Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. Menning DV Bach í Skálholti Fimmtán ára afmælishátíö sumartónleika í Skál- holtskirkju var fram haldiö um helgina. Á laugardag voru tvennir tónleikar. Fyrst flutti Bach-sveitin í Skál- holti söngverk eftir Jóhann Sebastian Bach og ýmsa ættingja hans en síðar um daginn voru fluttir þrír sembalkonsertar eftir Jóhann Sebastian. Voru þar enn á ferðinni hljóöfæraleikarar úr Bach-sveitinni. Stjórn- andi í söngverkunum var Hilmar Öm Agnarsson en Helga Ingólfsdóttir haföi forystu í sembalkonsertun- um. Kantatan Es wartet alles auf dich eftir Jóhann Se- bastian var meðal söngverkanna sem flutt voru. Hin söngverkin voru eftir eldri frændur hans og mátti vel heyra aö þeir hafa alhr veriö menn fyrir sinn hatt enda þótt þeir folni örlítiö viö hliðina á risanum Jó- hanni Sebastian. Þaö gera líka flestir aörir menn. Verk þeirra Bach-frænda era vandaðar tónsmíðar og yfir þeim hvíldi í flutningi Bach-sveitarinnar í Skál- holti göfug alvara. Verk Jóhanns Christoph Bach, Lie- ber Herr Gott, wecke uns auf, virtist hugmyndaríkast aö kantötunni fráskihnni. Flutningur á þessum verkum var yflrleitt ágætur. Raddir söngsveitarinnar hljómuöu hreint og fallega og einsöngvaramir í kantötunni komust mjög vel frá sínu, einkum Sverrir Guðjónsson, sem söng alt-ariu, og Marta Halldórsdóttir, sem söng sópran-rezitatív, aldeihs sérlega fallega. Er ástæöa th aö fylgjast með þessu fólki í framtíðinni. Því miöur sphltist flutningur kantötunnar nokkuð af hljóöfæraleiknum sem var oft óþægilega óhreinn og átti það bæði viö um blásara og strengi. Þá vantaöi stundum upp á snerpu og ná- kvæmni í hljóðfalh í flutningi verka þessara. Aö þessu frátöldu var frammistaða Bach-sveitarinnar og stjórn- andans Hhmars Arnar hin ágætasta. Þaö sem á vantaði í hljóðfalli og hrynjandi á fyrri tónleikunum fengu gestir í Skálholti bætt upp tífalt á þeim síðari, þegar tekiö var til við sembalkonserta Bachs. Semball er hljóöfæri sem viö fyrstu heyrn virð- ist ekki th stórræðanna sé hann borinn saman við sum nýrri hljómboröshljóðfæri. Tónninn er frekar veikur Tónlist Finnur Torfi Stefánsson og viröist ekki bjóöa upp á mikil blæbrigði. En eins og jafnan er það ekki árin heldur hver á henni heldur sem úrslitum ræður. Og þegar semball er kominn undir finguma á hstakonu eins og Helgu Ingólfsdóttur kemur á daginn aö þetta forna hljóðfæri er kjöriö tæki til aö kanna það svið tónhstarinnar sem dular- fyhst er og erfiðast aö koma á taki skynsamlegs vits. Þaö svið er auðvitað tíminn eins og hann birtist í tón- listinni í formi hljóðfalls og hrynjandi. í þessu ríki er Helga Ingólfsdóttir í senn kóngur og drottning og það sem sembalhnn kann að skorta í hljómsins styrk veit- ir hún í blæbrigðum tímans. Tónleikarnir hófust á konsert fyrir tvo sembala og var flutningurinn tíðindalítih framan af. Lokaþáttur þess konserts er fúga og lék Helga ein til að byrja með. Var þá eins og tónlistin tækist á loft og hélst það flug linnuhtið tónleikana á enda. Tilfmning Helgu fyr- ir hrynjandi og mótun hendinga byggir á næmi fyrir því fíngerða. En hún er einnig þrungin agaðri orku og er það ekki ósvipað því sem sjá má í stríðöldum gæðingi sem riddarinn heldur aftur af með taumhaldi eins flngurs. Þessi kraftur smitaði hina semballeikar- ana og hljómsveitarfólkið og greip að lokum áheyrend- ur aha. Stemmningin náði hámarki í síðasta verkinu, konsert fyrir fjóra sembala. Við það tækifæri var engu líkara en Skálholtskirkja sjálf væri einnig komin á loft og allur söfnuðurinn með. Sem betur fer reyndist það skynvilla. Það var hins vegar ekki skynvilla aö hljómsveitin, sem þarna lék ekki aðeins hreint og fag- urlega heldur af innblásinni list, virtist sú sama sem fyrr um daginn hafði sphað falskt í söngverkunum. Svona getur lifandi tónlist verið. Jardarfarir Valgerður Þorleifsdóttir, Skugga- hlíð, Norðflrði, lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu Neskaupstað 22. júlí. Minningarathöfn um hjónin Guð- björn Guðbergsson, f. 19.3. 1923, d. 3.6. 1990, og Juttu Devulder Guð- bergsson, f. 26.7 1931, d. 19.7.1971, fer fram frá Hafnaríjarðarkirkju mánu- daginn 30. júlí kl. 13.30. Helga S. Ásmundsdóttir, Grettisgötu 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 31. júlí kl. 13.30. Útför Þorsteins Þorsteinssonar fer fram frá Langholtskirkju miðviku- daginn 1. ágúst kl. 13.30. Útför Guðmundar Helgasonar, Reynimel 72, fer fram frá Háteigs- kirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 13.30. Guðbjörg Eyjólfsdóttir; Hraunbæ 50, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 15. Útför Halldóru Backmann Jónsdótt- ur, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Tómasarhaga 42, Reykjavík, fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogi í dag, 30. júlí, kl. 15. Einar Brynjólfsson vélstjóri, Teiga- gerði 4, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 15. Tónleikar Tónleikar í Lista- safni Sigurjóns Á næstu þriöjudagstónleikum í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar, þann 31. júlí kl. 20.30, kemur fram þýskur píanóleik- ari, Stephan Kaller að nafni. Hann flytur þá Waldsteinsónötuna eftir Beethoven ásamt fimm verkum eftir Chopin. Step- han Keller hefur um árabil starfað með Margréti Bóasdóttur sópransöngkonu og hafa þau haldið fjölda ljóðatónleika í Þýskalandi. Nýlega héldu þessar þijár stúlkur, sem heita Dagný Valgeirsdóttir, Björg Val- geirsdóttir og Sigrún Ámadóttir, tom- bólu til styrktar Rauða krossi íslands. Alls söfnuðu þær 1.850 krónum. Tilkyimingar Opið hús í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina Opið hús verður í Vatnaskógi um versl- unarmannahelgina. Byijað verður að hleypa inn á svæðið kl. 19 fóstudags- kvöldið 3. ágúst. Laugardags- og mánu- dagsmorgun verða bibliulestrar og guðs- þjónusta á sunnudagsmorgun. Bama- stundir verða á sama tíma. Kvöldvökur verða fostudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Önnur dagskrá byggist á því sem staðhættir leyfa. Leikjum, íþróttum, gönguferðum, bátsferðum og fl. Á sunnu- dag eftir hádegi verður keppt í ökuleikni á bifreiöum og reiðhjólum á vegum BFÖ. Matur er seldur í matskála á matmáls- tímum. Einnig er sjoppa á staðnum. Að- eins má tjalda á auglýstum tjaldstæðum en einnig er hægt að fá gistingu í svefn- skálum staðarins. Þarf þá að panta hana á aðalskrifstofunni, s. 678899. Sætaferð verður frá BSÍ fóstud. 3. ágúst kl. 18.30 og áætlunarbifreið á leið frá Borgamesi til Reykjavíkur kemur við í Vatnaskógi mánud. 6. ágúst kl. 13.30. Aðgangur á svæðið er ókeypis, aðeins þarf að greiða fyrir tjaldstæði. Sýnum Kjarval Minningu og myndlist Kjarvals er best þjónað með því að sýna verk hans sem allra oftast og við bestu skilyrði. Hér þykir einhverjum eflaust eins og verið sé að ítreka sjálfsagða hluti. En staðreyndin er því miður sú að verk Kjarvals era aht of sjaldan til sýnis, ekki í Listasafni íslands né þeirri stofnun sem þó ber nafn hans. Sýningar á myndlist Kjarvals hafa aukinheldur fengið á sig staðlað svipmót sem brýnt er að bijóta upp, í þágu aukins skilnings á þeim fjölbreytilegu viðhorfum sem í henni spegl- ast. Til dæmis hefur aldrei verið haldin sýning til fuhnægjandi skhgrein- ingar á hinum svokölluðu „afstrakt" verkum hans, né heldur á bátamynd- um hans einum og sér. Þjóðsagnamyndir Kjarvals hafa ekki verið sýndar með öðram shkum myndum íslenskra listamanna o.s.frv., þess í stað er sífeht verið að „stilla saman“ óskyldum myndum úr ýmsum áttum. Burt með goðsögnina Umfram allt þarf að beina sjónum áhorfenda, ungra sem gamalla, jafnt íslendinga sem útlendinga, að myndunum sjálfum, ekki goðsögninni um Kjarval og skrítnum uppátækjum hans. Enn er þessi goðsögn notuð til að kynna listamanninn fyrir útlendingum og íslenskum börnuip. Og nú Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson era uppi áform um að grafa fyrir nútímalegri dys yfir Kjarval í næsta nágrenni Kjarvalsstaða, og fylla hana með minnum úr goðsögninni, hatt- inum listamannsins, þorskhausum úr vinnustofunni, hraunmolum frá Þingvöllum og öðrum helgum dómum, sem fólk veröur að bukka sig fyr- ir áður en það fær aö berja augum verkin „meistarans“ í innsta helgi- dómi. Thefni þessa formála er einmitt árleg sumarsýning á verkum Kjarvals í austursal Kjarvalsstaöa. Frá upphafi hafa þessar sumarsýningar fyrst og fremst verið notaðar til að kynna verk listamannsins fyrir útlendum ferðamönnum, sem út af fyrir sig er engin vanþörf á. Hafa þá myndir úr safni Reykjavíkurborgar verið notaðar, ásamt með vel völdum mynd- um í eigu annarra aðila til að fylla upp í eyður. Sumarsýningin í ár nefnist „Land og fólk“ og eru öll verkin á henni í eigu Reykjavíkurborgar. Er mér ekki fullkomlega ljóst hvert markmið hennar á aö vera. Th hennar hafa mestmegnis valist myndir af fólki eða „fígúrum", og era margar þeirra meðal sérkennilegustu, ef ekki sérvisku- legustu, verka Kjarvals. Vissulega höfða þær th þeirra sem grandskoðað hafa verk hstamannsins, en þær era sannast sagna mjög óaðgengilegar fyrir ókunna. í þau þijú skipti, sem ég var á vappi á sýningunni, voru þar útlendingar sem greinhega vissu ekki hvaðan á þá stóð veðriö. „Eru þetta grínmyndir?“ spurðu vísiterandi Norðmenn og bentu á nokkrar ýktar vangamyndir og afbakaðar fígúrar. Aðrir komu augsýnhega til að skoða stórbrotnar landslagsmyndir Kjarvals sem oft er minnst á í kynn- ingarbæklingum um ísland og íslendinga, en gripu í tómt. Engar skýringar Enga skýringu, hvorki á myndavah né viðfangsefnum hstamannsins, er að flnna í fjölritaðri sýningarskrá, thvitnanir í Kjarval, sem fylgja fall- egum ljósmyndum af honum á austurgangi, era allar á íslensku. Sýningarstaður, sem ber nafn Kjarvals, hlýtur að sjá sóma sinn í að vanda álíka mikið th sýninga á verkum hans og annarra sýninga sem hann stendur fyrir. Andlát Jón H. Hraundal múrari, Álakvísl 122, Reykjavík, lést á heimili sínu 26. júlí. Sprenging á heimili bresks þingmanns Sprenging varð á heimili þing- manns breska íhaldsflokksins Ians Gow í morgun og að sögn lögreglu slösuðust nokkrir. Gow er fyrrum ráðgjafi Margaret Thatcher forsætisráðherra og styður hann stefnu stjórnarinnar til mál- efna Norður-írlands. Fyrir rúmri viku sprakk sprengja í kauphöllinni í London og lýsti írski lýðveldisherinn ábyrgð á sprengju- tilræðinu á hendur sér. Reuter Eigendaskipti á Snyrti- stofunni Snót Fyrir skömmu tók Sæunn Halldórsdóttir, fótaaðgerða- og snyrtifræðingur, við rekstri Snyrtistofunnar Snótar á Þing- hólsbraut 19 í Kópavogi. Sæunn hefur unnið við þessar greinar 1 14 ár og sér- hæft sig við notkun franskra snyrtivara frá Sothys. Sothys býður nú meðal ann- ars nýjar húðmeðferðir eða kúra, svo sem súrefnismeðferð sem hefur vakið sér- staka athygli. Snót hefur verið rekin í Kópavogi í 10 ár og leggur sem fyrr áherslu á fjölbreytta og persónulega þjónustu. Eins og áður býður stofan elstu kynslóðinni mjög sérstök kjör vegna fótsnyrtingar. Þá tekur stofan einnig að sér snyrtingu og förðun af sérstökum til- efnum. Fjökrúðlar Perian úr loftbelg Mogginn birti vikugamla mynd af Perlunni á forsíðu i gær. Senní- lega var þetta í tíunda skiptið á ár- inu sem Öskjuhlíðarbyggingin fer þar á útsíður. Perlan heitir líka Perlan því nafníð birtist fyrst á prenti i Mogganum - í myndatexta við útsiðumynd, í lit. Morgunblaðs- menn hafa verið orðnir uppis- kroppa með hugmyndir að því með hvaða sjónarhomi ætti næst að beita myndavélalinsunni að stoltí Sjálfstæðisflokksins svo lesendur gætu barið Perluna augum yfir sunnudagsmorgunkaífinu. Það var aldrei að vita nema Reykvíkingar heíðu verið búnir að gleyma hvern- ig Perlan lítur út. Að vísu þurfa borgarbúar bara að bregða sér út sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Um síðustu helgi vildi svo vel til aö loftbelgur var sendur upp th að svífa yfir höfuðborginni. Var því kærkoraið tækifæri gripið og Moggaljósmyndari sendur með til að mynda dýröina frá nýju sjónar- horni. Þegar öllu er á botninn hvolft á Mogginn eiginlega hrós skiliö fyr- ir að birta alltaf nýtt sjónarhorn af byggingunni því hún er ekki lengur til sýnis fyrir almenning-það er sýnis rétt fyrir kosningar - en bara rétt fyrir kosningar, ekki lengur, Og verður hklega ekki fyrr en allt er tílbúið innandyra. Mogginn birti einnig forsíðumynd af Perlunni á kosningadaginn og meira að segja af Davíð líka þegar hann minnti okkur á að kjósa, ef við skyidum hafa gieymt því. Að vísusagðihann eklcert um Perluna. En við víssum alveg að Da ví ö var búinn að kaupa ölið svo það var allt í lagi að hann minnti kjósendur ekki líka á það í sjálfu ávarpinu. Nú bíð ég spenntur eftír að sjá frá hvaða sjónarhorni næsta útsíðumynd af Perlunni verð- uríMogganum-ílit. Óttar Sveinsson með ruslið til að sjá Perluna - en að segja að innanveröu. Hún var til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.