Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Síða 21
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
21
Sparsemin varð
hennar bani
komið. Blóðsýnið, sem síðar hefði
verið tekið úr honum, Ronald, hefði
nákvæmlega sömu einkenni og
sæðið. Væri því með öllu tilgangs-
laust fyrir hann að neita því að
hafa myrt Rachel Partridge. Hann
hefði alveg eins getað skihð eftir
skammbyssu með fingraförunum
sínum.
Þegar Ronald hafði heyrt þetta
sagðist hann þurfa að breyta fram-
burði sínum.
Sagan og frefcari
sönnunargögn
Ronald sagði að hugmyndir lög-
reglunnar um að hann hefði myrt
Rcahel stæðust ekki. Hann sagðist
hafa verið að aka frá Chinnor um-
rætt kvöld í vörubíl sem hann hefði
notað í starfi sínu. Er hann hefði
verið búinn að aka um hríð heföi
hann séð unga stúlku við vegar-
brúnina. Hann hefði tekið hana
tali og hefði hún þegið far með hon-
um. Er hún heföi verið komin upp
í bílinn hefði hann gefið í skyn að
hann hefði áhuga á að vera með
henni. Hefði hún tekiö hugmynd
hans vel og skömmu síðar heföu
þau elskast í vörubílnum. Ekki
hefði Rachel á neinn hátt reynt að
berjast á móti sér. Er þau heföu
elskast kvaðst Ronald svo hafa
hieypt Rachel út úr bílnum og
hefðu þau þá verið í nágrenni hlöð-
unnar sem líkið fannst svo í. Sagð-
ist hann ekki hafa komið nærri
henni.
En „Rambó Ron“ tókst ekki að
snúa á lögregluna. Honum var nú
skýrt frá því að við hlöðuna sem
hann heföi ekki sagst hafa komið
nærri heföu fundist hjólför eftir bíl
og hefði rannsókn leitt í ljós að þau
væru eftir sams konar dekk og
hann hefði á bíl sínum. Þá heföi í
hári Rachelar fundist trefjar úr
einangrunarefni og væri ljóst að
þær hefðu komist í það við átök
sem átt hefðu sér stað.
Dómurinn
Ronald Cheshire kom fyrir saka-
málaréttinn í Reading í mars í
fyrra. Þar var fjallað um málsatvik
í einstökum atriðum og kom þá
meðal annars fram á hve grimmi-
legan hátt „Rambó Ron“ hefði
komið fram við Ráchel er hann
réðst á hana, misbauð henni kyn-
ferðislega og myrti hana.
Er dómarinn tók saman helstu
málsatriði í lok réttarhaldsins svo
aö kviðdómendur gætu betur áttað
sig á eöli afbrotsins lét hann þau
orð falla að því miður hefði dauða-
refsing verið felld niður í Bret-
landi. Hefði hún enn verið í gildi
hefði hann viljað beita henni.
Ronald Cheshire fékk þyngsta
dóm sem lög leyfa. Frásögnin af því
sem kom fram í réttinum vakti
óhugnað í nágrenni Oxford sem er
þekkt fyrir sveitasælu og rólegt líf
íbúanna.
Faðir Ronalds, lögreglumaðurinn
sem tók þátt í frumrannsókn máls-
ins, sagði af sér eftir að ljóst varð
að sonur hans var morðinginn. Gaf
faðirinn þá skýringu að hann hefði
fljótlega fengið um það grunsemdir
að Ronald væri sá seki en þar eð
um son hans heföi verið að ræða
hefði honum þótt rétt að láta lög-
regluna um að upplýsa málið.
Rachel Partridge vildi heldur
geyma peningana sína og nota þá
í sumarleyfmu en fara með leigu-
bíl. Hún lagði því af stað gangandi
í kvöldmyrkrinu... og náði ekki
heim til sín.
Á leið í sumarleyfi
Sparsemin er dyggð, segja marg-
ir. Og það er hún vissulega sé hún
ástunduð í hófl, eins og reyndar
flest annað. Rachel Partridge var
ekki þekkt fyrir nísku en nú var
hún á leið í sumarleyfi og vildi eyða
sem minnstum peningum til að
geta látið sem mest eftir sér er þaö
hæfist.
Heföi Rachel fallist á að hringja
á leigubíl í stað þess að leggja gang-
andi af stað heim til sín að kvöldi
25. ágúst 1987 hefði hún vafalítið
haldið lífi. En það gerði hún ekki.
Hún var þó aðeins sautján ára og
óvenjulega lagleg.
Dagana á undan hafði legið afar
vel á henni. Hún haföi ekki áður
farið til útlanda en nú ætlaði hún
ásamt vini sínum í sumarleyfisferð
til Ítalíu. Þar ætluðu þau að dvelj-
ast í hálfan mánuð og Rachel
hlakkaði afar mikið til ferðarinnar.
Er liðið var á dag þann 25. ágúst,
daginn áður en lagt skyldi af stað
með leiguflugvél, fannst Rachel að
hún ætti að reyna að verða svolítið
sólbrún. Hún hringdi því til vin-
konu sinnar sem átti sóllampa og
bað hana um að leyfa sér að nota
hann. Var þaö auðsótt mál. Rachel
fór því með almenningsvagni frá
þorpinu Chinnor í nágrenni ensku
borgarinnar Oxford til nágranna-
bæjarins Tharme. Fjarlægðin milli
þeirra er innan við sex kílómetrar.
Hvarf sporlaust
Það var þegar orðið dimmt þegar
Rachel ætlaði að leggja af stað heim
aftur. Lagt var til við hana að hún
hringdi á leigubíl af því að dimmt
var orðið. Það sagðist hún ekki
vilja gera. Leigubíll kostaði allt of
mikið og hún ætlaði því að ganga
heim. Betra væri að geyma pening-
ana til þess tíma er hún yrði komin
til Ítalíu.
Rachel lagði af stað til Chinnor
en hún kom ekki heim um kvöldið.
í fyrstu virtist sem jöröin heföi
gleypt hana. Foreldrar hennar og
vinir leituðu hennar um kvöldið
og nóttina en árangurslaust.
Er leið að hádegi daginn eftir
gerðu foreldramir lögreglunni að-
vart. Hún gat þá sagt foreldrunum
aö Rachel væri látin. Heföi verið
gengið úr skugga um að lík sem
fundist haföi í hlöðu þá um morg-
uninn væri af henni. Heföi hún
verið myrt.
Tveir ungir landbúnaðarverka-
menn höföu átt leið hjá hlöðunni.
Höfðu þeir þá séð eitthvað óvenju-
legt í henni. í fyrstu héldu þeir að
um væri að ræða útstillingarbrúöu
úr verslun en þegar þeir gáðu betur
að sáu þeir nakið lík af ungri
stúlku.
Réttarlæknar gátu skömmu síðar
skýrt frá þvi að stiilkunni heföi
verið misboðið kynferðislega en
síðan heföi hún verið kyrkt.
Dökkleitur vörubíll
Lögreglan fann brátt fólk sem
sagðist hafa séð Rachel á tali við
Rachel Partridge.
Ronald Cheshire.
konur og tilraunir til að misbjóða
þeim kynferðislega.
Það þótt kaldhæðnislegt að
„Rambó Ron“ skyldi vera sonur
lögreglumanns sem hafði í upphafi
tekið þátt í rannsókn málsins á
Rachel Partridge.
Neitaði
öllum ásökunum
Ronald Cheshire var nú tekinn
til yfirheyrslu. Kvaðst- hann þá
ekkert þekkja til Rachel. Hann
sagðist aldrei hafa séð hana og því
væri þaö hugarburður einn að
hann hefði myrt hana. í raun heföi
hann ekki minnstu hugmynd um
hver heföi orðið henni að bana.
Allar hugmyndir um að hann væri
sá seki væru því á misskilningi
byggðar.
Rannsóknarlögreglumennirnir,
sem yfirheyrslunni stýrðu, gerðu
Ronald þá grein fyrir aðferðinni
sem beitt haföi verið. Sögðu þeir
honum að sæði hefði fundist og
heföi það haft alveg sérstök ein-
kenni. Það væri frá morðingjanum
Vinurinn sem ætlaði í sumarleyfið með Rachel.
Hlaðan.
ökumann lítils vörubíls við veginn
milli Chinnor og Tharme. Var talið
mögulegt að hann væri morðing-
inn. Enginn gat hins vegar gefið
neina raunverulega lýsingu á öku-
manninum, aðeins var sagt að
hann heföi virst dökkur yfirlitum.
Þá gat enginn sagt til um skrásetn-
ingarnúmer bílsins og óvíst var af
hvaða gerð hann var.
Brátt fann þó lögreglan vísbend-
ingar. Við hlöðuna fundust för eftir
hjólbarða af ákveðinni tegund. Að
auki fundust nokkrar trefjar af ein-
angrunarefni í hári stúlkunnar.
Efnið var einkum notað af fólki í
byggingariðnaöinum.
En hvernig átti að finna bílinn?
Óhugsandi var að rannsaka alla
vörubíla í Suður-Englandi.
Um þetta leyti haföi vísinda-
mönnum hins vegar tekist að full-
komna nýja aðferð til aö bera
kennsl á fólk. Nægir að úr því fmn-
ist munnvatn, blóð eða sæði. Það
ber séreinkenni þess sem það er
úr og má bera það saman við sýni
úr viðkomandi. Er nákvæmnin á
við fingrafarasamanburð.
4000 blóðsýni
Lögreglan gerði nú boð fyrir allra
karla á aldrinum fimmtán ára til
sextugs sem bjuggu í nágrenni
Chinnor og Tharme svo að taka
mætti úr þeim blóðsýni. Reyndust
þeir vera um fjögur þúsund. Þetta
var afar tímfrek rannsókn sem tók
í allt fjóra mánuði. Starfsmenn lög-
reglunnar og vísindamennirnir
sem voru þeim til aðstoðar sýndu
hins vegar mikla þolinmæði því
þeir höföu þá trú að á þennan hátt
mætti varpa ljósi á hver myrt haföi
Rachel Partridge.
Loks kom þar að einn vísinda-
mannanna gat skýrt frá því að
hann heföi fundið blóðsýni sem
svaraði til sæðisins sem fundist
hafði úr morðingjanum.
Blóðið reyndist vera úr þrítugum
manni, Ronald Cheshire. Hann
haföi lengi verið mikill áhugamað-
ur um lyftingar og meðal kunn-
ingja sinna gekk hann undir nafn-
inu „Rambó Ron“. Hann var þekkt-
ur fyrir að vera sérstaklega van-
stilltur. Þá hafði hann oftar en einu
sinni hlotið dóma fyrir árásir á