Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 30. JtJLÍ 1990. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Kvikmyndir ■ Húsgögn Vönduð þýsk leðursófasett, 3+1 + 1. Verð frá 148.500 stgr. Úrval af borð- stofusettum. Leðurklœddir borðstofu- stólar, borðstofuborð úr viði, einnig úr stáli og gleri, stækkanleg, margar gerðir af sófaborðum. Erum að fá margar nýjar gerðir af vönduðum þýskum leðursófasettum. GP húsgögn, Helluhrauni 10, Hafnarfirði, s. 651234. Opið kl. 10 -18 og laugardaga 10-16. Veggsamstæður úr mahóni og beyki. Verð kr. 49.500 samstæðan. 3K húsgögn og innréttingar við Hall- armúla, næst fyrir ofan Pennann, sími 91-686900. Nýkomið! Sjónvarpsskápar - bókahill- ur! Pantanir óskast sóttar. Margar stærðir og gerðir. Hvítt, svart, fura, eik og mahóní. Kreditkortaþjónusta. Nýborg, húsgagnaverslun, Skútuvogi 4, s. 82470. Garðhúsgögn! Ensku húsgögnin sívin- sælu fyrirliggjandi. Þau eru smíðuð úr hvítlökkuðu áli sem ryðgar ekki og hentar því mjög vel íslenskum að- stæðum. Verið velkomin. Nýja Bólst- urgerðin, Garðshomi við Fossvogs- kirkjugarð. S. 16541. MöppuHillur — Bókahillur fyrir skrifstofur og heimlll. liik. teak. heyki. mahognl, fura og hvitar me/i beykiköntum. 3K húsgögn og innréttingar við Hallar- múla, sími 91-686900. ■ Sumarbústaöir Sumarbústaður til sölu. Ca 40 m2 vand- aður sumarbústaður í Hraunborgum, Grímsnesi, til sölu. Uppl. í síma 92-14829 eftir kl. 17. Seljum norsk hellsárshús, stærðir 24-102 fin. Verð frá kr. 1.280.000. Sýn- ingarhús, myndir og teikningar fyrir- liggjandi. Húsin em samþykkt af Rannsóknast. byggingariðn. R.C. & Co hf., s. 91-670470 og fax 91-670474. Til sölu i Stekkjarlundi við Þingvallavatn í landi Miðfells. Bústaðurinn er snyrtilegur og vel umgenginn, bústað- urinn stendur á eignarlóð sem er skipulögð fyrir 2 bústaði. Nánari uppl. í síma 652105 og 50796. BQar til sölu Elnn með öllu. AMC Honco J-10 pickup. Laredotýpa, sjálfskiptur, vökvastýri, 360 vél, 4ra hólfa blönd- ungur, flækjur, heitur ás, Crane undirlyftur, 205 millikassi, Dana 44 að framan, AMC að aftan, drifhlutfall 5:13, no spin í báðum, 4 130 W kast- arar, 108 ampera alternator, einnig lagt fyrir fleiri aukaljósum, 40 rása CB talstöð, loftdæla, rafm. í rúðum, centrallæsingar, cmisecontrol, 40" mudderar. Uppl. í síma 82120 frá kl. 9-15, 670333 kl. 16-19 og s. 675450 e.kl. 20. Toyota Corolla XL '88, sjálfsk., ekin 36 þús., 5 dyra, dökkgræn, útv./segulb., 2 sett dekk, fallegur bíll, staðgr. verð 620 þús. Úppl. í síma 91-657435 eftir kl. 17. siaiar? Til sölu Chevrolet pickup ’84, custom De Luxe, 4x4, 6.2 1 dísil, 4ra gíra, ek- inn 70 þús. mílur. Verð 1.080.000. Uppl. hjá Bílasölunni Blik, s. 686477. Fallegur og mjög vel með farinn BMW 518, árg. 1987, ekinn 50 þús. Verð 930 þús. Góður staðgreiðsluaf- sláttur. Uppl. í síma 91-681893. Ford pickup disil XLT, árg. 1984, Extra Cab, sjálfskiptur, ekinn 85 þús. mílur, er á tvöföldu á aftan, sérstaklega stöð- ugur fyrir fellihýsi. Uppl. í síma 46599 og 985-28380. Ford Escort XR3I ’86 til sölu, ekinn 67 þús. km, svartur. Á sama stað er ósk- ast sæti aftan á reiðhjól. Uppl. í síma 91-43776. Einstakt tækifæri. Þetta hús er til sölu. í því er svefnpláss fyrir 4 fullorðna og 2 böm, ísskápur, gaseldavél með 4 hellum og ofni, rennandi heitt og kalt vatn, tvöfaldur eldhúsvaskur, sturta, wc, handlaug, kynding með thermo- stati, gott skápapláss, allt í topp- standi, nýyfirfarið. S. 82120 frá kl. 9-15,670333 kl. 16-19,675450 e.kl. 20. Til sölu bifreiðin P 1150 sem er Volvo F 10, skráður ’84, góður bíll, einn eig- andi, selst helst án palls, þó ekki skil- yrði. Uppl. gefur Stefán í símum 93-81268 og 985-23926. Peugeot, árg. '82, til sölu, kom á göt- una '83, ekinn 215 þús. km, nýskoðað- ur, í góðu lagi, er með dráttarkúlu og kílómetramæli. Selst á góðu verði ef um útborgun er að ræða. Til sýnis og sölu á bílasölunni Jötni, Höfðabakka 9, sími 674300, og í hs. 35789 e.kl. 19. Góður fyrir helgina. Til sölu Chevrolet van, árg. ’76, 8 cyl. 350, 9 rnanna, inn- réttaður, gott svefnpláss, upphækkað- ur, nýskoðaður, nýtt lakk. Tilboð ósk- ast. Úppl. í síma 91-642402 e.kl. 19.30. Alec Baldwin leikur sjarmerandi en stórhættulegan glæpamann í Miami Blues. Háskólabíó - Miami Blues ★★★ Framtakssamur þorpari Miami Blues er einkar vel heppnuð kvikmynd sem gæti flokkast sem mjög svört kómedía. Aðalpersónumar eru þrjár, hættulegur glæpamaður sem nýsloppinn er úr fangelsi og reynir á einni viku að bæta upp glötuð ár við iðju sína. Hann kynnist strax á fyrsta degi mellunni Susan Waggon- er sem hefur rómantíska sál undir harðri skel. Þriðja persónan er lög- reglumaðurinn Hope Moseley sem tekur út úr sér fölsku tennurnar í tíma og ótíma en getur séð á augabragði hvort viðmælandi hans hefur setið í steininum. Saman mynda þessar persónur eitthvert ferskasta tríó sem lengi hefur sést á hvíta tjaldinu. Alec Baldwin leikur tugthúsliminn Junior Franger eða Gotheb eins og Susan þekkir hann. Hann er sjarmerandi og á auðvelt með að ná tangar- haldi á Susan en um leið er hann stórhættulegur og tilfinningalaus. Juni- or getur þess vegna drepið mann án þess að depla auga á milh þess sem hann sýpur á sinn sérstaka hátt á bjórflösku. Hann byrjar afkastamikinn afbrotaferil með því að drepa mann aðeins með því að fingurbrjóta hann. Lögreglumaöurinn Hope Moseley fær það verk að leita morðingjann uppi og er fljótur að sjá að Junior er hans maður. En Junior verður fyrri til og lemur Moseley í klessu, stelur lög- reglumerkinu og byssunni hans ásamt fölsku tönnunum og gerist nú stór- tækur glæpamaður með lögreglumerkið á lofti. Moseley nær sér um síðir og um leið og hann er laus af sjúkrahúsinu hefur hann leit að Junior, ekki vegna þess að Junior lamdi hann heldur vegna þess að það fer í taugarnar á honum að einhver noti nafn hans sér til framdráttar. Alec Baldwin fer á kostum í hlutverki Juniors. Myndarlegur og alltaf með bros á vör ryður hann sér leið. Ef einhver er fyrir honum er sá hinn sami dauöans matur. Samt er mjög auðvelt að^láta sér líka vel við Junior. í öllum skuggalegum aðgerðum hans leynist húmor sem gerir það að verkum að erfitt er að taka hann alvarlega. En í lokaráninu kemur tilfinn- ingaleysi hans gagnvart öðrum berlega í ljós og þá er ekki erfitt að sætta sig við endalok hans. Fred Ward og Jennifer Jason Leight eru einnig frábær í sínum hlutverk- um og er samleikur þessara þriggja leikara með miklum ágætum. Ward er skuggalegri útlits en glæpamaðurinn og allar hans gerðir bera vott um subbuskap en réttlætiskennd hans er sterk. Jennifer Jason Leight er einfeldnin uppmáluð og þegar hún gerir sér grein fyrir því hvern mann sambýlismaður hennar hefur að geyma getur hún ekki komið upp um hann vegna þess, eins og hún segir sjálf í lok myndarinnar: „Hann hældi ávallt ölium mat sem ég gerði handa honum." Leikstjóri er George Armitage sem hefur verið viðloðandi kvikmyndir í tæp þrjátíu ár. Hann fékk sitt uppeldi hjá Rogej- Corman, eins og svo margir aðrir snjallir leikstjórar, en hefur að mestu setið við skriftir. Arm- itage leikstýrði síðast kvikmynd árið 1979. Gott handrit hans að Miami Blues og styrk leikstjóm ætti að gera það að verkum að styttri bið verð- ur eftir nýrri kvikmynd frá honum. MIAMI BLUES. Handrit og leikstjórn: George Armitage. Framleiöendur: Jonathan Demme og Gary Goetzman. Aöalhlutverk: Fred Ward, Alec Baldwin og Jennifer Jason Leight. Hilmar Karlsson Ford E 350 ’87 disil extra langur, getur verið 12-15 manna bíll, sæti og gluggar geta fylgt með. Bíll í topplagi og lítur vel út, tilvalinn í skóla- keyrslu. Uppl. í síma 91-4ÍÍ477. Til sölu MMC Pajero ’84, allur nýyfir- farinn, bíll í toppstandi. Uppl. í hs. 91-678385 eftir kl. 19. Til sölu BMW 316, árg. '88, ekinn aðeins 19 þús. km, 5 gíra, litað gler, stereo. Verð 1060.000.- Uppl. hjá Bílasölunni Blik. S: 686477. Chevrolet C20 pickup ’89 til sölu, kom á götuna í mars ’90, skipi á ódýrari. Uppl. í síma 91-667333. Ford Econoline 250 disil 6,9, árg. '84. Ford Econoline 250 Club Wagon 6,9 dísil, árg. ’84, með gluggum og sætum ásamt upphækkuðúm toppi, svo og ýmsir aukahlutir, tvílitur, sannkall- aður glæsivagn. Til sýnis og sölu hjá Bílasölu Matthíasar v/Miklatorg, s. 24540 og 19079, þar sem Econoline-við- skiptin fara fram og gróskan er. Pontiac 6000, árg. '85, ekinn 50.000 km, til sölu. Glæsivagn, vel með farinn, innfluttur, einn með öllu, hvítur, verð kr. 850.000 kr. 700.000 stgr. Uppl. í sima 91-51545. bein innspýting, sjálfskiptur, centrall. rafin. í rúðum, sóílúga, skipti á ódýr- ari. Uppl. í síma 652210. ■ Líkamsrækt Odýrir tímar í allt sumar, squash-rac- ketball. Opið í sumar: mánudaga 12-21, þrið/mið/fim. 16-21, fös. 12-21 og laugar/sunnud. 10-14. Prófaðu bestu aðstöðuna í bænum. Squash- klúbburinn, Stórhöfða 17, sími 674333.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.