Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Síða 3
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
3
Fréttir
Skoðanakönnun DV:
Ríkisstjórnin í
uppsveiflu um
þessar mundir
- er þó enn 1 minnihluta
Fylgi ríMsstjórnarinnar í skoöana- vig. 23,2 prósent voru óákveðin og
könnun DV mælist nú meira en það 1,2 prósent neituðu að svara.
hefur verið síðastliðið eitt og hálft Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku
ár. Af þeim sem tóku afstöðu í könn- afstöðu þá sögðust 43,4 prósent styðja
uninni sögðust 43,4 prósent styðja ríkisstjórnina en 56,6 prósent vera
ríkisstjórnina en 56,6 prósent voru henni andvíg.
andvíghenni. - í úrtakinu voru 600 manns og skipt-
Stjóm Flokkar
Þ 0,5%
D 54,3%
ust þeir jafnt á milh kynja og höfuð- Spurt var: Ertu fylgjandi eða and-
borgarsvæðis og landsbyggðar. vígurríkisstjórninni? -gse
SÖLARGLUGGAFILMUR
Svarta Gila bílafilman
loksins komin aftur.
%R0T
KAPLAHRAUNI 5, SlMI 653090
Þetta er rétt aðeins minna fylgi en
stjómin fékk í janúar 1989 um fjórum
mánuðum eftir að hún tók við völd-
um. Síðan þá hafa fylgjendur hennar
alltaf verið í minnihluta og um tíma
fór fylgi hennar allt niður í 23,6 pró-
sent.
Þrátt fyrir að fylgi við ríkisstjórn-
ina hafi aukist er hún enn mjög óvin-
sæl. Fylgi hennar í dag er svipað og
fylgi ríkisstjórnar Þorsteins Pálsson-
ar var síðasta hálfa árið sem hún
lifði. Fylgi við ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar var líka meira en þessar
þrjár ríkisstjórnir eru þær einu sem
mælst hafa í minnihluta í skoðana-
könnunum DV og forvera þess.
Aukið fylgi við ríkisstjómina virð-
ist ekki skila sér til stjórnarflokkana.
í könnun DV mælist samanlagt fylgi
þeirra ekki nema 36,5 prósent eða
tæpum 7 prósentustigum lægra en
fylgi ríkisstjórnarinnar. Þessu hefur
verið öfugt farið marga undanfama
mánuði. Þá hefur samanlagt fylgi
stjórnarflokkanna verið meira en
fylgi stjórnarinnar sjálfrar.
Þeir sem eru óákveðnir í afstöðu
sinni til ríkisstjómarinnar hafa ekki
verið fleiri síðan DV gerði könnun á
fylgi hennar daginn sem hún tók við
völdum.
Af úrtakinu í könnuninni sögðust
32,8 prósent vera fylgjandi ríkis-
stjóminni en 42,8 prósent henni and-
Ummæli
fólks í
könnun-
„Þessir menn ættu allir að vera
famir burt fyrir löngu,“ sagði
karl í Reykjavík. „Mér finnst
þessi stjórn hafa loksins náð tök-
um á vandanum," sagði karl á
Vesturlandi. „Ég get ekki annað
en verið fylgjandi ríkisstjórninni
þar sem hún tók við svo slæmu
búi,“ sagði kona á Austurlandi.
„Eins og málin em núna treysti
ég engum til að fara með stjórn
landsins og kannski allra síst
þeim halda um stjómartaumana
nú,“ sagði karl á Reykjanesi. „Er
ekki allt komið í lag fyrir utan
þessa háskólamenn?" spurði
kona á Suðurlandi. „Mér líst ekk-
ert á Ólaf Ragnar og skattana,“
sagði karl í Reykjavík. „Það er
ýmislegt gott en annað er miður
hjá þessari ríkisstjóm," sagði
kona á Norðurlandi. „Ég hef ver-
ið fylgjandi ríkisstjórninni en er
farinn að hila í trúnni nú síðustu
dagana,“ sagði karl á Vestfjörð-
um. „Æi, em þeir nokkuð verri
en hverjir aðrir, greyin,“ sagði
karl á Vesturlandi. „Það er eins
og ég sé farin að venjast þessari
ríkisstjórn - ég get svarið það,“
sagði kona í Reykjavík.
-gse
rétti tíminn til að