Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Forstjórar meö rosalaun:
Hæst launaði forstjórinn
með 1.100 þúsund á mánuði
- laun forstjóranna fljúga upp á meðan önnur laun standa í staö
Miðað við álagt útsvar á tekjur árs-
ins 1989 má gera ráð fyrir að mánðar-
tekjur Halldórs H. Jónssonar, stjóm-
arformanns Eimskips og stjórnar-
manns í fleiri fyrirtækjum, hafi verið
um 950 þúsund krónur á síðasta ári.
Það jafngildir um 1.099 þúsund krón-
um á núvirði, eða 1,1 milljón. Hall-
dór, sem kallaður hefur verið
„stjómarformaður íslands", er hæst
launaði forstjórinn í könnun DV á
launum forstjóra hjá nokkmm
stærstu fyrirtækjum landsins.
Meðallaun forstjóranna
um 600 þúsund á mánuði -
Samkvæmt könnuninni voru með-
aiiaun þessara forstjóra á síðasta ári
rétt rúmlega 600 þúsund krónur á
mánuði á núvirði. Það em um sjöföld
meöallaun samkvæmt útreikningum
kjararannsóknar. Sumir forstjó-
ranna voru ekki með nema rétt rúm-
lega þreföld meöallaun. Halldór H.
Jónsson var með rétt rúmlega tólf-
föld meðallaun.
Næstur á eftir Halldóri kom Thor
Ó. Thors, forstjóri íslenskra aðal-
verktaka, en laun hans vom um 1.007
þúsund krónur á mánuði á núvirði.
Valur Amþórsson var í þriðja sæti
með 941 þúsund á mánuði en hann
var stjómarformaöur Sambandsins
fram á mitt ár og síðan bankastjóri
Landsbankans. Hörður Sigurgests-
son, forstjóri Eimskips, var með um
930 þúsund krónur á mánuði í fyrra
og er þá miöað við núvirði sem fyrr.
Fieiri hátt
launaðir forstjórar
Síðan komu þeir Indriði Pálsson,
forstjóri Skeljungs, og Guðjón B. Ól-
afsson, forstjóri Sambandsins, með
845 þúsund hvor. Þar á eftir kemur
fyrsti ríkisstarfsmaðurinn, Jóhann-
es Nordal seðlabankastjóri, en mán-
aðartekjur hans vom 785 þúsund á
núvirði. Ragnar S. Halldórsson,
stjómarformaður ísal, var með um
739 þúsund á núvirði, Friðrik Páls-
son, forstjóri SH, með 703 þúsund og
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, með 694 þúsund á mánuði.
í töflu sem fylgir greininni má sjá
þá forstjóra í úttekt DV sem vom
með yfir 500 þúsund krónur á nú-
virði í mánaðarlaun í fyrra.
Við val á forstjómm í úttektina tók
DV mið af stærð fyrirtækjanna. For-
stjórar flestra stærstu fyrirtækja
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
landsins vom því með. Auk þess var
bætt við nokkmm vel þekktum og
nafntoguðum forstjómm eins og
Davíð Scheving og Jóni Óttari Ragn-
arssyni.
Launakarfa forstjóranna
hækkar um 26 prósent
Auk þess að kanna launakjör þess-
ara manna á síðasta ári bjó DV til
launakörfu forstjórans til að meta
launabreytingar þeirra milli áranna
1988 og 1989.
í þessa körfu vora valdir eftirtaldir
fimmtán forstjórar: Friðrik Pálsson,
Halldór H. Jónsson, Hörður Sigur-
gestsson, Höskuldur Jónsson, Indriði
Pálsson, Jóhannes Nordal, Magnús
Gunnarsson, Ólafur Tómasson, Óli
Kr. Sigurðsson, Ragnar S. Halldórs-
son, Sigurður Helgason, Sigurður
Gísli Pálmason, Stefán Hilmarsson,
Sverrir Hermannsson og Valur Am-
þórsson.
Meðallaun þessara forstjóra vom
448 þúsund krónur á mánuöi árið
Austurlandsumdæmi:
Sveinn Sighvatsson
gjaldahæsti ein-
staklingurinn
Gjaldahæstu einstaklingamir í
Austurlandsumdæmi eru Sveinn
Sighvatsson, verktaki á Höfn, með 5
milljónir í álögð gjöld. Gunnar Erling
Vagnsson, tannlæknir á Egilsstöð-
um, með 2,6 milljónir. Jónas Sigur-
bergsson, verktaki á Höfn, með 2,6
milljónir. Hjálmar Jóelsson, apótek-
ari á Egilsstöðum, með 2 milljónir
og Kristín Guttormsson, læknir í
Framkvæmdasjóð-
ur aldraðra
Nú um mánaðamótin fá margjr
sendar greiðslur vegna húsnæðis-
bóta, vaxtabóta, bamabóta, bama-
bótaauka, ofgreiddrar staðgreiðslu
eöa ofgreidds útsvars. Hins vegar
hafa margir tekið eftir því að gjald
upp á 3.160 krónur er dregið frá þeim
glaðningi og þeir sem þurfa að borga
til baka þurfa að greiða þessa sömu
upphæð aukalega.
Þetta gjald rennur í framkvæmda-
sjóð aldraöra sem á að sjá um fram-
kvæmdir og rekstur vegna aldraðra.
Gjaldið leggst jafnt á alla frá 16-69
ára aldri nema þá sem em á dvalar-
eöa hjúkmnarheimili vegna elli eða
örorku. 108 þúsund gjaldendur
greiða í sjóðinn þannig aö 340 millj-
ónir safnast í hann. Gjaldið var lagt
niðudar 1989 en er nú tekið upp aftur.
-pj
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
var hæst launaði ríkisforstjórinn í
fyrra með um 785 þúsund krónur á
mánuði á núvirði.
Halldór H. Jónsson, „stjórnarfor-
maður íslands", var hæst launaði
forstjórinn á síðasta ári með um 1,1
milljón á mánuði á núvirði.
1988. Meðallaun þeirra voru hins
vegar 566 þúsund árið 1989. Þau
hækkuðu því um 118 þúsund krónur
á milli áranna, eða um 26,2 prósent.
75 þúsund krónur
umfram almenna launaþróun
Það verður að telja vel af sér vikið
hjá forstjómnum þar sem þessi
hækkun er um 4,3 prósent umfram
verðlagsbreytingar. Kaupmáttur for-
stjóranna jókst því um þessi 4,3 pró-
sent, eða 23 þúsund krónur á mán-
uði, á tímum mikillar kjaraskerðing-
ar.
Sé launahækkun forstjóranna bor-
in saman við almenn launakjör í
landinu, sem hækkuðu um 9,4 pró-
sent, fengu forsfjóramir 15,4 prósent
launahækkun umfram almennt
launafólk. Þaö jafngildir því að þeir
hafi fengið um 75 þúsund krónum
meira á mánuði en þeir hefðu fengið
ef laun þeirra hefðu hækkað í takt
við laun venjulegs fólks.
Neskaupstað, með 1,9 milljónir.
Gjaldahæstu fyrirtækin em Síldar-
vinnslan í Neskaupstað með 30 millj-
ónir í álögð gjöld. Kaupfélag Austur-
Skaftfellinga á Höfn með 25 milljón-
ir. Hraöfrystihús Eskifjarðar meö
22,4 milljónir. Hraðfrystihús Fá-
skrúösfjarðar með 15,3 milljónir og
Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum
með 13,8 milljónir. -pj
16 TEKJUHÆSTU FORSTJÓRARNIR í ÞÚS. KR
Suðurlandsumdæmi:
Kaupfélag Amesinga
greiðir 43 milljónir
Gjaldahæstu einstaklingarnir í
Suðurlandsumdæmi eru Brynjar
H. Guðmundsson, byggingameist-
ari í Þorlákshöfn, með rúmlega 4,6
milljónir í álögð gjöld. Sigfús Krist-
insson, byggingameistari á Sel-
fossi, með 4,1 milljón. Vigfús Sig-
valdason, múrarameistari í Hvera-
gerði, með 3,2 milljónir. Bjöm Guð-
jónsson, garðyrkjubóndi í Hvera-
gerði, með 3,2 milljónir og Bragi
Einarsson, garðyrkjubóndi í
Hveragerði, með 2,9 milljónir.
Gjaldahæstu fyrirtækin í Suður-
landsumdæmi em Kaupfélag Ár-
nesinga, Selfossi, með 42,7 milljónir
í álögð gjöld. Mjólkurbú Flóa-
manna, Selfossi, með 21,5 milljónir.
Glettingur hf., Þorlákshöfn, með
11,8 milljónir. Kaupfélag Rangæ-
inga, Hvolsvelli, með 8,7 miHjónir
og Meitillinn hf., Þorlákshöfn, meö
7,9 milljónir.
Heildarálagning nam 2,1 mill-
jörðum, þar af 1,7 hjá einstakling-
um. Hæstu gjöld hjá einstaklingum
vom tekjuskattur upp á 800 millj-
ónir og útsvar upp á tæplega 700
milljónir.
-Pj