Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. 35 LífsstOl Umhverfismengandi efni: Móttaka og flokkun hér en förgun framkvæmd erlendis Mikiö magn eiturefna og annarra umhverfisspillandi efna sleppur út í umhverfið á ári hverju. Eru yfirvöld svo og almenningur að vakna til vit- undar um að aðgerða sé þörf. Til marks um það var gefin út mengun- arreglugerð hérlendis, sem tók gildi 1. janúar síöastliðinn, og hófst mót- taka umhverfismengandi efna nú í vor. Á nær öllum bensínstöðvum landsins og víðar er að finna dalla þar sem hægt er að afhenda raf- hlöður sem ekki eru lengur nothæf- ar. Efnamóttaka í Kópavogi Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs. tekur á móti efnaúrgangi sem til fellur frá sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu og ekki má urða né losa í sjó. Er móttakan nú í efnamót- töku fyrirtækisins að Dalvegi 7 í Kópavogi. Mun hún væntanlega flytja starfsemi sína þegar böggunar- og flokkunarstöðin verður opnuð í Gufunesi í apríl á næsta ári. Þeim efnum, sem safnast, er ekki fargað hérlendis þar sem aðstaða til þess er ekki fyrir hendi. Öll um- hverfismengandi efni eru send til Danmerkur en þarlent fyrirtæki, Komunekemi, fargar þeim og mun það vera eitt fullkomnasta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. SORPA hefur gefið út bækhng und- ir heitinu Verndum umhverfið og er þar að fmna leiðbeiningar um flokk- un og frágang umhverfismengandi efna. Er þeim skipt niður í átta flokka samkvæmt því flokkunarkerfi sem viðhaft er í Danmörku. Hvaðan koma fjármunir? Ein af þeim grundvallarspurning- um, sem hefur þurft að taka afstöðu til, er sú hver skuli greiða fyrir eyð- ingu og flutningskostnað en ljóst er að gífurlegir fjármunir liggja að baki slíkri starfsemi. Eru það neytendur sem eiga að bera kostnaðinn eða op- inberir aðilar? Víða erlendis eru það sveitarfélög- in sem standa straum af þeim kostn- aði en annars staðar hefur verið sett sérstakt umhverfisgjald á þær vörur sem skaðlegar geta verið umhverf- inu. Hér er hafður sá háttur á, enn sem komið er, að sá sem afhendir efnin greiðir fyrir þau ákveðið skila- gjald. í bígerð er þó að koma á um- hverfisgjaldi á rafhlöður og ýmis önnur umhverfisspillandi efni. Ekki hefur verið tekið skilagjald af rafhlöðum hingað til. Hefur inn- söfnun gengið vonum framar og hafa þegar farið nokkrir farmar utan. Til að draga sem mest úr heildar- kostnaði og minnka meðhöndlun efnanna er mikilvægt að þau séu í réttum umbúðum þegar þau eru af- hent á móttökustað. Þar eru þau vigt- uð og efnaflokkur skráður. Sá sem kemur með efnin þarf að greiða skilagjald og er við innheimtu vísað í reikning' þann sem hann ásamt starfsmanni móttökunnar hafa kvitt- að fyrir. Dæmi um nokkur umhverfismengandi efni og flokkun á þeim Flokkar K B H Úrgangur með kvikasUfri Dæmi: Rafhlöður - kvikasilfurshitamælar Afgangar frá rannsóknarstofum og fleira. Dæmi: Lyfjaúrgangur - þrýstikútar - bremsuborðar Dýra- og plöntueitur Dæmi: Örgresiefni og plöntulyf, t.d. frá garðyrkju eða landbúnaði Úlífrænn efnaúrgangur Dæmi: Brennisteinssýra - saltsýra - saltpéturssýra Olíuúrgangur Dæmi: Dísilolía - glussi - olíumengaður tvistur og sag Lífrænn efnaúrgangur með halógenum eða brennisteini Dæmi: Freon - límafgangar með halógenum Upplausnarefni Dæmi: Bensín - terpentína þynnir Lífrænn efnaúrgangur án halógena eða brennisteins, annað en hér að ofan Dæmi: Framköllunarvökvi - lím - litarefni- málning Móttaka á rafhlöðum er nú á allflestum bensínstöðvum landsins en rafhlöður innihalda kvikasilfur sem er um- hverfisspillandi efni. Móttaka annarra skaðlegra efna er hjá Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins að Dalvegi 7 í Kópavogi. Hertar kröfur Þær fórgunarstöðvar, sem eru starfandi erlendis, sérhæfa sig í eyð- ingu umhverfisspillandi efna og beita viðeigandi meðferð við hina ýmsu flokka. Efnin eru brennd við mjög háan hita og fer reykurinn, sem myndast við brunann, í gegnum eins konar þvott þar sem beitt er eftir- meðhöndlun. Að því loknu er askan einnig sérstaklega meðhöndluð þannig að hún getur bundist öðrum efnum á eftir og er þannig orðin ó- skaðleg. Ferillinn er því í stuttu máh á þá leið að mjög hátt hitastig við bruna og eftirmeðhöndlun gerir skaðlegu efnin hættulaus. Á Norðurlöndunum hafa kröfur verið hertar mjög í umhverfismál- um. Er til að mynda ætlunin að krefj- ast minna innihalds kvikasilfurs og kadíums í rafhiöðum í framtíðinni. í Noregi mun ganga í gildi reglugerð DV-mynd GVA eftir hálft ár þar sem bann verður lagt við sölu á rafhlöðum þar sem hlutfall þessara efna er yfir 0,025%. Er ráðgert að í byxjun árs 1992 verði kröfurnar þær að einungis 0,001% fyrrnefndra efna fyrirfinnist í raf- hlöðum. Hættulegu efnin eiga greiða leið inn í líkama mannsins gegnum fæðukeðjuna og eru fóstur í móður- kviði sérstaklega viðkvæm fyrir öll- umáhrifum. -tlt Þetta er listi yfir nokkur þau efni sem teljast mengandi fyrir umhverfið en hann er ekki tæmandi og er um mun fleiri efni að ræða en hér eru upp talin. Utsölustaðir: Lyfjaberg, Hraunbergi 4. Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68. Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76. Snyrtivöruverslunin Thorella, Laugavegsapóteki, Laugavegi 16. Snyrtivöruverslunin Stella, Bankastræti 3. Vesturbæjarapótek, Melhaga 20-22. Garðsapótek, Sogavegi 108. Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b. Apótek Garðabæjar, Hrismóum 4, Garðabæ. Apótek Mosfells, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Akureyrarapótek, Hafnarstr. 104, Akureyri. Apótekið Siglufirði, Norðurgötu 4, Sigluf. Dalvikurapótek, Goðabraut 4, Dalvík. Essoskálinn (snyrtivörudeild), Flateyri. Nesapótek, Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi. Snyrtivöruversl. Sandra, Beykjavjkurvegi 50. Lyfjaforðinn, Grundarfirði. Stykkishólmsapótek. Borgarnesapótek. Apótek Úlafsvikur. Apótek Akraness.. Borgarapótek, Álftamýri 1-5. Snyrtivöruversl. Spes, Kleifarseli 18. Apótek Hafnarfjarðar, Strandgötu 34. musde Byggið upp heilbrigt og fallegt hár HEILDIN sf. sími 656050 Fœst aðeins í apótekum og snyrtivöruverslunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.