Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Page 5
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
5
+
Fréttir
Húnavershátíðin:
Óljóst hvort Stuð-
menn greiða virð-
isaukaskatt
„Samkvæmt lögum er unglingum
heimilt að fara á dansleiki verði þeir
sextán ára á árinu og það verður
þessi almenna regla sem mun gilda
í Húnaveri um helginasagði Jón
ísberg, sýslumaður Húnvetninga, er
hann var spurður hvort ungmenni,
sem ætla á rokktónleika í Húnveri,
yrðu látin framvísa persónuskilríkj-
um við komuna þangað.
„Viö munum halda uppi lögum og
reglum á mótsstað. Það verða með-
limir í mótorhjólaklúbbnum Snigl-
unum og lögreglumenn sem munu
sjá um að hátíðin fari vel fram.
- Nú hefur ríkisskattstjóri gefiö út
yfirlýsingu um að það eigi að greiða
virðisaukaskatt af öllum útihátíðum
um verslunarmannahelgina. Ætlar
þú að innheimta virðisaukaskatt af
Stuðmönnum?
„Ég skal ekkert segja um það. í
fyrra taldi ég að lagalega væri ekki
hægt að innheimta söluskatt af tón-
leikunum sem þá voru haldnir í
Húnaveri. Ég mun svo vega það og
meta í ár hvort ég innheimti virðis-
aukaskattinn. Ég mun taka afstöðu
til þess þegar hátíðinni verður lokið
og byggja ákvörðun mína á lögreglu-
skýrslum og einnig hef ég hugsað
mér að bregða mér á mótsstað og sjá
hvað er um að vera þar. Það kemur
því í ljós eftir helgina hvort ég inn-
heimti virðisaukaskatt af hátíðinni,"
sagði Jón.
-J.Mar
, n. ifg ‘ ‘
IMISSAIM
M9CRA
Spennandi bíll á spennandi verði
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2,
sími 67-4000
Austurleið:
Uppselt í
Þórsmörk
„Við erum búnir að selja 1500 sæti
í Þórsmörk um helgina og við mun-
um ekki selja fieiri,“ sagði.Ómar
Óskarsson, framkvæmdastjóri Aust-
urleiðar.
Samkvæmt upplýsingum, sem
fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli,
verður ekki takmarkaður fjöldi
þeirra sem kjósa að dvelja í Þórs-
mörk. „Slíkt hefur ekki verið gert
undanfarin ár. Það er það fjölbreytt
framboö af útihátíðum um verslun-
armannahelgina að það er yfirleitt
ekki fleira fólk í Mörkinni um þá
helgi en margar aðrar helgar sumar-
ins. Við búumst við að það verði í
kringum 2000 manns á svæðinu og
lögreglan mun verða með sólar-
hringsvaktir þar alla helgina," sagði
Kristján Guðmundsson lögreglu-
þjónn.
-J.Mar
Noröurlandsumdæmi vestra:
Kaupfélag
Skagfirðinga
langhæst
Kaupfélagi Skagfirðinga, Sauðár-
króki, er gert að greiða 24,5 milljónir
í heildargjöld. Skagstrendingur hf„
Skagaströnd, er með 15,3 milljónir í
heildargjöld. Þormóður rammi lif.,
Siglufirði, 13,5 milljónir. Útgerðarfé-
lag Skagfirðinga hf„ Sauðárkróki, 9,5
milljónir og Kaupfélag Vestur-Hún-
vetninga, Hvammstanga, 8,5 milljón-
ir.
Sveinn Ingólfsson, framkvæmda-
stjóri á Skagaströnd, er með álögð
heildargjöld upp á 2,6 milljónir. Guö-
jón Sigtryggsson, skipstjóri á Skaga-
strönd, er með 2,5 milljónir. Einar
Þorláksson, kaupmaður á Blönduósi,
2,3 milljónir. Jón Dýrfjörð, fram-
kvæmdastjóri á Siglufirði, 2,2 millj-
ónir og Hjörleifur Júlíusson, húsa-
smíðameistari á Blönduósi, 1,9 millj-
ón. -pj
Koivisto kemur
í heimsókn
Mauno Koivisto, forseti Finnlands,
Tellervo, kona hans, og Assi Komula-
inen, dóttir þeirra, koma í heimsókn
til íslands dagana 25. til 28. ágúst 1990.
Þau munu hitta forseta íslands og
forsætisráðherra, fara til Þingvalla
og Vestmannaeyja og ef til vill einnig
til A-Skaftafellssýslu. -SMJ
ÞESSI TOFFARI
HANN VERÐUR IBÆNUM ALLA HELGINA
This ve.ir's LETHAL WEAPON
ACTIÖN
JÆCKSOW
útgáfud. í ágúst
útgáfud. í águst
útgáfud. í ágúst
iiSHflByyifiaE
HRAUNBERGI 4
SÍMI 77770
OPNUNARTÍMI
16 - 23.30
HELGAR 12 - 23.30
LANGHOLTSVEGI 176
SÍMI 685024
OPNUNARTÍMI
14 - 23.30
HELGAR 12 - 23.30
ROFAB/E 9
SÍMI 671170
OPNUNARTÍMI
16 - 23.30
HELGAR 12 - 23.30
MAVAHLIÐ 25
SÍMI 10733
OPNUNARTÍMI
10 - 23.30
HJA OKKUR ER OPIÐ ALLA HELGINA
IGUÐANA BÆNUM FARIÐ VARLEGA UM HELGINA ELSKURNAR MÍNAR
i