Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 28. JULt 1990. Ofát og aukakíló______________________________________________________________________________________________________________pv Skýringar á matseðli Síðasta laugardag var birtur matseðill fyrir hvern dag í senn fyrir þá sem hyggjast breyta matar- æðinu markvisst. Hér eru frekari skýringar á honum. Nokkrar skýringar Morgunverður: 1. Það má nota allar gerðir af Corn Flakes, Alpen, Muesli og Morg- ungulli með trefjum (fíber). Ef ekki eru trefjar í korninu þurf- um við eina matskeið af AU-Bran frá Kellogg’s eða sambærilegu trefjakorni. Ekki er mælt með Cocoa Puffs eða öðrum sætum og húðuðum komum. Gæta verður þess að skammturinn fari ekki fram úr 135 kaloríum. Puffed Wheat er með fæstar kal- oríur og því stærstur skammtur. 2. Nota má allar gerðir af jógúrt en betra er að hafa sem minnstan sykur og fæstar kaloríur. Þá morgna sem jógúrt er á seðlin- um þarf ekki að hafa undan- rennu en nauðsynlegt er að blanda saman við einni mat- skeið af All-Bran. 3. Safí er ýmist appelsínusafí eða greipsafi. Hálft glas af appel- sínusafa er 50 kaloríur og '/, úr glasi er 25 kaloríur. Heilt glas af greipsafa er 50 kaloríur og hálft glas 25 kaloríur. 4. Heilt glas af undanrennu er 70 kaloríur og hálft 35 en 'A úr glasi era 50 kaloríur. Heilt glas af létt- mjólk er 88 kaloríur og hálft 44. Heilt glas af mysu er 35 kaloríur og hálft 17. Hér er frekar mælt með undanrennu eða mysu heldur en léttmjóik og mjólk. 5. Lýsi er fastur liður á hveijum morgni. Hann má aldrei falla niður. Eins er með þau vítamín sem mælt er með að við tökum daglega. Hádegisverður: 1. Omelettur eru lagaðar úr 3-4 eggjahvítum eingöngu. í þær má vel nota nautahakk eða sveppi eða kotasælu, grænmeti eða ein- hverja aðra kaloríusnauða og holla fyllingu. 2. Grænmeti að vali er allt nýtt og ferskt grænmeti eða úr dósum. 3. Ávöxtur að vah er ferskir ávext- ir. Heill ávöxtur er eitt epli, app- elsína, banani eða pera. 80 grömm af vínbeijum og u.þ.b. fjórðungur úr vænni melónu. Hálfur ávöxtur er helmingur af þeim skammti. 4. I staðinn fyrir bakaða kartöflu má vel nota soðnar kartöflur eða ofnsteikta eða grillaöa. Hvorki pönnusteikta upp úr smjöri eða djúpsteiktar franskar. Heldur ekki stangir eða flögur úr dós eða poka. Kvöldmatur: 1. Fiskur að vali er allur algengur fiskur: ýsa, langa, karfi, ufsi, þorskur, lúða, rauðspretta eða annar góður fiskur. Skammtur- inn er 175 grömm af hreinum fiski. 2. Kjöt að vah er ahar tegundir af hreinu íslensku kjöti. Skerum frá aha fitu og húð og aðra aukahluti. í 100 grömmum af nautakjöti eru um 285 kalor- íur. í kindakjöti um 240 kalor- íur. í svínakjöti eru 332 kaloríur én í kjúkhngakjöti um 148 kalor- íur. 3. Það er gott ráð að skreyta disk- ana með kvöldmatnum með tómatsneiðum og gúrkusneiðum eða sítrónubátum og laukhringj- um. Eða þá nokkrum vínbeijum og fleiru þess háttar. Það setur svip á máltíðina og meiri reisn fylgir borðhaldinu. Réttimir verða mun lystugri og okkur hð- ur betur. 4. Best er að drekka ískalt blávatn Grænmeti og ávextir á hvers manns disk. úr krananum með mat, annars kaffi og te eða íste, það er venju- legt te sem er kælt með ísmolum. Mysa er líka hollur og góður drykkur með mat. Forðumst sykurlausa gosdrykki eða ávaxtadrykki með matnum en einn eða tvo shka má vel drekka á mihi mála. 5. Það má nota viöurkennd sætu- efni út í kaffi og te, efni á borð við Canderel og Hermesetas og Sweet and Low. Best er þó að venja sig strax við að sleppa öhu sætubragði og sætuefnum ef hægt er. Vel má lauma mjólkur- tári út í kaffi- eða tebollann og er þá léttmjólk betri og undan- renna best. Allra best er þó sjálft blávatniö við þorsta. Salatskál (grænmetissalat) Uppskrift fyiir einn. 50 kaloríur. 100 kaloríur: Tvöfaidið uppskrift. 25 kaloríur: Helmingið uppskrift. Efni: 100 grömm ísberg kál 25 kal 75 grömm tómatar [2 litlir, 1 stór) 15 kaioríur 20 grömm agúrkur (10-12 þykk- ir sneiðar) 10 kaloríur 5-6 laukhringir 2-3 þunnar sneiðar ?ræn paprika áðferð: Saxið kálið og skerið tómatana í bæfilega bita. Skerið agúrkusneið- ir í tvennt. Setjið kálið í skál og leggið tómata og gúrkur ofan á. Skreytiö með laukhringjum og papriku. Vel má breyta hlutfólium í þessu salati þannig að sami kaloríufjöldi baldi sér. í staðinn fyrir ísberg má nota aðrar káltegundir. Rækjusalat öppskrift fyrir einn, 100 kaloríur Efni: 100 grömm rækjur 1 'A matskeið fitusnautt majones Einn nýr sveppur 30 g saxað sellerí Ein teskeið saxaður laukur Pipar, hvítlauksduft og karrí Aðferð: Innihaldið er ýmist saxað eða skor- ið niður í hæfilega bita og blandað saman við majones. Kælt. Umsjón: Ásgeir Hannes Eiríksson Kjúklingasalat Uppskrift fyrir einn 100 kaloríur Efni: 30 grömm kjúklingakjöt Ein matskeið fitusnautt majones 30 grömm agúrka Ein teskeið franskt sinnep Pipar og kúmen Aðferð: Notað er steikt eða soðið kjúkhnga- kjöt. Það er skorið í hæfilega bita. Agúrkan er söxuð. Öllu innihaldi er blandað saman við majones og hrært vei. Kælt. Gætið að því að kjúklingakjötið sé vel kalt við sal- atgerðina. Kartöflusalat Uppskrift fyrir einn 100 kaloríur Efni: 100 grömm skrældar kartöflur, soönar í litlum bitum 1 Vi matskeið fitusnautt majones Ein matskeið sellerí 'A teskeið edik, 'A teskeið sinnep. Ein teskeið saxaður laukur, Vi te- skeið sítrónusafi Aðferð: Kartöflurnar hrærðar saman við majones ásámt öðru innihaldi. Kælt. Nautahakk pönnu og tekið af og sett í skál. Tómatsafanum er síðan heht á pönnuna og soðinn smástund. Hakkinu er blandað saman við annað innihald og hrært út í safann á pönnunni. Soðið hæfilega við hægan hita. Má bera fram á salat- blaði með laukhringjum og gúrku- sneiðum. Nautahakk í omelettu Uppskrift fyrir einn 150 kaloríur Aðferð: Uppskriftinni hér að ofan er bætt út í omplettu sem löguð er úr þrem til fjórum eggjahvítum. Borið fram með tómatsneið, laukhringjum og gúrkusneiðum á salatblaði með steinselju. Nautahakk á kvöldin í hádeginu Uppskrift fyrir einn 100 kaloríur Efni: 30 grömm magurt nautahakk 15 grömm fínt saxaöur laukur 15 grömm söxuð paprika, græn 15 grömm niðursneiddir sveppir, nýir y, bolli kaloríusnauður tómatsafi Hvítlauksduft og svartur pipar Aðferð: Naútahakkið er brúnaö á vel heitri Uppskrift fyrir einn 285 kaloríur Efni: 75 grömm magurt nautahakk 35 grömm fínt saxaður laukur 35 grömm söxuö græn paprika 35 grömm nýir og niðursneiddir sveppir 1 % bolli kaloríusnauður tómatsafi Hvítlauksduft, svartur pipar, oreg- ano, söxuð steinselja og chih til bragðbætis. Aðferð: Matreitt á sama hátt og nautahakk- ið hér að framan. Framreitt á sama hátt. Soðinn fiskur 190 grömm fiskiflök 240 hitaeiningar Uppskrift fyrir einn Aðferð: Fiskurinn er soðinn á venjulegan hátt nema vatnið er saltlaust en má bæta í það sítrónusafa, pipar og öðru salt- og sykurlausu kryddi. Má vel sjóða í hvítvíni eða öðrum góðum safa til suðu en þá verður að gæta aö kaloríum íjölgi ekki. Framreitt með sama meðlæti og steiktur og bakaður fiskur. Ofnbakaður og steiktur fiskur Uppskrift fyrir einn 175 grömm 240 hitaeiningar Efni: 175 grömm fiskflök að vali Tvær matskeiðar ókrydduð brauð- mylsna Hnífsoddur af laukdufti, þurru sinnepi og papriku 'A teskeið steinselja 'A bolh undanrenna eða eggjahvíta úr V, eggi Aðferð: Látið brauðmylsnu í djúpan disk og blandið út í laukdufti, sinnepi, papriku og steinselju. Látiö undan- rennu eða eggjahvitu í annan djúp- an disk og veltið fiskbitunum upp úr því og raspi og kryddi uns ekki sér í fiskinn. Bakið fiskinn í vel heitum ofni á pönnu eða eldföstu íláti uns hann er vel brúnn og væt- ið fiskbitana með dálítilli matarol- íu. Sömu uppskrift má pönnusteikja og er þá notuð 1 matskeið af matar- olíu fyrir hvern mann og bætt við hálfri teskeið af karrí. Steikið í 5-7 mínútur á hvorri hlið. Skreytið með sítrónusneið og steinselju. Ofnbakaður kjúkl- ingurDurham Uppskrift fyrir einn 290 kaloríur Efni: Hálfur kjúklingur eða tvær bring- ur eða tveir leggir. Tuttugu grömm kornflögur Hált teskeið franskt sinnep eða duft Ein eggjahvíta Ein teskeiö sítrónusafi Pipar, paprika, hvítlauksduft og annað salt- og sykurlaust krydd. Aðferð: Kornílögurnar eru muldar og blandaðar sinnepi, pipar, papriku, hvítlauksdufti og öðru kryddi. Sítr- ónusafanum er hrært saman við eggjahvítuna. Kjúkhngnum er dýft í safann og síðan velt upp úr mylsn- unni uns hann er vel þakinn. Sett í eldfasta skál eða pönnu. Bakað við hæfilegan hita en ekki snúið á steikingartímanum. Gæta þarf vel í upphafi að fjarlægja alla fitu og skinn af kjúklingnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.