Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990. 25 Iþróttir Hef enga yf irburði lengur hér á landi - segir Islandsmeistarinn 1 golíi, Úlfar Jónsson, GK, sem í næstu viku ver titilinn á Akureyri ■—n „Þaö er vissulega kominn spenningur 1 mann eins og alltaf fyrir íslands- mótiö. Ég held að ég sé í þokkalegri æfingu en það er víst að ég verð að si spila mjög vel ef ég á að sigra. Ég býst við að keppnin verði geysijöfn og , erfið,“ sagði íslandsmeistarinn í golfi, Úlfar Jónsson, í spjalli við DV í gær. Úlfar stundar nám í Louisiana í Bandaríkjunum og æfir þar og keppir á veturna. Hann er sem stendur hér heima og hefur íslandsmeistaratitihnn að verja þegar keppni íslandsmótsins í golfi hefst nk. miðvikudag á Akureyri. Hér á eftir fer stutt viðtal við Úlfar þar sem hann spáir m.a. í spilin fyrir komandi íslandsmót. Var nokkuð ánægður með Norðurlandamótið „Ég var nokkuð ánægður með ár- angur minn á nýafstöðnu Norður- landamóti í Osló. Ég lék nokkuð vel í heild og þá sérstaklega síðasta hringinn sem er einn sá besti sem ég hef nokkru sinni leikiö. Ég held ég sé í þokkalegri æfingu þessa dagana en ég hef æft stíft undanfar- ið. Sveiflan er í góðu lagi en maður er alltaf að þróa nýjar og nýjar hreyfmgar. Það er alltaf ýmislegt sem þarf að lagfæra. Það eru smá- atriðin sem skipta sköpum í þessu því örfáir metrar til eða frá geta gert gæfumuninn. Það er eitt af því sem gerir þetta svo spennandi. Það er nauðsynlegt að æfa allt árið um kring Það er nauðsynlegt að geta æft allt árið um kring ef menn ætla sér ein- hverja stóra hluti í golfmu. Það væri vonlaust að vera hér heima því þá gæti maður ekki æft að vetri til. Ef ég ætla að spiia á sterkum mótum úti þá verð ég að geta æft allt árið. Ég stunda æfingar við toppaðstæður úti. Það er mikið gert fyrir golf í þessum skóla sem ég er í og.þar er vel fylgst með okkur. Mér líkar mjög vel úti erida skiptir öllu máh að geta stundað það sem maður hefur mestan áhuga á. Mér hefur farið mikið fram á síðustu 3 árum Það er engin spurning að mér hefur farið mikið fram á þessum þremur árum sem ég hef verið úti. Nú hent- ar mér miklu betur að spila á stór- um völlum. Á móti kemur að ég spilaekki eins vel hér heima og ég gerði. Þegar maður hefur vanist stórum frábærum keppnisvöllum er efiðara að koma heim og leika á völlunum hér. Ég reyni líka að spfia sem minnst hér heima í sum- ar og einbeiti mér frekar að mótun- um úti. Verður erfiðara að verja titilinn nú en áður Ég hef trú á að íslandsmótið í ár verði geysilega spennandi og jafn- ara heldur en undanfarin ár. Þetta veröur erfið keppni og ég verð að spila mjög vel til að eiga möguleika á að sigra. Það verður sennilega erfiðara að verja titilinn nú en áður því ég hef enga yfirburði lengur hér á landi. Það eru margir sterkir spil- arar sem eiga eftir að blanda sér í toppbaráttuna. Held að 2-3 geti farið alla leið Ég hef mikla trú á Sigiujóni Arn- arssyni. Hann hefur leikið geysivel í sumar og verður erfiður andstæð- ingur á mótinu. Aðrir, sem ég tel að komi til greina, eru Sigurður Sigurðsson, Ragnar Ólafsson, Sveinn Sigurbergsson og Guð- mundur Sveinbjömsson og jafnvel fleiri. Þó held ég að aðeins 2-3 geti farið alla leið og unnið mótið en það er annars ómögulegt að spá um lokaúrslitin. Metnaður hvers klúbbs að komast í Evrópukeppni Eftir íslandsmótið tekur við klúbbakeppni þar sem barist verð- ur um að komast í Evrópukeppnina á Spáni. Þar keppir 4 manna sveit fyrir hvem klúbb og það verður ekki síður mikilvæg keppni því það er auðvitað metnaður hvers klúbbs að komast í Evrópukeppni. Þessi keppni er dálítið frábmgðin t.d. ís- landsmótinu að því leyti að hún byggist á liðsheildinni en ekki per- sónulegum árangri. Þarna kem ég til með að spila við hlið þeirra sem verða andstæðingar mínir á ís- landsmótinu." -RR Islandsmeistaratitlinum hampað 1986. leildinni 1 kvöld: nliðinu að skráveifu? KR-ingar leika í Eyjum Láms Guðmundsson, Stjörnunni.....4 Ragnar Margeirsson, KR...........4 Grétar og Dervic jafnir í 2. deildinni Grétar Einarsson, Víöi, og Júgóslavinn Dervic í liði Selfoss eru markahæstir í 2. deild þegar keppnin í deildinni er hálfnuð. Báðir hafa þeir skorað 7 mörk í leikjunum 9. Þessir hafa skorað mest í 2. deild: Grétar Einarsson, Víði...............7 IzudinDervic, Selfossi...............7 Grétar Steindórsson, UBK.............6 Kristinn Tómasson, Fylki.............5 Hafþór Kolbeinsson, KS...............5 Guðmundur Baldursson, Fylki..........4 Þórarinn Ólafsson, Grindavík.........4 -GH/RR • Pálmi Jónsson skorar fyrir FH gegn Stjörnunni í fyrri deildarleik liðanna í Kaplakrika. Liöin mætast í Garðabæ i kvöld. Útívístarparadísín Hvammsvík - Kjós 1 ;t/ GOLF -VEIÐI-HESl 'AR [r \ jl OPIÐ GOLF ,V MEISTARAMÓT \ Forgjöf 24 og hærrí. 36 holur. Höggleíkur m/án for- gjafar 28. og 29. júlí. V ,,Hver er efnílegastí kylfmgurínn á Íslandí?“ Stórglæsíleg verðlaun. Skráning fer fram í síma 91-667023 fýrír kl. 21.00 föstudagínn 27. júlí. Kylfingar ráða rástíma íyrrí keppnísdagínn. Ræst út eftír árangrí seínní keppnís- dagínn. Íþróttabúðín, Borgartúní, Lacoste, Veitingahúsíð Víð Tjörnina, Laxalón. Hvammsvík, Kjós. LAXALÓN HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.