Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990. Fréttir Óróasamt 1 Keflavík: Reynt að hindra lög- regluna við skyldustörf - fiimn handteknir eftir sthnpingar á Hafnargötunni Lögreglan í Keflavík haföi í nógu aö snúast aöfaranótt sunnudags. Laust fyrir klukkan 3 var óskað að- stoðar hennar vegna slagsmála á skemmtistaðnum Ránni við Hafnar- götuna. Þrír lögregluþjónar voru sendir á staðinn til að sækja tvo slagsmála- hunda og skömmu síðar fóru tveir til viðbótar þeim til aðstoðar. Erf- iðlega gekk að koma slagsmálahund- unum út af staðnum og inn í lög- reglubílinn enda gerðu nærstaddir einstaklingar sér far um að hindra lögregluna í starfi. Meðal annars var togað í lögreglu- þjónana og reynt að koma í veg fyrir að þeir kæmust með mennina í lög- reglubifreiðina. Slagsmálahundamir tveir og þrír menn að auki voru látn- ir gista fangageymslur vegna þessar- ar uppákomu og í gær voru þeir leiddir fyrir dómara. Ölvun í Keflavík var mjög mikil þessa helgi og voru fangageymslur fullnýttar aðfaranótt sunnudags. Auk slagsmálanna voru tveir öku- þórar sviptir réttindum sínum fyrir að vera í kappakstri á Hafnargöt- unni. Þess má geta að lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti vegna slagsmála á Hafnargötunni á fostu- dagskvöld. Að sögn lögreglunnar er það al- vanaiegt að til vandræða komi á Hafnargötunni. Þar eru meðal ann- ars tveir skemmtistaðir eða pöbbar og fólk safnast þar gjarnan saman, sérstaklega ef gott er veður. Lögregl- an í Keflavík hefur nokkrum sinnum áður verið hindruð í starfi á Hafnar- götunni þó ekki gerist það um hverja helgi. -GRS Biskupsstofa: Fjögur presta- köll auglýst laus til umsóknar Biskup íslands hefur auglýst fjögur prestaköll og stöðu fræðslufulltrúa laus til umsóknar og er umsóknar- frestur til 7. ágúst næstkomandi. Prestaköliin eru: Bústaðaprestakall í Reykjavíkur- prófastsdæmi. Sr. Pálmi Matthíasson hefur þjónað prestakalhnu frá 1. júlí 1989. Hefur sóknamefndin nú óskað eftir að prestakallið verði auglýst. Tálknafjarðarprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi. Er þetta nýtt prestakall og því í fyrsta sinn sem það er auglýst. ° Holtsprestakall í ísafjarðarpróf- astsdæmi. Sr. Gunnar Bjömsson hef- ur þjónað prestakallinu frá 1. sept- ember 1989. Hefur sóknarnefndin nú óskað eftir að prestakallið verði aug- lýst. SkagastrandarprestakaU í Húna- vatnsprófastsdæmi. Sr. Ægir Frí- mann Sigurgeirsson hefur þjónaö prestakallinu frá 1. júlí 1987 en hefur nú verið skipaður sóknarprestur í Kársnesprestakalh í Reykjavíkur- prófastsdæmi. Loks er auglýst eftir fræðslufull- trúa með búsetu á Norðurlandi. -J.Mar Kaupfélag Eyfirðinga: Hætt að aka suður Kaupfélag Eyfirðinga hefur ákveð- ið að hætta að aka með vömr á eigin bílum milli Akureyrar og Reykjavík- ur. Flutningabifreiðar félagsins verða seldar og hefur níu starfs- mönnum verið sagt upp. Félagið mun leitast við að útvega mönnunum aðra vinnu. Framvegis veröur meiri þungi lagður á flutninga með skipum. Bif- reiðaflutningar, sem verða mun minni en áður, verða boðnir út. -sme Markúsarnetið kynnt í London Á fundi nefndar innan Alþjóðlegu sighngamálastofnunarinnar, sem haldinn var í London, var Markúsar- netið kynnt fyrir fundargestum. Nefndin fjallar um öryggi á hafinu. Netið, sem kynnt var í London, er af geröinni M2 Standard. Framkvæmdastjóri Björgunar- netsins Markúsar, Pétur Th. Péturs- son, kynnti netið en þátttakendur á fundinum vora 320 frá 60 löndum. Nú era Uðin tiu ár frá því að Mark- ús heitinn Þorgeirsson skipstjóri hóf þróun björgunametsins. Markaðs- setning og þróun netsins hefur staðiö yfirí6ár. -sme ' ■. ' ' ■■... Fjallahjólakeppni var haldin i Öskjuhlíö á laugardag. Þrjátíu og átta keppendur, allir karlkyns, mættu til leiks. Það voru æskulýðsmiöstöðin Þróttheimar og verslunin örninn sem stóðu að keppninni. DV-mynd GVA Starfsmenn á Mógilsá hættir: Ekki er búið að auglýsa í lausar stöður AUir starfsmenn rannsókna- stöðvarinnar á MógUsá fyrir utan einn hafa nú hætt störfum. Á fóstu- dag tóku þeir sér sumarleýfi og eft- ir það Uta þeir svo á að þeir séu hættir störfum. í dag voru það því aðeins Jón Loftsson skógræktarstjóri, Þórar- inn Benedikz, fyrram forstöðu- maður stöövarinnar, og einn sum- arafleysingamaður sem mættu til vinnu. Jón Loftsson segist búast við því að sjá þá eitthvað meira þar sem þeir eigi eftir að skUa ýmsu af sér. Búið er að auglýsa stöðu for- stöðumanns stöðvarinnar. Sam- kvæmt heimildum DV kemur að- eins einn þeirra tU greina, Ámi Bragason. Ami vann á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og er bú- fræöingur. Hann hefur framhalds- menntun sem jafngildir doktors- gráðu í samanburði á byggi á ís- landi og í Danmörku. Þórarinn Benedikz var látinn hætta sem forstöðumaður stöövar- innar áöur en Jón Gunnar var ráð- inn þangað og Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur er einnig talinn óhæfur. Hinir tveir, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Bjartmar Svein- björnsson, geta ekki hafið störf strax. Steingrímur J. Sigfússon kemur tU landsins eftir helgi og er talið að fljótlega eftir það verði gengið frá ráöningu forstöðumanns. Fljót- lega eftir það verða aðrar stöður á rannsóknastöðinni auglýstar lausar til umsóknar. Það er hins vegar ekki taUð útilokað að fyrram starfsmenn stöðvarinnar verði fengnir sérstaklega tU þess að klára þauverkefnisemhafinera. -pj Sandkom dv Úðruvísi sinnaður Þaðgetur veriðótrúlega erfittfyrir kmma mistök. Fyrirskömmu- biru lógi’cglaní Reykjavíkút- dráttúrdagbók sinniþarsem segir meðal annars að „öðruvfsi siiui- aður maður oili usla á hálfopinberum stað'*. Þegar leitað var skýringaá þessu sagði Ómar Smári Ármanns- son aðalvarðstjóri að öðruvísi sinn- aður maöur þýddi geðsjúkur eða léttkiikkaður. Hann vildi þó ekki við- urkenna að það hefðu verið mistök að orða þetta svona furðulega heldur aö það hefði verið gort af ásettu ráði. Ðagbókín þyrfti að vera stutt og lög- reglanreyndiþvi að orða setningarn- ar þannig að fólk velti þeim fy rir sér botn i þær. Þetta mintrir á mannrim sem starfsfélagaririr bentu á að væri með opna buxnaklauf. Sá svaraöi: Þessivar billegur Eftirein- hvernaf ótelj- andiftmdum síöustuviku um kreppuna vegnasamn- ings háskóla- mannahljóp Júlíus Sólnes umhverfisráö- herraáeilir törystumönnum launþegahreyfing- annaogminnti þááaðBorgaraflokk- urinn hefði ekki verið kominn í ríkis- stjórn þegar samningurinn við há- skólamerm vargeröur. Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra heyrði þetta og þaö mátti heyra hann fussa ög sveia að baki Jöiíusi: „pessi varbillegur,ojbara.“ „Made in Sel- tjamames" Efnahags- kreppan.sem blasti viö eftir úrskurðFf- lagsdómsum 4,5prósent hækkmitilhá- skólamanna.er sjáifsagt su magnaðasta aiiiv- ____________— semhérhefúr þekkst og kaila í slendingar ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Hér hafa komið kreppur vegna aflabrests, ol- iuverðshækkana og af öðrum orsök- um sem erðtt er að ráöa við. Hér hafa líka komið kreppur sem kaliað- ar hafa verið heimatilbúnar, það er orðið til vegna þenslu sem rekja má til ofijátfestinga og umframeyðslu fyrirtækja og einstaklinga. Þessí síð- asta var hins vegar búin til með und- irskrift fjármálaráðherra á kjara- samning háskólamanna fyrir rúmu ári, Hún er þvi ekki bara heimatilbú- in í þeim skilningi aö þjóðféiagið allt hafi slegið feilnótu heldur heimatil- búin af eriium ráðherra með smáað- stoð samherja hans í ríkisstjóm. Hiín er „made in Seltjarnames". BHMR-dómur Þaðerat- hyglisvertað fjóriraffimm dómurum Fé- lagsdóms liþi^aiúnijí: ;;;■:«: samkvæmt töxtumBanda- lagsháskóla- mannahjárík- -------------- inu.Þessi dóm- ur úrskurðaði 4,5 prósent launa- hækkun til félagsmanna í bandalag- inu og hafnaði þ vi að þaö hefði um- talsverð áhrif á efnahagsjafnvægið. í dómnum voru Garðar Gislason borg- ardómari, IngibjörgBenediktsdóttir sakadómari, Ragnar Hall borgarfóg- eti, Isorsteinn A. Jónsson, deildar- stjórií dómsmálaráðuneytinu, og Sigurður R. Pétursson lögmaður. Sig- urður etnn fær laun sín greidd sam- kvæmt taxta Lögmannafélagsins. Hinir era allir roeð laun sem taka mið af BHMR-töxtum. Umsjón: Qunnar Smári Egllsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.