Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1990, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990.
Ólafur Eiríksson og Geir Sverrisson í opnuviðtali:
Fatlaðir heims-
meistarar í simdi
Ólafur Eiríksson er ný sijarna í
röðum fatlaðra íþróttamanna á ís-
landi. Á heimsleikunum í Assen í
Hollandi náði hann þeim frábæra
árangri að vinna þrenn gullverðlaun
í þremur greinum í skriðsundi og aö
setja heimsmet í þeim öllum. Geir
Sverrisson vann einnig gullverðlaun
í einni grein í sundi og setti líka
heimsmet. íslenski hópurinn, sem
var skipaður sjö sundmönnum og
einum fijálsíþróttamanni, Hauki
Gunnarssyni, vann sjö gullverðlaun,
átta silfurverðlaun og fjögui brons-
verðlaun - samtals nítján verðlauna-
peninga. íslendingar urðu ofarlega á
afrekalistanum á heimsleikunum og
hafa þeir unnið sér sess á meðal
þeirra fremstu - sérstaklega í sund-
greinum.
Helgarblaðið hitti hópinn í Assen.
Haukur Gunnarsson gat sér gott orð
á ólympíuleikunum í Seoul en nú
vann hann silfurverðlaun á heims-
leikunum. Hann er 23 ára gamall og
hefur stundað frjálsar íþróttir í 7 ár.
„Það var ipjög ánægjulegt að sjá
hve árangurinn varð góður hjá hópn-
um. Ég vann silfurverðlaun í hlaup-
inu en vonaðist til að vinna gull. En
það er nægur tími til að huga að
undirbúningi fyrir ólympíuleikana í
Barcelona. Nú hafa nýir menn tekið
við í sundgreinunum. Ólafur og Geir
eru til dæmis framtíðarafreks-
menn,“ sagði Haukur.
„Þetta erbara
ég og hjólið" _
Fötlun Ólafs Eiríkssonar felst í því
aö hann fæddist með hægri fótinn
mun styttri en þann vinstri. Bæði
mjaðmar- og hiyáliður eru í mjöðm-
inni. Hann hefur gervifót sem nær
upp í mjöðm. Ólafur hefur aðlagast
fötlun sinni frá fæðingu. Hann segist
vera fljótur að setja gervifótinn á sig.
„Það er ekkert mál. Fötlunin hefur
lítið háð mér í daglega lífinu," segir
hann.
Þegar blaðamaöur DV átti stefnu-
mót við Ólaf í mannþrönginni í
heimsleikaþorpinu í Assen birtist
- helgarblaðið hitti þá á heimsleikunum í Assen
hann skyndílega á reiðhjóli. Ólafur
heilsaöi með því að taka þéttingsfast
og ákveðið í höndina - piltur með
gott sjálfstraust og húmorinn í lagi.
Þegar hann var spurður hvort fleiri
væru með honum var svarið ákveð-
ið: „Nei, þetta er bara ég og hjóhð
mitt.“
Hann telur sig ekki hafa átt erfitt
uppdráttar í lífinu: „Ég var í samá
bekknum frá forskóla og upp í
níunda bekk þannig að bekkjarfélag-
arnir hafa bara alltaf litið á mig sem
einn úr hópnum. Mér var að minnsta
kosti aldrei strítt. Leikfimi og sam-
skipti við skólafélagana hafa gengið
mjög vel. Fötlunin hefur lítið háð
mér. Annars er misjafnt hvemig fötl-
uðum krökkum gengur dags daglega.
Ef þeir eru ekki félagslyndir geta'
þeir átt erfitt uppdráttar í skóla og
annars staðar. Þetta er einstaklings-
bundið. Ég er ófeiminn og hef því átt
gott með að kynnast öðrum,“ segir
Ólafur.
Byrjaði í fótbolta
Ólafur er sonur Eiríks Ólafssonar
verslunarstjóra og Margrétar Hjör-
leifsdóttur sem starfar á skrifstofu.
Hann á tíu ára gamla systur. Ólafur
verður sautján ára í haust og byijar
hann þá á öðru ári í Menntaskólan-
um í Reykjavík. Hann segir að líf sitt
hafi að miklu leyti snúist um íþróttir:
„Ég er búinn að stunda mjög marg-
ar íþróttir - alveg frá því ég var lítill
strákur. Ég byijaði í fótbolta, fór svo
í körfubolta og síðan í borðtennis.
Auk þess hef ég æft í ýmsum öðrum
greinum - maður er algjört sport-
idjót,“ segir hann.
Auk landsliösæfinga hjá fótluðum
æfir Ólafur alfarið hjá sunddeild KR
- með „heilbrigðum" íþróttamönn-
um. Hann skipti yfir í KR á síðasta
ári en hafði fram að þeim tíma æft
með íþróttafélagi fatlaðra. Erlingur
Jóhannsson, landsliðsþjálfari hjá
íþróttafélagi fatlaðra, þjálfaði Ólaf
þar til á síðasta ári. Éftir það tók
Albert Jakobsson við.
„Sundið byrjaði ég alfarið að æfa
fyrir tveimur árum. Síðan hafa æf-
ingar eiginlega verið á hveijum degi.
Fyrir stórmót æfi ég tíu sinnum í
viku. Þá hafa landsliðsæfmgar verið
á morgnana, áður en skóladagurinn
hefst. Morgunæfingamar standa yf-
irleitt í klukkutíma. Kvöldin hjá KR
mætum við svo í sundlaugina klukk-
an hálfsjö, fömm þá í lyftingar og
teygjuæfmgar en syndum svo frá
klukkan sjö til níu. Þetta em því þrír
og hálfur tími á dag þegar morgunæf-
ingamar em líka.
Eg byijaði á að æfa með fötluðum
og þaö var í 16 metra laug. Á al-
þjóðlegu mótunum keppum við aftur
á móti í 50 metra laugum. Eini mögu-
leikinn fyrir mig til að komast á æf-
ingar í lengri laug var því að æfa
með ófótluðum. Þess vegna fór ég í
KR og þar er æft í Vesturbæjarlaug-
inni.“
Margar utan-
landsferðir á ári
„Utanlandsferðirnar em það mest
spennandi sem maður fær út úr því
að vera í íþróttunum. Fyrsta mótið,
sem ég keppti á erlendis, var Norður-
landameistaramótiö í Færeyjum áriö
Ólafur Eiríksson verður sautján ára i september. Hann fæddist með hægri
fótinn miklu styttri og hefur gervifót frá mjöðm. Ólafur segir að fötlunin
hafi lítið háð sér í daglegu lífi. „Ef fatlaðir krakkar eru félagslyndir og eru
opnir fyrir kynnum við aðra er þeim tekið eins og öðrum í skóla og ann-
ars staðar,“ segir hann.
Júlíana drottningarmóðir í Hollandi var á heimsleikum fatlaðra í Assen. A
myndinni er hún að skoða þorpið, á svæði hollenska hersins, þar sem
keppendur bjuggu á meðan leikarnir stóðu. „Sú garnla" sleit leikunum á
glæsilegri lokaathöfn á miðvikudagskvöldið.
1987. Þá náði ég í silfurverðlaun í 100
mctra flugsundi. Síðan höfum við
farið á opna þýska meistaramótið,
opna hollenska meistaramótið og
þrisvar sinnum á opna Malmömótið.
Svo fór kjarninn úr heimsleikahópn-
um hér í Assen einnig á ólympíuleika
fatlaðra til Kóreu árið 1988. Þar náði
ég í bronsverðlaun í 100 metra flug-
sundi og 400 metra skriðsundi.
Ég er búinn að ná þrennum gull-
verðlaunum hér og mér tókst aö slá
þrjú heimsmet - í 200, 400 og 800
metra skriðsundi. í þremur gTeinum
varð ég í fjórða sæti og í 50 metra
skriðsundi varð ég í sjötta til sjöunda
sæti. í úrslitunum voru allir kepp-
endurnir í hnapp þegar komið var í
markið. Þar munaði ekki nema sek-
úndubrotum á fyrsta og síðasta
manni.“
Ólafur segir að þessi góði árangur
sé afrakstur mikilla æfinga. „Ég er
líka með virkilega góðan þjálfara í
KR, Albert Jakobsson. Hann hefur
eiginlega alið mig upp í sundinu og
samið öll mín æfingaprógrömm."
Ólafur er einstaklega mikill keppn-
ismaður, að sögn samferðamanna
hans á heimsleikunum. í heimsmets-
sundunum á 200 og 800 metra vega-
lengdunum varð hann tæpri hálfri
sekúndu á undan næsta manni. í 400
metra skriðsundinu varð hann
tveimur sekúndum á undan Helge
Björnstad frá Noregi. í öllum þessum
vegalengdum bætti Ólafur árangur
sinn um nokkrar sekúndur. En hver
er skýringin á því að hann bætir sig
eins mikið og raun ber vitni?
„í Kóreu 1988 var ég aðeins fimmt-
án ára og tiltölulega nýbyrjaður að
æfa á fullu. Þá synti ég 400 metra
skriðsund á fimm mínútum sléttum.
Núna synti ég á 4.41 mínútu og bætti
mig um 19 sekúndur. Heimsmetið
var áður 4.46 mínútur. Reyndar vor-
um við þrír sem bættum það met en
mér tókst að verða fyrstur. Það er
orðin mikil samkeppni á þessum
mótum, þátttakendum íjölgar og
metin falla sífellt,“ segir Ólafur. Þess
má géta að þeir bestu í hópi ófatlaðra
synda þessa vegalengd á um 3.50
mínútum.
Ólafur er í hópi þeirra tíu bestu á
íslandi í sínum aldursflokki - þá eru
ófatlaðir líka taldir með. „Við Geir
höfum verið að leika okkur með tölur
á töflu og bera saman hve mikinn
tíma við missum vegna fötlunar.
Miðað viö töflurnar hefur komið í
ljós að við værum sennilega meðal
þeirra bestu hér á landi og hugsan-
lega á meðal þeirra bestu í heimin-
um. Það er gaman að reikna út hvað
maður gæti gert ef fóturinn væri
heill.“
Vann upp
forskot hinna
„í 400 metra skriðsundinu var ég
þriðji fyrstu tvö hundruð metrana.
Síðan náði ég öðru sætinu en á síð-
ustu hundrað metrunum náði ég að
komast fram úr Helge Björnstad og
sigra. 200 metra sundið gekk fyrir sig
á svipaðan hátt, þá var ég annar allt
sundið nema síðustu tíu metrana, þá
náði ég aö komast fram úr Þjóðveij-
anum Holger Wolk á grimmdinni og
setti heimsmet. í 800 metra sundinu
var ég nær alltaf 6-7 metrum á eftir
fyrsta manni en seig svo fram úr