Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR 30. JtJLÍ 1990. Lesendur__________________dv Snúinraftar f ást víst! Verslar þú á útsölum? Eyjólfur Jónsson lagermaður: Það er ekld mikið en aðeins. Ég keypti mér ódýra skó á útsölu um daginn. Jónína Sigurbergsdóttir starfs- stúlka: Já, ég geri það. Ég hef ekkert verslaö á útsölunum núna því ég er nýkomin í bæinn. Það borgar sig að versla á útsölum. Hafsteinn Guðmundsson bóndi: Það er mjög sjaldan en kemur einstaka sinnum fyrir. Það borgar sig fyrir þá sem hafa aðstöðu til þess. Helga Ólafsdóttir, verðandi móðir: Stundum. Ég hef ekkert keypt núna því maður er svo ólögulegur. Pétur Guðbjartsson, löggiltur endur- skoðandi: Það fer ekki mikið fyrir því - frekar að konan kíki á útsölur. Sigurður Hreiðar skrifar: I ferðablaði DV, sem út kom 27. júni, fjallaði undirritaður lítillega um viðhengivagna, þar með talin hjólhús, og hvatti menn til þess endi- lega að tjóðra þau niður ef þeir óttuð- ; Ein áhyggjufull skrifar: Ég hef það fyrir satt og rétt aö fram- hjáhald ,hér á landi hafi aukist að miklum mun frá þvi í minu ung- dæmi. Nú þykir það orðið sjálfsagt mál að fólk haldi leynt og ljóst fram- hjá maka sínum. Gott ef það er bara ekki orðið fint að hafa fleiri en einn „í takinu." Og af hverju skyldi þetta vera svona? Er það svo að allt í einu hafi Að mati bréfritara koma fjölmiölar og þá sérstakiega sjónvarpið þeirri hugmynd inn hjá almenningi að framhjáhald sé eðlilegt og eftirsókn- arvert. ust um stöðugleika þeirra í hvass- viðri. Bent var á að snúinraftar - jám- hælar í laginu líkt og tappatogari með auga í efri endanum - væru siðferði Islendinga hrakað? Nei, segi ég, það eru fjölmiðlarnir sem bera sökina. Þeir eru sí og æ að koma þeirri hugmynd inn hjá fólki að framhjáhald sé eðlilegt og eftirsókn- arvert, Hvert viðtalið á fætur öðru hefur birst í glanstímaritunum og jafnvel í dagblöðunum. Sjónvarpið er þó allra verst. í hverjum einasta þætti eða bíómynd er um eitthvert fram- hjáhald að ræða. Margir framhaldsþættir byggja nær eingöngu á framhjáhaldi og svikum. Sem dæmi má nefna Dallas, Falcon Crest, Dynasty, Santa Bar- bara og ótal fleiri. Er það furða þó að siðferði íslendinga sé orðið svo brenglað að þeir viti varla lengur hvað er rétt og hvað rangt. Þegar fólk gengur í heilagt hjóna- band heitir það hvort öðru ævarandi trúnaði og trygglyndi. Framhjáhald eru því ekkert annað en brot á hjú- skaparsáttmálanum og guðlast sem slíkt. Að mínu mati á kirkjan ekki að láta þetta viðgangast lengur og grípa inn í málið með því að beita stjórn- völd þrýstingi. Það er ekki lengur hægt að láta þetta ástand afskipta- laust. heppilegir til að halda vel þótt vindur blési. Sjálfur hef ég séð svona snúinrafta notaða til þess arna og gjarnan hugs- að á þá leið að ekki hefðu þeir nú verið úr svona mjóslegnu efni, raft- Jónas Óskarsson hafði samband: Nú er verið að gera við allmargar götur hér í Reykjavík, fylla holur og laga naglaskemmdir. Þetta er auðvit- að góðra gjalda vert en einn er þó galh á. Þegar verið er að laga fjölfarnar umferöargötur, svo sem Miklubraut- ina, er merkingum oft á tíðum ábóta- vant. Á mestu umferðartímunum liggur oft við stórslysum þegar bílar eru aö skáskjóta sér á síöustu stundu fram hjá skurðum og vinnuvélum. Oft er verið að gera við aðra akrein- ina af tveimur og allir bílarnir þurfa þá að keyra í einfaldri röð. Hins veg- ar er fólk ekki varað við því í tæka amir sem herinn notaði í dentíð, en bandaríska setuliðið á íslandi notaði snúinrafta af þessu tagi, bæði stutta og langa, í gaddavírsflækjurnar sem hétu víggirðingar og víða lágu um mínar bernskuslóðir. En sem menn fóru að lesa vís- dómsorð mín í ferðablaðinu og sáu að ráð þetta var harla gott fóru þeir líka að leita að því hvar snúinraftar fengjust. Og varð fátt um svör. Þá var hringt til mín. Ég hélt að alTir sem flytja inn hjól- ' hús hlytu að eiga góða snúinrafta aö staga þau niöur með, en það var öðru nær. Þá fékk einn viðmælenda minna birt lesendabréf í DV þar sem lýst var eftir snúinröftum. Tveir gáfu sig fram með ábending- ar. Sá fyrri benti á að snúinraftar væru notaðir sem staurar í raf- magnsgirðingar og taldi þá myndu fást í MR-búðinni. Svo reyndist ekki vera en ugglaust mætti athuga það hjá fleiri seljendum rafmagnsgirð- inga. Sá síðari benti á að hælar með þessu lagi fengjust í gæludýrabúðum og væru ætlaðir sem tjóðurhælar, m.a. fyrir hunda, og í góöum jarðvegi héldu þeir bæði sánktibemharðs- hundum og labradorum, svo dæmi væri tekið. Og það reyndist rétt vera. Nú ættu hjólhúsaeigendur að fara í kapp við hundaeigendur að ná sér í snúinrafta - og gæludýrabúðir að birgja sig vel upp með snúinrafta fyrir næsta sumar. tíð að það þurfl að færa sig yfir á aðraakrein. Allt í einu birtist merki beint fyrir framan bílinn sem lokar reininni algjörlega. Þá veröur við- komandi að reyna á góðvild sam- ferðamannanna við að hleypa sér inn í röðina viö hliðina. Úr þessu mætti bæta á afar einfald- an hátt með því að merkja til hliöar við veginn, nokkru áður en akrein- inni er raunverulega lokað, að fram- undan sé þrengri vegur og fólk þurfi að fara að færa sig til. Ég er sannfærður um aö úrbætur á þessu máli muni leiða til fækkunar aftanákeyrslna og almennt bæta skap bOeigenda. Hraðahindrun við Nesti: Snúinraftur úr gæludýrabúð með tvívirkum sigurnagla fyrir tjóðurband - líka hentugur til að staga niður hjólhús og önnur ámóta gistitæki. DV-mynd JAK Fjölmiðlar stuðla framhjáhaldi - kirkjan á að grípa inn í Merkingum áður en komið er að vegaviðgerðum er oft ábótavant og getur það stuðlað að slysum. Slæmar merkingar við vegaviðgerðir Sigríður Einarsdóttir bréfberi: Já. Ég ætla eftir mánaðamótin á útsölumar. Það borgar sig því afslátturinn er allt að 50%. Fælir viðskipta- vini í burtu Guðmundur hríngdi: Nú nýverið var sett upp hraða- hindrun við Nestissjoppuna í Ár- túnsbrekkunni. Ég vil vekja athygli á því að hún er alltof há. Það er sama þó að maður lúsist yfir hana, bíllinn skellur niður og getur hreinlega stórskemmst af þessu. Ég er að vinna á stórum og þungum bO og hef iðulega komið við í Nesti til að kaupa það sem ég þarf. Núna er ég hins vegar farinn aö forðast þessa sjoppu, eingöngu út af hraða- hindruninni. Ég held að eigendur Nestis ættu að athuga þetta mál áður en þeir missa fleiri viðskiptavini. Ekki kemur presturinn Regína Thorarensen skrifar frá Gjögri: í fréttum í vor var sagt frá því að nýr prestur hefði verið settur í Ár- nesprestakall á Ströndum frá og með 1. júlí. Ekki er presturinn tekinn til starfa ennþá. Mikið hefur veriö um ferða- fóUí hér á Ströndum í sumar og ég veit aö fólk hefur frestað fór sinni á laugardegi og ætlað sér að hlusta á nýja prestinn í Ámeskirkju á sunnu- degi. Það hins vegar gripið í tómt því að enginn prestur er kominn hingað ennþá. Kannski hefur séra Jón verið kos- inn í kjaranefnd á síðustu presta- stefnu og því alltaf að heimta meira og meira kaup fyrir prestastéttina eins og kom fram í setningarræðu biskups þegar prestastefnan var sett og prestar gengu fylktu liði í alþingis- húsið tO að heimta meira kaup. Ég spyr því. Ætlar háskólamennt- að fólk íslensku þjóðarinnar að koma landinu á vonarvöl? . R79QQ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.