Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 9
O0oj r Tfjj, íf HU04GTTTMMr,T
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990.
Austur-Þýskaland:
Njósnir enn
við lýði
- „pólitískt hneyksli“
Austur-þýskir embættismenn
hafa uppgötvaö aö leynileg samtök
njósnara starfa enn meðal stjórn-
valda hvað sem líður valdaafsali
kommúnista og uppsagna Stasi,
leynilögreglunnar hötuðu frá
valdatímum austur-þýska komm-
únistaflokksins. Thomas Kriiger,
deildarstjóri innanríkisráðuneytis
Austur-Berlínar, segir að svo virð-
ist sem njósnaramir hafi unnið
sjáifstætt, án nokkurs yflrmanns.
Embættismenn uppgötvuðu
leynileg herbergi í ráðhúsinu í
Austur-Berlín og eflefu öðrum ráð-
húsum víðs vegar mn land. Úr
sumum þessara leynilegu her-
bergja hafa leynileg skilaboð verið
send með aðstoð íjarrita fyrir eigi
löngu, jafnvel í þessari viku. Þessi
herbergi voru hluti leynilegs
njósnanets, tengdu skrifstofu ráðu-
neytis og höfuðstöðvmn kommún-
istaflokksins. Þetta net var stofnað
árið 1984, í ljósi sívaxandi andstööu
almennings. Stasi, eða leynilög-
regla kommúnistaflokksins, var aö
sjálfsögðu til löngu fyrir þann tíma.
í herberginu í ráðhúsinu í Aust-
ur-Berlín, sem uppgötvaðist ekki
fyrr en í gær, var að finna síma,
fjarrita, pappírstætara og tæki sem
notað er til aö umrita leynfleg
skilaboð yfir á mælt mál. Lothar
Quandt lögreglumaöur sagði í gær
að tækin hefðu verið í notkun allt
„til dagsins í dag“.
Kriiger segir það pófltískt
hneyksli að austur-þýskir embætt-
ismenn njósni enn hver um annan,
nú þegar sjö mánuðir eru liðnir frá
því að Stasi, öryggislögregla ríkis-
ins, eins og hún heitir formlega, var
lögð niður.
Reuter
James Baker, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, segir ekkert samkomulag
vera að nást við Sovétríkin um Afganistan. Simamynd Reuter
Afganistan:
Baker neitar
samkomulagi
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
James Baker, neitaði því í gær að
samkomulag væri að nást milli
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um
vopnahlé í stríðinu í Afganistan.
Sagði utanríkisráðherrann að aðeins
væri um sögusagnir að ræða. Það var
bandaríska sjónvarpsstöðin ABC
sem haiði það eftir vestrænum
stjórnarerindrekum í Moskvu að
samkomulag um kosningar, sem
gætu bundið enda á stríðið í Afgan-
istan, væri á næsta leiti.
Talið er að ástandið í Afganistan
verði eitt helsta umræöuefnið þegar
Baker hittir Eduard Sévardnadze,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í
Síberíu um mánaöamótin. Stórveld-
in greinir á um hlutverk Najibuilah,
forseta Afganistans, í kosningum.
Samkvæmt blaðafregnum yrði for-
setanum, samkvæmt nýjasta mála-
miðlunarsamkomulaginu, leyft að
gegna áfram embætti á meðan kosn-
ingarnar færu fram. Hann þyrfti hins
vegar aö láta yfirráð'yfir leynilög-
reglu og öörum mikiivægum ráðu-
neytum í hendur bráðabirgöayfir-
valda sem Sameinuðu þjóðimar
hefðu yfirumsjón með.
Tilgangur Asíuferðar Bakers er að
taka þátt í tveggja daga fundi Sam-
taka ríkja Suðaustur-Asíu. Búist er
viö að hann muni sæta gagnrýni
vegna afstööu Bandaríkjamanna til
Kambódíumálsins og víetnamskra
flóttamanna.
Reuter
p
9
Útlönd
Vopnaður sjálfboðaliði, félagi í Þjóðernishreyfingu Armeniu. Gorbatsjov hefur nú boðað hertar aðgerðir gegn
vopnuðum þjóðernissinnum. Myndin var tekin fyrr á árinu. Simamynd Reuter
Sovétríkin boða aðgerðir gegn þjóðemissinnum:
Gorbatsjov hót-
ar valdbeitingu
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, hótaði því f gær að beita
hernum gegn vopnuðum þjóðemis-
sinnum leggi þeir ekki niður vopn
innan fimmtán daga.
Forsetinn hefur greinilega ákveðið
harðar aðgerðir gegn þjóðemissinn-
um. Tass, hin opinbera sovéska
fréttastofa, skýrði frá því að Gor-
batsjov hefði gefið út tilskipun þar
sagt var að allar ólöglegar hreyfingar
skyldu lagðar niður og vopn þeirra
látin í hendur hermönnum innanrík-
isráðuneytisins. í Tass var einnig
sagt að ef „hreyfingar þessar ógni
öryggi almennings og ríkisins
hafi... innanríkisráðuneytið heim-
ild til að beita hervaldi.“
Tass sagði að þessari tilskipun
væri beint til aflra ólöglegra, vopn-
aðra hreyfinga en ljóst er þó að henni
er sérstaklega beint gegn herskáum
íbúum lýðveldisins Armeníu. Arm-
enum er kennt um fiölda árása á
sovéska hermenn síðustu mánuði.
Til átaka kom í Jerevan, höfuðborg
Armeníu, milli þjóðernissinna og
hermanna síðla í maímánuði og lét-
ust þijátíu manns.
Þessar aðgerðir Gorbatsjovs koma
í kjölfar viðvörunar heryfirvalda í
Armeníu um að vopnuð samtök
starfi þar með óbeinu samþykki
stjórnvalda lýöveldisins. Fjölmiðlar
í Sovétríkjunum segja að í samtökun-
um eigi tugir þúsunda manns aðild.
Beiting hersins í innanrikisdeilum
í Sovétríkjunum hefur haft hörmu-
legar afleiðingar. í apríl í fyrra létust
tuttugu mótmælendur þegar her-
menn létu til skarar skríða gegn frið-
samlegri kröfugöngu í Tiblisi, höfuð-
borg lýðveldisins Georgíu. Og í jan-
úar á þessu ári létust um tvö hundr-
uö þegar hermenn voru sendir til
Baku, höfuðborgar lýðveldisins Az-
erbadjzhan, til að bijóta á bak aftur
umsátur þjóðernissinna um borgina.
Reuter
Sakaðir um
illa meðferð
á hestum
Vestur-þýskir knapar vísuðu í
gær á bug fullyrðingum í nýjasta
tölublaði tímaritsins Stern, sem
kom út í dag, um illa meðferð á
hestum til að neyða þá til að
stökkva hærra.
Tímaritið hefur það eftir ónafn-
greindum heimildarmanni, sem
vann með Franke Sloothaak,
ólympíumeistara, að hann háfi
meðal annars leitt straum í spor-
ana og þegar hann hafi ýtt á hnapp
hafi hestur hans fengið straum í
sig. Fleiri þekktir knapar eru einn-
ig sagðir hafa leitt straum í sporana
auk þess sem þeir hafi barið hesta
sína með járnstöngum. Greint er
frá því að knapar hafi sett járn-
stöng hálfum metra fyrir framan
hindranirnar sjálfar auk þess sem
þeir hafi sett málmþræði yfir þær.
Hestarnir hafi ekki séð þræðina og
skorist á framfótum.
Heimsmeistarcunótið í hindrun-
arstökki fer fram á næstunni í
Stokkhólmi en Sloothaak hætti við
þátttöku í kjölfar ásakana dýra-
verndunarfélags gegn Schockemö-
hle, frægasta knapa Vestur-Þýska-
lands. Hann er sagður hafa lamið
hesta sína með trékylfum. Lið Vest-
ur-Þjóðveija mun taka þátt þrátt
fyrir ásakanimar.
Viðbrögðin eftir fyrstu grein
Stems um illa meðferð á hestum
vom hörð í Vestur-Þýskalandi og
meðal annars íhugaði fyrirtækið
Mercedes að hætta stuðningi sín-
um við þessa íþróttagrein en fyrir-
tækið hefur veitt margar milljónir
til hennar.
Reuter og TT