Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990.
33
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Michael Jackson
óttast hjartaáfall mikið. Hann
hefur ráðið til sín tólf menn til
að gæta heilsu sinnar. Þrír eru á
vakt í einu en Michael er vaktað-
ur allan sólahringinn. En söngv-
arinn mikh vill ekki að neitt
minni sig á að þetta séu læknar.
Hann hefur bannað heilsugæslu-
mönnunum að vera í hvítum
fatnaði.
Tveir bílar fylgja Michael hvert
sem hann fer. Annar er sjúkra-
bíll en hinn er sérútbúinn með
ýmsum sjúkratækjum og vélum.
í þessum bílum eru svo vakt-
mennimir.
Ekki alls fyrir löngu fékk Jack-
son slæma verki fyrir hjartað.
Hann telur þetta vera aðvörun
um að hann geti átt von á að fá
hjartaáfall en læknar segja verk-
ina aðallega til komna vegna
streitu og álags.
Sylvester Stallone
er ekki við eina fjöhna felldur.
Nýlega komst það upp að hann á
fleiri en eina vinkonu. í eitt ár
hafa hann og fyrirsætan Jennifer
Flavin verið saman en undanfar-
ið hefur Sylvester hitt aðra konu
tvisvar í viku, á mánudögum og
þriðjudögum. Jennifer á Sylvest-
er ein hina daga vikunnar.
Ljósmyndari rakst á kyntröllið
með nýju vinkonunni á skemmti-
stað. Þegar Sylvester sá ljós-
myndarann brást hann hinn
versti við og sló til hans. Úr varð
mikill eltingaleikur þar sem líf-
verðir Stallone reyndu árangurs-
laust að ná ljósmyndaranum. Syl-
vester gaf í desember yfirlýsingu
um að það væri óhollt fyrir and-
lega og hkamlega heilsu að skipta
oft um ástkonur.
Michael Landon
er þrigiftur. Núverandi eiginkona
Landons er Cindy Clerico en hún
er tuttugu árum yngri en leikar-
inn sjálfur. Önnur eiginkonan
segir það ekki hafa komið sér á
óvart þegar Michael tók saman
við Cindy, hann hafi stefnt að
þessu aht sitt líf. Menn eru ekki
á einu máh um það hvort aldur
nýju konunnar hafi gert útslagið
um fyrra hjónabandið.
Leikkonan Cybill Shepherd:
Ný ímynd
||||jl
Cybill er ánægð með að helga börnum krafta sína. í myndinni Which Way Home leikur hún hjúkrunarfræðing sem
tekur munaðarlaus böm upp á arma sína.
Leikkonan Cybih Shepherd er orð-
in fertug. í hfi hennar hafa orðið
miklar breytingar. Hún er búin að
fá nóg af glansímyndinni og vill auka
hlut kvenna í „hörðu myndunum".
Metnaður hennar sem leikkona nær
lengra en svo að hún geri sig ánægða
með að fá bara hlutverk sem ástkona
aðalhetjunnar í myndum.
Cybill hefur þegar fengið hlutverk
á nýju nótunum. Nýlega lauk tökum
á mynd Woodys Állen en myndin
hefur ekki hlotið nafn enn. Cybih er
ánægð með hlut sinn í þeirri mynd
en segir jafnframt að Woody setji
leikurum þá reglu að tala ekki um
myndir hans fyrr en þær hafa verið
frumsýndar.
Nú standa yfir tökur á myndinni
Which Way Home í Tælandi. Myndin
fjallar um bandarískan hjúkrunar-
fræðing sem helgar munaðarlausum
börnum frá Kambódíu krafta sína.
Cybill leikur hjúkrunarfræðinginn
og segir að þetta hlutverk hafi gefið
sér mikið. „Myndin sýnir hvern hug
ég ber th barna. í Bandaríkjunum
er réttur barnanna ekki virtur mik-
hs,“ segir Cybhl. „Ég vh líka segja
frá því hvað Bandaríkjamenn hafa
gert Kambódíu.“
Cybill býr nú með þriðja manni
sínum, Frank Smith, sem er lögfræð-
ingur. Áður var hún tvígift. Hún á
eina tíu ára dóttur með fyrsta eigin-
manninum og tveggja ára tvíbura
með öðrum manninum. „Réttur
feðra er lítils metinn. Þeir eiga rétt
á að umgangast börn sín rétt eins og
mæðurnar þó svo að foreldrarnir búi
ekki saman.“
Líf Cybih hefur breyst mikið und-
anfarin ár eins og líf svo margra í
kringum fertugt. Hún veit hvað hún
vill og gerir meira en að tala um það
- hún framkvæmir.
Karl Bretaprins og Díana:
Bameignir ekki
á dagskrá
Karl Bretaprins er mikih umhverf-
isvemdarsinni. Hann hefur lagt um-
hverfisvemdarmönnum hð í barátt-
unni um vemdun jarðar. En sumum
finnst nóg komið. Eitt af því sem
Karh finnst að banna ætti fólki er
að eiga fleiri en tvö börn.
Díana hefur staðið með Karh í
umhverfisverndinni fram að þessu.
En þegar að bameignunum kemur
er hún á öðm máh. Díana vih eign-
ast fleiri böm og varð fyrir miklum
vonbrigðum þegar Karl sagðist ekki
vhja fleiri böm. Hún hefur margoft
lýst því yfir að hún vhji stærri fjöl-
skyldu. Þegar Díana sagði við Karl
að hún vildi að minnsta kosti eignast
tvö börn í viðbót varð hann illur og
neitaði því alfarið að standa í frekari
barneignum.
Karl prins og Díana eiga tvo syni,
þá Wihiam, sem er átta ára, og Harry
en hann er fimm ára gamall.
Karl segir jörðina ekki þola meiri
mannfjölda en nú byggir jörðina.
Orkuhndirnar eru ekki óþijótandi
og jörðin getur ekki tekið við enda-
lausum úrgangi.
Karh finnst tveir óþekktarormar
nóg. Hann segir þau ekki þurfa fleiri
„litla konunga“, þau verði að vera
fordæmi heimsins.
Fjölskyldan saman komin. Karl vill ekki fleiri en tvö börn en Díana er ekki
á sama máli.
Besti vinur mannsins
Hundurinn Júlíus Vífill er góður vinur Guðbjargar Ragnarsdóttur. Guð-
björg var ein af þátttakendum i Gull og silfur-mótinu sem fram fór um
síðustu helgi. Hún spilar fótbolta með Þór frá Vestmannaeyjum og þó
hennar lið hafi ekki sigrað þá var hún hress og kát. Júlíus Vífill lætur
sér fátt um finnast og tekur lífinu með ró. DV-mynd RaSi