Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
Spumingin
Ætlarðu að fara eitthvað
um verslunarmanna-
helgina?
Petrína Rós frönskukennari: Jú, ég
fer sem leiðsögumaður með 20
manna hóp á vegum Ferðamiðstöðv-
ar Austurlands. Fyrst til Vestmanna-
eyja, siðan norður Kjöl og einnig
verður komið við á Mývatni.
Styrmir Sigurðsson tæknimaður:
Nei, er þetta ekki eina helgin sem er
líft í bænum? Ég ætla því að hafa það
notalegt í bænum.
Elín Þóra Friðfinnsdóttir kvik-
myndagerðarmaður: Nei, ég ætla
ekki að fara neitt. Ég hef ekki farið
neitt undanfarin ár.
örn Magnússon póstafgreiðslumað-
ur: Nei, jú kannski. Gæti verið að
maður skellti sér á tónleika sem eru
í Skálholtskirkju um helgina.
Birna lomasdottir, atvinnulaus: Þa
getur verið að ég fari í tjaldútilegu
Ásbyrgi, norður í landi. Eða þá a
ég fari í Skálholt.
Valdís Einarsdóttir: Já, ég ætla í
Húnaver. Við' fórum íjögur saman
og verðum í tjaldi alla helgina. Ég fór
þangað líka í fyrra.
Lesendur
Versti vegur á íslandi
Sigrún Björgvinsdóttir, Egilsstöð-
um, skrifar:
Ferðamenn sem komið hafa á
Hérað í sumar segja að þar sé versti
vegur sem þeir hafa ekið á íslandi.
Nánar tiltekið er þetta leiöin frá
Egilsstöðum út í Eiða.
I sumar hefur verið unnið að því
að byggja upp þann hluta vegarins
sem ekki var kominn með bundið
slitlag. Að þessu hefur þannig verið
unnið að vegurinn hefur verið nær
ófær í margar vikur. Ofaníburður
verið mjög grófur, nánast stór-
grýti, umferö hefur ekki verið
hleypt framhjá vegarstæði og veg-
farendur orðið að keyra í nýsturt-
uðum hlössum.
Margir hafa skemmt bíla sína á
þessum óvegi og á bifreiðaverk-
stæðið Bílabót í Fellabæ hafa kom-
ið bálreiðir ökumenn með
skemmda bíla. Einn var með gat á
pönnu, pústkerfi hafa losnað og
mótorpúðar skemmst. Dæmi er um
fólk sem þarf að aka þennan veg
fjórum sinnum á dag vegna vinnu
sinnar og má nærri geta hvað akst-
ur á þessu klungri hefur reynt á
bíla og ökumenn.
Menn hafa klagað og kvartað,
m.a. sendi hreppsnefnd Eiðahrepps
kvörtun til vegamálastjóra en því
liefur ekki verið sinnt, a.m.k. hafa
vinnubrögð verið þau sömu áfram.
Sem dæmi má nefna að á einum
stað var gamla veginum rutt burt
því sprengja þurfti klöpp úr vegar-
stæðinu. Það dróst hins vegar í
margar vikur að sprengja og á
meðan þurfti að aka á klöppunum
þar sem bíllinn valt eins og skip í
stórsjó. Ekki hefði þurft nema fáein
hlöss af ofaníburði til að laga þetta
í bili.
Gestir í sumarhúsum BSRB á
Eiðum segjast margir hverjir hefðu
hætt við að koma ef þeir hefðu vit-
að hvernig vegurinn er.
Er máhð var borið undir Einar
Þorvarðarson, yfirverkfræðing
Vegagerðarinnar á Austurlandi,
sagði hann það ekkert nýtt að ill-
fært væri þar sem verið væri að
leggja nýjan veg og í þessu tilfelli
heföi það þótt of dýrt að beina
umferð framhjá nýlagningunni.
Aðspurður um hvort Vegagerðin
væri bótaskyld ef böar skemmdust
sagði hann orðrétt. „Ef hægt væri
að sýna fram á vítavert kæruleysi
getur hún orðið bótaskyld en það
verður að meta hverju sinni. En
að sjálfsögðu ber verktaki ábyrgð
á meðan á framkvæmdum stend-
ur.“
Nú er lokið við að keyra grófa
efninu í veginn svo vonandi fer
hann að lagast. Ekki er enn ákveð-
ið hvort bundið shtlag verður lagt
á aUan veginn í haust en hann er
um sjö til átta kílómetrar en þó
verður örugglega lagt á veginn um
Eiðastað og heim að skólanum þar.
v O I. v o
gKÉjj§i^,
|n, i
:
jL, °5°°Sæ°ffSggS -rreey: r:ámo
SKoæa -
iT ciiTlrlffffÍTOijS E“fpMjlBWr K Jj
"”li ^
m i Híc.tom-Brnjhol’ |
1 ' 11 fSHpi
„Ég veit að fólk er hætt að láta börn sín ferðast milli borgarhverfa i straetisvögnum þar sem þar eru ekki öryggis-
belti,“ segir bréfritari. -
Snæfellsnes:
Slæmt
ástand
vega
Þorsteinn Kjartansson hringdi:
Hann vildi koma því á framfæri
að ástand vegá'fnágrenni Stykk-
ishólms væri mjög slæmt. Hann
kvaðst nýlega hafa verið þar á
ferð og á köflum sé þar varla
fólksbilafært.
Nú þegar fólk er á faraldsfæti
er brýnt að koma þessu í lag sem
fyrst. Margir hafa áhuga á að
heimsækja Snæfellsnes en lengi
hefur það loðað við Nesið að þar
séu slæmir vegir.
Mennta-
skattá
Oryggisbelti
líka í strætó
Skáti skrifar:
Það er hreint ótrúlegt að strætis-
vagnar skuli vera undanskildir lög-
um um öryggisbelti. Hvorki vagn-
stjórarnir né farþegar vagnanna hafa
möguleika að spenna sig í belti. TU
hvers er verið að setja lög þegar þau
ná ekki til aUra? Það vita alUr að það
er ekki hættulaust aö ferðast með
strætisvögnum og ekki eykur það
öryggið þega fréttir berast af því aö
vagnstjórar eigi það til að vera
drukknir við vinnu sína.
Ég veit að fólk er hætt að láta böm
sín ferðast milU borgarhverfa í stræt-
isvögnum þar sem þar eru ekki ör-
yggisbelti. Það er erfitt að útskýra
fyrir börnunum hvers vegna þau
verða að nota öryggisbelti í fjöl-
skyldubUnum en ekki í strætisvögn-
um sem ókunnugir menn aka og far-
þegar vita ekki um leikni þeirra eða
hæfileika þeirra til að bregðast við
hættuástandi. Ég skora á stjórn SVR
að stöðva þetta ófremdarástand
strax. Setjið öryggisbelti í vagnana
svo hægt sé að ferðast með þeim án
þess að eiga á hættu aö stórslasast
fyrir það eitt að geta ekki spennt á
sig belti.
Ég geri mér fuUkomlega grein fyrir
aö einhver kann að segja að þetta
geti verið erfitt vegna farþega sem
fá ekki sæti. Svo er ekki. Það á ein-
faldlega að banna að aka bílum þar
sem farþegar þurfa að standa. Hugsið
ykkur ef bifreiðaframleiðendur færu
að framleiða bíla með einu sæti, að-
eins fyrir ökumanninn. Getur verið
að einhverjir keyptuþannig útbúinn
bíl? Ég hugsa ekki. Eg fyllist óhug í
hvert sinn sem ég sé strætisvagn
koma akandi eftir slysagildrum
borgarinnar, sem sumir kalla hrað-
brautir, troðna af fólki sem er varn-
arlaust gegn þeirri vá sem fylgir
nútímaborgarumferð.
Það ætti að vera auðvelt að koma
í veg fyrir þessa vá og því fyrr sem
það er gert þvi betra. Það er of seint
að byrgja brunninn eftir að bamið
er dottið ofan í hann.
Slæm
símaþjónusta
Héraðsbúi kvartar yfir þvi að ná
ekki símasambandi við fyrirtæki á
Héraði.
Héraðsbúi hringdi:
Hér á Egilsstöðum er mjög erfitt að
ná símasambandi við mörg fyrirtæki
og er Búnaðarbanki íslands þó öllu
verstur. Ég held að þetta slæma sam-
band sé vegna þess að fólk vantar tíl
að svara í símann.
Eg hef líka orðiö vör við þetta á
skattstofunni. Þetta eru stór fyrir-
tæki og mjög óþægilegt og þreytandi
getur verið að ná ekki sambandi.
Svona stór fyrirtæki ættu að geta
haft einhvern á skiptiborðinu svo að
hægt sé að ná sambandi.
Eldri borgari hringdi:
í deilu BHMR og rikisins hefur
gleymst að benda á að félagarnir
í BHMR voru kostaðir tU náms
af almannafé, þar á meðal frá
þeim sem nú era orðnir gamlir
en áttu þess engan kost að afla
sér menntunar. Ég tel eðhlegt að
ríkið standi við gerðan samning
við BHMR en á móti á að leggja
menntunarskatt á þetta fólk og
láta það borga það tfl baka sem
þjóðfélagið hefur orðið að greiða
til að kosta menntun þess.
Þetta fólk notaði sér aðstöðu
sína og menntun til að knýja fram
betri kjör en aörir verða að búa
við, t.d. það fólk sem kostaði það
til mennta. Það er þvi ekki annað
en sjálfsagt að þetta menntalið
verði látið greiða skuld sína.
Ogeð-
felldur
Rannveig Sveinsdóttir hringdi:
Mér finnst ógeöfellt að sjá þegar
verið er að auglýsa sirkus þar
sem fóðra á krókódfla og eitur-
slöngur á lifandi kjúklingum og
kamnum. AUt þetta á svo að sýna
börnum og ungUngura. Mér
finnst mikil skömm að heyra
þetta og undrast að dýraverndun-
arsamtök skuli ekki stöðva þetta
framferði.