Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 4
4 Fréttir Stóragerðismálið: Sent til saksóknara - tveir menn eru enn í gæsluvarðhaldi Rannsóknarlögreglan mun í dag eða allra næstu daga senda rann- sóknargögn vegna morðsins á bens- ínstöðinni við Stóragerði til ríkissak- sóknara. Morðið var framið að morgni 25. apríl í vor. Lögreglan sendi fatnað og verkfæri, sem tengj- ast voðaverknaðinum, til rannsókn- ar erlendis. Enn hafa ekki allar nið- urstöður borist. Eigi að síður verður málið sent til rikissaksóknara. Tveir menn, Guðmundur Helgi Svavarsson, 28 ára gamall, og Snorri Snorrason, sem er 34 ára, hafa játað að hafa verið á bensínstöðinni þegar morðið var framið. Hvorugur þeirra hefur játað að vera valdur að ódæðis- verkinu heldur benda þeir hvor á annan. Þeir eru báðir í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Mönnunum hefur verið gert að sitja í gæsluvarð- haldi þar til 26. september næstkom- andi. Þeir þurfa einnig að sæta geð- rannsókn. Þrátt fyrir að máhð verði nú sent til ríkissaksóknara er rannsókn þess ekki lokið. Þórir Oddsson vararann- sóknarlögreglustjóri segir að lögregl- an viiji sýna ríkissaksóknara máhð þrátt fyrir að rannsókn þess sé ekki lokið. Hann segir að hugsanlega vilji saksóknari láta rannsaka eitthvað frekar en þegar hefur verið gert. -sme Ók með bruggtæki og brugg um götur í Vestmannaeyjum Ómar Garðaissan, DV, Vestmannaeyjum; Margar leiðir eru th þess að ná sér í áfengi fyrir htinn pening og er heimabrugg þar á meðal. Einn fram- takssamur hér í Eyjum, sem senni- lega hefur ætlað að koma sér upp birgðum af landa fyrir þjóðhátíð, var gómaður með bruggtæki og brugg ekki alls fyrir löngu. Hann verður því að grípa th annarra ráðstafana til aö verða sér úti um veigar fyrir helgina stóru. Að sögn lögreglunnar tilkynnti at- huguh vegfarandi hér í Eyjum að hann hefði séð bruggtæki í bíl skömmu efhr hádegi einn daginn. Lögreglumenn hófu leit og fljótlega fannst bílinn fyrir utan hús eitt í bænum. Þegar inn var komið fund- ust bruggtækin og bruggiö og var það gert upptækt. Maður í húsinu var færður til yfirheyrslu og viður- kenndi að vera eigandi tækjanna og vökvans. Guðmundur J. í Alþýðuflokkinn? „Ég er ekki mann- kynsfrelsari“ Óáfengu víni stolið Fyrir skömmu var 20 kössum af borðvíni hnuplað af geymslu- stað. Ekki er vitað hvort þaö gerð- ist áður en vínið var sett í gáma eða hvort það gerðist eftir á. Mun einhver hafa hugsað sér gott th glóðarinnar og hefur ef th vhl sest að drykkju samdægurs. Ekki hefur það haft mikið upp á sig því vínið var óáfengt og getur viðkomandi þar af leiðandi drukkið endalaust án þess að fmna nokkuð á sér. Óáfenga vínið var ein átta tegunda sem kynna átti hjá Áfengis-og tóbaksverslun ríkisins í gær. Vegna hins fmgra- langa þjófs var hins vegar ekki hægt að bjóða upp á fleiri gerðir ensjö. -tlt Alþýðublaðið sagði frá því í fyrra- dag að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sé thbúinn th að ganga í Alþýðuflokkinn með þeim skhyrðum að flokkurinn stokki upp í atvinnumálum og beijist gegn at- vinnuleysi og lágum launum. Guð- mundur J. var í áraraðir einn af for- ystumönnum Alþýðubandalagsins en gekk úr þeim flokki árið 1987. „Eg lít nú ekki á mig sem neinn mannkynsfrelsara og það hggur ahs ekki fyrir að ég sé að ganga í Al- þýðuflokkinn. Eg bíð ekki með um- sóknoum inntöku í vasanum. Það þarf jnikið að stokka upp á þeim bæ áður. Hins vegar er ég með orðum mínum í Alþýðublaðinu aö leggja áherslu á að ég tel mikhvægt að A-A flokkamir tveir taki upp mjög náið samstarf eða sameinist. Eg tel að hér myndist mjög fátæk undirstétt ef eldd kemur th samstarfs og baráttu sterks verkalýðsflokks sem snýst af alefli gegn atvinnuleysi og lágum launum verkafólks," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson við DV. j -JGH FIMMTUDAGUR 26. JÚLf 1990. Ólafur Óskar Einarsson múrari er greinilega ekki iofthræddur maður. Mynd- in var tekin þegar hann Ólafur Óskar var að sílanúða efsta hluta Hallgríms- kirkjuturns. Kirkjan er 74 metra há og um 75 metrar með krossinum. Þeg- ar Ólafur Óskar var að vinna við turninn bárust tilkynningar til lögreglu um undarlegt athæfi giæframanns sem sagður var hanga utan á turninum. DV-mynd S Bolfiskvinnslan: Prósent í verðjöf nunarsjóð Sjávarútvegsráðherra staðfesti í fyrradag tihögu verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins að 1 prósent verð- jöfnunargjald verði greitt af afla- verðmæti bolfisks í verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Þar sem staða rækjuvinnslunnar er ekki góð fær hún hins vegar greidd 5 prósent úr sjóönum. Inn- og útgreiðslur verðjöfnunar- sjóös miðast við fob-verðmæti út- flutnings. Miðað er við viðskipta- gengi eins og það er á hverjum tíma. Útgreiðslur úr sjóðnum takmarkast vð innstæðu viðkomandi dehdar eða fyfirtækis. Það sem greitt er í sjóðinn rennur inn á verðjöfnunarreikning á nafni viðkomandi framleiðenda. Innstæð- ur á verðjöfnunarreikningum sjóðs- ins eru ávaxtaðar í erlendum gjald- eiri og taka vextirnir mið af milli- bankavöxtumíLondon. -J.Mar Foringi öreiganna Menn hafa verið að sakna gömlu verkalýðsforingjanna og tala með eftirsjá um Hannibal og Eðvarð. Það er þjóðsagnablær yfir mönnum eins og Héðni Valdimarssyni og Ólafi Friðrikssyni og það er ævin- týraljómi yfir þeim gömlu, góðu dögum þegar verkalýðsbaráttan fór fram á gatnamótum og útifund- um og verkfólhn geisuðu. Þá bitu menn í skjaldarendur og vissu hvað þeir vhdu. Þessir dagar eru hðnir og nú er kvartað yfir því að kontóristar og hagfræðingar reki verkalýðshreyfinguna og enginn hafi kjark th að segja óvininum stríð á hendur. Verkalýösforingjar hafa meira að segja legið imdir þeim grun að vera ábyrgir og sæmhega vel hðnir af viðsemjend- um sínum. Hefur það verið hið versta mál. En loksins, loksins hefur fæðst nýr og eldspúandi verkalýðsforingi af gamla skólanum. Sá heitir Páh Hahdórsson og stjómar herskáasta verkalýðsfélagi landsins. Eftir að Páh þessi kom th sögunnar þurfa menn ekki lengur að rifja upp sög- ur af gömlum kempum eða sakna hefðbundinnar kjarabaráttu. Páh Hahdórsson tekur þeim eldri jafn- vel fram. Honum hefur á örfáum vikum tekist aö umtuma öhu heila gaheríinu og ná fram slíkum kjara- kjörum fyrir sína umbjóðendur að þjóðfélagið stendur á öndinni. Það era haldnir krísufundir í ríkis- stjórn, vinnuveitendur ærast, efna- hagssérfræðingar vita ekki sitt ijúkandi ráð og jafnvel verkalýös- hreyfingin sjálf heldur miðstjóm- arfundi og trúnaðarmannafundi th að átta sig á því hvemig bregðast má við þessum nýja verkalýðsfor- ingja og þeim kjarabótum sem hann hefur fengið í sinn hlut. Það kemur nefnilega í ljós að ekkert kemur launþegum verr en einmitt -að kjörin séu bætt. Páh Hahdórsson byrjaði á því að efna th sex vikna verkfahs meðal háskólalærðra ríkisstarfsmanna. Fram að því hafði ekki farið mikið fyrir þessari stétt í þjóðfélaginu, nema þá sem aftaníossar hjá BSRB. Aldrei hafði sést th nokkurs há- skólamanns í kröfugöngum og aldrei hafði nokkur maöur vitað th þess að háskólamenntaðir fuhtrúar hjá ríkinu væra verst setti lág- launahópurinn í landinu. En Páh fór í verkfah með sitt hð og hafði sitt fram. Ráðherramir vora orðnir svo langþreyttir og ráðalausir þeg- ar skrifað var undir samninga að þeir vissu ekki hvað þeir skrifuðu undir og hafa verið að súpa af því seyðið síðan. Það er ekki nóg með það að Páh Hahdórsson hafi fengið ráðherrana th að skrifa undir samning sem þeir geta ekki staðiö við. Hann hef- ur líka snúið á Alþýðusambandið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og nú era haldnir neyðar- fundir í öhum helstu hagsmuna- samtökum landsmanna um hvem- ig bragðist skuh við þeim óskunda sem Páh þessi Halldórsson hefur gert þjóðinni. Háskólamennirnir hans Páls era ekki aðeins verst setti láglaunahópurinn í landinu heldur era háskólamenn óðum að öðlast þann sess að vera verst liðna stéttin í landinu. Þannig hefur orðstír háskóla- menntaöra ríkisstarfsmanna auk- ist jafnt og þétt fyrir thstilh Páls Hahdórssonar sem hefur sýnt þaö og sannað að verkalýðshreyfingin er ekki dauð úr öllum æðum. Nú era það ekki lengur verkamenn eða sjómenn eða kvenfrelsishetjur sem ríða um héruð og lemja óvini sína th hlýðni. Nú er það hin nýja stétt öreiganna úr Háskólanum sem kann tökin á árangursrikri kjara- ' baráttu. Þökk sé Páli. Það er líka Páli að þakka að það er sama hvað aðrir fá í kjarabætur, háskólamenn verða alltaf skrefinu á undan. Það verður líka Páh Hahdórssyni að þakka þegar verðbólgan kemst á fuhan skrið á nýjan leik en verð- bólgan hefur einmitt verið óska- bam launþega. Verkalýðshreyfing- in með Alþýðusamband íslands í broddi fylkingar hefur gert þá reg- inskyssu aö taka þátt í því að kveða verðbólguna niöur og skapa stöð- ugleika í efnahagslífinu. Verka- lýðshreyfingin hefur aldrei þrifist undir þeim kringumstæðum. Hún verður að hafa allt upp í loft í þjóð- félaginu til að fá hækkað kaup og Páh Halldórsson hefur verið maður til að skilja þau lögmál og skapa það efnahagslega tómarúm sem traustir verkalýðsforingjar þrífast best í. Dagfari r»1 ‘X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.