Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. Sviðsljós Leikarinn Marlon Brando: Erfiðir tímar - grét við yfirheyrslur yfir syni sínum Mikið hefur gengið á hjá Marlon Brando undanfama mánuði. Christ- ian, sonur hans, hefur verið ákærður fyrir morð á Dag Drollet. Drollet var unnusti Cheyenne sem er hálfsystir Christians. Máhö hefur tekið mjög á Mar'.on. Yfirheyrslur yfxr Christian hafa stað- ið yfir undanfama daga og eftir þær kemur í ljós hvort fótur er fyrir ásök- unum á hendur honum. Marlon hef- ur fylgst með en Cheyenne hefur ekki látið sjá sig. Hún heldur til á Tahiti með nýfætt barn sitt. í ljós hefur komið að Marlon leyfði ekki að hreyft yröi við neinu í her- berginu þar sem voöaverkið var framið. í tvær vikur var herbergið helgistaður. Marlon kveikti oft kertaljós í herberginu í virðingar- skyni en sá svo að líf hans sjálfs varð að halda áfram. Hann lét þá þrífa blóðið úr teppinu og hreinsa til í her- berginu. Nú hefur dómari heimilað að Christian verði látinn laus gegn 10 milljón dollara tryggingu. Marlon Brando grét við yfirheyrslur yfir Christian. Christian Brando sýndi lítil svip- brigði í dómssalnum við yfirheyrsl- urnar. Hann á yfir höfði sér langa fangelsisvist ef hann verður sekur fundinn. Simamyndir Reuter Skólastjóri/organisti Skólastjóra og kennara vantar viö Tónskóla Patreks- fjarðar. Jafnframt þarf viðkomandi að geta tekið að sér starf organista og kórstjórn við Patreksfjarðar- kirkju. í kirkjunni er nýuppgert átta radda Walcker pípuorgel. Umsóknum skal skilað fyrir 10. ágúst nk. til neðanritaðra sem gefa nánari upplýsingar. Sigurð- ur Jónsson sóknarprestur, Aðalstræti 57, í síma 94-1324 og Sigurður Viggósson, form. skólanefnd- ar, Sigtúni 5, í síma 94-1389 á Patreksfirði. 2. í. / H4kJ0( /BANFI HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG SÍMI 12725 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir júlí er 1. ágúst nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Franski hönnuðurinn Claude Montana hlaut gullnu fingurbjörgina í þetta skiptið. Tískan í París: Montana hlaut gullnu fingurbjörgina Mannlíf á tískusýningunum í París er fjölskrúðugt. í síðustu viku var vetrartískan kynnt. Margir fylgdust með þótt fæstir kaupi neitt af þeim fatnaði sem er til sýnis. Jafnvel stærstu tískuhúsin, eins og Chanel og Yves Saint-Laurent, selja ekki meira en hundrað kjóla eða „dress“ Yves Saint-Laurent er oft nefndur konungur tískunnar. Hér sýnir hann brúðarkjól sem er nokkuð nýstárleg- ur en einmitt allt það sem er „öðru- vísi“ vekur athygli. sem sýnd eru. Sýningarnar vekja jafnan mikla athygh og það sem fatahönnuðir stóla á eru þær ókeypis auglýsingar sem þeir fá. Tvisvar á ári er tískan kynnt í Par- ís, sumartískan í janúar en vetrar- tískan í júlí. Meðal gesta á sýningun- um nú voru Ivana Trump, frú Randolph Hearst og Estee Lauder. Trump er ekki reglulegur gestur á tískusýningunum í París en í þetta sinn gerði hún sig líklega til að fjár- festa í fatnaði. Undrast það margir því maður hennar, Donald Trump, á í miklum fjárhagserfiðleikum þessa dagana. Meðal gesta í París var Ivana Trump, eiginkona Donalds Trump. í þetta skiptið hlaut Claude Mont- ana gullnu fingurbjörgina en það eru verðlaun sem sá hönnuður fær sem þykir skara fram úr. Það þykir mikh upphefð að hljóta þessi verðlaun. Montana var mjög ánægður með fingurbjörgina en lagði áherslu á að saumakonurnar ættu mikinn þátt í þessari upphefð. Það vakti mikla athygli að tísku- kóngurinn Yves Saint-Laurent sýndi nú aftur eftir nokkurt hlé vegna veikinda. Hann neitaði hins vegar að vera meö í samkeppninni um guhnu fingurbjörgina. Saint-Laurent sagði ekki viðeigandi að vera með samkeppni í menningaríþrótt. Díana skoðar endur- hæf- ingar- stöð Díana prinsessa af Wales vildi prófa hvernig það væri að sitja í hjólastól. Þessi mynd var tekið af henni á endurhæfingarstöð sem bráölega veröur opnuð í London. Díana sjálf mun opna stöðina. Hjólastólhnn er raíknúinn og út- búinn ýmsum hjálpartækjum. Díana þarf ekki að sætta sig við þetta hlutskipti daglega en eftir langan og erilsaman dag er gott að geta hvílt lúin bein, þó í hjólastól sé. Díana hálfhnuggin í hjólastólnum. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.