Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðsfoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Afstaða BHMR í þeirri deilu, sem staðið hefur yfir um kjarasamning háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, hefur lítið sem ekkert efnislega verið fiallað um þá afstöðu sem Banda- lag háskólamenntaðra ríkisstaifsmanna hefur tekið. Yfirleitt er gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að óbilgirnin og ósveigjanleikinn ráði ríkjum meðal félaga í BHMR. Samninganefnd bandalagsins fékk að vísu umboð til að endurskoða 15 gr. kjarasamningsins, sem fjallar um sjálfvirku hækkanirnar, en það var meira til að sýnast og að öðru leyti hafa talsmenn BHMR talað út frá þeirri forsendu einni að allsherjarhagsmunir komi þeim ekki við. Af þessu mætti ætla að kjör þessarar stéttar séu afar léleg. Svo léleg að þau réttlæti harðari aðgerðir en aðr- ir launþegahópar leyfa sér. BHMR hefur neitað að taka þátt í þjóðarsáttinni, kjarabarátta háskólamanna er háð á þeim tilfinninganótum að allt annað verði að víkja og þjóðfélagið fyrirgefi þeim sérstöðuna. Þetta er heilög barátta fyrir helgum rétti. Hér verða ekki bornar brigður á að kjör háskóla- menntaðra starfsmanna hins opinbera megi vera betri. Mörg rök má sjálfsagt færa fyrir því að langskólagengið fólk njóti sambærilegra kjara. Sömu laun fyrir sömu menntun eru kjörorð BHMR og inntak þess ágreinings, sem ríkt hefur, er einmitt sú grundvaUarstefna að hækka eigi laun háskólafólksins meir en laun annarra til að lyfta þeim hópi upp fyrir þá launataxta sem ríkið hefur boðið fram að þessu. Lengi vel þótti það eftirsóknarvert að komast í starf hjá hinu opinbera. Þar ríkir meira atvinnuöryggi en annars staðar, æviráðning, fóst aukavinna og verð- tryggður lífeyrissjóður. Eftirlaun eru þar betri en ann- ars staðar. Þessi forréttindi eru greinfiega ekki tahn vega þungt í lífskjörum opinberra starfsmanna með háskólapróf. Krafan er sú að launin sjálf séu þau sömu og greidd eru sambærfiega menntuðu fólki hjá einkafyr- irtækjum. Þessi samanburður getur aldrei orðið einhlítur og raunar má fufiyrða að vinnuafli á frjálsum markaði verði ávallt betur borgað en hjá hinu opinberra. Einka- fyrirtæki eiga auðveldara með að yfirborga og yfirbjóða í launum. Þau sækjast eftir bestu starfskröftunum og markaðslögmálið er þess eðhs að sjálfstæður atvinnu- rekstur verður ahtaf skrefinu á undan 1 launagreiðslum. Enda öhum ljóst að þar eru gerðar miklum mun meiri kröfur tfi afkasta, getu og hæfileika. Að minnsta kosti meðan ríkisvaldið situr uppi með stofnanir og starfsemi sem eru óháðar tapi eða gróða. Þegar til lengdar lætur verður það að teljast óraun- hæft að háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins komist nokkurn thna upp að hhðinni á þeim sem eru best laun- aðir hjá einkageiranum. Þar að auki hljóta félagar í BHMR að vera meðvitaðir um það sem hefur verið að gerast 1 launamálum að undanfómu. Hagsmunaaðfiar hafa gert þjóðarsátt um að berjast gegn verðbólgu og efnahagsglundroða og afiar þjóðfélagsstéttir hljóta að taka tillit tfi þessarar viðleitni. Hver sá hópur, sem vill skera sig úr og sækja fram gegn straumnum, á það auðvitað á hættu að mæta óvfid og andstöðu. Þá óvild hafa háskólamenn kallað yfir sig með einstrengingi og óbfigirni. Kjarabarátta þeirra hefur ekki samúð. Við búum í lýðræðisþjóðfélagi. Sú staðreynd gerir þá kröfu tfi allra, ekki síst tfi hinna betur menntuðu, að hver taki tilht tfi annars. Ellert B. Schram Reykvíkingar og lukka í lottólýð- ræðinu hafa nú sett Sjáifstæðis- flokkinn í hægan valdasess í höfuð- borginni til næstu fjögurra ára. í flestum nefndum borgarinnar, þar sem mál eru mótuð og ákvarðanir teknar, sitja flórir sjálfstæðismenn og einn frá minnihlutanum. Þannig fagnar Flokkurinn 80% hiutfalh þótt „aðeins" 60% Reykvíkinga hafi kosið hann. Einhverjum flaug í hug að sigur- vegarinn mikli fylltist göfuglyndi og ákvæði að sleppa hlutkesti í nefndakosningum, þannig að minnihlutinn fengi 2 menn í allar 5 manna nefndir, sem hefði sam- svarað kosningahlutfallinu 60/40. En ekkert slíkt var á dagskrá og teningunum var kastað í borgar- stjóm, eins og staðan þar, 10 sjálf- stæðismenn á móti 5 minnihluta- fulltrúum, býður upp á samkvæmt Færa má áheyrendapallana heim til fólks fyrir minni pening ...,“ segir m.a. í greininni. - Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur. Við upphaf nýs kjörtímabils kosningareglum. Sjálfstæðismenn reyndust heppnir í spilum. Þeir vora ekki að sama skap ást- leitnir við minnihlutann, þessa fulltrúa 40% kjósenda í Reykjavík. Sjálfstæðismenn felldu tillögu um að þeir minnihlutaflokkar, sem ekki fengu fulltrúa í helstu nefndir, ættu þar áheymarfulltrúa án at- kvæðisréttar, eins og tíðkast hefur í borgarráði einni nefnda. Jafnframt var okkur tilkynnt aö nú yrði aflagður sá siður að áheyrnarfulltrúar í borgarráði mættu kalla inn varamann í for- föllum og að laun áheymarfulltrú- anna yrðu lækkuð frá því sem ver- ið hefur undanfarin ár. Ennþá hef- ur þessi stórmennska sjálfstæðis- manna ekki verið afgreidd form- lega. Pólitík í felum? Feimni þessara sigurreifu sjálf- stæðismanna við Reykvíkinga þeg- ar kemur að póhtískum málflutn- ingi vekur hins vegar undran. Þeir felldu tihögu okkar í minnihlutan- um um að útvarpa beint frá borgar- stjómarfundum. Með einfaldri tækni mætti auðvelda Reykvíking- um að fylgjast millihðalaust með málflutningi og ákvarðanatöku kjörinna fuhtrúa sinna. Þannig má færa áheyrendapall- ana heim tíl fólks fyrir minni pen- ing en sem svaraði t.d. kostnaöi borgarsjóðs af útgáfu bæklinga um Félagsmálastofnun og skipulags- mál, sem sendir vora Reykvíking- um rétt fyrir kosningar. En ein- hverra hluta vegna finnst 10 borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hepphegra að Morgunblaðið eitt blaða ásamt fréttamanni ríkisút- varpsins fylgist með borgarstjórn- arfundunum og matreiði það efni sem berst kjósendum. Þannig hafna þeir rökum okkar sem segjum að greiður aðgangur að upplýsingum sé forsenda þess að kjósendur geti fylgst meö mál- um, haft áhrif og kosið sér fulltrúa á vitrænan hátt. Upplýsinga- streymi er auðvitað ein höfuðfor- senda lýðræðis. Mér þætti gaman aö vita hversu mörgum Reykvíkingum er kunn- ugt um nýsettar reglur meirihlut- ans um stofnstyrki th dagvistar- heimha foreldrahópa eða annarra aðha og thlögur minnihlutafuhtrúa í þeim efnum. Hve margir fylgdust með thlöguflutningi minnihlutans um söluandvirði Glyms eða at- hugasemdum þegar Búseti, samtök með um 2000 reykvíska félags- menn, fékk aðeins úthlutað lóð fyr- ir 25 íbúðir, eða helming þess sem óskað var eftir? Morgunblaðið, sem virðist hafa talsverðan áhuga á borgarmálum, hefur látiö vera að búa th stórfréttir af þessum málum nýhafins kjörtímabhs. Frumkvæðið lítils metið Sjálfstæðismenn lögðu fram th- Kjallarinn Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs lögu að reglum um stofnstyrki th svokallaðra „einkadagvistarheim- ha“ á fyrsta fundi nýrrar sljómar dagvista bama. Um síðustu áramót tóku ghdi lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem m.a. drógu ríkið út úr fjármögnun dag- vistarheimha. Ríkissjóður greiddi fram að þeim tíma helming stofn- kostnaðar dagvistarheimha, hvort sem þau vora í eigu sveitarfélaga eða stofnuö af öðram aðhum, t.d. foreldrahópum. Nú er ábyrgðin öh komin th sveitarfélaganna. Tillaga meirihlutans í Reykjavík fól í sér að borgin greiði aðeins kostnað af lóðum „einkareknu" dagvistar- heimhanna, en það jafnghdir u.þ.b. 15% stofnkostnaðar. Fulltrúi Nýs vettvangs í stjóm dagvista lagði th að heimilin fengju 50% stofnstyrk, eöa það sama og ríkið lagði th áður. Þá thlögu felldu sjálfstæðismenn, og endurtóku þá gjörð í borgar- ráði, þegar minnihlutafuhtrúarmr þar fylgdu eftir thlögu Nýs vett- vangs. Þannig hafa sjálfstæðis- menn enn einu sinni bragðið fæti fyrir foreldra og aðra sem vhja bæta úr skorti borgarinnar á dag- heimhum með því að búa sjálfir bömum sínum viðunandi uppeld- isaðstæður. Fyrir tæpum tveimur áram gerði Flokkurinn aðsúg að heimhum þessum og skar niður rekstrar- styrk um 2/3 hluta. Meirihlutanum í Reykjavík líkar greinhega ekki framkvæði borgarbúa og hefur nú sýnt sig að vera smánarlegur eftir- bátur ríkisins í þessum efnum. Sala borgarinnar á Glym, fyrrum Broadway, vakti athygli fjölmiðla og fór því vart framhjá borgarbú- um. Við í minnihlutanum settum okkur ekki gegn sölunni, enda komið í ljós að staðurinn nýttist hla th þeirrar starfsemi sem boðuð var þegar húsið var keypt á síðasta ári. Breytingar, sem th stóð að gera á húsnæðinu, vora reyndar aldrei framkvæmdar. Var keypt í þágu unglinga? Um leiö og við minnihlutafuhtrú- amir lýstum okkur fylgjandi söl- unni lögðum við th að söluandvirð- ið yrði notað th þess að kaupa hús- næði fyrir unghnga í miöbænum og th þess að koma upp bráða- birgðaaöstöðu við Seljaskóla fyrir félagslíf barna og unglinga í þvi hverfi. Krakkamir í þessu fiölmennasta skólahverfi borgarinnar hafa mátt búa við vægast sagt ófullkomnar aðstæður fyrir félagslíf í mörg ár. Það er ástæðulaust að bíða enn eft- ir því að nemendafækkun leyfi notkun félagsálmu skólans fyiir ætlaö hl'utverk sitt, en nú er hún notuð fyrir almenna kennslu. Þama má koma upp einingahúsi, sem síðar nýttist annars staðar. í miöbænum vhjum við sjá sam- komustað sem unghngarnir sjálfir geta mótað. Þeir eiga að hafa mest um það að segja hvers konar starf- semi fari þar fram, og æskhegast væri að umsjón með rekstrinum væri sem mest á þeirra höndum, jafnvel að þeir tækju þátt í að inn- rétta húsnæðið sem keypt væri. Sjálfstæðismenn í borgarráði vis- uöu thlögu okkar th fiárhagsáætl- unar næsta árs, að vísu með því fororði, að hugmyndina um mið- bæjarhúsnæðiö mætti taka upp aft- ur á þessu ári. Það er því fjóst að meirihlutinn ætlar ekki að vinda sér í bráðabirgðahúsnæðið við Seljaskóla þannig að það komist í gagnið á næsta skólaári. Og ekki notaði meirihlutinn tæk- ifærið sem honum bauðst th þess að sanna afdráttarlaust að þær ríf- lega 100 milljónir, sem í fyrra vora ákveðnar í kaupin á Broadway, vora fyrst og síöast ætlaðar ungl- ingum borgarinnar. Vonandi fylgist Morgunblaðið sem og aðrir fiölmiðlar vel með afdrifum tihögu okkar, hvort sem verður síðar á árinu eða við næstu fiárhagsáætlunargerð. Kristín Á. Ólafsdóttir ,,Hve margir fylgdust með tillöguflutn- ingi minnihlutans um söluandvirði Glyms eða athugasemdum þegar Bú- seti, samtök með um 2000 reykvíska félagsmenn, fékk aðeins úthilutað lóð fyrir 25 íbúðir?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.