Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 13
FÍMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990. ' 13 I>V Virkjum Hvammsfjörð Til framleiðsiu vetnis þarf gífurlega orku. Hún er m.a. til staðar í Hvamms- firði. Steinólfur Lárusson, Ytri-Fagradal, Dalasýslu, skrifar: Ég vil koma eftirfarandi ábending- um til iðnaðarráðherra og annarra þeirra sem láta sig erindið varða. Undanfarið hefur verið nokkur umræða um staðsetningu álvers hér á landi og nýverið fréttist að Þjóð- verjar vildu eiga samstarf við íslend- inga um framleiöslu vetnis. Til þess- ara hluta þarf gífurlega orku. Hún er til staðar í Hvammsfirði. Hvammsfjörður er um 160 ferkíló- metrar aö stærð. Mesti munur flóðs og fjöru er um 6 metrar og 18 mílna straumhraði er í H vammsfj arðarröst sem er milli Steinakletta og Embru- höfða. Fleiri straumar eru þarna í mynni fjarðarins. Þarna er því um hrikalegt afl að ræða og ögurstund er engin. Það gerir að á útfalli hefur flóðhæðin ekki tíma til að streyma út öll áður en fellur að aftur (það kalla lærðir menn varíasjón). Ein- staka sérvitringur veit hvað ögur- stund er. Þama er fyrir hendi virkjanleg orka fyrir eitt álver, áburðarverk- smiðju og vetnisframleiðslu - ef sú framleiðsla yrði hagkvæmari með rafgreiningu heldur en 200 stiga heitri gufu sem látin er flæða yfir kolefni, svo sem brúnkol (surtar- brand). Frakkar hafa mikla reynslu með sjávarfallatúrbínur og smíði þeirra. Þær eru einfaldlega staðsettar í straumnum þar sem hann er stríð- astur. Þær snúast sjálfkrafa eftir því í hvaða átt straumurinn fellur. Stíflugerð er nánast óþörf en fer að vísu eftir aðstæðum. Ég ræddi þessar virkjunarhug- myndir nokkrum sinnum við Guð- mund heitinn Björnsson verkfræði- prófessor. Hann spáði því að sá tími kæmi að Hvammsfjörður yrði beisl- aður til orkuframleiðslu og sagði að stórfróðlegt væri að velta þessu fyrir sér og reiknaði lauslega út hve mikið afl væri þarna til staðar. - Ekki man ég þær tölur en þær voru hrikalega háar. Nú er tækifærið lagt upp í hendur okkar með þessa framkvæmd og óvíst að það verði í annan tíma heppi- legra. Það eru líklega takmörk fyrir hvað bóndakurfur vestur í Dölum, ásauðarhyglari og þar með hagvaxt- arhemill, má bera á borð fyrir höfö- ingja. Reyndar hef ég bent á þetta áður með virkjun Hvammsfjarðar, bæði í blaðagrein og sjónvarpsvið- tah, fyrir nokkrum árum. Það sannast á mér að oft ratast kjöftugum satt í munn. - Ég hef vilj- andi sleppt öhum upsilonum í þessu bréfi því að einn góðvinur minn hef- ur bent mér á að safna þeim saman og nota í veg og brú yfir Gilsfjörö þveran. Þessu bréfi er hér með sleppt úr hendi tíl viðtakanda. Lesendasíða DV sá sér ekki fært að sleppa ypsilonum, þrátt fyrir fróma ósk bréfritara. Orð í tíma rituð Kjartan Jónsson skrifar: Ég vh lýsa fyhsta stuðningi mínum og nokkurra vinnufélaga við fyrrv. stjómarformann Arnarflugs hf. vegna bréfsins sem hann sendi for- sætisráðherra vegna vanefnda fjár- málaráðuneytisins viö félagið og framkomu ráðherra þess með því að efna th blaöamannafundar um málið og gefa þar yfirlýsingar út og suður um stöðu Arnarflugs og dylgja um rekstur þess félags umfram það sem þegar hefur verið opinberað. Eg vinn á nokkuð fjölmennum vinnustað sem þó hefur ekkert með flugstarfsemi að gera. Þetta mál barst í tal við matarborð nokkurra vinnu- félaga og vom allir sammála um að hér væri komið að nokkurs konar vendipunkti í samskiptum almenn- ings svo og fyrirtækja á frjálsum markaði við hið opinbera. - Ahir væm orðnir hvekktir á gerræðisleg- um vinnubrögðum fjármálaráðherra og innheimtugleði hans og skatt- heimtu en enginn vogaði sér að segja svo mikið sem „Fyrirgefið, mig lang- ar th að fá skýringu...“ Með bréfi stjórnarformanns Arn- arflugs hf. væri brotið blað að því leyti að loksins tæki einhver sig th og léti ekki afskiptalausan þann yfir- gang og valdníðslu sem ráðherrar í ríkisstjórn gerðu sig svo oft bera að í þessu landi. Það er einnig eftirtekt- arvert að í bréfi stjórnarformanns Arnarflugs til forsætisráðherra er einnig bent á þá staðreynd að fjár- málaráðherra er ekki einu sinni kos- inn á þing. Hefur fólk gert sér grein fyrir því hvað hér er í húfi? Menn voru sammála um að forsæt- isráðherra hlyti að afgreiða þessa umkvörtun um framkomu og emb- ættisfærslu fjármálaráðherra á þann veg að ekki færi á mihi mála að hann hefði hagsmuni hinna mörg hundruð hluthafa í Amarflugi og annarra ein- stakhnga sem styðja óhefta sam- keppni í flugsamgöngum að leiðar- ljósi en ekki hagsmuni eða geðþótta stjórnmálamanns, jafnvel þótt sam- ráðherra sé. Flugmálastefna stjórn- valda eða einstakra ráðherra má ekki og getur ekki stjórnast af póli- tískum sjónarmiðum. fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglysíig|| út í hönd með þeinhörðum peningum, Það eina sem að gera hringjá og%máaugf| verður færð á kortið' Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! iingin Auglýsingadeild DV er opin: Virkádaga ki. 9.00-22.C Cáugardaga kl. 9.00-14.C Sunnúttaga kl. 18.00-22 Athugið: ' ■ f Auglýsing i helgarblað DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. __________Lesendur Verð gler- augna fer eftir styrk- leika og gæðum Walter Lentz, formaður Félags íslenskra sjóntækjafræðinga, skrifar: Vegna skrifa Ragnheiðar Sveinsdóttur i DV raánudaginn 23. júlx síðastliðinn um „rándýr gleraugnakaup" i ónefndri versl- un vhl ofanritaður taka eftirfar- andi fram: Verð gleraugna ræðst af styrkleika og gæðum gletj- anna, svo og af gæöum umgerð- amta. Ragnheiður segist hafa fengið „venjuleg tvískipt" gleraugu í ónefndri verslun sem hafi kostað 38.000 krónur. Að mati undirrit* aðs getur þetta verð ekki staðist fyrir venjuleg tviskipt gleraugu. Þau má fá fyrir um 15.000 krónur og venjuleg lesgleraugu fyrir undir 6.000 krónum. Ragnheiður talar um þátttöku sjúkrasamlags eöa almanna- trygginga í gleraugnakaupum þannig að „lyfseðlar" frá augn- læknum fylgdu sömu reglum og ghda um aðra lyfseðla. Sjón- tækjafræðingar mundu vera fylgjandi slíkum reglurn og yrði það þá ef th vhl tíl þess að fólk hætti aö kaupa thbúin gleraugu, sem bæði eru léleg og ólögleg, og færu þess i stað til augnlæknis og fengju rétt gleraugu. W-----^ FINLUX FINNSKU FRÁBÆRU LITSJÓNVARPSTÆKIN Hl-R STEREO - BLACK MATRIX FERKANTAÐUR FLATSKJÁR - FÍNASTA UPPLAUSN - TELEFEXT MONITOR ÚTLJT — ALHLIÐA FJARSTÝRING SEM ÞÝÐIR AÐ HÚN VIRKAR Á GERVIHNATTAMÓT- TAKARA SEM HÆGT ER AÐ FÁ STRAX EÐA KEYPTAN EFTIR Á INN í TÆKIN. EINNIG GETUR FJARSTÝTINGIN LESIÐ AF FLESTUM MYND- BANDSFJARSTÝRINGUM, OG ÞÁ GETUR ÞÚ LAGT HENNI OG VERIÐ MEÐ ALU Á EINNI HENDI. „NICAM" STEREO MÓTTAKA — SUPER VHS AFSPILUN. 29" SUMAKTILBOÐ KR. 110U98.- sigr. Rétt verö ádur KR. 130X)50- stgr. 29" SUMARTILBOÐ KR. 126.835.- stgr Rétt verð áður KR. 154.310.- stgr. ATHUGAÐU AÐ INNBYGGÐUR FINLUX GERVIHNATTAMÓTIAKARI KOSTAR AÐEINS HÁLFVIRÐI Á VIÐ AÐRA. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á MYNDLAMPA 33 Afborgunarskilmálar [g] VÖNDUÐ VERSLUN Höfn í Hornafirði Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu íbúðar- húsnæði fyrir sóknarprest á Höfn. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteigna- mat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyr- ir 7. ágúst 1990. Fjármálaráðuneytið, 25. júlí 1990. ULTRA GLOSS endist langt umfram hefð- bundnar bóntegundir. utsölustaðir: I J - stöövarnar Olíufélagið hf Akureyri Blaðbera vantar í innbæinn frá 1. ágúst. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 25013

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.