Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. Popp Aukahljómleikar Stones á Wembley Aðdáendur Rolling Stones eru á öllum aldri. Þessi herramaður lét sig ekki vanta á Wembley - í viðeigandi búningi að sjálfsögðu. DV-mynd ÁT Langatöngin á Keith Richards er áreiöanlega ekki sú vinsælasta í heimi hjá þeim aödáendum Rolling Stones sem ætluöu að hlýða á hljóm- sveitina um miöjan síöasta mánuð. Richards slasaöi sig á gítarstreng á hljómleikunum á Wembley 7. júlí. Því varð aö aflýsa hljómleikum Stones á Wembley 13. og 14. júlí, sem og hljómleikum í Cardiff í Wales. Vegna þessa hefur tvennum tón- leikum verið bætt aftan við Urban Jungle ferðiná um Evrópu. Þeir veröa haldnir á Wembley leikvangin- um í London 24. og 25. ágúst. Urban Jungle ferðin átti reyndar að enda á Lenin leikvanginum í Moskvu 20. ágúst þar sem búist var við hundrað þúsund manns. Þegar japanskir kaupsýslumenn hættu við að styrkja Lenin-tónleikana varð að aflýsa þeim. Nokkrar nýjar Allnokkrar stórar forvitnilegar plötur eru að koma út á næstu dögum og vikum. Fyrst skal telja plötuna Jordan: The Comeback sem væntan- leg er síðsumars eða í haust. Prefab Sprout er skráð fyrir henni. For- smekkurinn, lagið Looking for At- lantis, er þegar komið út á smáskífu. Á B-hlið hennar er annað nýtt lag er heitir Michael. Sjálfsagt er þar ekki sungið um George Michael. Hins vegar á næsta plata hans, Listen without Prejudice, að koma út þann 10. september. Mic- hael sendi í vikunni frá sér litla plötu með laginu Praying for Time á A- hliðinni. Platan Faith seldist mun betur en bjartsýnustu spámenn þorðu að vona. Forvitnilegt verður að fylgjast með viðtökum nýju plöt- unnar. Þá er síðar í þessum mánuði vænt- anleg ný stór plata með Duran Dur- an. Útgáfudagurinn hefur verið ákveðinn 20. ágúst. Af þeirri plötu, sem heitir Liberty, er lagið Violence of Summer (Love’s Taking over) þeg- ar komið út á tveggja laga plötu. Það lag lofar góðu með efni plötunnar Liberty. Tapá Veggnum? Þijú hundruð og tuttugu þúsund manns mættu á Potsdamer Platz í Berlín til að hlýða á verkið The Wall í útsetningu Rogers Waters. Hins vegar virðast aðeins um 150 þúsund hafa greitt aðgangseyri. Tekjurnar voru þvi sem nemur rúmlega 263 milljónum króna. Sviðsetning Waters og félaga. var aftur á móti svo dýr að kostnaður við hana mun nema um 506 milljón- um króna. Tónleikunum var sjón- varpað til 32 landa og allnokkur evr- ópsk stórfyrirtæki styrktu fram- kvæmd þeirra. Þótt tekjur af miða- Tveir liðsmenn The Fall hafa hætt á hljómleikaferð hljómsveitarinnar um Ástralíu. Þetta eru þau Marcia Schofield hljómborðsleikari og gítar- leikarinn Martin Bramah. sölu hafí verið talsvert minni en út- gjöldin hefur dæmið enn ekki verið endanlega gert upp. Það er minningarsjóður gamals flugkappa, Leonards Cheshire, sem kemur til með að fá ágóðann - ef ein- hver verður. Forráðamenn sjóösins ætluðu að safna sem nemur rúmlega fimm hundruð krónum fyrir hvern þann sem látist hefur af völdum styrjalda á þessari öld. Peningarnir eiga síðan að renna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna náttúru- hamfara. Að því er kemur fram í fréttum frá Ástralíu eiga þau Schofield og Bramah að hafa verið rekin úr hljómsveitinni fyrirvaralaust. Roger Waters skipuleggjandi tón- leikanna á Potsdamer Platz. Fækkar í Fall Poison verður í sviðsljósinu á Monsters of Rock. Þungarokksveisla að Donington Stórar sveitir koma fram á næstu Monsters of Rock hátíðinni við Don- ingtonkastala. Fremst fer þar White- snake í flokki. Þar verða einnig Möt- Umsjón Ásgeir Tómasson ley Crue, Aerosmith, Poison og Qu- ireboys. Tvær þeirra eru sem kunn- ugt er væntanlegar hingað til lands í september. Monsters of Rock hátíðin verður haldin á laugardaginn kemur. Greint verður ítarlega frá hátíðinni í DV helgina á eftir. Doningtonhátíðin er ein helsta þungarokksveisla ársins í Evrópu. Sú hljómsveit, sem talin er vera einna heitust um þessar mundir, er Poison. Lag hennar, Unskinny Bop, geysist upp vinsældalista og nýju stóru plötunni, Flesh and Blood, er spáð miklum frama. Tears for Fears. Eru dagar dúettsins taldir? Tears for Fears hættir? Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki að undanförnu um að Tears for Fears dúettinn sé að hætta. Curt Smith er sagður vera að vinna að sólóplötu sem á að koma út einhvern tíma fyrir áramótin. Þá er fullyrt í sumum blöðum að platan Sowing the Seeds of Love hafi verið fjögur ár í vinnslu vegna ágreinings tvímenn- inganna um hvernig standa hafi átt aö plötunni. Talsmaður Tears for Fears hefur neitað þvi að orðrómurinn um að dúettinn sé að syngja sitt síðasta sé réttur. Hann segir Curt Smith og Roland Orzabal engin orð hafa látið falla um að þeir hygðust hætta að vinna saman. Sami talsmaður gat heldur ekki staðfest að Smith ynni að sólóplötu. Tears for Fears skutust í hæstu hæðir vinsældalista árið 1982 með laginu Mad World. Stór plata, The Hurting, kom út snemma árs 1983. Songs from the Big Chair var gefin út réttum tveimur árum síðar og loks kom Sowint the Seeds of Love út í október í fyrra. Þekktustu lög Tears for Fears eru Everybody Wants to Rule the World, Everybody Wants to Run the World, Shout, Head over Heels og Sowing the Seeds of Love. Síðasta breiðskífa Tears for Fears hefur selst i um fjórum milljóríUm eintaka. Þrátt fyrir þessa góðu sölu er talið að dúettinn sé ekki farinn aö fá neinn hagnað af plötunni vegna gífurlegs kostnaðar við gerð hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.