Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Side 10
10 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. Útlönd Fujimori rekur herforingja Eitt fyrsta verk nýkjörins forseta Perú, AlbertosFujiinori, semheitið hefur að koma á aga i hemum, var að reka yfirmenn flotans og flug- hersins. Stuttu eftir kosningasigurinn i júní sagði forsetinn aö hann vissi að sumir háttsettir floíaforingjar vaeru andvígir honum þar sem hann væri af japönskum ættum. Fujimori, sem settur var í embætti á laugardaginn, er sonur japanskra innflytjenda. Sagði hann að ekki mætti líta á uppstokkunina sem afleiðingu óróa innan hersins. Stjórnmálaskýrend- ur segja að uppreisn gegn forsetan- um sé ólikleg. Segja þeir aukna íhlutun hersins í herferðinni gegn eiturlyfjasölum muni sameina nýju stjórnina og herinn. Alberto Fujimori, lorseti Perú. Simamynd Reuler Tæplega einn af hverjum sjö Ungverjum tók í gær þátt í þjóðaratkvæða- greiðslu um hvernig ætti að velja forseta landsins. Þar sem færri en fimm- tíu prósent tóku þátt mun þíng landsins kjósa næsta forseta. Þar með aukast líkurnar á því að Arpad Goncz, sem starfað hefur sem bráðabirgða- forseti, hljóti embættíð. Afþeim sem greiddu atkvæði í gær vildu 85,9 prósent beinar forsetakosn- ingar en það er einmitt það sem Ungverski jafnaðarmannaflokkurinn, fyrrumkommúnistaflokkurinn, hefur barist fyrir. Það vorujafnaðarmenn sem söfnuðu undirskriftum hundrað þusund manna til að þjóðaratkvæða- greiðsla yrði Játin fara fram, Góð kosningaþáttaka í Mongólíu Mongólar kusu I síðari umferð kosninganna í landlnu í gær. Símamynd Reuter Mongólar gengu að kjörboröinu i gær, öðru sinni á viku, til að kjósa í fyrsta sinni lýöræðislegri kosningu rneim til aö stjórna þessu víðfeðma landi. Eins og i fyrri umferð þessara þingkosninga var gífurleg þátttaka en löngu áður en kjörstöðum var lokað í gær höfðu rúmlega níutíu pró- sent kjósenda neytt kosningaréttar sins. Konunúnistar hafa haldið um stjórnamuinana í 69 ár i landinu. Þeir eru sigurvissir og kvaðst forsetinn telja aö stjórnarandstæðingar fengju aðeíns tuttugu prósent atkvæða, Talið er vist að kommúnistar haldi örugg- lega völdum í efri deild þingsins en eiga á hættu að missa meirihluta í neðri deild, sem kosið var til í gær. Neðri deild er mun mikilvægari en efri deild. Neöri deild mun sitja næstum allt áriö um kring en efri deild mun sárasjaldan koma saman. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar kváðust vissir um að fá 30 prósent sæta í efri deild en standa sig mun betur í kosningum til neðri deildar. Leki í kjamorkuveri Einn af kjarnakJjúfunum í kjamorkuverinu í Porsmark í Svíþjóð var stöðvaður á laugardaginn vegn leka í röri sem hreinsar kælivatn. Lekinn varaðí aðeins í nokkrar sekúndur. Lítil geislun er sögö hafa Skeinuhætt rafmagnsleysi Rafmagn koinst aftur á í nær helmingi fiörutíu þúsund heimila og verslana í vesturhluta banda- rísku stórborgarinnar Chicago síðla dags í gær. Rafmagnslaust hafði verið í hluta borgarinnar i átján klukkustundir. Rafmagns- leysið náði að mestu yfir fátækari hluta Chicago. Óprúttnir menn nýttu sér raf- magnsleysið í gær og rændu og rupluðu í verslunutn. Hátt í fimm- tíu manns voru handteknir, flestir fyrirþjófnað. Nokkrir slösuðust og rekja raá að minnsta kosti þrjú dauðsfóll til ástandsins sem skap- aðist vegna rafmagnsleysisins. Að minnsta kosti þrír brunnu inni þegar eldur kviknaöi út frá kerti á heimiii. Starfsmenn t matvöruverslun I Chicago i Bandaríkjunum taka til eftir rupl og rán í gær. Simamynd Reuter DV Borgarastyrjöldin í Líberíu: Lokauppgjör vof ir yf ir Lokauppgjör í borgarastyijöldinni í Líberíu voflr yfir og óttast margir stjómarerindrekar að það verði blóðbað. Tvær andstæðar fylkingar uppreisnarmanna sækja nú fast að höll Doe, forseta landsins, en hann hefur nú verið sem fangi í marga daga. Harðir bardagar um útvarps- stöð landsins stóðu yfir um helgina þegar uppreisnarmenn börðust til að halda yfirráðum sínUm yfir henni. Stuðningsmenn forsetans óttast að þeir verði myrtir gefist forsetinn upp. Hann hefur aftur á móti ekki gefið til kynna að hann hyggist gefa sig uppreisnarmönnum á vald og hefur hafnað boði Bandaríkjastjóm- ar um aðstoð til að flýja land. Stjómarerindrekar óttast að hinar tvær fylkingar uppreisnarmanna snúist hvor gegn annarri takist þeim ætlunarverk sitt; það er að steypa stjóm Does. Charles Taylor, leiðtogi annarrar fylkingar uppreisnar- manna, hefur lýst því yflr að ný stjóm hafi verið sett á laggirnar í landinu og hefur heitið frjálsum kosningum innan sex mánaða. Prince Johnson, leiðtogi hinnar fylk- ingar uppreisnarmanna, sagði aftur á móti í morgun að hermenn sínir væm reiðubúnir að taka við völdum og koma í veg fyrir að Taylor verði forseti. Johnson hefur heitið því að borgaraleg stjórn taki við völdum strax og Doe hafi verið steypt. Taylor segir að Doe verði ekki heimilað að yfirgefa landið, að ekki verði samið við forsetann og neiti hann að láta af völdum verði hann neyddur til. Hver tengsl Taylors og leiðtoga hinnar fylkingar uppreisnarmanna eru, Prince Johnson, er óljóst en her- mönnum þeirra beggja hefur oft á tíðum lent saman. Uppreisnarhreyf- ingin í Líberíu klofnaði í febrúar og segist Johnson hafa yfir að ráða sjö þúsund hermönnum, þar af séu fjög- ur þúsund sem snúið hafi baki við Taylor. Einn fréttamanna Reuter- fréttastofunnar sagði að menn Tayl- ors réðu einungis yfir austurhluta úthverfa borgarinnar en að Johnson og menn hans hefðu náð inn í mið- borg Monróvíu. Umsátur hefur verið um Monróv- íu, höfuðborg Líberíu, í nærfellt mánuð og hafa margir af fimm hundruö þúsund íbúum þess flúið. Þúsundir borgara hafa látið lífið í mánaðarlöngum bardögum og óttast er að hermenn hafi myrt íjölda óbreyttra borgara. Bandarísk her- skip eru fyrir utan strönd þessa lands á vesturströnd Afríku en bandaríska stjórnin segir skipin einungis þar til að koma bandarískum borgurum á brott úr landinu gerist þess þörf. Reuter Þúsundir flýja nú Monróvíu, höfuðborg ugir bardagar nærfellt í mánuð. Líberíu, en þar hafa staðið yfir blóð- Símamynd Reuter Deilumar í Persaílóa: Erfiðar viðræður framundan Stjómarerindrekar telja að Kuwait geti aldrei fallist á skilyrði þau sem írak setur fyrir lausn ágreinings síns við Kuwait en em jafnframt ekki vissir hvort íraks- stjórn hafi slegið af kröfum sínum. Viðræður fulltrúa þjóðanna, sem fara áttu fram á laugardag, heíjast á morgun. Viðræðurnar, sem fara fram í Saudi-Arabíu, miða að því að binda enda á deilur þjóðanna um olíu- og landarétt sem hófust þann 17. júlí þegar írakar sökuðu Kuwit og Sameinuðu arabísku furstadæmin um að framleiða olíu umfram kvóta pg skaða þannig íraska efnahaginn. írakar segjast hafa tapað 14 mill- jörðum dollara vegna lækkandi ol- íuverðs sem fylgdi í kjölfarið. Auk þess hefur írak sakað Kuwait um að stela olíu úr olíulindum á um- deildum landamærum ríkjanna og hefur krafist milljarða dollara í skaðabætur. Fréttaskýrendur segja að fallist Kuwait á óbreyttar kröfur írak samsvari það því að viðurkenna réttmæti ásökunar íraka um að Kuwait hafi stolið olíu. Það myndi einnig þýða að Kuwait félli frá kröf- um um yflrráð landsvæðis á um- deildum landamærum ríkjanna og viðurkenndi að bera ábyrgð á millj- arða tjóni sem írak segist hafa orð- ið fyrir vegna offramleiðslu olíu. Á nýafstöðnum fundi olíumála- ráðherra OPEC-ríkjanna, Samtaka olíuútflutningsríkja, styrkti írak stöðu sína meðal olíuframleiðslu- ríkja, að mati fréttaskýrenda. Þar náðist samkomulag um að hækka olíu í 21 dollar á tunnuna og setja frekari hömlur við framleiðsu. Reuter Suður-Afríka: Mandela ver kommúnista Afríska þjóðarráðið hefur gert ljóst að það muni styðja bandamenn sína í suður-afríska kommúnistaflokkn- um þrátt fyrir ásakanir suöur-afrí- skra stjórnvalda um að flokkurinn sitji á svikráðum viö stjómina. Nel- son Mandela, varaforseti Afríska þjóðarráðsins, varði kommúnista- flokkinn í gær og vísaði þessum ásökunum á bug. I gær héldu kommúnistar fjölda- fund í fyrsta sinn í 40 ár. Fjörutíu þúsund manns sóttu fundinn sem markaði endurkomu flokksins á svið stjórnmála í landinu. Sljórn hvíta minnihlutans í Suður- Afríku hvatti Mandela fyrir helgi að draga til baka aðild Joe Slovo, leið- toga kommúnista, að viðræðunefnd Afríska þjóðarráðsins sem reynir nú að binda enda á kynþáttaaðskilnað- arstefnu stjórnarinnar. Hvorki Mandela né Slovo gáfu til kynna á fjöldafundinum um helgina að þeir hygðust verða að þessari kröfum. Ekki er ljóst hvernig stjórnin, sem lagði fram fyrrnefndar ásakanir fyrir helgi, bregst við ef ekki verður geng- ið að þessari kröfu hennar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.