Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Side 2
2
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990.
Fréttir
Deila BHMR og ríkisstjómariimar:
Leiða að þjóðarsáttinni
leitað logandi Ijósi
Samkvæmt heimildum DV getur
ekkert annað en samkomulag milli
BHMR og ríkisins komið í veg fyrir
að bráðabirgðalög verði sett á há-
skólamenntaða ríkisstarfsmenn á
ríkisstjómarfundi á morgun. í dag
munu viðræður snúast um að fmna
leið að þjóðarsáttinni.
Ekki er útilokað aö BHMR haldi
4,5 prósent hækkuninni. Það er að
visu mjög viðkvæmt þar sem aðrir
launþegar gera væntanlega kröfu
um slíkt hið sama. EF BHMR held-
ur hækkuninni þá á eftir að fmna
- bráðabirgðalög verða sett takist ekki samningar
leiðir til að láta aðra fá sambæri-
lega hækkun með einhverju móti.
Viðræðunefnd BHMR mætti á
fund fjármálaráðherra og stjórn
samninganefndar ríkisins fyrir há-
degi. Þau voru með óformlegt gagn-
tilboð við tilboði ríkisstjórnarinnar
frá 27. júlí meðferðis. í gagntilboð-
inu er meðal annars vikið að 15.
grein samningsins en sú grein er
um verötryggingu. Einna hélst er
reiknað með að samningurinn taki
mið af rauðum strikum - eins og
aðrir kjarasamningar.
Fjármálaráðherra og stjórn
samninganefndar ríkisins átti
þriggja klukkustunda fund með
viðræðunefnd BHMR í gær. Fyrir-
fram var gert ráð fyrir stuttum
fundi en svo varð ekki. Fulltrúar
háskólamanna komu meö fyrir-
spumalista sem ráðherra svaraði
fljótlega. Eftir það voru teknar upp
viðræður um samninga. Til stóð
að halda fundi áfram í nótt. Af því
varð ekki heldur hóf vinnuefnd
BHMR að gera óformlegt gagntil-
boð til ríkisins.
Dagurinn í gær hófst á fundi
samninganefndar BHMR. Sá fund-
ur stóð í rúmar fjórar klukku-
stundir. Eftir þann fund mætti við-
ræöunefnd BHMR á fund í fjár-
málaráðuneytinu. Sá fundur varð
mun lengri en búist hafði verið við.
Heimildir DV herma að Ólafur
Ragnar Grímsson hafi hvergi hvik-
að frá fyrri ákvörðun ríkisstjómar-
innar um að bráðabirgðalög verði
sett til að leysa deiluna ef sam-
komulag tekst ekki fyrir miðnætti
í nótt.
í ljósi þeirra staðreynda hófust
samningaviðræður af fullri alvöru
á fundinum í gær. Vegna samn-
inganefndarfundar BHMR, sem
hófst klukkan níu í gærkvöldi, var
fundinum í fjármálaráðuneytinu
frestað til klukkan hálfellefu. Ekki
varð af frekari fundarhöldum milh
deiluaðila þar sem vinnunefnd
BHMR hóf að gera hið óformlega
gagntilboð.
í dag verður reynt til þrautar að
ná samkomulagi og búist er við
miklumfundarhöldum. -sme
Byggðasjóður:
Um 160
milljóna tap
- meðallaun starfsmanna um 186 þúsund á mánuði
Um 160 milljóna króna tap varð á
rekstri Byggðasjóðs á síðasta ári en
11 milljóna króna hagnaður var árið
þar áður. Meginorsök tapsins er af-
skriftir á töpuðum útlánum og af-
skrifað hlutafé. Kostnaður við að
reka Byggöasjóð á síðasta ári nam
um 103 milljónum króna en var árið
áður um 95 milljónir. Forstjóri
Byggðasjóðs er Guðmundur Malm-
quist.
Af 103 milljóna króna rekstrar-
kostnaði á síðasta ári námu laun
starfsmanna um 76 milljónum króna.
Fastir starfsmenn sjóðsins eru þrjá-
tíu en til viðbótar koma fjórir starfs-
menn í hlutastörfum. Meðallaun
þessara þrjátíu og fjögurra starfs-
manna voru því um 2,2 milljónir síð-
astliðið ár eða um 186 þúsund krónur
á mánuði.
Stjórn Byggðastofnunar skipa 7
menn sem kjörnir eru á Alþingi aö
afstöðnum reglulegum þingkosning-
um. Stofnunin heyrir undir forsætis-
ráðherra. Formaður stjómar
Byggðastofnunar er Matthías
Bjamason.
Á síðasta ári samþykkti stjórn
sjóðsins 537 láns- eða styrkumsóknir
og hafnaði 108. Heildampphæð sam-
þykktra lána nam um 1,8 milljöröum
króna. Þá samþykkti stjórnin að
leggja fram hlutafé í 17 félög, samtals
að upphæð 101 milljón.
Byggðasjóður gjaldfærði 250 millj-
ónir króna í afskriftarreikning út-
lána, 12 milljónir sem tapað hlutafé
og 45 mUljónir í sérstakan afskriftar-
reikning hlutafjár.
-JGH
Páll Halldórsson:
Tilbúinn að ræða
fimmtándu greinina
- þegar hann mætti á fund ráðherra
„Við erum áfram tilbúin aö ræða klukkan sex í gærdag,
efhi 15. greinarinnar en aö taka - Svariö þið ráðherra engu núna?
samninginn upp í heUd sinni er „Við munum leggja fram fyrir-
annaðogstærramál.Þettaerulýð- spurnir sem er mikilvægt að fá
ræðisleg samtök. Ef þessir menn svör við. Til dæmis hvaða samn-
hafasnefilafhugmyndumumhvaö ingsumboð þeir hafa? Hvaö leyíh
lýðræði þýðir þá verður það ekki aðilar vinnumarkaðarins þeim að
gert á tveimur eða þremur dögum. semja um? Þetta var ekki tilboö frá
Það þyrfti því að kalla heiimikið þeim heldur óskir um að taka upp
batteri saman," sagði Páll Hall- heilan kjarasamning. Það er ekki
dórsson, formaður BHMR, þegar gert á tveimur eða þremur dögum.
hann mætti ásamt viöræöunefnd á Það liggur í augum uppi," sagði
fund í tjármálráðuneytinu eftir Páll Halldórsson.
samninganefndarfund BHMR -sme
Lítill svefnfriður á Króknum
Nokkuð erilsamt var hjá lögregl-
unni á Sauðárkróki um helgina. Fyr-
irhugaður dansleikur hljómsveitar-
innar Stjórnarinnar, sem vera átti í
Miðgarði, féll niður og af þeim sökum
safnaðist saman mikið af fólki í Aðal-
götunni.
Mikil ölvun var og umgengni fólks-
ins afar slæm. Eitthvað var um slags-
mál en ekki urðu nein alvarleg
meiðsl á fólki. Margar kvartanir bár-
ust vegna nátthrafnanna og að sögn
lögreglunnar var lítill svefnfriöur við
Aðalgötuna og í nágrenni hennar.
Fangageymslurnar voru óspart not-
aðar en friður komst ekki á bæinn
fyrr en komið var fram á morgun.
-GRS
Sá stóri sigraði i þessari viðureign og kom veiðiklónni í vatnið. 20-30 manns voru við veiðar i góða veðrinu á
laugardag þegar opnað var á nýjum veiðistað, Kirkjufellsósi við Grundarfjörð. í rokinu um daginn slapp mikiö
af sjógöngulaxi inn í lónið og i staðinn fyrir að leggja í mikinn kostnað við að ná honum aftur út voru seld veiði-
leyfi. Margir fengu ágæta veiði, bæði bleikju og lax. DV-mynd S
Ólafur Ragnar Grímsson:
Viðaukaútfærslur
en ekki breytingar
- á tilboöi ríkisstjómarinnar
„Efúr fund í samninganefndinni
þeirra vildu þau setja vinnu í það að
vinna úr tilboði ríkisstjórnarinnar
og þeim hugmyndum, sem komu
fram á fundinum, og vinna gagntil-
boð og hitta okkur snemma í fyrra-
málið," sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra eftir að hætt
var við fund viðræðunefndar BHMR
og stjómar samninganefndar ríkis-
ins seint í gærkvöld.
- Erekkiréttaðþúhafirnefntbreyt-
ingar á tilboöi ríkisstjómarinnar?
„Ég nefndi ekki breytingar. Ég
nefndi ýmsar viöaukaútfærslur og
hugmyndir. Eg vil ekki íjalla um það
á þessu stigi."
- Hvenær hittist þið næst?
„Þau vildu leggja vinnu í þetta
núna og fram eftir nóttu hjá sér. Ég
taldi eölilegt að gera það og tel það
nauðsynlegt í ljósi þessa langa fund-
ar sem við áttum."
- Er verið að leita leiða til að fá
BHMR inn í þjóöarsáttina?
„Við emm aö reyna að leysa þetta
með samningum á grundvelli þeirra
hugmynda sem komu fram á fundin-
um.
- Er enn rætt um aö fresta 4,5 pró-
sent launahækkuninni?
„Já. Ég vil ekki vera að ræða þetta
á þessu stigi. Þessar viðræður eru í
gangi og ég vil ekkert segja meira
um þær. Ég bíð með athygli eftir því
hvað kemur í fyrramálið."
- Rennur fresturinn út á miðnætti
eins og áður hefur verið sagt?
„Já,“ sagöi Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra þegar DV
ræddi við hann skömmu fyrir mið-
nætti.
-sme