Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990.
Utlönd
Blaðaljósmyndarar og sjónvarpstökumenn söfnuðust saman eigi langf
frá ökrum i Englandi þar sem einkennilegir hringir hafa verið að myndasf.
Símamynd Reuter
Vísindamenn víðs vegar aö úr heiminum, sem vaktaö haía kornakra
í Wíltshire í Englandi, sögðust í gær hafa koraist aö því hvernig dularfull-
ir hringír myndast í akrana. Skömmu síðar uröu þeir hins vegar aö viöur-
kenna að eirthver hefði veriö aö leika á þá. Hringirnir, sem myndast hafa
á komökrunum í Bretlandi, hafa lengí reynst visindamönnum hulin ráö-
gáta og því settu þeir upp vakt til að ná myndun þeirra á myndband.
Þeit héldu sig hafa náö á myndband í fyrrinótt hvernig hringirnir mynd-
uðust en því miður var einhver að gabba þá. Hringírnir, sem mynduðust
í fyrrinótt, eru augsýnilega öðruvísi en þeir hringir sem fyrir voru og
gretnilega um gabb að ræða. Þá er ekki um annað að ræöa en að vaka
áfram.
„Arthur“ veldur
Mikill hitabeltisstormur, sem fengið hefur nafnið Arthur, hefur valdið
milljónatjóni í Karabísku eyjunum. Á Tobago, sem er íjölsótt ferðamanna-
eyja, skoluðust margar brýr burt í veðurofsanum, aurskriður féliu og
vegir lokuðust. Rafmagnslaust varð víða um eyjuna og flóð eyðilögðu
byggingar. Vindhraðinn í miðju Arthurs, sem er fyrsti hitabeltisstormur-
inn það sem af er sumri, var ailt að 80 kílómetrar á klukkustund.
Sex láiast í
Einn þeirra sem komst lífs af i þyriuslysinu í Norðursjó fœr hér að-
hlynningu hjúkrunartólks. símamynd Reuter
Sex manns, allir verkamenn við olíuvinnslu, Iétust þegar þyrla með
þrettán raanns innanborðs brotlenti í Norðursjó í gærdag. Þyrlan var ó
leið á borpall í eigu fyrirtækisins Shell Expro þegar hún hrapaöi í sjóinn
um 115 mílur noröaustur af Hjaltlandseyjum. Þyrlan liggur nú á hafs-
botni á um 150 metra dýpi. Sjö menn komust lífs af. Ástæöur slyssins eru
enn ókunnar.
Pólítískum föngum sleppt í Zambíu
Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, tilkynnti 1 gær að öllum pólitískum
fóngum í haldi yflrvalda yrði sleppt. Þá verður þjóðaratkvæðagreiðslu
um fjölflokkakerfi frestaö aö sinni en hana átti aö halda þann 17. október
næstkomandi. Þess í staö mun hún fara fram i ágúst á næsta ári.
Þessar ákvarðanir, sem komu á óvart, þýöa að yflrvöld í Zambíu munu
iáta lausa rnenn sem dæmdir hafa verið til fangavistar fyrir meintar vald-
aránstilraunir en stjómarandstæðingar hafa farið fram á slíkt. Andstæð-
ingar forsetans hafa og farið fram á að þjóðaratkvæðagreiðslunni verði
frestað þar til kosningalöggjöf landins hefur verið endurskoðuð.
Vi^a stilla fil friðar
Slmamynd Reuter
Nelson Mandela, suður-afríski blökkuraannaleiðtoginn, og suður-
afrísk lögregla reyna nú af fremsta megni að binda enda á róstumar í
Sehokeng- blökkumannahverfinu í Suður-Afríku. Talið er að tuttugu
manns hafi látist síðustu daga í átökum miih stuöningsmanna Afríska
þjóðarráðsins, þar sem Mandela er í forystu, og stuðningsmanna Inkatha-
hreyfmgarinnar. Fimm hundmð lögreglumenn vora sendir til Sebokeng
í gær til að reyna að halda uppi lögum og reglu. Mandela fór einnig til
Sebokeng til aö reyna að stilla til friöar. Hann sagði að Afriska þjóðarráð-
ið heföi skipað nefnd til að rannsaka ástæður róstanna.
Olíumálaráðherra íraks, Issam Abdul Al-Chalabi (til vinstri), og olíumálaráðherra Kuwait, Rasheed Salam Al-
Ameeri (annar frá hægri), á fundi olíumálaráðherra aðildrríkja OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, sem haldinn er
í Genf. Simamynd Reuter
Dellur íraks og Kuwait:
Dregur úr
spennunni
- fulltrúar ríkjanna munu hittast á laugardag
Stjómvöld í írak em reiðubúin að
ræða við Kuwait um deilur ríkjanna,
að því er Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, skýrði frá í gær. Full-
trúar rikjanna munu hittast á laug-
ardag til að reyna að finna lausn á
þessari deilu. Mubarak, sem reynt
hefur að miðla málum, sagði einnig
að Saddam Hussein, forseti írak,
hefði fullvissað sig um að hann
myndi ekki beita hinum íjölmenna
her landsins gegn fáliðuðum her ná-
granna síns í suðaustri.
Saddam sakaði Kuwait og Samein-
uðu arabísku furstadæmin í síðustu
viku um að „reka rýting í bakiö á
írökum“ með því að framleiða of
mikla olíu og lækka þannig verð á
alþjóðamarkaði sem slíkt kæmi sér
afar illa fyrir íraska efnahaginn sem
enn berðist viö að halda sér á floti í
kjöUar eyðileggingarinnar í átta ára
langri styijöld, 1980-1988, við írana.
Þá sökuðu írakar einnig nágranna
sína í suðri um að stela af þeim olíu
úr olíulindum á umdeildum landa-
mænun ríkjanna að verðmæti rúm-
lega tveggja milljóna dollara sem
svarar til hátt í eitt hundrað og fnnm-
tíu milljarða íslenskra króna. írak
hefur nú farið fram á að Kuwait end-
urgreiði þessa fjárhæð. Stjórnarer-
indrekar segja að Kuwait hafi lagt
fram málamiðlunartilboð upp á einn
milljarð dollara.
Sfjórnarerindrekar eru nú fullviss-
ir um að ríkin tvö nái samkomulagi
sín á milh. Þeir telja að Saudi-Arabía
munu hafa milligöngu í sáttatilraun-
um deiluaðila en báðir hafa þeir ver-
ið myrkir í máli síðustu viku. Mubar-
ak sagði að fundinn um næstu helgi,
sem yrði haldinn í Saudi-Arabíu,
myndu einungis fulltrúar ríkjanna
sitja en hann vildi aftur á móti ekki
segja hversu háttsettir þeir yrðu. ír-
ak hefur farið fram á milliliðalausan
fund og ráðamenn í Kuwait hafa
sagst reiðubúnir til slíks.
Mikill liðsflutningur beggja ríkja
að landamærunum um síðastliðna
helgi skaut mörgum skelk í bringu
og varð til þess að Bandaríkjamenn
sendu herskip til æfinga í Persaflóa.
Mubarak hafnaði aftur á móti frá-
sögn vestrænna hernaðarfulltrúa
um að Hussein írakforseti hefði eflt
gæsluna á landamærum íraks og
Kuwait. „Hann sendi ekki nýja her-
menn til landamæranna," sagði
egypski forsetinn við blaðamenn.
Mubarak sagði að Hussein hefði full-
vissað sig um að írak myndi ekki
ráðast á Kuwait.
Spenna milli ríkjanna við Persaflóa
varð til þess að olíuverð hækkaði á
alþjóðamarkaði. Ráðherrar OPEC,
Samtaka olíuútflutningsríkja, sitja
nú fund í Genf til að ræða verð á
olíu. írak hefur farið fram á að verð-
ið verði hækkað í 25 dollara fyrir
tunnuna og margir stjórnarerind-
rekar telja að það hafi legið að baki
aðgerða íraks gegn Kuwait síðustu
dægrin. Olíuverð er nú um 17,50 doll-
arar á tunnuna en takmark flestra
ríkjanna er að það verði 18 dollarar.
Og þrátt fyrir að dregið hafi úr
spennu milli íraks og Kuwait er ljóst
að ráðherranna bíður erfitt verkefni,
að reyna að samræma mismunandi
sjónarmið í þessu máli.
FuIItrúar á fundinum segja að
nokkur aðildarríki OPEC, þar á með-
al Saudi-Arabía, séu ekki sátt við til-
lögu íraks um 25 dollara takmarkið
og þak á framleiðslu. Sumir segjast
hlynntari 20 dollurum á tunnuna en
samningaviðræður munu halda
áfram. Reuter
Samkomulag Norður- og Suður-Kóreu:
Forsætisráðherrarnir
hittast í haust
Viðræður embættismanna Norð-
ur- og Suður-Kóreu i landamæra-
þorpinu Panmunjom um undirbún-
ing fundar sendinefnda landanna um
sameiginleg hátíðahöld þjóðhátíðar-
daginn 15. ágúst fóra í strand í morg-
un og hótuðu Norður-Kóreumenn að
fara heim. Suður-Kóreumenn kröfð-
ust þess að fundarstaðnum yrði
breytt til að tryggja öryggi.
Fulltrúar ríkjanna náðu aftur á
móti samkomulagi um fundi forsæt-
isráðherra ríkjanna sem fara eiga
fram í september í Seoul og í október
í Pyongyang. Leiðtogar ríkjanna hafa
aldrei ræðst við síðan Kóreu var
skipt í kjölfar Kóreustyrjaldarinnar.
Ráðgert hafði verið að fundur
sendinefndanna færi fram í einka-
ráðstefnusal í norðurhluta Seoul.
Vilja Suður-Kóreumenn að fundur-
inn veröi haldinn á hóteli í suður-
hluta borgarinnar. Norður-Kóreu-
menn vilja ekki breyta um fundar-
stað sem var ákveðinn af bandalagi
suður-kóreskra andófsmanna.
Fimm sendifulltrúar frá Norður-
Kóreu og tíu fréttamenn komu til
norðurhluta Panmunjom í morgun.
Þeir biðu þess að geta farið inn í
Suður-Kóreu til fundar við suður-
kóreska andófsmenn vegna fyrir-
hugaðs íjöldafundar þar sem krefjast
á sameiningar ríkjanna á þjóðhátíð-
ardaginn í næsta mánuði.
Reuter