Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990. Fréttir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um staðsetningu álvers: Staðarvalið er hluti heildarsamnings Jack Nicklaus hafði fengið þrjá laxa við Norðurá í gærkveldi en veiðir fram að hádegi i dag. Með honum var fjölskylda hans. Norðurá: „Ég hef marglýst því yfir að stað- arvalið er hluti af heUdarsamningum okkar við Alumax,“ sagði Jón Sig- urðsson í samtali við DV. Hann sagði að mikil áhersla heiði verið lögð á að staðarvalið stuðlaði að eðhlegri byggðaþróun í landinu og í þeirri stefnumörkim mundu jafnvægissjónarmið ráða. Ráðgjafamefndar um áliöju hefur óskað eftir því að ríkisstjómin upp- lýsi sem fyrst hvort hún vilji hafa áhrif á staðarval. Jón sagði afstöðu ríkisstjómarinnar vera í mótun og óráðlegt að lýsa þeim á opinbemm vettvangi. Það gæti spillt samnings- stöðunni. Verið væri aö reyna að ná hagstæðum samningum og í þeim væri staðarvalið eitt mikilvægasta máhð. MUdl áhersla væri lögð á hina svoköUuðu byggðastefnu og það gerðu hinir erlendu aðUar líka. Það væri þeim hagsmunamál að verða velkomnir. Varðandi mengunarmál sagði hann ljóst að tveir af þeim þremur stöðum, sem um væri rætt, stæðu við firði. KeiUsnes væri hins vegar annes á Reykjaneskaga og því vinda- samara. Strangar kröfur verði gerð- ar um mengunarvamir og það væri ekki síður erlendu aðUunum hags- munamál. Þeir væm að fara út í miklar fjárfestingar 0g kæmi þeim Ula að fá viðbótarkröfur síðar. í þeim málum mundu rök ráða. Margt bendir tíl þess að hag- kvæmast sé að reisa álver við KeiUs- nes og getur það munað einhveijum mUljörðum. Hins vegar em margir stjómarþingmenn á því að álver eigi að rísa úti á landi og er þá Eyjárfjörð- ur helst nefndur. Það er að heyra á mönnum að þegar sé búið að ákveða hvar álverið eigi að rísa og þá við Eyjafjörð. Stefnt er að því að ákvörðun um staðarval Uggi fyrir um mánaða- mótin ágúst september og samning- um ríkisins og Atlantalhópsins verði lokið fyrir 20. september. Þá eiga Alþingi og stjórnir fyrirtækjanna þriggja í Atlantalhópnum eftir að leggja blessun sína yfir samningana. -PÍ Skattamál Benco: Eigandinn er ekki á landinu Róbert Þór Bender, sem var aðaleigandi Benco hf., er farinn af landinu. Róbert var í farbanni í vetur. Meðan svo var mátti hann ekki fara tíl útlanda. Farbannið rann út fyrir tveimur mánuðum. TaUð er að eigandinn fyrrverandi haldi sig í Portúgal. Eins og komið hefur fram er verið að rannsaka mál þar sem tahð er að fyrirtækið hafi svikið um 55 miUjónir undan tekju- og söluskatti. Ríkissaksóknari hefur máUð til meðferðar. Ríkisskattanefnd hef: ur ekki lokið sinni vinnu vegna málsins. -sme ökumaður þessa bíls missti stjórn á honum á Gufunesvegi í gærdag. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Hann slapp óslasaður frá þessu en bíllinn er talsvert skemmdur eins og sjá má. DV-mynd S Jack Nicklaus með þijá laxa „Þetta var hörkuíjör hjá Jack Nicklaus þegar laxinn tók þurr- fluguna í Skarðshamarslandi og fiskurinn var 5 pund,“ sagði tíð- indamaður okkar við Norðurá í gærkveldi en hinn frægi golfleik- ari hefur verið við veiðar í ánni síðan á hádegi á þriðjudaginn og veitt sjálfur þrjá laxa. Jack Nick- laus hefur oft komið til veiða á íslandi og þá oftast í Grímsá í Borgarfirði. „Hann er með fjöl- skylduna með sér og unir sínum hag vel við Norðurá, synir hans, dóttir og tengdasonur eru meðal annars með honum. Fjölskyldan hafði fengið 6 laxa í gærkveldi en þau veiða fram að hádegi í dag. Fiskarnir eru smáir, frá fjórum til sex punda,“'sagði okkar maður viö Norðurá í gærkveldi. Laxinn hefur -verið tregur að taka hjá Jack Nicklaus og fjöl- skyldu því mikið er af laxi í ánni. Norðurá hafði gefið um 770 laxa ígærkveldi. -G.Bender Drukknir í átökum Lögreglan varð að hafa afskipti af íjórum drukknum mönnum á Lindargötu í Reykjavík í gær- kvöld. Mennimir, sem voru sam- an við drykkju, urðu ósáttir. Lög- regla kom á vettvang 'og gat stöðvaö frekari átök. Mennimir sváfu úr sér vímuna í fanga- geymslum. -sme Veðurfréttir sjónvarps í hættu: Fjórir veðurfræðingar skiluðu uppsagnarbréfum „Þaö er mn þaö að ræöa aö semja Samningur þessara veöurfræðinga Sjónvarpinu teljum við okkur ekki eða láta veöurspá í sjónvarpi lönd við sjónvarpið rann út 1. júrú. Hef- geta hnikað þessum greiðslum," og leið,“ sagöi Magnús Jónsson urmálið veríðíjámumsíöannema sagöi Pétur Guöfinnsson, fram- veöurfræðingur við DV en flórir hvað sjónvarpsmenn hafa fallist á kvæmdastjóri Sjónvarpsins. af sjö veðurfræöingum, sem flytja að greitt verði aukalega fyrir flög- Pétur sagði að engir fundir heföu veðurspár í lok kvöldfréttatíma urra daga veðurspár tvisvar í vik, verið boðaðir og yrði látið reyna á sjónvarpsins, hafa skilað inn upp- en ekki hve mikið. Ekki fékkst upp- hvort veðurspár yrðu í Sjónvarp- sögnum sem taka gildi 1. ágúst. gefxð hve mikillar hækkunar veð- inu eftir mánaðamót. Um hvað þá Geröist það í kjölfar fundar veð- urfræðingar kreíöust. yröi til bragðs tekiö sagöi Pétur að urfræðinga meö fulltrúum sjón- „Viö getum kannski bréytt ein- þeir hjá Sjónvarpinu „fyndu ein- varpsins fyrir hálfum mánuði. Þar hvetju varðandi vinnutilhögun og hver ráð“. kom fram aö ekkert yrði um hærri slikt en meö tilliti til ástandsins í -Wh greiðslur fyrir veðurspámar. þjóðfélaginu og annarra launa hjá Sýn í loftið 1. nóvember Mikilvægur stjómaríúndur var haldinn í sjónvarpsstöðinni Sýn í gær um hlutafláraukningu í stöð- inni. Fundinum verður fram haldið í dag og hafa fulltrúar Frjálsrar flöl- miðlunar hf., útgáfufyrirtækis DV, verið boðaðir á fundinn til viðræðna um aukna þátttöku þeirra í dæminu og að koma á ný inn í stjóm stöðvar- innar. Ný verkáætlun hefur verið gerð um að stöðin fari í loftiö, hefli útsendingar, 1. nóvember. Fijáls flölmiðlun dró sig fyrir nokkrum mánuðum út úr stjóm Sýnar vegna ósamkomulags um sflómun stöðvarinnar og hefur síðan engin afskipti haft af rekstrinum. Allur undirbúningur hefur að und- anfomu miðast við að hefla útsend- ingar 1. nóvember. Samningar hafa verið gerðir við hollenska mynd- lyklafyrirtækið sem framleiðir myndlyklana er Sýn hyggst bjóða upp á. Tæknilega mun vera hægt að fara í loftið í byijun nóvember. Hlutafé í Sýn er 108 milijónir króna. Samþykkt hefur verið að auka hlutaféð í 184 milljónir króna. Viðræðumar á fundinum hjá Sýn í dag snúast um það hveijir koma inn með mismuninn, nýtt hlutafé upp á 76 milljónir króna. -JGH Miöstj ómarfundur ASÍ: Yfirgnæfandi meirihluti styður bráðabirgðalög Á miðsflómarfundi ASÍ í gær var samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta að styðja væntanlega ákvörðun ríkissfiómarinnar um að sefla lög sem kæmu í veg fyrir hækkanir BHMR. Þá var það einnig samþykkt að leita eftir viðræðum við BHMR um frest- un á hækkunum þeirra. Foringjar ASÍ hafa verið í viðræðum við BHMR og hafa margoft beðið þá um að gefa eför en því hefur aUtaf verið hafnað. í ályktun fundarins kemur fram að niðurstaða Félagsdóms leiði til víxlhækkana sem ekki verði séö fyr- ir endann á. „Aukinn kaupmáttur næst ekki með þeim hætti aðeins aukin verðbólga. Allir launamenn hafa notið ávinn- inganna af þeim samningum sem gerðir vom í vetur og það skiptir alla launamenn miklu að árangurinn veröi ekki eyðilagður. Því verður að leita allra leiða til þess að verja þann árangur.“ -PÍ Reykjanesskóli viö Djúp: Mæta tveir skólastjórar til starfa? „Þetta hlýtur að vera einhver mis- skilningur því ekki hef ég fengið það staðfest aö ég eigi að víkja úr mínum skipuöu stöðum við héraðsskólann og grannskólann í Reykjanesi," segir Skarphéðinn Ólafsson skólasflóri í bréfi til DV. En haft var eftirfarandi eftir Sva- vari Gestssyni menntamálaráðherra í blaðinu fyrir nokkram dögum: „Það er ákvörðun okkar að Þorkell Ingi- marsson, sem verið hefur skólasflóri við Reykjanesskóla við Djúp, verði skólasflóri áfram. Síðan er spurning hvað verður um Skarphéöin, hvert hann fer. Það er ekki frágengið enn- þá.“ Ennfremur segir Svavar að staða skólastjóra hafi ekki verið aug- lýst en Þorkell hafi setið í henni í eitt ár og hans starf hafi gengið mjög vel. „Hann vill vera áfram og við viljum hafa hann áfram,“ segir menntamálaráöherra. „Ég þáði boð menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar, síðastliðið haust um eins árs leyfi að því til- skildu að ég ætti afturkvæmt í skóla- stjórastöðurnar að ári hðnu. Ég tel það skyldu mína að mæta til starfa 1. sept. 1990 eins og samkomulagiö hljóðaði upp á,“ segir Skarphéöinn ennfremuríbréfisínu. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.