Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1990. 39 Veiðivon Elliðaámar: Svipuð veiði og í fyrra Veiðin í Laxá í Dölum er eftir sem áður döpur og voru aðeins komnir 200 í gærdag. Síðasta holl veiddi þó 60 laxa. Þeir Gunnar Þorláksson og Júlíus Þ. Jónsson geta verið hressir með þessa tvo laxa, 19 og 17 punda. DV-mynd GGG Þrátt fyrir að margar veiðiár landsins hafi brugðist veiðimönnum svo til alveg þaö sem af er sumri hafa Elliðaámar haldið sínu. Á há- degi í gær voru komnir á land 572 laxar en á sama tíma í fyrra voru þeir 589. Veiðimenn, sem veiddu í Elliðaán- um fyrir hádegi í gær, fengu 16 laxa og vakti athygh að helmingur þeirra var eldisfiskur. Þá veiddust tveir þokkalegir sjóbirtingar og ein bleikja, varla meira en 150 grömm, og var hér einnig um eldisfisk að' ræða. Nú eru komnir um 1900 laxar í gegnum teljarann og er það um 800-1000 löxum minna en á sama tíma í fyrra. 20 punda lax úr Hofsá í Vopnafirði „Laxamir úr Hofsá í Vopnafirði eru á þessari stundu orðnir 136 en voru 180 á sama tíma í fyrra,“ sagði Eiríkur Sveinsson, læknir á Akur- eyri, er hann sagði okkur fréttir af Hofsá og Selá í Vopnafirði. „Stærsti laxinn er 20 punda og veiddi Vigfús Ólafsson hann á spún. Á flugu veiddi Frakki stærsta laxinn, 19,5 punda. Selá hefur gefið 96 laxa,“ sagði Eirík- ur ennfremur. 500 laxar komnir úr Langá á Mýrum „Það er aht gott að frétta héðan af bökkum Langár og em komnir um 500 laxar af öllum svæðum,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson við Langá í gærdag. „Við erum hressir með þetta, það veiðast 15-20 laxar á dag. Aðalmáhð er að 100 laxar af þessum 500 eru úr okkar sleppingu. Það era Bretar héma við veiðar hjá mér og þeir eru komnir með um 30 laxa. Þeir síðustu sem fóru heim voru með 40 laxa. Það er gott vatn og hlýtt héma núna. Portlandsbragðið hefur gefiö okkur best og þá flugur númer tíu og tólf,“ sagði Ingvi Hrafn í lokin. 2,25 laxar á stöng í Leirvogsá „Leirvogsáin hefur gefið 135 laxa og það er tiu löxum meira en á sama tíma í fyrra,“ sagði Guðmundur Magnússon í Leirvogstungu í gær- dag. „Þetta eru 2,25 laxar á stöng en síðasta sumar var þetta 2,61 lax á stöng. Það hoU sem hefur fengið mest veiddi 21 lax. Mikið hefur sést af laxi um alla á. Stærsta laxinn veiddi Lúðvík Halldórsson, 14 punda fisk. Margir 10,11 og 12 punda laxar hafa veiðst. Níu laxar voru komnir fyrir mat í dag,“ sagði Guðmundur ennfremur. -G. Bender Brennan í Borgarflrði: Veiðimönnum varð ekki um sel „Við náðum í þrjá laxa og þrjá sjó- birtinga, laxamir voru 4,6 og 11 pund,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Brennunni í Borgarfirði. „Laxana veiddum við fyrsta daginn en svo var fjörið búið. Við fengum ekki neitt efdr það enda hafði selur fælt þá aUa. Við sáum sel fyrir fram- an okkur en nokkrum dögum áður vora þeir tveir. Þegar selurinn mætir á svæðið er Utið að hafa eftir það,“ sagði veiðimaðurinn sem ætlaði að veiða lax en ekki sel. -G.bender Kristinn Ólafsson kannar hvort allt sé ekki í lagi en 27 þúsund seiöi eru fyrir neöan i kvínni. DV-mynd Morten „Endurheimt- ur hafa verið góðar hjá okkur" - segir Ólafur Skúlason „Við munum innan fárra daga skera á pokann og seiðin fá svo að ráða hvenær þau vUja fara út,“ sagði Ólafur Skúlason, fram- kvæmdastjóri Laxalóns, en eins og viö greindum frá fyrir fáum dögum eru 27 þúsund seiði í kví fyrir ósum Laxár í Kjós. En 3 þúsund seiðum var sleppt í Bugðu og Laxá á nokkrum stöð- um. „Við fóðram fiskinn vel áður en hann fer og það verður gaman að sjá hvemig hann skilar sér aftur í ána. Þetta eru seiði úr laxi úr Laxá í Kjós og Bugðu. En laxa- seiði sem við höfum sleppt hafa skilað sér vel,“ sagði Ólafur Skúlason. Kvikmyndahús Bíóborgin FULLKOMINN HUGUR Total Recall með Schwarzenegger er þegar orðin vinsælasta sumarmyndin í Bandaríkj- unum, þó svo að hún hafi aðeins verið sýnd í nokkrar vikur. Hér er valinn maður í hverju rúmi enda er Total Recall ein best gerða toppspennumynd sem framleidd hefur verið. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Sharon Stone, Rachel Ticotin, Ronny Cox. Leikstjóri: Paul Verhoeven. Strangl. bönnuð börnum innan 16ára. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. FANTURINN Sýnd kl. 5, 9 og 11.10. VINARGREIÐINN Sýnd kl. 7. STÓRKOSTLEG STÚLKA Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. Bíóhöllin ÞRÍR BRÆÐUR OG BILL Þessi frábæri grinsmellur Coupe De Ville er með betri grínmyndum sem komið hafa lengi, en myndin er gerð af hinum snjalla kvikmyndagerðarmanni Joe Roth (Revenge of the Nerds). Það eru þrir bræður sem eru sendir til Florida til að ná í Cadillac af gerð- inni Coupe De Ville, en þeir lenda aldeilis í ýmsu. Aðalhlutv.: Patrick Dempsey, Arye Cross, Daniel Stern, Annabeth Gish. Leikstjóri: Joe Roth. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FULLKOMINN HUGUR Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. AÐ DUGA EÐA DREPAST Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. SlÐASTA FERÐIN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STÓRKOSTLEG STÚLKA Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.05. Háslcólabíó MIAMI BLUES Alec Baldwin, sem nú leikur eitt aðalhlut- verkið á móti Sean Connery í Leitinnni að Rauða október, er stórkostlegur í þessari gamansömu spennumynd. Aðalhlutv.: Alec Baldwin, Fred Ward, Jenni- fer Jason Leigh. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. LEITIN AÐ RAUÐA OKTÓBER Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 12 ára. HORFT UM ÖXL Sýnd kl. 7.05 og 11.10. SIÐANEFND LÖGREGLUNNAR Sýnd kl. 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. SHIRLEY VALENTINE Sýnd kl. 5. I SKUGGA HRAFNSINS Sýnd kl. 5. VINSTRI FÓTURINN Sýnd kl. 7. Síðustu sýningar. PARADlSARBlÓIÐ Sýnd kl. 9. liaugarásbíó HOUSE PARTY Það er næstum of gott til að vera satt. For- eldrar Grooves fara út úr bænum yfir helg- ina. Það þýðir partí, parti, partí. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B-salur UNGLINGAGENGIN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. C-salur LOSTI Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.Q5. Regnboginn I SLÆMUM FÉLAGSSKAP Hreint frábær spennutryllir þar sem þeir Rob Lowe og James Spader fara á kostum. Aðalhlutv.: Rob Lowe, James Spader, Lisa Zane. Leikstj.: Curtis Hanson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. NUNNUR A FLÓTTA Sýnd kl. 5, 7, 9 og-11. FÖÐURARFUR Sýnd kl. 9 og 11. SEINHEPPNIR BJARGVÆTTIR Sýnd kl. 7, 9 og 11. HJÓLABRETTAGENGIÐ Sýnd kl. 5 og 7. HELGARFRl MEÐ BERNIE Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stjörnubíó STRANDLlF OG STUÐ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FJÖLSKYLDUMÁL Sýnd kl. 7. STÁLBLÓM Sýnd kl. 9. POTTORMUR I PABBALEIT Sýnd kl. 5 og 11.05. FACO FACO FACO FACO FACCFACO LISTINN Á HVERJUM MÁNUDEGI Veður Suðaustan eða breytileg átt, víðast gola. Rigning eða súld með köflum á Suðausturlandi en að öllum líkind- um þurrt annars staðar. Léttskýjað verður á Norðurlandi. Vestanlands og á Vestfjörðum léttir heldur til er líður á morguninn en á Suður- og Suðvesturlandi verður skýjað með köflum. Áfram verður hlýtt í veðri, einkum norðanlands þar sem hiti fer víða í eða yfir 20 stig að deginum. Akureyrí skýjað 13 Egilsstaöir léttskýjað 14 Hjaröames þokumóða 11 Galtarviti skýjað 10 Keílavíkurílugvöllur skýjað 11 Kirkjubæjarklaustur aXskýjaö 11 Raufarhöfn skýjað 10 Reykjavík skýjað 11 Sauöárkrókur skýjað 13 Vestmarmaeyjar þoka 10 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen þokuruðn. 12 Helsinki léttskýjað 14 Osló léttskýjað 15 Stokkhólmur hálfskýjað 15 Þórshöfn þoka 11 Algarve skýjað 20 Amsterdam þokumóða 15 Barcelona þokumóða 22 Berlín þokumóða 14 Chicagó hálfskýjað 21 Feneyjar þokumóða 20 Frankfurt léttskýjað 15 Glasgow mistur 16 Hamborg þoka 13 London skýjað 14 LosAngeles heiðskirt 19 Lúxemborg heiðskirt 13 Madrid heiðskírt 19 Malaga léttskýjað 20 Mallorca léttskýjað 21 Montreal heiðskirt 18 New York léttskýjað 23 Nuuk alskýjað 10 Oríando þokumóða 23 París léttskýjað 15 Róm þokumóða 21 Vin heiðskírt 16 Valencia reykur 24 Gengið Gengisskráning nr. 140.-26. júli 1990 kl. 9.15 Eining kl. 12 .00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 58.320 58,480 59,760 Pund 105.443 105,732 103,696 Kan. dollar 50,614 50,753 51,022 Dönsk kr. 9,4331 9,4590 9,4266 Norskkr. 9,3066 9.3322 9,3171 Sænsk kr. 9,8572 9.8842 9,8932 Fi. mark 15,3011 15,3430 15.2468 Fra. franki 10,7147 10,7441 10,6886 Belg.franki 1,7438 1,7485 1,7481 Sviss. franki 42,2456 42.3615 42,3589 Holl. gyllíni 31,8619 31,9493 31,9060 Vþ. mark 35,8959 35,9943 35,9232 It. líra 0,04905 0,04918 0,04892 Aust.sch. 5,1010 5.1150 5,1079 Port. escudo 0,4090 0.4101 0,4079 Spá. peseti 0,5862 0,5879 0,5839 Jap. yen 0,38755 0,38861 0.38839 Írskt pund 96,289 96,553 96,276 SDR 78,5670 78.7825 74,0456 ECll 74,3347 74,5386 73,6932 Simsvari vegna gengisskróningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Suðurnesja 25. júli seldust alls 123,183 toniK- Magn í Verð í krónum -tonnurn Meðal Lægsta Hæsta Lúða 0,050 100.00 100,00 100,00 Grálúða 0,028 50,00 50,00 50.00 Blandað 0,018 15,00 15,00 15,00 Hlýrí/Steinb. 2.812 58.00 58,00 58,00 Skarkoli 0,244 27,00 27.00 27,00 Ufsi 21,223 37,00 37,00 37,00 Karfi 98,052 34,02 15,00 36,00 Þorskur 0,332 63.59 50.00 71,00 Ýsa 0,424 74,56 61.00 89,00 Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði 25. júli seldust alls 69,896 tonn. Gellur 0,030 300,00 300.00 300.00 Ufsi 2,355 35.00 35,00 35.00 Hlýri 0,803 64,00 64,00 64,00 Blálanga 3.500 61.50 61.00 62.00 Ýsa 0,044 95.00 95.00 95.00 Þurskur 62,809 76,64 70,00 79,00 Steinbitur 0,072 75,22 70,00 78.00 Skötuselur 0,015 154,00 154.00 154,00 Lúða 0.015 255,00 255,00 255,00 Langa 0,051 48,00 48,00 48.00 Karfi 0.202 35,50 35,50 35.50 Faxamarkaður 25. júli seldust alls 55,544 tonn. Steinbitur 0,578 61,59 61,00 71,00 Þurskur 45.427 76,41 73,00 81.00 Ufsi 5,722 36,00 36,00 36,00 Undm.fiskur 0,969 67,69 67,00 70.00 Ýsa, sl. 0,123 86,00 86,00 86,00 Grálúða 1,369 46,00 46,00 46.00 Karfi 0,135 15,00 15.00 15,00 Keila 0,036 32,00 32,00 32,00 Langa 0,291 54,00 54,00 54,00 Lúða 0,795 170,76 35.00 275,00 Skarkoli 0,099 66,29 46,00 95,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.