Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. Hvemig lmilljón varðað 4,5 miiljónum. Sá sem keypti KJARABRÉF fyrir 5 árum fyrir eina miUjón króna á nú tæpar4,5 milljónir. Á verðlagi dagsins í dag hefur hann fengið tæplega2.100.000kr.ívaxtatekjuraukverðbóta! Með öðrum orðum, raungildið hefur nær tvöfaldast á þessum tíma! KJARABRÉF-19% ársávöxtun. * KJARABRÉF—8,1% raunávöxtun.* KJARABRÉF- 5 ára örugg reynsla. * Miöað viö 6 fyrstu mánuði ársins. <a> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF - Löggilt verðbréfafyrirtæki - * HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100 Utlönd Ráðherrann enn gísl Robinson, forsætisráöherra Tri- nidads og Tobago í Karíbahafi, var enn í morgun fangi uppreisnar- manna en þeir bundu hann fastan við sprengjuefni á föstudaginn. Fleiri ráöherrar eru einnig í haldi upp- reisnarmanna. Starfsmenn aðalsjúkrahússins í Port of Spain, höfuðborginni, segja að að ihinnsta kosti þrjú hundruð manns hafi látið lífið og særst í öng- þveitinu sem ríkt hefur síðan yfir tvö hundruð róttækir múhameðstrúar- menn gerðu tilraun til valdaráns á föstudaginn. Múhameðstrúarmenn- irnir segjast vilja binda enda á spill- ingu stjórnarinnar og skortinn á sið- ferði í landinu. Yfirmaður öryggismála á Trinidad og Tobago vísaði á bug í sjónvarps- viðtali í gær fullyrðingu uppreisnar- manna um að samkomulag væri í nánd eða að Robinson hefði sam- þykkt að segja af sér. Samkvæmt meintu samkomulagi átti Robinson að útnefna bráðabirgðaráðherra og boða kosningar innan níutíu daga. Robinson hefur verið forsætisráð- herra frá 1986 og kosningar eru ekki ráðgerðar fyrr en í lok ársins 1991. Öryggi hefur verið hert á Trinidad og Tobagó í kjölfar valdaránstilraun- arinnar og ríkir nú útgöngubann í átján klukkustundir á sólarhring. Umhverfis þinghúsið og sjónvarps- húsið, þar sem uppreisnarmenn haf- ast við, ríkir útgöngubann allan sól- arhringinn. Hermenn og lögreglu- menn hafa hafið sameiginlegt eftirht. Hefur lögreglan fengið fyrirskipun um að skjóta þá sem láta greipar sópa í miðborg Port of Spain en þar hefur nær hver einasta verslun verið tæmd í kjölfar ringulreiðarinnar sem fylgdi í kjölfar valdaránstilraunar- innar á föstudaginn. Uppreisnarmenn hafa neitað frétt- um um að þeir hafi farið fram á að flogið yrði með leiðtoga þeirra og stuðningsmenn hans til Líbýu. Fyrr á þessu ári fann lögreglan fjölda vopna í fórum róttækra múhameðs- trúarmanna. í desémber eru þrír Líbýumenn sagðir hafa komið til Trinidad til að þjálfa múhameðstrú- armennina. Stjórnvöld gripu hins vegar ekki til neinna aðgerða, að því er lögreglumaður nokkur sagði.. Reuter Robinson, forsætisráðherra Trinidads og Tobago. Hann er nú fangi upp- reisnarmanna, bundinn við sprengju. Simamynd Reuter The New York Times: Fréttafölsun í ísrael ísraelska utanríkisráðuneytið hef- ur borgað fréttamönnum við út- varpsstöð í Jerúsalem fyrir að falsa fréttir. Þetta er fullyrt í bandaríska dagblaðinu The New York Times í morgun. Samkvæmt blaðinu hefur þessi fréttafólsun staðið yfir í fjögur ár og veitti ísraelska utanríkisráöuneytið fé til launagreiðslna fréttamann- anna. í utanríkisráðuneytinu var þeim sagt hvaða fréttir þeir ættu að flytja, að því er blaðið hefur bæði eftir fréttamönnum og embættis- mönnum. Blaðið greinir frá því að tugir út- varpsstöðva í Bandaríkjunum, Evr- ópu, Afríku, Asíu og Suður-Ameríku hafi flutt fréttir frá fyrrnefndum fréttamönnum sem sagðir eru hafa verið í lausamennsku. ísraelska utanríkisráðuneytið hef- ur staðfest samskipti við fréttamenn- ina og útvarpsstöðina en neitar að hafa borgað fréttamönnunum, að því er The New York Times skrifar. í blaðinu segir 'að tólf af sextíu út- varpsfréttamönnum í ísrael hafi tek- ið þátt í fréttafolsuninni. Eiga frétta- mennirnir að hafa verið kallaðir til utanríkisráðuneytisins einu sinni í viku. Þar hafi þeim verið tjáð hvað ráöuneytið vildi að yrði aðalinntak fréttanna og hugmyndum var gauk- að að þeim um við hverja ætti að taka viðtal. ísraelska utanríkisráðuneytið greip til þessa ráðs til þess að vega upp á móti því sem þaö taldi óréttlát- an og ófullnægjandi fréttaflutning af deilum araba og ísraela, skrifar The NewYorkTimes. Reuter I c 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.