Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. 39 ► Veiðivon =^1 ' j Feðgarnir Guðjón G. Ögmundsson og Ögmundur Guðmundsson með tíu bleikjur úr Gufudalsá á laugardaginn á bökkum árinnar. 130 bleikjur höfðu veiðst í gærdag. DV-mynd G. Bender Gufudalsá í Gufudal: 130 bleikjur hafa veiðst og 70 veidd- ust um helgina „Veiðin í netið hjá okkur verið góð og flestar eru bleikjurnar kringum eitt og hálft pund,“ sagði Einar Haf- hðason, Fremri-Gufudal, um helgina en hann má leggja í Gufudalsvatnið þrisvar í viku. Silungsveiðin hefur verið góð síðustu daga í Gufudalnum á stöngina líka og hollið sem hætti á hádegi í gær veiddi 70 bleikjur. Stærstu bleikjurnar sem hafa veiðst eru kringum 3 pund en þær eru miklu stærri á nokkrum stöðum í ánni. Þetta er á veiðistööum eins og Efri-Fossi og Neðri-Fossi en í Neðri- Fossi eru líka um 50 bleikjur í öllum stærðum. Þeir staðir sem gefið hafa flesta fiska eru Langisjór, Neðri- Foss, Ármót, Ósinn og Gufudalsvat- nið. Hægt er að fá bát lánaðan til að renna fyrir fisk í vatninu og þá getur skipt sköpum að hafa góðan róðar- mann. Eitthvað er af fiski í vatninu. Maðkurinn hefur gefið best en flug- an sækir á, eins og Killer, Krafla, Peter Ross, og Óli Skúla svo að ein- hverjar séu nefndar. Bleikjan heldur sig í torfum og er mest fyrir ofan vatn, töluvert var af bleikju að koma á hverju flóði. Eng- inn lax hefur ennþá veiðst en þeir sáust, t.d. í Laxahyl, þrír 6 til 10 punda laxar. Fiskurinn virðist stoppa lítið í neðri hluta árinnar og er það miöur því fallegir flugustaðir eru þar rétt neðan vatns. Það er vel þess virði að eyða dögum við veiðar í Gufudal, þú færð í soðið og flestir fá eitthvað. Bleikjurnar eru vænar ennþá en sú smáa er farin að láta sjá sig. -G. Bender Laxá á Ásum með 370 laxa „Veiðinhjá okkur var sæmileg, við fengum 28 laxa, ég og Aðalsteinn Pétursson," sagði Þórarinn Sigþórs- son en hann var að koma úr Laxá á Ásum. „Það hafa veiöst um 370 laxar úr ánni. Stærsti laxinn okkar var 13 punda en flestir voru þeir 6 og 7 pund. Margir laxanna sem við fengum voru lúsugir," sagði Þórarinn í lokin. „Laxarnir eru orðnir 93 á land og bleikjurnar um 250,“ sagði tíðinda- maður okkar á bökkum Hvolsár og Staðarhólsár í Dölum í gærdag. „Hoflið sem er við veiðar núna hefur veitt vel og þeir stefna að 40 löxum. Það eru komnir 200 laxar upp í árn- ar,“ sagði Dalavinurinn ennfremur. -G. Bender Steingrímur og Valur við veiðar í Laxá í Aðaldal - bankastjórinn hafði fengið 12 punda lax í gær „Þeir voru að byrja á hádegi í dag og Valur halði náð í einn 12 punda en Steingrímur hafði ekki fengið neinn lax,“ sagði okkar tíðindamað- ur í Laxá í Aðaldal í gærkveldi. Hinn árlegi veiöitúr þeirra Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Vals Arnþórssonar hófst í gær. í fyrra veiddi Steigrímur stærsta lax- inn í Aðaldalnum, 19 punda fisk. Spumingin er hvað stærsti fiskurinn hjá Steingrími verður stór núna. Hollið á undan þeim félögum veiddi 40 laxa en áin hafði gefið 755 laxa í gærkveldi. Lítið hefur sést af smálaxi ennþá í ánni. -G. Bender Kvikmyndahús Bíóborgin FULLKOMINN HUGUR Strangl. bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. FANTURINN Sýnd kl. 5, 9 og 11.10. VINARGREIÐINN Sýnd kl. 7. STÓRKOSTLEG STÚLKA Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. Bíóhöllin ÞRlR BRÆÐUR OG BiLL Þessi frábæri grínsmellur, Coupe De Ville, er með betri grínmyndum sem komið hafa lengi en myndin er gerð af hinum snjalla kvikmyndagerðarmanni Joe Roth (Revenge of the Nerds). Þrír bræður eru sendir til Flórída til að ná I Cadillac af gerðinni Coupe De Ville en þeir lenda aldeilis í ýmsu. Aðalhlutv.: Patrick Dempsey, Arye Cross, Daniel Stern, Annabeth Gish. Leikstjóri: Joe Roth. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FULLKOMINN HUGUR Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. AÐ DUGA EÐA DREPAST Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. SlÐASTA FERÐIN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. STÓRKOSTLEG STÚLKA Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.05. Háskólabíó MIAMI BLUES Alec Baldwin, sem nú leikur eitt aðalhlut- verkið á móti Sean Connery I Leitinni að rauða október, er stórkostlegur i þessari gamansömu spennumynd. Aðalhlutv.: Alec Baldwin, Fred Ward, Jenni- fer Jason Leigh. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. LEITIN AÐ RAUÐA OKTÓBER Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 12 ára. HORFT UM ÖXL Sýnd kl. 7.05 og 11.10. SIÐANEFND LÖGREGLUNNAR Sýnd kl. 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. SHIRLEY VALENTINE Sýnd kl. 5. I SKUGGA HRAFNSINS Sýnd kl. 5. VINSTRI FÓTURINN ■Sýnd kl. 7. Síðustu sýningar. PARADlSARBiÓIÐ Sýnd kl. 9. Laugarásbíó A-salur VALKOSTIR Matt Salinger (Revenge of the Nerds) og fyrirsætan Joanna Pacula (Gorky Park) leika aðalhlutverkin í þessari bráðskemmtilegu ævintýramynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B-salur UNGLINGAGENGIN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. C-salur LOSTI Sýnd kl. 9 og 11. PARTÝ Sýnd kl. 5 og 7. Regnboginn I SLÆMUM FÉLAGSSKAP Hreint frábær spennutryllir þar sem þeir Rob Lowe og James Spader fara á kostum. Aðalhlutv.: Rob Lowe, James Spader, Lisa Zane. Leikstj.: Curtis Hanson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. NUNNUR A FLÓTTA Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. SEINHEPPNIR BJARGVÆTTIR Sýnd kl. 7, 9 og 11. HJÓLABRETTAGENGIÐ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HELGARFRl MEÐ BERNIE Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stjörnubíó MEÐ LAUSA SKRÚFU Gene Hackman, Dan Aykroyd, Dom DeLu- ise og Ronny Cox I banastuði I nýjustu mynd leikstjórans Bobs Clark. Hackman svlkur engan, Aykroyd er alltaf jafngeggjað- ur, DeLuise jafnfeitur og Cox sleipur eins og áll. Ein með öllu sem svikur engan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FJÖLSKYLDUMAL Sýnd kl. 7. STÁLBLÓM Sýnd kl. 9. POTTORMUR i PABBALEIT Sýnd kl. 5 og 11.05. BINCO! Hefst kl. 19.30 í kvöld_______ Aðalvinningur að verðmæti p _________100 bús. kr.______________ !l Heildarverðmæti vinninqa um - TEMPLARA HÖLLIN 300 þús. kr. Eiríksgötu 5 — 5. 20010 FACO LISTINN - 31. VIKA Gæði og öryggi Heita línan í FACO 91-613008 Sendum í póstkröfu Sama verð um allt land GR-S70 Super VHS-C VideoMovie. Super VHS myndgæði fyrir tvo hraða, SP og LP. • 8 x súmlinsa með tveim hröðum. • 3 síðna myndblöndun með 8 litum og nega/pósí eiginleika. Útþurrkunarhaus fyrir vönduð klipp. Innkhpping, endurtaka og hljóð- setning. Teiknimyndamöguleiki með fjar- stýringu. Mjög fyrirferðarlítil og létt, aðeins 1,2 kg. íslenskur leiðarvísir. Verð: GR-S99 JVC Super VHS-C VideoMovie. • Super VHS mynd með DA-4 kerfi á stórri tromlu. • Hi-fi stereo með innbyggðum stereohljóðnema. • 8 x súmlinsa með tveim hröðum. • Útþurrkunarhaus á sjálfri troml- unni. • 3 síðna myndblöndun með 8 htum, nega/pósí eiginleika og deyfí á tökutakka. • Endurtaka, innklipping og hljóð- setning. • Teiknimynd (animation), tímataka (time-lapse) og sjálftökur (self- timer). Verð: Veldu JVC snældur „Ég læt sko klippa mig burt." 2 NÝJAR JVC SIIPERVÉLAR! Vedur Norðaustan kaldi eða stinnings- kaldi. Víðast þurrt og tiltölulega bjart veður á Vesturlandi og sunnan tfl á Vestfjörðum. Um allt landið austanvert má búast við rigningu í dag og geti hún einnig náð til Suður- landsins um tíma. A vestanverðu Norðurlandi er gert ráð fyrir skýj- uðu veðri og súld á stöku stað. Veður fer heldur kólnandi, einkum norðan- og austanlands. Akureyri skýjað 12 Egilsstaðir alskýjað 9 Hjarðames úrkoma 14 Galtarviti alskýjað 10 Kefla víkurflugvölliir léttskýjað 11 Kirkjubæjarklausturahkýiað 12 Raufarhöfn súld 9 Reykjavík hálfskýjað 10 Vestmarmaeyjar rigning 12 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen skýjað 15 Helsinki skýjað 17 Osló skýjað 17 Stokkhólmur þokumóða 16 Þórshöfn rigning 12 Algarve leiftur 18 Amsterdam léttskýjað 17 Barcelona þokumóða 20 Berlín þokumóða 18 Chicagó léttskýjað 23 Feneyjar þokumóða 21 Frankfurt léttskýjað 19 Glasgow skýjað 17 Hamborg léttskýjað 15 London skýjað 18 LosAngeles skýjað 19 Lúxemborg þokumóða 17 Madrid heiðskirt 16 Malaga léttskýjað 20 Mallorca léttskýjað 19 Montreal léttskýjað 22 New York skýjað 22 Nuuk heiðskírt 6 Orlando léttskýjað 24 París heiðskírt 17 Róm þokumóða 22 Vín léttskýjað 21 Valencia heiðskírt 18 Gengið Gengisskráning nr. 142.-30. júli 1990 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 57,890 58,050 59,760 Pund 106,607 106,902 103,696 Kan.dollar 50,280 50,419 51,022 Dönsk kr. 9,4130 9,4390 9,4266 Norsk kr. 9,3131 9,3388 9,3171 Sænsk kr. 9,8478 9.8750 9,8932 Fi. mark 15,3047 15,3470 15,2468 Fra.franki 10,7027 10,7323 10,6886 Belg. franki 1,7429 1,7477 1,7481 Sviss. franki 42,4196 42,5368 42,3589 Holl. gyllini 31,8182 31,9061 31.9060 Vþ. mark 35,8730 35,9721 35,9232 It. lira 0,04899 0,04912 0,04892 Aust.sch. 5,0975 5,1116 5,1079 Port. escudo 0,4081 0,4092 0,4079 Spá.peseti 0,5828 0,5844 0.5839 Jap.yen 0,38953 0,39061 0,38839 irsktpund 96,216 96,482 96,276 SDR 78,5185 78,7355 74,0456 ECU 74,3973 74,6030 73,6932 Símsvari vegna gengisskráningar 623270.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.