Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Síða 15
FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST 1990. 15 Sauðfjárrækt: Grundvöllur atvinnugreinar brestur Sala lambakjöts minnkar um 500 tonn á ári. Fyrir aldamót verður neyslan líklega þriðjungur af því sem nú er frámleitt. Ekki er unnt að selja kjötið á viðunandi verði érlendis því framleiðslukostnaður er óhemjumikill. Grundvöllur sauðfjárbúskapar er aö bresta. Því fylgir byggðaröskun. Finna þarf 300 fjölskyldum árlega ný störf. Ríkisvaidið bregst við með stór- felldum styrkjagreiðslum. Aö óbreyttu mun ríkissjóður innan fárra ára greiða 1.000 sauðfjárbú- um fyrir kjöt sem endar á ösku- haugunum. Stöðugur samdráttur Neysla lambakjöts hefur stöðugt dregist saman undanfarin ár, um 500 tonn á ári. Ráðamenn leitast árangurslaust við að snúa þróun- inni við. Miklu fé er varið til að greiða niður verð og átak gert til að auka söluna. Þrátt fyrir það er lítill árangur. Framleiðslukostnað- ur lambakjöts er afar mikill. Þrátt fyrir niðurgreiðslur stenst það ekki lengur samkeppni við svínakjöt. Neysla á svínakjöti hefur aukist um 300 tonn á ári síðustu ár. Fátt bendir til að lát verði á samdrætti í sölu lambakjöts. Þess er að vænta að óbreytt þróun verði næstu ár. Ef til vill til aldamóta eða lengur. Mikill samdráttur framundan Talið er að í ár takist að selja 8 þúsund tonn af lambakjöti. Það er 31 kíló á hvert mannsbarn. Engin Evrópuþjóð borðar svo mikið af lambakjöti. Grikkir eru næstir með 22 kíló af kinda- og geitakjöti. Aðrar þjóðir borða enn minna. Neyslu- Kjállariim Stefán Ingólfsson. verkfræðingur venjur okkar líkjast stöðugt meir því sem gerist í grannlöndunum. Fólk borðar meira af grænmeti, kornmat og ávöxtum en kjötneysla minnkar og breytist. Miðað við reynslu síðustu ára fer ársneysla lambakjöts fljótlega niður fyrir 20 kíló á mann. Það svarar til 5 þús- und tonna framleiðslu sem er 45% samdráttur frá núverandi fram- leiðslu. Sumir spá enn meiri sam- drætti. í nýlegri tímaritsgrein spáir Agnar Guðnason, fyrrverandi blaðafuUtrúi bændasamtakanna, því til dæmis að á næstu árum stefni ársneyslan í 14 kíló á mann. Það er 55% minna en núverandi framleiðsla. Of dýrt til útflutnings Framleiðslukostnaður lamba- kjötsins er mikill. Útilokað er að selja það erlendis án stórkostlegra niðurgreiðslna. Fóðurötlun hér á landi er til dæmis svo dýr að ekki er einu sinni unnt að selja kjötið úr landi fyrir það verð sem kostar að heyja handa skepnunum. í fyrra kom fram að kíló af heyi kostaði bændur tæplega 11 krónur. í ár má ætla að kostnaður við fóðuröfl- un verði hátt í 250 krónur á hvert kOó lambakjöts. Það er svipað og sænskir bændur fá greitt fyrir 1. flokks dilkakjöt! Þá er sláturkostn- aður með ólíkindum. Hér á landi kostar ekki undir 130 krónur á kíló að slátra sauðfé. Til viðmiðunar má nefna að í Hollandi kostar kjúkhngakjöt liðlega 200 krónur kílóið í matvöruverslun. Þótt slát- urhúsin fengju lömbin gefins gætu þau ekki keppt við það verð. Þá eru enn ótaldir stórir kostnaðarliöir á borð við tækjakaup, frystigeymsl- ur, laun bænda og byggingar. Brostinn grundvöllur Mikilvægi sauðfjárræktar sem atvinnugreinar minnkar stöðugt. Allt bendir til að fyrir aldamótin taki svínarækt við hlutverki henn- ar. Þá neyti landsmenn rúmlega 5 þúsund tonna af svínakjöti á ári, rúmlega 3 þúsund tonna af naut- gripakjöti og enn minna af lamba- kjöti. Tæplega verður þá grund- völlur fyrir fleiri en 500 sauðfjárbú á öllu landinu. Þessari þróun svip- ar til þess sem gerst hefur í öðrum Vesturlöndum en þar er sauðfjár- rækt hvergi lengur mikilvæg bú- grein. Hún er ekki arðbær nema við sérstakar aðstæður. Hags- munaaðilum tókst lengi að vernda sauðfjárræktina gegn nútímalegri og hagkvæmari búgreinum. Þess vegna hefur fuglakjöt og svínakjöt hingað til verið lítill hluti af fæðu okkar. Undanfarin ár hafa hins vegar orðið byltingarkenndar framfariri í svínarækt. Verð á svínakjöti er nú svo lágt að lamba- kjöt stenst því ekki snúning. Mikil byggðaröskun Breytingar á atvinnuháttum valda oft byggðaröskun. Heilir landshlutar og myndarlegir byggðakjamar fara í eyði þegar grundvöllur atvinnustaifsemi bregst. Hinn mikli samdráttur í sölu lambakjöts veldur ómældri byggðaröskun. Svínakjöt er fram- leitt á stórum búum nærri mark- aðssvæðunum. Mannaflaþörf er brot af þvi sem gerist í sauðfjár- rækt. Af því leiðir fólksfækkun í sveitum og samdrátt í þéttbýlis- stöðum sem þjónusta þær. Fram að 1980 var jöfn uppbygging í þétt- býlisstööum sem þjónuðu land- búnaðarhéruðum. Síðan hefur hallað undan fæti. Það má merkja af lækkandi fasteignaverði, minni launatekjum, hrakandi afkomu fyrirtækja og fólksfækkun. Sala lambakjöts dregst árlega saman sem svarar til framleiðslu yfir 100 meðalstórra búa. Þegar tekið er til- lit til þjónustustarfa má ætla að árlega glatist atvinnufæri fyrir allt að eitt þúsund manns. Þaö veldur tilflutningi fólks og byggðaröskun. Milljón skrokkar á haugana? Til að hindra byggðaröskun og auðvelda bændum aðlögim að breyttum tímum var gerður svo- nefndur búvörusamningur sem tryggir þeim árlega sölu á ákveðnu magni af lambakjöti. Ríkissjóður kaupir það kjöt sem neytendur vilja ekki. Nú stendur fyrir dyrum gerð nýs samnings. Rætt er um að tryggja bændum árlega sölu á 9 þúsund tonnum, jafnvel til alda- móta. Af shkum samningi leiðir væntanlega að innan fárra ára framleiði bændur árlega 3.500 tonnum meira en landsmenn borða. Miðað við reynslu síðustu ára verður mismuninum ekið á öskuhaugana í Reykjavík. Á fáum árum verða mihjón kindaskrokkar urðaðir á kostnaö skattgreiðenda. Þá munu 1.000 bú framleiða kjöt sem enginn borðar og 7.000 manns hafa afkomu af störfum sem engin þörf verður fyrir. Stefán Ingólfsson „Eftir fá ár munu 1000 bú framleiða kjöt sem enginn borðar og 7000 manns hafa afkomu af störfum sem engin þörf verður fyrir.“ Samningur BHMR er ekki vandamálið Undarlegt fár hefur gripið um sig í þjóðfélaginu nú þegar dómstóll dæmir launamönnum í vh. Ráð- herrar, ritstjórar ogforingjar laun- þegasamtaka komast í uppnám og láta eins og þeir hafi verið sviknir. Það virðist nú með öllu gleymt að samningur BHMR og ríkisins var geröur í kjölfar langrar og erf- iðrar vinnudeilu. Háskólamennt- aðir ríkisstarfsmenn náðu þá að jafna nokkuð kjör sín samanborið við háskólamenntað fólk sem vinn- ur hjá fyrirtækjum í einkaeign eða sem atvinnurekendur. Samningur þessi hefur eflaust orðið th að draga úr flótta reyndra og hæfra ríkisstarfsmanna í önnur störf og bæta vinnumóral í mörgum ríkis- stofnunum. Þrátt fyrir það stendur ríkið enn höllum fæti í samkeppn- inni um hæft og menntað starfsfólk (sbr. skort á kennurum með starfs- réttindi). Samningur BHMR og ríkisins var gerður löngu áður en ASÍ og VSÍ gerðu sína svoköhuðu þjóöarsátt. Þeir vissu því vel á hvaða grund- velli þeir voru að semja. Það gátu ráðherrar einnig vitað. Að bæta kjör eða halda þeim niðri? Stærstu samtök launafólks á ís- landi; ASÍ og BSRB, eru í ógöngum. Þau virðast hafa gleymt því aö hlutverk þeirra er að bæta kjör launafólks en ekki að halda þeim niðri. Þau ærast ef öðrum launa- mönnum tekst að bæta kjör sín. Þau virðast hafa gleymt því að höf- uðkeppinautur þeirra um þjóða- rauöinn er ekki samtök annarra launamanna heldur atvinnurek- endur og þeir stjórnmálamenn sem draga taum þeirra. Öfund í garð jafningja kann aldrei góðri lukku að stýra. Foringjar þessara launþegasam- taka semja um láglaunataxta sem þeir sjálfir myndu aldrei fást til að vinna eftir og fjölmargir atvinnu- rekendur skammast sín fyrir greiöa samkvæmt þeim. Yfirborg- KjaUarinn Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur og námstjóri anir af ýmsu tagi tíðkast í mörgum atvinnugreinum, ekki síst í litlum fyrirtækjum þar sem eigandinn stendur augliti th auglitis við starfsfólk sitt. En samt er stór hópur fólks, e'nk- um konur, sem fær ekkert annað en þessi smánarlaun. Þvíhk lítils- virðing á heiðarlegu starfsfólki. Þó taxtar þessir kunni að vera löglegir eru þeir engu að síöur siölausir og brot á mannréttindum. Eina sið- feröilega réttlæting atvinnurek- enda til að greiða eftir þessum töxt- um er sú staðreynd að fulltrúar verkafólksins hafa samþykkt þá! ASÍ-forkólfarnir virðast ekki hafa skihð hverjir borga umbjóð- endum þeirra laun. Það eru hvorki ríkið né ríkisstarfsmenn heldur atvinnurekendur. Því hlýtur af- koma vina þeirra, atvinnurekend- anna, að skipta mestu máli þegar laun verkafólks eru ákvörðuð. Við gerð síðustu samninga var afkoma margra atvinnurekenda slæm, einkum vegna ofíjárfestinga þeirra sjálfra ásamt vaxtaokri og rangrar gengisskráningar fyrri ríkisstjóma sem veitti þjóðartekjunum í offjár- festingar innflutnings- og þjón- ustufyrirtækja sem mörg fóru rak- leitt á hausinn. Fiskiðnaðurinn, sjálfur undirstöðuatvinnuvegur- inn, var rekinn með tapi í miklu góðæri. Það tap var ekki vegna of hárra launataxta heldur vaxtaok- urs, fjárfestingasukks og aö krónan var of hátt skráð. Það var út af fyrir sig afrek hjá ASÍ og BSRB að knýja atvinnurek- endur og ríkið til að halda hækkun- um á verðlagi í skefjum. En það var dýru verði keypt. Enn sem komið er hafa atvinnurekendur hagnast á „þjóðarsáttinni" en kaupmáttur launafólks rýrnað. Þeir sem fórna mestu bera minnst úr býtum og öfugt. Það er sæmd að því að fórna sér fyrir góðan málstað en jafnframt th skammar að láta traðka á mannréttindum sínum og bama sinna. Hverjir njóta góðæris nú? Síöan ASÍ og VSÍ sömdu hefur margt breyst. Verðbólga hefur minnkað, vextir lækkað og þar með fjármagnskostnaður fyrirtækja ekki síður en launþega. Viðskipta- kjör em með albesta móti, fiskverð hærra en nokkru sinni og verð á olíu og fleiri innflutningsvörum lágt. Það fer ekki á milli mála að flest fyrirtæki mala nú eigendum sínum mikið guh. Verkafólk fær enga hlutdeild í þessum mikla hagnaði. Samning- arnir sem forkólfar þess gerðu sjá til þess að laun þess standa nánast í stað á sama tíma og flest hækkar. Launakjör verkafólks versna á sama tíma og gróði flestra fyrir- tækja snareykst. Verkafólk er múl- bundið af láglaunasamningi sem foringjar þess gerðu í vetur. Verka- fólk getur ekki sætt sig viö shkt óréttlæti th lengdar. Óánægjan hef- ur verið að magnast eftir því sem það sér auðæfin sem það skapar sópast upp í hendur annarra. Hugsanlega er hin samnings- bundna launahækkun háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna þeim Ásmundi Stefánssyni og hans fé- lögum ekki eins leið og þeir láta. Þessi uppákoma getur bjargað þeim, foringjum verkafólks, úr sjálfheldu. Þeir fá nú ástæðu th að krefjast hækkunar á láglauna- samningnum sem þeir skrifuðu undir í vetur og komast e.t.v. hjá því að verða hrópaðir niður. Launamisrétti-milli hverra? Þaö ríkir hreint enginn tekjujöfn- uður í þjóðfélaginu. Það er rétt, sem Guðmundur J. Guðmundsson seg- ir, að munurinn á ríkum og fátæk- um er að aukast og stéttaskipting þar með. En þessi skipting er ekki á mhli háskólagenginna ríkis- starfsmanna og annarra launþega. Það vita vel þeir félagar í ASÍ og BSRB sem eiga langskólagengin börn. Þó ASÍ-félagar séu í heildina tekjulægri en BHMR-fólk er sá munur ekki mikhl og sumir í ASÍ eru mun betur launaðir en þorri BHMR-félaga. Það má ljóst vera aö hagsmunir iaunþega fara í meginatriðum sam- an, hvort sem þeir eru í BHMR, ASÍ eða BSRB. Munur á launatöxt- um þessara hópa er ekki mikih. Þeir sem mest bera úr býtum vinna ekki á töxtum neins þessara félaga. Fjármagnseigendur, forstjórar, bankastjórar og ráðherrar eru nefnilega ekki í þessum félögum. Þeirra tekjur eru miklu hærri en taxtar BHMR sem sumir býsnast nú yfir. Ásmundur Stefánsson fengist aldrei til að vinna sam- kvæmt taxta BHMR, hvað þá Jó- hannes Nordal eða Jón Baldvin Hannibalsson. Stenst rikisstjórnin prófið? Núverandi ríkisstjórn hefur komið mörgu áleiðis. Hún setti skorður þeirri villimannlegu frjáls- hyggju og vaxtaokri sem viðgekkst í skjóh stjórnar Sjálfstæðisflokks- ins. Fjármálaráðherra hefur varist ágangi margra pilsfaldakapítalista í ríkissjóð og hert aðgerðir gegn mörgum þeirra sem ekki greiða þá skatta sem þeim ber. En ríkis- stjórninni hefur ekki tekist að skipta þjóðarauðnum réttlátlega nema síður sé. Hún hefur beitt sér fyrir mikhli tekju- og eignath- færslu frá launavinnufólki th eignamanna. Er ekki mál að linni? Þessi umdehda launahækkun BHMR-félaga þarf ekki að kosta ríkissjóð neitt. í fyrsta lagi fær rík- ið þriðjunginn til baka sem skatta. Fyrir hinu mætti auðveldlega spara með betri yfirstjórn stofnana ríkisins og draga úr ýmiss konar sphlingu sem þar viðgengst. Til dæmis væri ráð að taka fyrir það að einstaka ríkisstarfsmenn (venjulega hátt launaðir) komist upp með að vinna við eigin fyrir- tæki í vinnutíma hjá ríkinu. Með því einu mætti spara meira en nemur þessari umsömdu 4,5% hækkun og draga jafnframt úr óréttlátum tekjumun. Ég vona að Ólafur Ragnar Grímsson og sam- ráðherrar hans hafi kjark th þess. Ég vona að ríkisstjómin beri gæfu th að draga ögn úr þeirri miklu sphlingu sem grefur um sig í þjóðfélaginu og vinna á þann hátt að réttlátari skiptingu þjóðarauðs- ins. Þorvaldur örn Árnason „Stærstu samtök launafólks á íslandi eru í ógöngum. Þau virðast hafa gleymt þvi að hlutverk þeirra er að bæta kjör launafólks en ekki að halda þeim niðri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.