Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
Færeyingar eru varla búnir að
jafna sig af timburmönnunum
eftir Ólafsvökuna þegar nýr höf-
uðverkur tekur við. Jogvan
Sundstein lögmaður hefur til-
kynnt að búast megi við uppsögn-
um hjá hinu opinbera i nánustu
framtíö.
Að loknu sumarleyfi þing-
manna, sem reyndar var óvenju-
stutt, sagði Sundstein í þingræðu
að þrátt fyrir niðurskurð á fjár-
lögum bæði 1989 og 1990 heföi
ekki tekist að rétta við hallann.
Fjárveitingar heföu í mörgum til-
fellum farið fram úr áætlunum
og tekjur hefðu verið ofáætlaðar.
Sagði lögmaðurinn að hagnaöur
næöist ekki með skattahækkun-
um heldur þyrfti að draga úr út-
gjöldum. Það gæti haft í fór með
sér uppsagnir hjá hinu opinbera.
Hinn kosturinn væri lækkun
launa,
Lögmaðurinn nefndi einnig i
ræðu sinni viðræður Færeyja viö
EB, Evrópubandalagið, um frí-
verslun. Sagði hann það ekkert
leyndarmál að færeysk yflrvöld
væru óánægð með afstöðu EB.
Sundstein sagði að í þeim tillög-
um, sem EB hefði Iagt fram um
tollirjálsai' flskafuröir, væru tak-
markanir sem samsvöruðu ekki
þörfumFæreyinga. Sundsteingat
þess þó að færeyska landstjórnin
heíði ekki gefiö upp alla von um
að fiíverslunarsamningur við
EB, sem tæki gildi frá og með 1.
júh 1991, næðist í haust.
Lagöi lögmaðurinn áherslu á
nauösyn þess að ræða önnur
mikilvæg mál i sambandi viö af-
stöðuna til EB. Sama og engin
umræða hefur veriö um EB i
Færeyjum frá því að ákveðiö var
snemma á áttunda áratugnum að
hafna aðild að bandalaginu.
Ritzau
Júgóslavía:
Vaxandi
þjóðernis-
Lögregla í Júgóslavíu beitti
valdi í gær til að koma í veg fyrir
að andstæðingar kommúnista
kæmu saman til fundar í lýðveld-
inu Serbíu. Að sögn sjónarvotta
særöust einhverjir í átökunum
við lögregluna. „Serbneska lög-
reglan barði þá líkt og rakka,“
sagði einn félagi i VMRO, Bylt-
ingarsamtökum Makedóníu.
Félagar í samtökunum höfðu
safnast saman í gær fyrir utan
serbneskt klaustur citt til að
minnast ríkisstöðu Makedóníu.
Mótmælendur segja að í klaustr-
inu hafi Makedónía árið 1944
hlotið ríkisstöðu innan rikjasam-
bands Júgóslaviu. Makedónía er
eitt sex lýðvelda Júgóslavíu.
Rúmlega eitt hundrað félagar í
VMRO og öðrum samtökum and-
stæðum kommúnistum komu
síðar í gær saman á götum
Skopje, höfuðborgar Makedóníu,
til að mótmæla valdbeitingu lög-
reglu. VMRO-félagar kreijast
aukins sjálfstæöis fyrir Make-
dóniu.
Mótmælin í gær eru aðeins enn
eitt dæmið um vaxandi þjóðernis-
ólgu í Júgóslaviu en þjóðernis-
hyggja hefur aukist mjög i lýð-
veldum landsins siöustu vikur og
mánuði.
Reuter
Rúmenía:
Leiðtogi námsmanna
látinn laus
Marian Munteanu, leiðtogi rúm-
enskra námsmanna, sem handtekinn
var í júní síðastliðnum, var látinn
laus í morgun, að því er talsmaður
ríkissaksóknarans í Rúmeníu til-
kynnti í gær. Þúsundir manna í Búk-
arest og öðrum borgum landsins hafa
efnt til víðtækra mótmæla vegna
handtöku Munteanus og krafist þess
að yfirvöld láti hann lausan.
Munteanu, sem verið hafði meir en
sex vikur í fangelsi, er sakaður um
að hafa kynt undir óeirðum sem urðu
eftir að lögregla batt enda á sjö vikna
mótmæli gegn meintum áhrifum
kommúnista í stjórn Þjóðfrelsis-
hreyfmgarinnar. Munteanu hefur
ekki verið ákærður opinberlega.
Hann hefur vísað á bug ásökunum
um að hafa kynt undir óeirðunum í
júní þegar sex manns létu lífið og
hundruð særðust. Forsetinn, Ion Ili-
escu, sem var sannfærður um að lög-
regla og hermenn gætu ekki bælt
niður óeirðirnar, fór þess á leit við
námamenn að þeir veittu aðstoð
sína. Þúsundir námamanna frá mið-
hluta landsins komu til höfuðborgar-
innar, börðu á óbreyttum borgurum
og réðust inn á skrifstofur stjórnar-
andstöðunnar.
Munteanu var barinn sundur og
saman og fluttur á sjúkrahús. Þar
var hann handtekinn og fluttur í
fangelsissjúkrahús.
Reuter
Yfirvöld í Rúmeníu hafa tilkynnt að þau ætli að láta lausan námsmannaleið-
togann Marian Munteanu. Hann var handtekinn í júní á sjúkrahúsi þvi sem
hann var fluttur á eftir barsmíðar herskárra námamanna. Simamynd Reuter
Búist við metuppskeru
Búist er við metuppskeru korns
í Sovétríkjunum í ár, alls 260 millj-
ónum tonna. En þrátt fyrir það er
hætta á að matarskortur verði í
landinu, að sögn háttsetts embætt-
ismanns hjá sovéska landbúnaðar-
ráðuneytinu.
Á fundi ráðherra 'ríkisstjórnar
Ryzhkovs forsætisráðherra í gær
sagði Vladlen Nikitin, yfirmaður
stjórnarnefndar um matvæh og
aðflutninga, að Sovétríkin, stærsta
korninnflutningsríki heims, heföu
ekki efni á frekari innflutningi
kornmetis. Sovétmenn verða að
leggjast á eitt til að koma uppsker-
unni í hús, að öðrum kosti dragast
mataraðföng saman um 20-25 pró-
sent, sagði Nikitin á fundinum í
gær.
Sovéskir embættismenn segja að
Sovétríkin eigi við sama vandamál
að stríða nú og síðustu ár - skort
á vinnuafli, tækjum og tólum og
eldsneyti. Þá er einnig skortur á
hæfu geymslurými fyrir uppsker-
una.
Ryzhkov sagði að alhr yrði að
leggja fram krafta sína til að bjarga
uppskerunni og gaf í skyn að emb-
ættismenn kynnu að missa emb-
ætti sín tækist ekki að fylla fram-
leiðslukvóta. Reuter
Uppreisnarmenn 1 Líberíu:
Búist við
innbyrðis átökum
daginn, hreyft sig að vild í höfuð-
borginni.
Stjórnarhermennirnir tóku aftur
veginn að útvarpsstöð nálægt mið-
borginni án þess að til átaka kæmi.
Fréttaritari Reuterfréttastofunnar sá
nokkra stjómarhermenn um fimm
hundruð metra frá vegamótum sem
áður voru á valdi uppreisnarmanna.
Uppreisnarmenn sáust í um fimm
hundruð metra fjarlægð hinum meg-
in við vegamótin en létu sem þeir
sæju ekki stjórnarhermennina.
Stjórnarerindrekar í Monróvíu,
þar sem skortur á vatni, rafmagni
og matvælum hefur ríkt í næstum
mánuð, segja að ágreiningurinn milli
andstæðra fylkinga uppreisnar-
manna gæti orðið til þess að draga
átökin á langinn. Johnson sagði á
fundi með fréttamönnum á miðviku-
daginn að hann myndi ræða við
Charles Taylor um sameiginlega á-
rás á Doe ef báðar fylkingarnar væru
í aðstöðu til að ráðast á forsetahöll-
ina. Menn Taylors eru enn í átta kíló-
metra fjarlægð frá miðborginni. Ta-
ylor hefur hins vegar lýst því yfir að
hann ætli að bijóta menn Johnsons
á bak aftur og síðan ráðast á Doe.
Reuter
Þúsundir manna flúðu Monróvíu
í Líberíu í gær þegar uppreisnar-
menn, sem hræðast árás andstæðrar
fylkingar, drógu sig til baka frá lykil-
stöðum í borginni. Aðeins örfáir
menn undir stjórn Prince Johnsons
sáust í gær á þeim svæðum sem þeir
höfðu áður hernumið. Þar með gátu
hermenn Does forseta, sem slátruðu
sex hundruð manns í kirkju á sunnu-
Uppreisnarmenn i Liberíu drógu sig til baka frá lykilstöðvum í höfuðborginni
í gær og notuðu þá þúsundir borgarbúa tækifærið til að flýja. Simamynd Reuter
°4i
Útlönd
B-2 bjargað
Bandaríska öldungadeildin
hafnaði í gær breytingatillögu
sem hefði haft i för með sér frest-
un á framleiðslu B-2 sprengju-
flugvélarinnar, torræðu vélar-
innar svokölluðu, um eitt ár.
Hefði þessi tillaga náð fram að
ganga heföi það haft í för með sér
að framleiðsla frekari véla en
þeirra sex sem þegar eru í smíð-
um stöðvaðist. TOlagan, sem lá
íyrir öldungadeildinni, gekk mun
lengra en fyrirhuguð tillaga full-
trúadeildarínnar, sem lögð verð-
ur fy rir þing í næsta mánuði, sem
gerir ráð fyrir að framleiðsla
verði stöðvuð þegar þær fimmtán
vélar, sem þegar hefur fengist
heimild fyrir smiði á, hafa verið
framleiddar.
Öldungadeildarþingmenn segja
aö Bush Bandaríkjaforseti og
helstu ráðgjafar hans hafi barist
fyrir þessari niðurstöðu öldunga-
deildarinnar i gær. Þeir segja og
að Bush muni reyna að þrýsta á
aö ná málamiðlunarsamkomu-
lagi við fulltrúadeildina en þing-
menn hennar ganga til atkvæða
um framtíð B-2 vélanna í sept-
ember. Bush mun reyna aö ná
samkomulagi við fulltrúadeild-
ina um að bjarga torræðu
sprengjuflugvélunum en tillaga,
sem lögð verður fyrir deildina í
september, gerir ráð fyrir að frek-
ari framleiðslu vélanna verði
hætt. Reuter
Undirbúa
leiðtogafund
Utanríkisráöherrar risaveld-
anna luku tveggja daga fundi sín-
um í Sovétríkjunum í gær með
því að samþykkja áætlanir um
marga tvihliða og marghliða
fundi fulltrúa ríkjanna næstu
mánuði. Þessir fundir eru til að
undirbúa næsta leiðtogafund
þjóðanna en ekki er ljóst hvenær
hann veröur haldinn. Sovétmenn
vilja að leiðtogar ríkjanna hittist
á.þessu ári en Bandaríkjamenn
sjá ekki nauðsyn á leiðtogafundi
fyrr en á næsta ári þegar fyrir-
hugað er að Bush Bandaríkjafor-
seti sæki Sovétríkin heim.
Sovéski utanríkisráðherrann
tflkynnti í gær að Sovétríkin
hygðust hætta framleiöslu á
hreyfanlegum kjamorkueld-
flaugum, sem komið er fyrir á
járnbrautarteinum, eigi síðar en
1. janúar næstkomandi. Banda-
ríski utanríkisráðherrann tók
varlega í þá yfirlýsingu og sagði
aö ekki yrði um afstöðubreytingu
að ræða hjá fulltrúum Bandaríkj-
anna viö START-samningavið-
ræðurnar um fækkun lang-
drægra kjamorkuvopna.
Ekki náðist samkomulag milli
ráðherranna um Afganistan þó
Sévardnadze segði að um framför
heföiveriðaðræða. Reuter
VIFTUREIMAR
TÍMAREIMAR