Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Þykir sinn fugi fagur Húsnæðiskerfið er hrunið. Það hefur lengi verið í rúst. Nú stefnir í, að Byggingarsjóður verði gjaldþrota eftir nokkur ár. Samt stritar Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambandsins, við að verja gamla kerfið. Margir feta í fótspor hans í því. Þetta er einfaldlega af því, að Ásmundur og félagar voru höfundar gamla kerf- isins. Þeir stinga því höfðinu í sandinn og neita að viður- kenna hrun kerfisins. Miðstjórn Alþýðusambandsins hefur ályktað að mót- mæla tillögum opinberrar nefndar um að loka strax lánakerfmu frá 1986 og hækka vexti á öllum lánum Byggingarsjóðs frá ársbyijun 1984 að telja. Ályktunin íjallar um tillögur embættismannanefndar, sem Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skipaði til að kanna stöðu Byggingarsjóðs ríkisins. Alþýðusambandið bendir á, að húsbréfakerfið, sem taka á við af kerfmu frá 1986, sé umdeilt og ekki komin á það reynsla nema á takmörkuðu sviði. Vandinn sé, að ríkið leggi nú jafn- an tiltölulega minna fé til kerfisins. Alþýðusambandið kallar tillögur nefndarinnar byltingarkenndar. Jóhanna bendir hins vegar réttilega á, að höfuðerfiðleikar kerfis- ins sé vaxtamismunur. Þegar kerfið fór af stað, hafi vaxtamismunurinn verið eitt prósent en sé nú 2,1 pró- sent á lánum Byggingarsjóðs og lánum almennt. Allir vita, að lán Byggingarsjóðs eru niðurgreidd að ráði. Umsóknir um lán Byggingarsjóðs hafa verið miklu meiri en gert var ráð fyrir í upphafi og margra ára hah orðinn. Jóhanna sagði á sínum tíma, áður en hún varð ráðherra, frá hruni gamla keríisins. Húsbréfakerfið hefur sína galla og reynsla takmörkuð, eins og Al- þýðusambandið segir. En húsbréfakerfið hefur þó mikla kosti umfram hið gamla kerfi. Til þess að skilja betur núverandi afstöðu einstaka manna til húsnæðiskerfisins, verðum við að Hta á tilurð þess. Það sem hér hefur verið kahað gamla kerfið, þótt ekki sé nema frá 1986, varð til í kjarasamningum. Aðilar vinnumarkaðarins vildu af góðum hug bæta skarðan hlut húsbyggjenda og íbúðarkaupenda í kjara- samningum 1986. Þannig varð kerfið til. Ekki var telj- andi ágreiningur um það í upphafi. Enda var það í mörgu framfaraspor. Lán Byggingarsjóðs hækkuðu mikið og urðu sómasamleg miðað við íbúðarverð, eins og alltaf hafði staðið til en ekki orðið af. Alexander Stef- ánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, tók við þessu og framfylgdi í september 1986. En síðar kom vandinn í ljós. Fólk þyrptist til að sækja um hin miklu og niður- greiddu lán. Hahnn varð geysilegur. Fólk lenti á biðhst- um, yfir þijú ár. Byggingarsjóður var að fara á höfuðið. Aht þetta er enn að gerast, meðan húsbréfakerfið hefur aðeins tekið við litlum hlut. Hér er ekki verið að sakast við Alexander eða menn kjarasamninganna frá 1986. Ekki verður aht séð fyrir. En nú þarf lausnir til þess að hindra, að Bygginngarsjóður verði beinlínis gjald- þrota. Thurð kerfisins sýnir talsvert um, hvernig stend- ur á afstöðu einstakra forystumanna nú, th dæmis mið- stjórnar Alþýðusambandsins. Þar vhja menn ekki við- urkenna vandann. Það yrði takarkað gagn af því, að hið opinbera yki framlög sín th gamla kerfisins, yrði það hið eina, sem gert yrði. Hækkun vaxta Byggingarsjóðs á rétt á sér með tilhti th hins mikla vaxtamismunar. Húsbréfakerfið þarf stórlega að efla. Haukur Helgason FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. - „Fáir menn eru í betri aðstöðu til að leggja skjölin á borðið," segir m.a. í greininni. Beðið eftir uppgjöri Síðastliðinn vetur ritaði höfund- ur þessarar greinar nokkra pistla í DV þar sem alþýðubandalags- menn voru hvattir til að gera hrein- skilnislega upp við sósíalíska fortíð sína, sérstaklega tengslin við kommúnistastjórnir í Sovétríkjun- um og Austur-Evrópu. - Undir þetta tóku m.a. nokkrir félagar í Birtingu sem er eitt af flokksfélög- um Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Birting lofar uppgjöri Málið kom til umræðu á fundi miðstjómar Alþýðubandalagsins í febrúar. Þar var samþykkt ályktun um efnið en oröalag allt var svo óljóst og þokukennt að segja má að kröfunni um uppgjör við fortíðina hafi verið hafnað eða að minnsta kosti frestað um óákveðinn tíma. Eftir fundinn lét einn af forystu- mönnum Birtingar svo ummælt í viðtali við DV að sá félagsskapur ætlaði sjálfur að standa fyrir „frek- ari uppgjöri Alþýðubandalagsins gagnvart fortíð sinni“ eins og það var orðað. í grein í DV 15. febrúar sl. sag^i ég: „Með því verður fylgst hvort þetta em orðin tóm eða raunveru- legur ásetningur." Nú eru liðnir rúmir fimm mánuðir síðan birting- armenn hétu því að hefja uppgjör við fortíð Alþýðubandalagsins. Ekkert hefur gerst. Enn bólar ekk- ert á umræðunum og uppgjörinu. Hverju sætir þetta? Skortir birting- armenn kannski hugrekki? Nýjar uppljóstranir Nýlegar uppljóstranir um beina aöild fyrrverandi ráðamanna í Austur-Þýskalandi að hryðjuverk- um og undirróðursstarfi á Vesturl- öndum hljóta að knýja á um upp- gjör íslenskra sósíahsta við fortíð sína. Ástæðan er sú að allt frá því á dögum Sósíalistaflokksins og fram “á síðustu ár var Austur- Þýskaland miðstöö tengsla íslands við kommúnistaríkin austantjalds. Margir forystumenn og áhrifa- menn í Sósíalistaflokknum og síðar Alþýðubandalaginu voru (og em?) í nánum persónulegum tengslum við ráðmenn í Kommúnistaflokki Austur-Þýskalands. Þarflaust er að nefna nöfn einstaklinga í þessu sambandi en þeim má fletta upp í Kjallarinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Þjóðviljanum og tímaritinu Rétti, þar sem birst hafa ófáar lofgreinar um „Þýska alþýðulýöveldið" og leiðtoga þess á undanfórnum ámm. íslenskir sósíalistar sóttu m.a. sérstaka flokksskóla á vegum aust- ur-þýskra kommúnista. Aldrei hef- ur verið upplýst í hverju námið eða þjálfunin var fólgin. Er ekki kom- inn tími til að skýra frá því? Fjárhagsleg tengsl? Bækur sem Mál og menning gaf út um hugmyndafræði Marx og Leníns vom unnar í prentsmiðjum austur-þýska kommúnistaflokks- ins. Fullvíst má telja að kostnaður við útgáfuna, þar á meðal vegna langrar dvalar íslenskra sósíahsta í Austur-Þýskalandi er unnið var að útgáfunni, hafi verið greiddur af Kommúnistaflokknum. Stjórn- endur Máls og menningar þurfa að segja þessa sögu. Uppi hafa verið getgátur um það að Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Alþýðubandalagið hafi þegið beina fjárhagslega aðstoð frá kommún- istaríkjunum og hafi austur-þýsk stjómvöld haft milligöngu þar um. Eigi þetta við rök að styðjast hljóta upplýsingar um það að koma fram innan skafiims þar sem nú er verið að rannsaka hið viðamikla skjalasafn kommúnistastjórnar- innar. íslenskir sósíalistar ættu ekki að bíða eftir því. Þeir ættu að verða fyrri til og leysa frá skjóð- unni. Þögn Ólafs Ragnars Mikla athygh hefur vakið að for- maður Alþýðubandalagsins, Ólafur Rangar Grímsson, sem kveðst vera lýðræðis jafnaöarmaður, hefur ekki treyst sér til að hafa forystu um uppgjör flokksins við fortíðina. Hann hefur mánuöum saman neit- að að ræöa þessi mál við fjölmiðla. Fáir menn eru þó í betri aðstöðu en Ólafur Ragnar til að leggja skjöl- in á borðið. Hann gæti sýnt þau plögg sem til eru um samskipti Alþýðubanda- lagsins við kommúnistaflokkana í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Og hann gæti knúið skjalaverði Sósíahstaflokksins (sem sumir hverjir eru nánir samstarfsmenn hans) til að leggja fram gögn flokks- ins um sambandiö við austan- tjaldsríkin og flokkana þar. Ólafur Ragnar Grímsson er að sönnu í miklum póhtískum vand- ræðum um þessar mundir. Margir telja aö stjómmálaferill hans sé brátt á enda. Það afsakar hins veg- ar ekki þögn hans um eitt mesta launungarmál íslenskra stjóm- mála á þessari öld. Dómur sögunn- ar um feril hans verður tæpast vægur bresti hann kjark tíl að tak- ast á við þetta verkefni. Guðmundur Magnússon „Nú eru liðnir rúmir fimm mánuðir síðan birtingarmenn hétu því að heíja uppgjör við fortíð Alþýðubandalagsins. Ekkert hefur gerst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.