Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR.il. ÁGÚST 1990. 5 Fréttir Þorlákshöfn: Glettingur hf. fær nýtt skip „Jóhann Gíslason var smíðaður í stað eldra fiskiskips sem ber sama nafn og fær kvóta þess en hann er 1000 tonna þorskígildi. Gamla skipið verður ekki úrelt fyrr en síðar á þessu ári og þangað til mun nýja skipið liggja við bryggju," segir Þor- leifur Björnsson, framkvæmdastjóri Glettings hf. í Þorlákshöfn. Jóhannes Gíslason er 342 tonn, smíðaður í Gdansk í Póllandi, en gamla skipið er 242 tonn. Skipakaup- in eru fjármögnuð með lánum frá Fiskveiðasjóöi og eigin fé. Þaö þarf að laga ýmislegt í skipinu áöur en það heldur í sína fyrstu veiðiferð. Meðal annars þarf að setja í það ís- lenskar vélar. Gamla skipið er oröið úr sér gengið. Það var smíöað í Nor- egi 1967 og hefur ekkert verið end- urnýjað síðan. Það hefur ekki verið skipt um eina einustu vél í skipinu, ekki einu sinni ljósavél. Skipiö er nákvæmlega eins og það kom til landsins. Á þessari stundu er ekki ljóst hver verða örlög þess, hvort það verður selt úr landi eöa hvort kaup- andi finnst hérlendis,“ segir Þorleif- ur. -J.Mar Maður, sem var að vinna á þaki nýja Lottóhússins við íþróttamið- stöðina í Laugardal í gær, varð skyndilega fyrir heiftarlegu þursa- biti. Sjúkrabíll var kallaður á vett- vang. Maðurinn gat sig varla hreyft og var því krani látinn hifa hann ásamt manni úr sjúkrabilnum niður á jörð. Sjúkrabillinn flutti þann sem fékk þursabitið á Landakotsspital- ann. DV-mynd S Rækju- kvótinn stækkaður Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að stækka rækjukvóta á út- hafsrækju. í upphafi árs var úthlutað 22.000 lestum en ráðuneytiö hefur ákveðið að auka rækjukvóta ein- stakra rækjuskipa um 10% og verður því heildaraflinn um það bil 24.000 lestir. Ástæða aukningarinnar er sú að rækjuveiðin hefur gengið vel í sumar og er heildarveiðin orðin mun meiri en á sama tíma í fyrra og mörg skip hafa lokið við að veiða kvóta sinn eða eru langt komin með það. Þá hafa rannsóknir Hafrannsóknastofnunar gefið til kynna að stofnvísitala rækjustofnsins sé um 20% hærri en árin 1988 og 1989. -SMJ Verðbólgan 6,8 prósent Verðbólgan er nú 6,8 prósent miðað við hækkun framfærsluvísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði. Vísitala framfærslukostnaðar í ágúst er 146,8 stig og hækkaði hún um 0,3 prósent frá í júlí. Síðastliðna tólf mánuði hef- ur framfærsluvísitalan hækkað um 14,2 prósent en síðastliöna þrjá mán- uöi um 1,7 prósent sem jafngildir um 6,8 prósent verðbólgu á heilu ári. -JGH ® : § » » s » » » i : KrMði&n:: :: nmt:: Afmælistilboð hjá verslunum og veitingastöðum Afmælið byrjar eftir hádegi. Verslanir opnar til kl. 19.00 KRINGMN Þú færð myndirnar á 60 mínútum u GÆÐAFRAMKÖLLUN ■■■■■■■■■ Opnum Akl. 8.30 "i.rn t i ■ ■ ■ ■■ ■■■■■■■■ ■■■■■■■■iiifuniTi LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) inmmnimffmimim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.