Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1990, Síða 28
36
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 1990.
.S
- \
>
>
*
Andlát
Ófeigur Ófeigsson, Nævurholti, lést
á sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudag-
inn 10. júlí.
Sigurður Stefánsson frá Geirastöð-
um lést í sjúkrahúsi Húsavíkur
mánudaginn 9. júlí.
Páll H. Jónsson frá Laugum er lát-
inn.
Tarðarfarir
Haraldur Þorsteinsson, frv. fram-
kvæmdastjóri, Kleppsvegi 76, er lát-
inn. Haraldur fæddist í Reykjavík 20.
febrúar 1923, sonur hjónanna Guð-
mundínu Margrétar Sigurðardóttur
og Þorsteins Jónssonar. Haraldur
giftist Sigríði Jónsdóttur og tóku þau
tvö fósturböm, þau shtu samvistum.
Síðari kona Haralds var Bergljót
Gunnarsdóttir og eignuðust þau
tvær dætur. Haraldur verður jarð-
settur frá Áskirkju í dag kl. 15.
Vilhjálmur Schröder lést í Landa-
kotsspítalanum 4. júlí sl. Vilhjálmur
var fæddur í Hainau Schlesien,
Þýskalandi, 1. júní 1916. Vilhjálmur
hóf nám í framreiðslu á Hótel Borg
árið 1930 og starfaði við framreiðslu
aha tíö. Hann var kvæntur Sveinjónu
Vigfúsdóttur og eignuðust þau sex
börn. Vilhjálmur verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
fimmtudaginn 12. júlí, kl. 10.30.
Útfór Árna Hólm Einarssonar fer
fram frá Fossvogskapellu föstudag-
inn 13. júlí kl. 13.30.
Margrét Bjargsteinsdóttir frá Geita-
vík verður jarösungin frá Bakka-
gerðiskirkju laugardaginn 14. júlí kl.
11.
Sigríður Kristjánsdóttir hjúkrunar-
kona, Þórsgötu 20, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju
fóstudaginn 13. júlí kl. 15.
Unnur Jónsdóttir, Austurvegi 9,
Seyðisfirði, sem lést 4. júh, verður
jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju
föstudaginn 13. júlí kl. 14.
Guðrún S. Þórðardóttir, Bogahlíð 11,
verður jarðsungin frá dómkirkjunni
föstudaginn 13. júh kl. 15.
Gunnar Áki Sigurgíslason bifvéla-
virkjameistari, Nesbala 32, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni fóstu-
daginn 13. júh kl. 13.30.
Kristín Gunnlaugsdóttir frá Kolugih
andaðist á Droplaugarstöðum þann
30. júní. Jarðarfórin hefur farið fram
í kyrrþey.
Kjartan Brandsson klæðskeri lést á
elliheimihnu Grund þann 26. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
þey 'að ósk hins látna.
Gísli Ásmundsson, rithöfundur og
kennari, Droplaugarstöðum, áður
Reynimel 39, Reykjavík, andaðist í
Borgarspítalanum föstudaginn 29.
júní. Útforin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Tilkyimingar
Frá Félagi eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag.
Kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 19.30 félags-
vist, kl. 21 dansað. Margrét Thoroddsen
verður til viðtals tun tryggingamál í dag,
fimmtudag, kl. 14-16 að Nóatúni 17.
Göngu-Hrólfai* hittast nk. laugardag kl.
10 að Nóatúni 17.
Sjávarfréttir
í nýútkomnum Sjávarfréttum (2. tbl.
1990) er þeirri spurningu m.a. velt fyrir
sér hvort hugsanlegt sé að mikilvægustu
fiskistofnarnir á íslandsmiðum gætu
hrunið líkt og gerðist í Barentshafi, vegna
rangrar nýtingar stofnanna og versnandi
lífsskilyrða í sjónum. í viðtali við Jakob
Jakobsson, forstjóra Hafrannsóknar-
stofnunar, útilokar hann ekki að slíkt
gæti gerst hér við land. Af öðru efni í
blaðinu má nefna viðtal við sjávarútvegs-
ráðherra undir yfirskriftinni „Kvótinn
er orðinn varanlegur"; grein um fjárfest-
ingar útlendinga í íslenskum sjávarút-
vegi; viðtal við Jón Guðmundsson, for-
stjóra Sjólastöðvarinnar, um skjótan
uppgang fyrirtækisins; grein um vand-
ræðin í norskum sjávarútvegi vegna
hruns fiskistofna í Barentshafi, rætt við
sjávarútvegsmenn í EB um vistina í
bandalaginu; yfirhtsgrein um nýtta og
vannýtta skelfiskstofna hér við land o.fl.
Tímaritið Sjávarfréttir kemur út Qórum
sinnum á ári og er ritsýrt og gefið út af
sömu aðilum og Fiskifréttir. Ritsjóri er
Guðjón Einarsson en útgefandi Fróöi hf.
DÁLEIÐSLA/HYPNOSIS
Dáleiðslusnældan
„Aukinn vilji“
er komin á markaöinn. Lífsafl gefur
snælduna út. Þetta er fyrsta dáleiðslu-
snældan sem er gefin út á íslensku á ís-
landi. Þessi snælda er tilvalin fyrir alla
sem vilja auka ákveðni og vilja til að
hætta að reykja, grenna sig, losna við
feimni og fleira. Snældan gefur góða slök-
un sem nýtist fólki daglega. Snældan er
komin í eftirfarandi verslanir: Betra lif,
Stjömuspekistöðina, Bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar og Mál og menn-
ingu. Einnig er hægt að panta snælduna
í póstkröfu í síma 54143. Söluaðilar úti á
landi geta einnig haft samband í þetta
númer.
Nýtt tímarit
1. hefti af tímaritinu Ský er komið út. Ský
er tímarit fyrir skáldskap og flytur jafnt
frumsamlð og þýtt efni. Ljóð í þessu
fyrsta hefti eiga Berglind Gunnarsdóttir,
Bárður R. Jónsson, Gunnar Haröarson,
Jón Stefánsson, Óskar Ámi Óskarsson
og Sigfús Bjartmarsson. Þá er birtur
ljóðailokkurinn Hópmynd án ljónanna
eftir Richard Brautigan í þýðingu Óskars
Áma, Til Önnu Akhmatovu eftir Marínu
Tvetaevu í þýðingu Áslaugar Agnars-
dóttur og brot úr Tímagopum og orðspor-
um eftir Juho Cortázar í þýðingu Jóns
Halls Stefánssonar. Loks er í ritinu ein
reykvísk tröllasaga. Ritsjórar em Óskar
Ami Óskarsson og Jón Hallur Stefáns-
son. Ský er 36 síður að stærð, í vasabroti
og fer vel í buxum. Það fæst í bókabúðum
miðbæjarins og kostar 300 kr.
Sýningar
Sumarsýning í Nýhöfn
Þessa dagana stendur yfir árleg sumar-
sýning í Listasalnum Nýhöfn. A sýning-
unni, sem er sölusýning, em málverk og
skúlptúrar eftir nokkra helstu núlifandi
Ustamenn þjóðarinnar. í Nýhöfn em auk
þess ávallt til sölu verk eftir látna meist-
ara. Opnunartími í Nýhöfn á meðan á
sumarsýningu stendur er frá kl. 10 til kl.
18 virka daga. Lokað um helgar. Sýning-
unni lýkur 25. júlí.
Meiming
Áshildur Haraldsdóttir flautulelkari.
Álfamær á flautu
Að áhti Fom-Grikkja átti ekkert hljóðfæri ástríðu-
þrungnari tóna en flautan. Þetta hljóöfæri var upp-
finning Pallasar Aþenu. Þegar hún eitt sinn lék á flaut-
una viö lind eina veitti hún því athygli að svo virtist
sem andlit hennar afskræmdist. Fleygði Aþena þá
flautunni frá sér með formælingum.
Hefði þessi gríska gyðja séð fyrir tónleika þá, sem
Áshildur Haraldsdóttir hélt í Hafnarfirði i gærkvöldi,
má víst telja að hún hefði ekki fargað flautu sinni svo
gáleysislega. Því ekki aðeins lék Áshildur þannig á
hljóðfæri sitt sem goðumbornum verum einum er
fært heldur varð hún ef eitthvað er jafnvel enn fy.ll-
egri meðan hún lék. Þess er þó að gæta að fegurð
Áshildar er norræn og af álfakyni og-kunna að gilda
þar önnur lögmál en hjá Aþenu hinni grísku.
Jafnt og þétt fjölgar ungu íslensku tónlistarfólki með
fuhkomna menntun á alþjóðlegan mælikvarða. Þetta
er eitt skýrasta dæmið um vaxandi tónmenntun þjóð-
arinnar og gróskuna í íslensku tónhstarlífi. Það kemur
samt alltaf á óvart hve ótrúlega langt sumir þessara
tónlistarmanna hafa náð og Áshildur Haraldsdóttir er
í þeim hópi.
Efnisskráin var í meginatriöum skipuð virtúósa-
verkum sem reyna til hins ýtrasta á getu flytjandans.
Mátti þar heyra allar erfiðustu þrautir öndunar og
tungutækni sem flautuleikarar hafa fundið upp í gegn-
um tíðina og ekki er fyrir aðra en innvígða að kunna
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
heiti á hvað þá heldur meir. Lék þetta allt í höndum
Áshildar sem ekkert væri. Mikilvægast þó var að túlk-
un hennar var full af listrænum tilþrifum sem borin
voru uppi af mjög fallegum björtum tóni og nákvæmu
skyni fyrir tíma og hljóðfalli.
Meðleikari Áshildar á píanó, Love Derwinger, stóð
sig einnig mjög vel. í mörgum verkanna var píanóið
nokkuð í skugga flautunnar en þar sem á reyndi og í
hinu frumlega verki Skrjabíns, Vers la flamme, þar
sem píanóið var eitt um hituna, var flutningur Der-
wingers mjög góður. Það mátti heyra á samleik skötu-
hjúanna að þau hafa leikið saman um hríð því hann
var yfirleitt mjög samstilltur. í einu verkanna bættist
í hópinn önnur flauta í höndum Kristínar Guðmunds-
dóttur. Var forvitnilegt að heyra hve ólíkur blær var
yfir leik þeirra tveggja, en Kristín skilaði sínu hlut-
verki með prýöi og gæti vel verið upprennandi virtúós.
Verkin á efnisskránni voru flest eftir frönsk tón-
skáld, enda hafa þarlendir lengi haft mikið dálæti á
flautunni.
Starfsfólk SPÖ ásamt sparisjóðsstjóra. Frá vinstrl Ægir Hafberg, Guðrún
Kristjánsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Sigríður Benjamínsdóttir. DV-mynd
Reynir
Sparisjóöur Önundarfjarðar:
Eigið fé jókst um
40% á síðasta ári
Kjarvalstaðir
Laugardaginn 14. júlí hefst hin árlega
sumarsýing á verkum J.S. Kjarval aö
Kjarvalsstöðum. Aö þessu sinni verða
sýnd verk úr eigu safnsins undir yfir-
skriftinni Land og fólk. í vestursal sýnir
Nína Gautadóttir málverk. Kjarvalsstaö-
ir eru opnir daglega milli kl. 11 og 18.
Veitingabúðin er opin á sama tíma.
Tapað fundið
Kettlingur týndur
Lítill 3ja mánaða kettlingur tapaðist frá
Lambastekk 4 sl. mánudagskvöld.
Finnandi er vinsamlega beðinn að
hringja í síma 74990.
Chanel skór tapast
Einn svartur, flatbotna Chanel-skór úr
rúskinnl og leðri tapaðist upp úr tösku í
nágrenni við Laugaveg, finnandi er vin-
samlega beðinn að hafa samband í sima
21849 e.kl. 19.
Tónleikar
Sumartónleikar á
Norðausturlandi
Undanfarin sumur hafa nokkrir tónhst-
armenn á Norðurlandi eystra staðið fyrir
tónleikahaldi. í sumar verður þessari
starfsemi haldið áfram og helgina 13.-15.
júh heldur strengjasveit tónleika sem hér
segir: 13. júlí, föstudag, kl. 20.30; Húsavík-
urkirkja. 14. júlí, laugardag, kl. 20.30:
Reykjahlíðarkirkja. 15. júlí, sunnudagur,
kl. 17: Akureyrarkirkja.
Reynir Traustason, DV, Flateyri:
Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Ön-
undarijaröar nam 7,2 milljónum
króna á síðasta ári. Eigið fé spari-
sjóðsins jókst um 15 milljónir kr. eða
40% á sama tímabili.
Nýlega var sparisjóðurinn í endur-
bættu húsnæöi þar sem öll aðstaða
fyrir starfsfólk og viðskiptavini er
mjög til fyrirmyndar. Að sögn Ægis
Hafberg sparisjóðsstjóra var einnig
tekið í notkun nýtt tölvukerfi þar
sem sparisjóðurinn tengist Reikni-
stofu bankanna beint.
Ægir sagði að heildarkostnaður við
endurbæturnar væri á bihnu 5-6
milljónir króna.