Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1990, Page 33
45
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990.
DV
Afmæli
Ormur Guðjón Ormsson
Ormur Guðjón Ormsson, raf-
virkjameistari og uppfinningamað-
ur, Akurbraut 17, Innri-Njarðvík, er
sjötugur í dag. Ormur Guðjón er
fæddur í Hafnarfirði en ólst upp hjá
foreldrum sínum í Reykjavík þar til
hann var 10 ára að hann flutti með
þeim að Hofgörðum í Staðarsveit.
Þaðan flutti hann að Laxárbakka í
Miklaholtshreppi 1936. Hann fór
með foður sínum, sem hafði þá tekið
við starfi rafveitustjóra, til Borgar-
ness árið 1939. Hann lærði þar raf-
virkjastörf hjá foður sínum en fór
svo í Iðnskólann í Reykjavík og
vann hjá föðurbróður sínum, Jóni
Ormssyni, á meðan á skólanámi
stóð, til 1946. Ormur vann í Ljósa-
fossi hjá Jóni Sveinssyni 1946-1948
en flutti þá til Akureyrar. Þar átti
hann þátt í endurreisn Rafvirkjafé-
lags Ákureyrar og var formaður
þess til 1950. Hann stofnaði ásamt
félaga sínum Rafmagnsfyrirtækið
Raforku hf. 1949 og hlaut meistara-
bréf í rafvirkjun árið 1950. Ormur
vann í loftlínuvinnu hjá Rafveitu
Reykjavíkur 1951-1953 og starfaði
hjá flugmálastjórn við ýmiss konar
viðhaldsvinnu 1953-1957. Hann
flutti til HeUissands og rak þar eigið
verkstæði 1961-1967 en flutti til Suð-
urnesja 1967 og vann á tækjaverk-
stæðiLoftleiðahf. 1968-1971. Ormur
fór þaðan til varnarliðsins þar sem
hann hefur unnið síðan. Hann hefur
unnið við uppfinningar á ýmsum
sviöum, sér í lagi við ýmis tæki
tengd sjávarútvegi, svo sem vél til
að skera beitu og svonefndan drátt-
arkarl sem dregur hnu af spih og
hringar hana ofan í bala. Það mun
hafa verið fyrsta hugmynd að slíkri
vél svo að vitað sé. Undanfarin ár
hefur hann unnið að vélbúnaði til
að beita fiskilínu og gervibeitu
ásamt ýmsum öðrum hugmyndum.
Ormur var einn af stofnendum
Félags íslenskra hugvitsmanna áriö
1987. Hann hefur verið í stjóm þess
frá upphafl og ritstjóri Hugvita,
fréttabréfs hugvitsmanna, frá 1989.
Ormur kvæntist 7. október 1944
fyrri konu sinni, Huldu Hrefnu Jó-
hannesdóttur, f. 12. ágúst 1923. For-
eldrar Huldu: Jóhannes Jóhannes-
son, bakari í Hafnarfirði, og kona
hans, Jóna Jóhannsdóttir. Ormur
og Hulda skildu 1951. Börn þeirra
eru: ErhngRafn, f. 15. júní 1941;
Ingveldur Erla, f. 15. apríl 1945;
Hrafnhildur Ester, f. 16. júní 1948,
og Ormur Njáll, f. 28. febrúar 1950.
Ormur kvæntist 1. janúar 1958
seinni konu sinni, Sveinbjörgu
Jónsdóttur, f. 8. nóvember 1931. For-
eldrar Sveinbjargar: Jón Rósmann
Jónsson, sjómaður í Stykkishólmi,
og kona hans, Magdalena Svanhvít
Pálsdóttir. Börn Orms og Svein-
bjargar eru: Guðrún Svanhvít, f. 13.
desember 1960; Helga María, f. 5.
apríl 1962. Aukþess ólust börn
Sveinbjargar, Ásdís Móeiður Sig-
urðardóttir, f. 2. janúar 1951, og Ró-
bert Rósmann, f. 25. febrúar 1956,
upp hjá þeim hjónum. Systkini
Orms eru Hrefna, f. 30. mars 1919,
saumakona í Rvík, gift Þórði Guð-
jónssyni húsasmiði; Ingvar Georg,
f. 11. ágúst 1922, vélvirki í Keflavík,
kvæntur Ágústu Randrup, umboðs-
manni DV í Keflavík; Vilborg, f. 14.
febrúar 1924, starfar hjá Pósti og
síma í Borgarnesi, ekkja eftir Guð-
mund Sveinsson vörubílstjóra;
Sverrir, f. 23. október 1925, rafvirki
á Landakotsspítala, kvæntur Döddu
Sigríði Árnadóttur; Þórir Valdimar,
f. 28. desember 1927, húsasmiður í
Borgarnesi, kvæntur Júlíönu Hálf-
dánardóttur; Helgi Kristmundur, f.
15. ágúst 1929, rafvirki í Rvík,
kvæntur Þuríði Huldu Sveinsdótt-
ur; Karl Jóhann, f. 15. maí 1931,
tækjavörður á Borgarspítalanum,
kvæntur Ástu Björgu Olafsdóttur
fóstru; Sveinn Ólafsson, f. 23. júní
1933, húsasmiður í Keflavík, kvænt-
ur Önnu Pálu Sigurðardóttur,
starfsmanni Pósts og síma; Gróa, f.
13. mars 1936, prófarkalesari hjá DV,
gift Páh Steinari Bjarnasyni húsa-
smiði; Guðrún, f. 23. ágúst 1938,
kennari á Hvolsvelli, gift Gísla
Kristjánssyni skólastjóra, og Árni
Einar, f. 27. maí 1940, húsasmiður í
Borgamesi, kvæntur Halldóru
Marinósdóttur.
Foreldrar Orms voru Ormur
Ormsson rafvirkjameistari, raf-
veitustjóri í Borgarnesi, og kona
hans, Helga Kristmundardóttir.
Meðal föðurbræðra Orms voru Jón
og Eiríkur, stofnendur fyrirtækisins
Bræðurnir Ormsson, og Ólafur, fað-
ir Orms, formanns Kvæðamannafé-
lagsins Iðunnar, fóður Ólafs, rithöf-
undar í Rvík. Ormur var sonur
Orms, b. á Kaldrananesi í Mýrdal,
Sverrissonar, b. á Grímsstöðum,
Bjarnasonar. Móðir Sverris var Vil-
borg Sverrisdóttir, systir Þorsteins,
afa Jóhannesar Kjarvals. Móðir
Orms Sverrissonar var Vilborg
Stígsdóttir, b. í Langholti, Jónsson-
ar, bróður Jóns, prests í Miðmörk.
Móðir Orms Ormssonar var Guðrún
Ólafsdóttir, systir Sveins, föður Ein-
ars Ólafs prófessors, föður Sveins,
dagskrárstjóra hjá Sjónvarpinu.
Guðrún var dóttir Ólafs, b. á Eystri-
Lyngum, Sveinssonar, Ingimundar-
sonar.
Helga var dóttir Kristmundar, sjó-
manns í Vestmannaeyjum, Árna-
sonar, í Berjanesi undir Eyjaljöll-
um, Einarssonar. Móðir Helgu var
Þóra Einarsdóttir, b. í Ormskoti
undir Eyjafjöllum, Höskuldssonar,
Ormur Guðjón Ormsson.
og konu hans, Gyðríðar Jónsdóttur,
prests í Miðmörk undir Eyjafjöllum,
Jónssonar. Móðir Gyðríðar var Þóra
Gísladóttir, b. á Lambafelli undir
Eyjafjöiluni, Eiríkssonar, og konu
hans, Gyðríðar Jónsdóttur, b. í Vest-
mannaeyjum, Nathanaelssonar,
skólastjóra á Vilborgarstöðum í
Vestmannaeyjum 1760-1761 ogef til
vill lengur, meðan hann starfaði,
Gissurarsonar, prests á Ofanleiti í
Vestmannaeyjum, Péturssonar.
Móðir Nathanaels var Helga Þórð-
ardóttir, prests á Þingvöllum, Þpr-
leifssonar, b. í Hjarðardal, Sveins-
sonar, bróður Brynjólfs biskups.
Móðir Gyðríðar Jónsdóttur var
Ragnhildur Jónsdóttir, lögréttu-
manns í Selkoti undir Eyjafjöllum,
ísleifssonar, ættfóður Selkotsættar-
innar. Ormur verður að heiman í
dag.
Ragnar H. Einksson
Ragnar H. Eiríksson rafvirkja-
meistari, Háaleitisbraut 153,
Reykjavík, verður sextugur á morg-
un.
Ragnar er fæddur á Hesti í Borgar-
firði og ólst þar upp. Hann lauk
gagnfræðaprófi í Ingimarsskólan-
um í Rvík 1946 og var í námi í raf-
virkjun hjá Johan Rönning 1948-
1952. Ragnar vann á Rafmagnsverk-
stæði SÍS1952-1954 og vann við raf-
verktakastarfsemi með Guömundi
Jasonarsyni 1955-1978 og hefur unn-
ið hjá Raftækjaheildversluninni
ískrafti í Rvík frá 1982.
Ragnar kvæntist 1982 Hrafnhildi
Baldvinsdóttur, f. 31. ágúst 1942, rit-
ara. Foreldrar Hrafnhildar voru
Baldvin Sigurðsson, verkamaður i
Rvik, og kona hans, Kristín Sigurð-
ardóttir.
Sonur Ragnars og Hrafnhildar er:
Ragnar Heiðar, f. 30. desember 1982.
Böm Ragnars af fyrra hjónabandi
eru: Stefán Þór, f. 22. september
1958; Anna Sigríður, f. 31. janúar
1961 og Guðrún Jónína, f. 18. októb-
er 1962. Börn Hrafnhildar af fyrra
hjónabandi em: Kristín Erna, f. 30.
október 1960; Baldvin Örn, f. 10. júni
1965 og Helga Þórunn, f. 10. febrúar
1972.
Systkini Ragnars eru Guðfmna, f.
16. nóvember 1914, gift Guðmundi
Ólafssyni, bifreiðastjóra í Borgar-
nesi; Jón, f. 14. mars 1916, fyrrv.
skattstjóri á Akranesi, kvæntur
Bergþóm Guðjónsdóttur; Stefanía,
f. 5. mars 1918, látin, bókavörður á
Selfossi; Guðbjörg, f. 4. apríl 1920,
látin, gift Alan L. Chase, verkfræð-
ingi í New York; Björn, f. 2. febrúar
1922, d. í desember 1966, stýrimaður
í Bandaríkjunum, kvæntur Sigrid
Eriksson; Ásta, f. 22. júní 1924, gift
Friðrik Wathne, verslunarmanni í
Rvík; Albert, f. 10. febrúar 1926, lést
ungur, og Friðrik, f. 21. júli 1928,
yíírbryti hjá íslenskum aðalverk-
tökum sf, á Keflavíkuflugvelli,
kvæntur Sigríði Þóru Þorvaldsdótt-
ur, sem rekur Brauðstofuna
Gleym-mér-ei í Rvík.
Foreldrar Ragnars voru Eiríkur
Albertsson, prestur á Hesti í Borgar-
firði, og kona hans, Sigríður Björns-
dóttir kennari. Eiríkur var sonur
Alberts, b. í Flugumýrarhvammi,
Jónssonar. Móðir Alberts var Ingi-
björg Jónsdóttir, b. í Miðhúsum,
Jónssonar. Móðir Jóns var Abigael
Vilhjálmsdóttir, systir Benedikts,
afa Jónasar í Hróaldsdal, langafa
Jóhanns, föður Kristjáns óperu-
söngvara. Móðir Ingibjargar var
Ingibjörg Pétursdóttur, systur
Bjargar, langömmu Bill Cody,
meints föður Ronalds Reagan. Móð-
ir Eiríks var Stefanía Pétursdóttir í
Djúpadal Guðmundssonar og Berg-
þóru Andrésdóttur, systir, sam-
mæðra, Sigríðar, móður Jóns Sig-
urðssonar, alþingismanns á Reyni-
stað.' Móðir Bergþóru var Soffla
Gísladóttir, b. á Hofl, Halldórssonar.
Móðir Gísla var Þórey Björnsdóttir,
systir Jóns, langafa Pálínu, móður
Hermanns Jónassonar forsætisráð-
herra.
Sigríður var dóttir Björns, próf-
asts á Miklabæ, Jónssonar, b. í
Broddanesi í Kollafirði, Magnússon-
ar, b. á Gestsstöðum, Illugasonar,
b. í Gröf í Bitru, Illugasonar, b. á
Kolbeinsá, Hallssonar, bróður
Amdísar, langömmu Guðbjargar,
ömmu Stefáns frá Hvítadal. Móðir
Björns var Guðbjörg Björnsdóttir,
b. á Stóra-Fjarðarhorni, Guðmunds-
sonar. Móðir Guðbjargar var Sigríð-
ur Jónsdóttir, b. á Þórustöðum í
Bitru, Guðmundssonar og konu
hans, Valgerðar Jónsdóttur, systur
Einars, langafa Ragnheiðar, móður
Snorra skálds og Torfa, fyrrv. toll-
stjóra, Hjartarsona.
Móðir Sigríðar var Guðfinna Jens-
dóttir, b. á Innri-Veðrará í Önundar-
firði, Jónssonar. Móðir Jens var
Margrét Guðmundsdóttir, systir
Borgnýjar, langömmu Kristjönu,
móður Kristins Sigtryggssonar, for-
stjóra Arnarflugs. Móðir Guðfinnu
var Sigríður Jónatansdóttir, b. á
Vöðlum, Jónssonar og konu hans,
Helgu, systur Ólafs, föður Bergs
Thorbergs landshöfðingja og Hjalta,
langafa Jóhannesar Nordals. Ólafur
var einnig langafi Einars Guðfinns-
sonar í Bolungarvík.
Til hamingju með afmælið 4. ágúst
90 ára
Kristín D. Thorarensen,
Austurbrún2, Reykjavík.
Páil Tómasson,
Víkurbraut 32, Vík.
85ára
Sigríður Halldórsdóttir,
Kjörseyri 1, Bæjarheppi.
Sigríðui- B. Sigurðardóttir,
Lundargötu 11, Akureyri.
Bárður Olgeirsson,
Njarðvík.
Lilja Þórarinsdóttir,
Unnarstíg8, Reykjavík.
Hermína Sigurbjörnsdóttir,
Hjallabrekku 11, Kópavogi.
Sigurður Magnússon,
Hnjúki, Sveinsstaðahreppi.
Snorri Gíslason,
Hammersminni 2. Búlandshreppi.
70ára
Guðmundur Kr. Guðmundsson,
Miðbraut4, Seltjamamesi.
Einar Sigurjónsson,
Vogabraut4,Höfn.
60ára____________
Ágúst H. Magnússon,
Bergþórugötu 53, Reykjavík.
Kristrún Ásgeirsdóttir,
Kjarrhólma 22, Kópavogi.
Nanna Hlín Pétursdóttir,
Kvíabólsstíg 4, Neskaupstað.
Ágústa Hannesdóttir,
Reykjavíkurvegi 10, Hafnarfirði.
50 ára______________
Óskar Karl Þórhailsson,
Baldursgarði 12, Keflavík.
Baldvin Einarsson,
Kleppsvegi 56, Reykjavík.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Borgarsandi 7, Hellu.
40ára
Margrét H. Brynjólfsdóttir,
Borg, Reykhólaheppi.
Kristinn Kársson,
Starrahólum 15, Reykjavík.
Harpa Bragadóttir,
Selbrekku 2, Kópavogi.
Sigríður Kristmundsdóttir,
Þverási 29, Reykjavík.
Þorkell Sigurðsson,
Blikahólum 10, Reykjavík.
Ásdís Matthiasdóttir,
Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík.
Páll Halldórsson,
Lönguhlíð 15, Reykíavík.
Sigmundur Einarsson,
Birtingakvísl 19, Reykjavík.
Steinþór Tryggvason,
Kýrholti, Viðvikurhreppi.
Jóhanna Juana Cardenas,
Túnbrekku2, Kópavogi.
Elísa Tómasson
Elísa Tómasson.
Ehsa Tómasson, Barmahlíð 49,
Reykjavík, verður sjötug á sunnu-
daginn. Elísa er fædd í Lubeck í
V-Þýskalandi og ólst þar upp. Hún
fékk viðurkenningu sem sjúkraliði
hjá Rauða krossinum í Luþeck og
vann að aðhlynningu sjúkra her-
manna í stríðinu. Elísa giftist í
Lubeck fyrri manni sínum, Ottó
Schmidtbifvélavirkja. SonurEhsu
og Ottós er: Horst Schmidt, f. 12.
október 1941, deildarstjóri hjá Pósti
og síma, kvæntur Edilgard Schmidt,
búa þau í Stockelsdorf, útborg
Lubeck, og eiga einn son Oliver.
Ehsa fluttist til íslands 1949 og vann
á Kleppsspítala 1949-1951. Hún vann
í afleysingum á Landakotsspítala og
var vökukona á Farsóttahúsinu.
Elísa var starfsmaður Lyijaverslun-
ar ríkisins og vann á Hótel Loftleið-
um til 1968. Hún vann í Þvottahúsi
Ríkisspítalanna 1968-1969 og vann
hjá franska verslunarfulltrúanum
1970-1974, þýska sendiherranum
1974-1981 ogferðaskrifstofu Guð-
mundar Jónassonar 1981. Systkini
Elísu eru: Else, f. 21. ágúst 1922, býr
í Lubeck; Heinrich, f. 19. maí 1925,
fyrrv. hjúkrunarmaður í Lubeck og
Annie, f. 23. janúar 1938, sjúkraliði
og húsmóðir í Lubeck. Ehsa giftist
12. maí 1951 Bjarna G. Tómassyni,
f. 20. júní 1907, málaraí Rvík. For-
eldrar Bjarna eru: Tómas Kristjáns-
son, b. á Gemlufelh í Dýrafirði, og
kona hans, Jósefina Jósefsdóttir.
Kjördóttir Ehsu og Bjarna er: Guö-
rún, f. 8. febrúar 1952, gift Karli
Helga Gíslasyni húsasmíðameistara
og eiga þau tvær dætur.
Foreldrar Elísu voru: Ernst Lex-
au, af frönskum ættum, veitinga-
maður í Ltibeck, og kona hans, Fríða
Lexau. Ehsa verður að heiman á
afmælisdaginn.
Studioblóm
Þönglabakka 6, Mjódd,
norðan við Kaupstað,
sími 670760
Blómaskreytingar
viö öll
tækifæri.