Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 24
32
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990.
Nýjarplötur
Michael Penn - March
Róið á Bítlamiðin
Áhrif Bítlanna einu og sönnu á nútímadægurtónlist
eru nánast ómetanleg. Og til marks um það þarf ekki
annað en að hlusta á menn eins og Michael Penn sem
nú, rúmum aldarfjóröungi eftir að Bítlamir hófu feril-
inn, er að reyna að feta í fótspor þeirra í bókstaflegri
merkingu.
Michael Penn hljómar nefnilega á köflum ótrúlega
svipað og Bítlamir, bæði í söng og tórtlist og kannski
ekki síst í útsetningum laga.
Hann er því alls ekki að gera neitt frumlegt og spenn-
andi en hins vegar tekst honum nokkuð vel upp í því
sem hann er að gera. Lögin era prýðilega melódísk
og Penn nær býsna góðum Bítlakeim í söngnum.
Plata fyrir Bítlavini.
-SþS-
Kenny G. - The Collection:
Flinkur en einhæfur
Kenny G. var aðeins einn fjölmargra góðra djassleik-
ara sem var að reyna að koma sér áfram vestan hafs
þegar hann datt í lukkupottinn. Lukkupottur þessi
fólst í því að hann datt niður á ljúfa melódíu sem hann
kallaði Songbird og það kom honum og ekki síður
öðrum á óvart að lagið fór ekki aðeins inn á djassvin-
sældalistann heldur einnig inn á almennan vinsælda-
Usta og var um hríð eitt mest leikna lagið í Bandaríkj-
unum.
Songbird er fógur melódía og átti þessar vinsældir
skihð en það er ekki síður sópransaxófónleikur Kenny
G. sem á mikinn þátt í fegurð lagsins.
Sópransaxófónn hefur í langan tíma verið hliðar-
hljóðfæri hjá tenór- og altsaxófónleikurum. Mjög fáir
hafa notað hann sem aðalhljóðfæri þó að vitað sé um
nokkra hljóðfæraleikara innan djassins sem hafa gert
hann að aðalhljóðfæri.
Kenny G. er samt örugglega sá fyrsti sem verður
vinsæll hljóðfæraleikari fyrir notkun sína á sópran-
sax. The Collection er samansafn eldri og nýrri verka
Kenny G. Þótt sópraninn sé í fyrirrúmi þá leikur
Kenny G. einnig á altsax. Það er best að taka það strax
fram að ekkert laga á Collection nær Songbird að
gæðum. Nokkur þeirra eru keimlík en í heild er lítið
um fjölbreytni.
í fjórum lögum er Kenny G. með söngvara með sér
en söngvararnir eru Michael Bolton, Smokey Robin-
son, EUis Hart og Claytoven Richardson. Að undan-
skildum Bolton em þetta soulsöngvarar og satt best
að segja passa þessi lög flla í heildarmyndina. Þetta
eru einnig einu lögin sem Kenny G. hefur ekki samið
sjálfur.
Kenny G. er ágætt tónskáld. Kemur það vel fram í
lögum á borð við Silhouette, Going Home og Pastel sem
em þau lög sem best em ásamt Songbird. Erfitt er
aftur á móti að dæma Kenny G. sem hljóðfæraleikara
eftir þessum lögum. Hann er flinkur á sitt hljóðfæri
en aUt er fágað og fínt og lítil átök og engar improviser-
Kenny G. ásamt sópraninum sínum.
ingar af viti. Því verður The Collection nokkuð leiði-
gjörnhlustuneftirnokkurskipti. -HK
Suzanne Vega - Days of Open Hand
Dýpt og tilfinning
Suzanne Vega sló glæsflega í gegn fyrir tveimur
ámm með plötunni SoUtude Standing. Fyrst og fremst
var það lagið Luka sem vakti athygU en önnur lög
plötunnar gáfu því ekki mikið eftir.
Nú er komin ný plata frá Suzanne Vega og hún hef-
ur í það minnsta ennþá ekki flogið eins hátt og Solitude
Standing og skýringin Uggur aðaUega í því að á nýju
plötunni er ekki að finna neitt lag í líkingu við Luka,
það er að segja lag sem getur náð vinsældum og vakið
athygU á plötunni.
Samt er þessi plata engu síðri en SoUtude Standing
en mismunandi gengi þessara tveggja platna sýnir það
glöggt hvað eitt vinsælt lag getur gert fyrir tónlistar-
mann sem að öllu jöfnu sækist lítt eða ekki eftir að
koma lögum á vinsældalistana.
En Suzanne Vega heldur sem sagt sínu striki, á róleg-
um nótunum; einfóld, falleg lög og textamir lítil ljóð
út af fyrir sig, mörg hreinar perlur.
-SþS-
á veginn!
Brýr og ræsi
krefjast sérstakrar
varkárni. Draga
verður úr hraða og
fylgjast vel með
umferð á móti.
Tökum aldrei
áhættu! |Jumferoar
Slysavamir
Átak slysavamafélagsins:
Það rýk-
ur úr
vélinni
- komum heil heim
Á ferðalögum getur örlítil gætni slökkvitæki og sjúkrakassa í bíln-
og fyrirhyggja skipt sköpum. Það um.
getur reynst nauðsynlegt að hafa
Enn er ferðinni haldið áfram. En hérna hefur eitthvað farið úrskeiðis.
Það rýkur úr vélinni.
Þá er ekki verra að vera vel útbúinn. Slökkvitækið kemur í góðar þarfir
og kemur í veg fyrir meira tjón.
1
/
Þau eru búin að bjarga málunum í bili. Mamma kom stráknum til bjarg-
ar meðan pabbi slökkti eldinn. Það borgar sig að hafa „réttu græjurnar."