Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990. Útlönd Nýr erkibiskup af Kantaraborg George Carey biskup, sem í gær vai- útnefndur næsti erkibiskup af Kantaraborg af Eb'sabetu Bret- landsdrottningu, hefur aöeins ver- iö biskup í þrjú ár. Að hann skyldi verða útnefndur yfirmaður ensku biskupakirkjunnar kom á óvartþví þekktari menn voru taldir líklegri til að taka við af Runsie erkibisk- upi sem lætur af embætti I janúar- lok á næsta ári. George Carey er hlynntur prest- vígslu kvenna en það er mikið ágreiningsatriöí innan ensku bisk- upakirkjunnar. George Carey, nýi erkibiskupinn af Kantaraborg, með tvö barna- barna sinna. Símamynd Reuter Andófsmönnum Yfirvöld í Kenýa slepptu í gær þremur lögfræöingum en þeir voru meðal þeirra andófsmanna sem handteknir voru fyrir þremur vikum er Daniel arap Moi forseti hóf herferð gegn andstæðingum sínum. Meðal fanganna eru tveir fyrrum ráðherrar sem hafa verið í fararbroddi þeirra sem krefjast ijölflokkakerfis í landinu. Moi haíði verið undir miklum þrýstingí heiraa fyrir og erlendis um að sleppa föngunum. Handtökur ráðherranna fyrrverandi leiddu til óeirða og létu tuttugu manns lífið í átökum við lögreglu. Franskir lögreglumenn koma til Beirút dl að rannsaka melnt vopna- smygl iifvaröa franska sendlherrans þar frá Libanon til Parisar. Símamynd Reuter Aoun, yfirmaður herafla kristinna í Líbanon, hafnaði í gær nýrri frið- aráætlun araba. Kvaöst Aoun ekki samþykkja að hermenn, hliðhollir Hrawi forseta, yrðu staðsettir í Austur-Beirút. Samkvæmt áætluninni áttu Aoun, sem hefúr á aö skipa 15 þúsund manna her, og andstæðingar hans, kristnir þjóðvarðliöar, að yfirgefa umráðasvæðí sín í Austur-Beirút. Búist er við aö Hrawi forseti og Sýrlendingar reyni nú að neyða Aoun fyrir að hann fái eldsneyti og vistir. Aoun hafnar friðaráætlun Segja öryggi ábótavant á Arianda Samgönguráðuneytið í ísrael fyrirskipaði i gær að flugi ísraelska flugfé- lagsins E1 Al til Arlanda við Stokkhólm í Svíþjóð skyldi hætt á þeim for- sendum að nýjar öryggisráöstafanir þar væru ónógar. Hafa ísraelsmenn tjáð sænska utanríkisráöuneytinu þessa ákvörðun sína en tilkynntu jafn- framt að áætlunarflug yrði tekiö upp á ný til Svíþjóðar þegar öryggið þætti nægjanlegt. ísraelska flugfélagið E1 A1 krefst þess að hafa eigin vopnaða verði á þeim flugvöllum sem það flýgur til. Aö undanförnu hefur flugfélagið lagt niður ferðir tímabundið til Vínar, Frankfurt og Búdapest þar sem ekki hefur verið gengið að kröfum þess. Skipsfjórinn missir réttindin Olíuhreinsun i Alaska Simamynd Reuter Skipstjórinn á risaolíuflutningaskipinu Exxon Valdez, sem strandaöi fyrir utan strönd Alaska og olli með því versta olíuslysi í sögu Bandarikj- anna, mun raissa skipstjórnarréttindin í níu mánuðí. Það var í raare í fyrra sem skipið strandaði, aðeins þremur og hálfri klukkustund eftir að það hafði lagt úr höfn. Gífurlegt raagn oliu flæddí úr skipinu með þeim afleiðingum að hundruö þúsunda fugla og fiska drápust. Sextán hundruð kilómetra löng strandlengja mengaðist og hefur hreinsun enn ekki verið lokið. Skipstjórinn var dæmdur til aö hreinsa strendur í þúsund klukkustund- lr, auk þess sem honum var gert aö borga flmmtlu þúsund dollara í skaöa- bætur. Hingaö til heftir hreinsun oliunnar kostaö Utgerölna tvo milljarða dollara. Stjómardellumar í Austur-Þýskalandi: Málamiðlun hugsanleg Forsætisráðherra Austur-Þýska- lands, Lothar de Maiziere, viröist reiöubúinn til að gefa eftir til að leysa megi þann ágreining sem ógnar stjómarsamstarfinu í Austur-Þýska- landi. Ráðherrann féll frá þeirri af- stöðu sinni og flokks síns í gær að fyrirhugaðar kosningar í desember verði aðskildar og sameining þýsku ríkjanna verði eftir 1. desember en með því skilyrði þó að vestur-þýsk stjómvöld breyti kosningalöggjöf sinni, eða 5 prósent reglunni. Þaö sem deilan snýst um er hvort þýsku ríkin eigi að sameinast fyrir eða eftir kosningar. Sameinist þau fyrir kosningar, eins og Frjálslyndir og jafnaöarmenn vilja, verða kosn- ingamar sameiginlegar og þýsku ríkin fallast á viljayfirlýsingu til sameiningar 1. desember. Fái kristi- legir demókratar, flokkur de Maizi- ere, aftur á móti sínu framgengt verða kosningamar samþýskar en aðskildar og sameining landsins á sér stað strax í kjöífar þeirra. Frjálsyndir vilja sameiginlegar kosningar sem þá þýðir að kosninga- löggjöf Vestur-Þýskalands gildi fyrir bæði ríki. Sú felur í sér að fái flokkur ekki fimm prósent fylgi nái hann ekki manni á þing. Maiziere féllst á að kosningarnar verði sameiginlegar svo fremi sem vestur-þýsk stjómvöld lækki þetta prósentuhlutfall. Við- brögð stjómmálamanna í Vestur- Þýskalandi einkenndust af varkárni en svo kann að fara að samkomulag náist um málamiðlun á næstunni. í dag funda fulltrúar þýsku þinganna um sameininguna og kosningamar. í nýlegri skoðanakönnun kom fram að kristilegir demókratar í Austur-Þýskalandi njóta fylgis 37 prósent kjósenda, jafnaðarmenn 25 prósent, kommúnistar 13 og frjáls- lyndir sjö. Fréttaskýrendur segja að með því að sækjast eftir aðskildum kosningum sé de Maiziere að reyna að forða smærri flokkum frá því að þurrkast út. Stjóm hans er í fall- hættu og hafa frjálslyndir þegar sagt sig úr henni. Jafnaðarmenn hóta að feta í fótspor þeirra á föstudag. Reuter Uppreisnarmenn í sókn í Líberíu Uppreisnarmenn í Líberíu héldu áfram sókn sinni inn í miðborg Monróvíu í gær en Samuel Doe for- seti neitaði enn að yfirgefa höllina. Gerðu uppreisnarmenn árás á Spriggs-Payne flugvöllinn í gær og eru nú engar flugsamgöngur við höf- uðborgina. Forsetinn er sem fyrr fangi í for- setahöflinni ásamt nokkur hundruð hermönnum af Krahn-ættbálknum. Stjómarerindrekar segja að aðeins tveir ráðherrar af tuttugu og tveimur gegni enn embættum sínum. Hinir hafi aflir yfirgefið forsetann sem ekki hefur sést opinberlega í yfir tvær vikur. Hann er sagður vera gísl her- manna sinna því þeir em hræddir um að verða myrtir ef hann fer úr landi án þeirra. Reuter Flóttamannadeilan á Kúbu: Þrír Þrír af þeim tuttugu og fimm Kúbumönnum sem leitaö hafa hælis í erlendum sendiráðum í Havana, höfuðborg Kúbu, hafa gefið sig fram við yfirvöld. Mennirnir þrír höföu leitað á náðir svissneska sendiráðs- ins um síðastliðna helgi. Þeir fóru þaðan í vikunni af fúsum og frjálsum vilja, að sögn talsmanns sendiráðs- ins. j Talsmaðurinn sagði að kúbönsk stjómvöld hefði heitið því aö mönn- unum yrði ekki refsað og að þeim yrði heimilt að fara beint til síns heima. Stjóm Fidels Castro forseta hefur harðneitað að veita flótta- mönnunum vongóðu fararleyfi úr landi og segir að ef þeir ekki gefi sig fram við lögreglu verði þeir aö dúsa í erlendu sendiráðunum það sem þeir eiga eftir lifað. Enn em átján Kúbumenn í sendi- ráði Spánar á Kúhu og fjórir á heimil- iítalska sendiherrans. Vestrænir stjórnarorindrekar telja að sfjórn- völd á Kúbu Itti svo ó aö uppgjöf mannanna þriggja sé merki um rótta steftiu þeirra í þessu viðkvæma máli. gefast upp Kubanskir lögreglumenn vakta spænska sendiráðið i Havana, höfuðborg Kúbu. Slmamynd Reuter Flóttmannadeilanhefurþegarvaldiö stjórnln sendiherra sinn á Kúbu því að samband Kúbu og Spánar hef- heiro til skrafs og róöagerða, ur stirðnaö mjög og kallaöi spænska Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.