Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. 11 Útlönd Kenneth Kaunda, forseti Zambíu. Símamynd Reuter Stefnubreyting hjá Kaunda: Andstæðing- arnir tortryggnir Ákvöröun Kenneths Kaunda, for- seta Zambíu, um aö sleppa pólitísk- um föngum, aflétta útgöngubanni sem sett var á í Lusaka í síðasta mánuði og fresta þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölflokkastjórn um tæpt ár hefur komið á óvart. Leiðtogar lýðræðishreyfingarinnar í Zambíu segja að með þessari ákvörðun, sem tilkynnt var um í síðustu viku, sé forsetinn að reyna að grafa undan baráttu þeirra. Hingað til hefur Kaunda, sem verið hefur við völd í tuttugu og sex ár, ekki sýnt nein merki um eftirgjöf og stimplað andstæðinga sína sem utan- garðsmenn, uppreisnarseggi og fíkniefnasala. Þrátt fyrir sáttaumleitan forsetans segir leiðtogi lýðræðissinna að allt of langt sé í þjóðaratkvæðagreiðsl- una um fjölflokkakerfi og að forset- inn muni reyna að beita einhverjum brögðum. Fullyrða sumir að um gildru sé að ræða. Stjórnarandstæðingar og vestræn- ir stjórnarerindrekar eru sammála um að ákvörðun Kaunda sé augljós tilraun til að vinna tíma. Stjómar- andstæðingar segja hins vegar að þeir vilji lýðræði og um það sé ekki hægt að ná málamiðlun. Stjórnarerindrekar segja að Kaunda vonist líklega til að þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram í ágúst á næsta ári muni óánægjuöld- urnar, sem leiddu til óeirða í síðasta mánuði, hafa lægt. Víst þykir að að- stoö berist innan skamms til Zambíu í kjölfar nýlokins fundar helstu lán- ardrottna landsins. Sérfræðingar segja einnig að með því að fresta þjóðaratkvæðagreiðsl- unni æth forsetinn sér að nota tím- ann til að endurskipuleggja flokk sinn. Kaunda er yfirmaður herafla Zambíu og hann útnefnir forsætis- ráðherra. Forsetinn er valinn í al- mennum kosningum sem haldnar hafa verið á fimm ára fresti. í raun- inni er einungis um endurkjör Kaunda að ræða því mótframbjóð- endur fá ekki að bjóða sig fram. Kaunda hefur nú sagt að þingnefnd muni fjalla um póhtískar umbætur, þar á meðal kosningar í embætti inn- an flokksins. Reuter Atlanter handfæravindan Frábært tæki Getum boðið þessar tölvu- stýrðu handfæravindur á mjög góðu verði: kr. 142.000 stgr. Allar festingar fylgja með. Leit- ið upplýsinga. KfAtEfíS ísland hf. Laugavegi 18 A - sími 626470 Kemísk vatnssalerni, sérlega hentug og þægileg í tjaldvagninn, húsbílinn, bátinn, tjaldið, hjólhýsið og sumarbústaðinn. Hentar einnig fyrir langlegusjúklinga í heimahúsum. ÆlFijS € t|V;L> Borgartuni 24 B ■■■ Sími621155 rrnmm "v MfMRl wMmJ ímösm^ 3 < í nýjum 125 gr umbúðum. Sex bragðtegundir MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.