru tvær fangageymslur í húsinu.
Til stendur að flytja húsið til Stykk-
ishólms einhveija nóttina fyrir helgi.
Arnarflug heldur
Árneshreppi í byggð
Regina Thorarensen, DV, Gjögri:
Hér á Ströndum hafa verið miklir
þurrkar í margar vikur sem hafa háð
sprettu á túnum en bændur búast
samt við að sláttur geti hafist um 20.
júh. Á mánudag kom rigningar-skúr
stuttu eftir að samgöngu- og land-
búnaðarráðherrann kom í Árnes-
hrepp og sá fólk tún grænka við
vætuna.
Á fundinum með Steingrími ráð-
herra skoruðu fundarmenn á ríkis-
stjórnina að styrkja Arnarflug til að
halda uppi ferðum á afskekkta staði
á landbyggðinni eins og til dæmis
hingað á Gjögur. Það kom greiniléga
fram hjá öllum sem tóku til máls að
það væri Arnarflug sem héldi Árnes-
hreppi í byggð.
Fjórtán milljónir kr. eru settar í
flugvöllinn á Gjögri í sumar og svo
verður einnig næstu 3 sumur, sömu
upphæð árlega veitt til vallarins.
-r—
•......... -
Húsið að Grænumörk 1c, Tunglið, blasir við vegfarendum, sem leið eiga fram hjá Hveragerði, og þykir allt annað
en góð kynning fyrir bæjarfélagið í núverandi ástandi. DV-mynd Brynjar Gauti
eigum við allt sem ykkur vantar í furuhúsgögnum
Við eigum til alveg fádæma úrval
i furu, Ijósri furu og litaðri:
Borð - stóla - veggskápa - kaupmannsdiska, sófa - sófasett - hornsófa - svefnsófa.
ALLT Á HAGSTÆÐU VERÐI
FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK