Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. Afmæli Eggert Jónsson Eggert Jónsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, Áif- hólsvegi 25, Kópavogi, er fertugur í dag. Eggert fæddist á Húsavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1969 og emb- ættisprófi í læknisfræði við HÍ1977. Eggert var heilsugæslulæknir á Húsavík 1978-1980 og læknir á hand- læknisdeild Landspítalans 1980- 1981. Hann nam bæklunarskurð- lækningar við Kámsjukhuset í Skövde í Svíþjóð 1981-1985 og fékk sérfræðiréttindi í bæklunarskurð- lækningum 1985. Þá var hann við læknisstörf og rannsóknir á Há- skólasjúkrahúsir.u í Lundi 1985- 1988, og varði þar doktorsritgerð 1988. Ritgerðin ber heitið „Surgery of the rheumatoid shoulder“. Eggert var læknir á bæklunar- deild Landspítalans 1988 og fram í ársbyrjun 1990 en hefur síðan þá rekið skyndimóttöku í bæklunar- skurðlækningum og almennum lækningum hjá Skurðstofum Reykjavíkur. Eggert er formaður Félags ís- lenskra bæklunarlækna frá 1989, fulltrúi íslands í SECEC, félagi evr- ópskra axlar- og olnbogaskurö- lækna, félagi í British Shoulder and Elbow Society (félag breskra axlar- og olnbogaskurðlækna) og félagi í Svensk Reumakirurgisk Forening (félag sænskra gigtarskurðlækna). Eggert kvæntist 17. apríl 1976 Petr- ínu Halldórsdóttur, f. 1. júní 1954. Foreldrar Petrínu em Halldór Vig- fússon, vélvirki í Rvík, og kona hans, Þórunn Magnúsdóttir. Börn Eggerts og Petrínu em Guðrún, f. 13. janúar 1976, og Halldór, f. 9. júní 1980. Bræður Eggerts eru Jakob, f. 9. júni 1953, tannlæknir á Patreks- firði, kvæntur Marín Jónsdóttur, og Aðalgeir, f. 9. febrúar 1956, húsa- smíðameistari á Patreksfirði, kvæntur Drífu Leifsdóttur. Foreldrar Eggerts eru Jón Ár- mann Jónsson, vélstjóri og skrif- stofumaður í Heklu hf., og kona hans, Eva Siguijónsdóttir. Jón er sonur Jóns Aðalgeirs, vélstjóra á Húsavík, Jónssonar Ármanns, steinsmiðs á Húsavík, Amasonar, b. á Fljótsbakka, bróður Tryggva, föður Ólafs, huglæknis á Akureyri. Annar bróðir Áma var Sören, lang- afi Stefáns Sörenssonar háskólarit- ara. Árni var sonur Árna, b. í Hóls- gerði, bróður Jóns, langafa Níelsar, afa Stefáns Friðbjarnarsonar blaða- manns. Ami var sonur Indriða, b. í Heiðarbót, Ámasonar, b. í Hjalthús- um, Indriðasonar, b. á Sigríðarstöð- um, Jónssonar, b. á Draflastöðum, Sigurðssonar, langafa Eiríks, lang- afa Víglundar, afa Kristinar Hall- dórsdóttur alþingismanns. Móðir Jóns Ármanns eldri var Helga Jens- dóttir Buchs, b. á Ingjaldsstöðum, Nikulássonar Buchs, b. á Bakka á Tjömesi, ættfóður Buchs-ættarinn- ar, langafa Steinþórs, fóður Stein- gríms forsætisráðherra. Móðir Jóns Ármanns ungri var Guðrún Egg- ertsdóttir, gull- og silfursmiðs á Húsavík, Kristjánssonar, frá Ytri- Neslöndum, Guðlaugssonar Páls- sonar, bróður Þórðar, ættfoður Kjamaættarinnar. Eva er dóttir Sigurjóns verslunar- manns Jónassonar, útvb. í Flatey, Jónssonar, b. á Finnastöðum á Látraströnd, bróður Péturs, föður Ásgeirs, útgerðarmanns á Siglu- firði, fóður Bryndísar, konu Sigurð- ar Sigurðssonar landlæknis, ömmu Sigurðar Bjömssonar, varafor- manns Sjálfsbjargar í Rvk. Jón var sonur Péturs, b. í Fagrabæ, Fló- ventssonar, b. á Heiði á Langanesi, Péturssonar, b. á Heiði, Þorsteins- sonar, b. á Heiði, Ingimundarsonar, bíldhöggvara og skálds í Sveinunga- vík, Jónssonar, galdramanns á Hellu á Árskógsströnd, Guðmunds- sonar. Móðir Evu var Jakobína, systir Marsilínu, móður Stefáns Jónssonar, rithöfundar og fyrrv. al- þingismanns. Jakobína var dóttir Páls, b. á Brettingsstöðum, bróður Vilhjálms, afa Thors Vilhjálmsson- ar rithöfundar. Annar bróöir Páls var Hallgrímur, langafi Herdísar, móður Hallmars Sigurðssonar leik- hússtjóra. Systir Páls var Valgerð- ur, amma Valtýs Péturssonar hst- málara. Páh var sonur Guðmundar, b. á Brettingsstöðum, Jónatansson- Eggert Jónsson. ar. Móðir Guðmundar var Karítas Pálsdóttir timburmanns Sigurðs- sonar, bróður Valgerðar, móður Þuríðar, ættmóður Reykjahlíðar- ættarinnar. Móðir Jakobínu var Sigurbjörg ísaksdóttir, b. á Auð- bjargarstöðum i Kelduhverfi, Sig- urðssonar, b. í Brekkukoti, Guð- brandssonar, b. í Sultum, Pálssonar, bróður Þórarins, afa Ólafar, langömmu Bjama Benediktssonar forsætisráðherra og Guðmundar Benediktssonar ráðuneytisstjóra. Systir Guðbrands var Ingunn, lang- amma Sveins, ættfóður Hallbjarn- arstaðaættarinnar, afa Kristjáns Fjallaskálds og langafa Jóns Sveins- sonar, Nonna. Páll Skúlason PáU Skúlason, Sólvallagötu 41, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Páll er fæddur í Bræðratungu í Biskupstungum og ólst þar upp. Hannlauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1960 og lögfræðiprófi í HÍ1969. Páll var í námi í Evrópusamvinnu í Amsterdam 1969-1970 og í félaga- rétti í Berlín 1971-1972. Hann lauk tveimur stigum í bókasafnsfræði samhhða námi í lögfræöi. Páll var fuhtrúi hjá Eyjólfi Kr. Jónssyni hrl. o.fl. 1969 og varð hdl. 1969. Hann var fuhtrúi hjá ríkisskatt- stjóra 1970-1972, bókavörður í Há- skólabókasafninu 1972-1978 og starfaði einnig við bókasafn Hæsta- réttar. Páll var framkvæmdastjóri Félags menntaskólakennara um skeið frá 1973 og stundakennari í HÍ1974-1982. Hann var fuUtrúi yfirborgarfógeta í Rvík 1979-1983 og hefur unnið sjálfstætt frá 1983. PáU var formaður íslandsdehdar Norræna sumarskólans 1972-1973 og Dansk-ísl. félagsins 1981-1989. Hann var ritstjóri við Bókasafnið 1974 og hefur verið ritstjóri Bóka- ormsins frá upphafi, 1981. Páll var útgefandi og ritstjóri Islandske folksang 1986 og höfundur Sam- eignarfélög helstu réttarreglur 1990. PáU kvæntist 29. desember 1982 Elísabetu Guttormsdóttur, f. 26. maí 1943, félagsráðgjafa, vinnur við atvinnumiðlun fatlaðra hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Foreldrar EUsabetar eru Guttormur Pálsson, skógarvörður á HaUormsstað, og kona hans, Guð- rún Pálsdóttir. Bræöur Páls eru: Sveinn, f. 6. júh 1927, b. í Bræðrat- ungu, kvæntur Sigríði Stefánsdótt- ur, og Gunnlaugur, f. 10. júní 1933, dýralæknir í Laugardælum, kvæntur Renötu Skúlason. Foreldrar Páls eru: SkúU Gunn- laugsson, b. í Bræðratungu, og kona hans, Valgerður Pálsdóttir. SkúU er sonur Gunnlaugs, b. og dbrm. á Kiðjabergi, Þorsteinsson- ar, sýslumanns á Kiðjabergi, Jóns- sonar, lögsagnara á Amóti, Jóns- sonar, bróður Valgerðar, konu Hannesar Finnssonar biskups, ætt- móður Finsensættarinnar. Móðir Gunnlaugs var Ingibjörg Gunn- laugsdóttir, dómkirkjuprests í Rvík, Oddssonar og konu hans, Þórunnar Bjömsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar, foður Kristínar, langömmu Finnboga, föður Vigdísar forseta. Móðir Skúla var Soffia Skúladóttir, prófasts á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Gísla- sonar, prófasts í Odda, Þórarins- sonar, sýslumanns á Gmnd, Jóns- sonar, ættföður Thorarensensætt- arinnar. Móðir Skúla var Ragn- heiður Vigfúsdóttir, sýslumanns á HUðarenda í Fljótshhð, Þórarins- sonar, bróður Gísla. Móðir Ragn- heiðar var Steinunn Bjarnadóttir landlæknis Pálssonar og konu hans, Rannveigar Skúladóttur, landfógeta Magnússonar. Valgerður var dóttir Páls, b. í Tungu í Loðmundarfirði, Þor- steinssonar, b. í VíöivaUagerði, Jónssonar, b. í Víðivallagerði, Páls- sonar, b. á VíðivöUum, Þorsteins- sonar, bróður Þorsteins, afa ísaks Jónssonar skólastjóra. Móðir Val- Páll Skúlason. gerðar var EUnborg Stefánsdóttir, b. á Barkarstöðum í Miðfirði, bróð- ur Guðrúnar, ömmu Sveins Bjömssonar forseta. Stefán var sonur Jóns, prófasts á Steinnesi, Péturssonar, og konu hans, EUsa- betar Bjömsdóttur, systur Þórunn- ar. Andlát Svanfríður Sveinsdóttir Svanfríður Sveinsdóttir, Austur- brún 6, Reykjavík, lést 22. júlí og verður útför hennar gerð í dag frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Svanfríður var fædd 24. desember 1898 á Þing- eyri í Dýrafirði og ólst þar upp. Hún fór til Reykjavíkur í vist til Olafs Johnsons, annars eiganda verslun- arinnar O. Johnson og Kaaber 1914 og lauk námi í Kvennaskólanum 1920. Svanfríðurvar skrifstofumað- ur hjá O. Johnson og Kaaber 1920- 1930 og var bókhaldari í banka í Brooklyn í New York 1939-1944. Hún vann ýmis skrrifstofustörf í Rvík 1944-1949 og vanní aðalbók- haldinu hjá Flugfélagi íslands 1949- 1975. Svanfríður var um tíma sú eina hér á landi sem kunni vélabók- hald og var sæmd gullmerki Flugfé- lags íslands fyrir langan starfsaldur hjáfélaginu. Systkini Svanfríðar em: Fanný, f. 11. mars 1900, d. 23. desember 1943, skrifstofumaður í Rvík; Þómnn Elísabet, f. 20. sept- ember 1901, d. í ágúst 1983, leik- kona, gift Jakobi Einarssyni, bólstr- arameistara í Rvík, f. 25.7.1894, d. 4.6.1979; Lára, f. 22. maí 1903, d. 1946, fyrr gjft Vilhjámi Hannessyni, véla- manni á Álafossi, seinni maöur hennar var Jóhann Stefánsson, verslunarmaður á Akureyri; Sig- urður, f. 27. nóvember 1904, d. í nóv- ember 1926; Petra, f. 6. október 1908, gift August Hákanson, d. 27. maí 1988, kennara og málarameistara í Rvík; Bergur, f. 5. október 1910, lát- inn, vélsmiður á Akureyri, kvæntur Sigurlaugu Guðjónsdóttur; Pála, f. 30. ágúst 1912, gift Sigurði Bjöms- syni, d. 26. mars 1967, bifreiðastjóra á Sauðárkróki, og Björg, f. 13. júní 1916, fyrri maður hennar var Sigur- björn Hansson, d. 5. desember 1960, sjómaður í Rvík, seinni maður hennar er Halldór Guðmundsson, húsasmíðameistari í Rvík Foreldrar Svanfriöar vom Sveinn Bergsson, verkamanns á Þingeyri, Akureyri og í Reykjavík, og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir. Sveinn var sonur Páls, sjómanns í Páls- húsum og Bergskoti í Reykjavík, Magnússonar, b. og hreppstjóra á Lambastöðum á Seltjamamesi, Magnússonar, b. í Miðdal í Mosfells- sveit, Pálssonar, b. í Miðdal, Gísla- sonar, b. og hreppstjóra í Miðdal, Daðasonar, b. á Stóravöllum, Jóns- sonar, prests í Steinsholti, Gunn- laugssonar. Móðir Bergs var Helga Bergsdótt- ir, b. á Varmá í Mosfellssveit, Jóns- sonar, b. á Leiðólfsstöðum, Ingi- mundarsonar, b. í Hólum, Bergsson- ar, b. og hreppstjóra í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættfóður Bergsætt- arinnar. Móðir Sveins Bergssonar var Þómnn Elísabet Sveinsdóttir, b. á Efri-Mýmm í Refasveit, Jóns- sonar og Ingibjargar Skúladóttur, Svanfríður Sveinsdóttir systur Sveins, langafa Helga Þor- lákssonar sagnfræðings. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. í Skálmardal í Múlasveit, Jónssonar, b. á Litlanesi í Múlasveit, Einars- sonar, b. á Litlanesi, Þorleifssonar, b. í Selskeijum, Einarssonar. Móðir Ingibjargar var Björg Guð- mundsdóttir, b. á Kleifarstöðum í Gufudalssveit, Böðvarssonar og konu hans, Guðrúnar Einarsdóttur, b. í Skálmardal, Gíslasonar. Móðir Einars var Guðrún, systir Ara, lang- afa Bjöms Jónssonar ráðherra, fóð- ur Sveins forseta. Guðrún var dóttir Magnúsar, b. á Eyri í Kollafirði, Pálssonar, ættfóður Eyrarættarinn- aríKollafirði. Til hamingju með afmælið 30. júlí 90 ára Sigríður Jónsdóttir, Melbreið, Fljótahreppi. Guðrún Auðunsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Helga Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Guðmundur Jónsson, Kjaransstöðum, Biskupstungna- hreppi. Faxabraut 1, Keflavik. Hún tekur á móti gestum á heimlli dóttur sinnar að Heiöarbraut 1E, Keflavík, á afmælisdaginn eftir klukkan 18.00. Guðrún Sigríður Björnsdóttir, Gmndarlandi4, Reykjavík. Þórhallur Einarsson, Helgamagrastræti 36, Akureyri. 50 ára ara Jóhann Vaidimarsson, Hrafnistu viö Kleppsveg, Reykja- vik. Jónatan Einarsson, Tunguvegi 7, Njarövíkum. Þorvaldur Guðmundsson, Guðrúnarstööum, Áshreppi. Hann verður að heiman á afmælis- daginn. 40ára Marsilía Sigríður Jónsdóttir, Hólavegi 63, Siglufirði. Sigurbjörg Snjólfsdóttir, Bjarni Rúnar Þórðarson, Þrastahlíð, Breiðdalshreppi. Arahólum 2, Reykjavik. Kristjana Benediktsdóttir, Kristjana G. Friðriksdóttir, Höfðavegi 7B, Húsavík. Garðarsbraut 79, Húsavik. Kurólínu Jónsdóttír, Guðrún Markúsdóttir, Víkurbraut 6, Grindavik. Hlíðarási 9, Mosfellsbæ. _________________________________ Helga G. Sigvaldadóttir, -»n Ara Ási, Leirár- og Melahreppi. qrq________________- Freydís Jónsdóttir, Kmmmahólum 8, Reykjavík. Guðrún Sigmundsdóttir, Engjaseli 29, Reykjavík. T~“ Þórunn Engilbertsdóttir, 60 á ra Suðurengi 29, Selfossi. ................................. Dóróthea Emilsdóttir, Ragnar Sigfússon, Norðurvör 11, Grindavík. Alfheimum 50, Reykiavik. Hrafhhildur Einarsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Grænukinn 23, Hafnarfirði. Noröurvangi 46, Hafnarfiröi. Hólmþór R. Morgan, Guðrún Emilsdóttir, Lækjarhvammi 15, Hafnarfirði. Guðmunda Gunnarsdóttir Hrisholti21,Selfossí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.