Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Tveir hestamenn deila um örlög jarprar hryssu:
Tók hryssu í tamningu
en seldi til Þýskalands
- enginn dýrðargripur, segir tamnlngamaðurinn
„Það er eftirsjón í hryssunni. Eg
ætlaði ekki að farga henni heldur að
koma henni í tamningu og fá hana
ættbókarfærða en hitt er misskiln-
ingur að ég hafi farið í hestakaup,“
sagði Árni Þorgilsson, bóndi í Mikla-
holtsseh á Snæfellsnesi, í samtali við
DV. Hann varð að sjá á eftir jarpri
hryssu, sem hann taldi sig vera að
setja í tamningu, til Þýskalands nú í
sumar.
Hann og tamningamanninn, Hin-
rik Bragason í Reykjavík, greinir
reyndar á um hvernig viðskipti
þeirra hafi farið fram. Upphafiö var
að Hinrik keypti nokkur -folöld og
tryppi af Árna. í framhaldi af því
segist Ámi hafa beðið Hinrik að taka
hryssuna í tamningu en Hinrik segir
að þeir hafi gert hestakaup og hann
látið Árna hafa hest í staðinn.
Árni kannast ekki viö aö hafa farið
í hestakaup heldur hafi Hinrik lánað
honum hross sem á engan hátt hafi
jafnast á við hryssuna að kostum.
Málin stóðu þannig fram á sumar að
hvor um sig taldi sig eiga hryssuna
en þegar Árni ætlaði að vitja um þá
jörpu kom í ljós að hún var farin að
tölta um haga á þýsku hrossabúi.
I fyrstu vildi Hinrik halda fast við
hrossakaupin en hefur nú boðið
Áma að greiða honum verð hryss-
unnar en hann hafði fengið 130 þús-
und fyrir hana við söluna úr landi
eða láta hann hafa annað jafngott
hross í staðinn. Ámi hefur valið síð-
ari kostinn og bíður nú eftir að sjá
nýja hrossið.
„Sannleikurinn er sá að þessi jarpa
hryssa er engin dýrðargripur," sagði
Hinrik Bragason þegar DV ræddi við
hann um málið. „Hún hefur að vísu
allan gang en er lítil og auk þess svo
körg að það er ekki hægt aö koma
henni tíu metra frá húsi. Hún hafði
áöur verið tvö ár í tamningu og það
var hlegið að mér þegar fréttist að
ég hefði keypt hana,“ sagði Hinrik.
-GK
Frönsk freigáta til sýnis 1 dag og á morgun:
Leitaði að sovéskum
kaf bátum í Norðursjó
kafbátasérfræöingnum fmnst Reykjavik dauður staður á kvöldin
Franska freigátan Amyot D’Inville
er nú í kurteisisheimsókn í Reykja-
vík. 95 sjóliðar em um borð og kom
skipið áður til Reykjavíkur í hitti-
fyrra. Skipið lét úr höfn í Frakklandi
þann 2. ágúst og fór það þá í eftirlits-
ferð um Norðursjó þar sem skyggnst
var eftir sovéskum kafbátum. Frei-
gátan er sérhæfð í eyðingu kafbáta.
Áður en skipið kom til Reykjavíkur
var siglt yfirheimskautsbauginn fyr-
ir norðan ísland. Að sögn Bruns
Cacciaguerra yfirmanns ætla sjóhð-
arnir að skoða landið. Heil rúta fór
með marga af sjóliðunum aö Gull-
fossi og Geysi í gær. Þess má geta
að sjóliðamir eru allir óeinkennis-
klæddir þegar þeir yfirgefa skipið.
Franck Rica frá Nantes, t.v., er 23 ára gamall atvinnuhermaður. Hann er sérfræðingur í meðferð kafbátaskeyta
freigátunnar. Bruns Cacciaguerra er einn af sjö svokölluðum offiserum freigátunnar. Hann segist þurfa að gegna
herþjónustu í 16 mánuði. Frakkarnir standa í stafni við failbyssuna sem hefur 100 millímetra hlaupvídd.
DV-myndir JAK
Bruns Cacciaguerra í einni af káetum undirmanna skipsins þar sem sex
sjóliðar hafa fleti sín í tveimur þriggja hæða kojum. Það er þröng á þingi,
sumar kojurnar eru úti á göngum.
„Viö ætlum líka að skoða skemmt-
analíflð og bregða okkur á ball,“
sagði Bruns sem var á vakt í gær en
hann sagðist verða á frívakt þangað
til skipið lætur úr höfn á þriðjudag.
Franck Rica frá Nantes, 23 ára
gamah atvinnuhermaður og sér-
fræðingur í meðferð kafbátaskeyta
skipsins, sagöist hafa komið til
Reykjavíkur með sama skipi árið
1988.
„Það var gaman að skoða landið
en mér finnst Reykjavík vera dauður
bær eftir klukkan eitt á kvöldin. Þá
er hvergi hægt að fara neitt inn og
verslunargluggarnir eru fáir. Ég fór
þó tvisvar sinnum á diskótek og það
var mjög gaman,“ sagði Rica sem
ætlar á Hótel ísland í kvöld.
Amyot D’Invihe er nefnt eftir stríðs-
hetju sem lét Ufið í seinni heimsstyrj-
öldinni. í sjóher Frakka eru 16 sams
konar freigátur. Skipið var smíðað
áriö 1974 og gengur það 24 hnúta. Það
verður til sýnis í dag og á morgun frá
klukkan 14-17. -ÓTT
Þrír þjóðhöf ðingjar
koma til íslands
í lok ágúst
Mitterrand Frakklandsforseti og
eiginkona hans koma í opinhera
heimsókn til íslands þann 29. ágúst
og dvelja hér á landi í sólarhring.
Forsetinn kemur hingaö til lands í
boöi forseta íslands og mun hann
ræða við íslenska ráðamenn, auk
þess sem hann heimsækir ÞingveUi
og ýmsa aðra staði.
Koivisto Finnlandsforseti, eigin-
kona hans og dóttir koma hingað til
lands í einkaheimsókn þann 26. ágúst
og dvelja hér nokkra daga. Forsetinn
mun hitta forseta íslands en mun
auk þess fara til Vestmannaeyja og í
þjóðgaröana á Þingvöllum og í
SkaftafeUi.
Einnig hefur verið rætt um að
Landsbergis, forseti Litháens, komi
hingað í opinbera heimsókn í lok
ágúst. Ekki hefur enn veriö gefln út
formleg tUkynning þar aö lútandi.
-J.Mar
Pálltil
Moskvu
Ákveðið hefur verið að sendi-
nefnd þingmanna frá Norður-
landaráði heimsæki Moskvu og
Eystrasaltslöndin þrjú í haust.
Ferð þessi var fyrirhuguð í maí í
ár en var frestaö þar sem nefnd-
inni var þá ekki heimilað að
heimsækja Litháen.
í ferð þessari hafa Sovétmenn
áhuga á að ræða reynslu og
skipulag Norðurlandaþjóða í
milliríkjasamstarfi, umhverfis-
vemd, verslun og menningars-
amvinnu.
Fulltrúi íslands í nefndinni
verður Páll Pétursson, forseti
Norðurlandaráös. -hlh
Kópavogur:
Viðurkenningar
fyrir snyrti-
mennsku
Sex aöUar í Kópavogi fengu í gær
viðurkenningar fyrir snyrtilegt um-
hverfi við hús sín. Það er Umhverf-
isráð Kópavogs sem stendur fyrir
þessum verðlaunum ásamt klúbhun
Lions, Kiwanis og Rotary í bænum.
Eigendur garða við fjögur hús
fengu viðurkenningar og einnig íbú-
ar fjölbýlishúsanna við Sæbólshraut
26, 27 og 28. Þá fékk BYKÓ viður-
kenningu fyrir snyrtUegt umhverfi
atvinnuhúsnæðis.
Þeir sem viðurkenningarnar hljóta
fengu áletraða gripi eftir listamenn-
ina Sigrúnu Einarsdóttur og Sören
Larsen í Gler í Bergvík á Kjalarnesi.
-GK