Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
Sekur eða saklaus?
Þaö hefur farið lítið fyrir leikar-
anum Harrison Ford að undan-
fórnu. Eftir að hann lék í myndinni
Indiana Jones and the Last
Crusade hefur Harrison tekið lífinu
rólega. Þó var frumsýnd í síðasta
mánuði myndin Presumed Innoc-
ent þar sem hann leikur aðstoðar-
saksóknara. Myndin hefur fengið
góða dóma, ekki síst leikstjórinn
sem er hinn gamla kempa Alan J.
Pakula. Það er einnig athyglisvert
að framleiðandi myndarinnar er
annar leikstjóri af gamla skólanum
sem ekki svíkur neinn, þ.e. Sidney
Pollack. Presumed Innocent er
byggð á samnefndri bók Scotts
Turow. Myndin hefst þegar Rusty
Sabick (Harrison Ford) kemur til
vinnu einn góðan veðurdag og er
tilkynnt að aðstoðarmaður hans,
hin gullfallega Carolyn Polhemus
(Greta Sacchi), hafi veriö myrtur
um nóttina á hroðalegan máta.
Málið fer hins vegar að vandast
þegar yfirmaður Sabicks, saksókn-
arinn Raymond Horgan (Brian
Dennehy), vill að hann taki málið
að sér. Hann er að undibúa sig
undir endurkosningu og vill að
málið verði upplýst hið fyrsta. Það
sem hann hins vegar ekki veit er
að Carolyn hafði verið ástmær
Sabicks og því ekki viðeigandi aö
hann framkvæmi morðrannsókn-
ina. Sabick hefur hins vegar ekki
manndóm í sér að segja sannleik-
ann og tekur málið að sér.
Fórnarlamb?
Sabick hefur varla hafið rann-
sóknina fyrr en fyrrverandi sam-
starfsmaður hans, Tommy Molto
(Joe Grifasi), ásakar hann um að
vera tengdan morðinu. Hann segist
geta sannað að Sabick hafi verið í
íbúð hinnar myrtu sama kvöld og
hún var myrt og hann hafi undir
höndum bjórglas þaðan sem hafi
að geyma fingrafor Sabicks. Molto
ætlar sér að negla Sabick því hann
er farinn að vinna hjá mótfram-
bjóðanda Raymonds Horgan og
ætlar aö notfæra sér þetta mál til
frekari frama. Sabick er síðan
handtekinn, ákæröur fyrir moröið
og síðan færður fyrir rétt.
Stór hluti myndarinnar gerist í
réttarsalnum og fjallar um baráttu
verjanda Sabicks, Alejandro Stern
(Raul Julia), við að sýna fram á
sakleysi hins ákærða. Það dæma-
lausa við þessa mynd er að áhorf-
andinn veit ekki meö vissu fyrr en
í lok myndarinnar hvort Sabick
framkvæmdi glæpinn eða ekki.
Handritið
Líklega er sterkasti hluti mynd-
arinnar handritið sem er skrifað
af þeim Frank Pierson og sjálfum
leikstjóranum, Pakula. Þar er hver
setning vel úthugsuð og ekkert
óþarfa blaður til uppfyllingar. Það
er þvi krefjandi að horfa á myndina
enda má með nokkrum sanni segja
að efnisþráðurinn sé ekki ólíkur
skák þar sem hver leikur getur
ráðið úrslitum hvort skákin vinnst
eða tapast. Leikstjórinn, Pakula, er
heldur ekki óvanur að leikstýra
myndum sem þessari því hann
gerði hina þekktu mynd um Water-
gate málið, All the President’s Men,
árið 1976. Leikarinn Jason Robards
hlaut m.a. óskarsverðlaunin fyrir
leik sinn í þeirri mynd sem ritstjóri
Washington Post, blaðsins sem hóf
fréttaflutning af þessu máli. Pakula
er einstaklega vandvirkur og ná-
kvæmur leikstjóri sem á yfir tutt-
ugu ára leikstjóraferil að baki.
Hann sló í gegn með myndinni
Klute sem fjallaöi um vændiskonu,
leikna af Jane Fonda, sem hafði
verið hótað lífláti. Af öðrum mynd-
um hans má nefna The Parallax
View (1974) og Sophie’s Choice
(1982).
Réttarfar
Myndin dregur upp dálítið ógn-
vekjandi mynd af réttarfarinu í
on og í sjónvarpsþáttaröðinni Dyn-
asty. Það var raunar samstarf
Fords við leikstjóra myndarinnar
American Grafílti sem var ástæðan
fyrir því að hann fékk hlutverk
Solo í Star Wars því leikstjóri
beggja myndanna var George Luc-
as. Hann hefur síðan leikið í tveim-
ur Star Wars framhaldsmyndum
sem voru The Empire Strikes Back
(1980) og svo Return of Jedi (1983).
En það var þó með myndunum um
Indana Jones sem Harrison Ford
festi sig endanlega í sessi í hugum
áhorfenda sem atorkusamur leik-
ari. Nú er búið að gera þrjár mynd-
ir um Indiana Jones og hafa þær
allar verið unnar í samvinnu við
þá félaga George Lucas og Steven
Spielberg. Þær hafa allar veriö
óhemju vinsælar og það geta ekki
allir leikarar státað af því að hafa
leikið í a.m.k. helmingi tiu sölu-
hæstu myncfa allra tíma.
Ný ímynd
En Harrison Ford vár ekki
ánægður með hve einhæf ímynd
hans var meðal áhorfenda eins og
val hans á næstu kvikmyndahand-
ritum, sem hann ákvað að taka sér
fyrir hendur, endurspeglar. Árið
1985 lék hann í myndinni Witness
undir handleiðslu ástralska leik-
stjórans Peter Weir. Þar sýndi Ford
á sér nýja hlið sem leikari og sann-
færði áhorfendur um að hann væri
ekki síður góður leikari í alvarleg-
um hlutverkum en að túlka hetj-
urnar Solo og Indiana Jones.
Tveimur árum síðar gerði Hdrri-
son Ford aðra mynd með Weir, The
Mosquito Coast, sem varð ekki eins
vinsæl og fyrri mynd þeirra félaga
enda höfðaði efnisþráður myndar-
innar ekki til eins margra og Wit-
ness. Árið 1988 gerði Ford síðan
hörkuspennandi mynd með Roman
Polanski sem bar heitið Frantic og
sama ár einnig hina vinsælu gam-
anmynd, Working Girl. Hann hefur
ekki leikið í kvikmynd síðan, ef
nýjasta Indiana Jones myndin er
undanskilin, og þvi er þaö gaman
að sjá hann aftur í góðu formi í
Presumed Innocent. Þeirri mynd
er spáð miklum vinsældum en
tíminn einn mun skera úr um
hvort sú verður raunin. B.H.
Helstu heimildir: Variety Empire
Hér er Ford ásamt eiginkonu sinni og lögfræöingi í myndinni Presumed Innocent.
Umsjón
Baldur Hjaltason
Bandarikjunum. Það virðist vera
einum of auðvelt fyrir þá sem
kunna á kerfiö að beita óeðlilegum
þrýstingi til að fá sitt í gegn. Raun-
ar hafa myndir, sem gerast að
miklu leyti innan veggja dómsala,
ætíð verið vinsælar meðal Banda-
ríkjamanna, eða allt frá árinu 1931
þegar Lionel Barrymore hlaut
óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í
myndinni A Free Soul sem fjallaði
um drykkfelldan hæstaréttarlög-
mann. í myndinni heldur hann
m.a. 14 mínútna ræöu í réttarsaln-
um sem er líklega lengsta ræða sem
haldin hefur verið í kvikmyndum
sem fjalla um álíka efni. Þess ber
þó að gæta að þá voru aðeins liðin
fiögur ár síðan A1 Johnson braut
Harrison Ford sem Indiana Jones. Flestir þekkja Harrison Ford best sem Han Solo ...
þögnina í þöglu myndunum með
The Jazz Singer. Á tímum þöglu
myndanna tíðkaðist ekki að gera
myndir sem gerðust í réttarsal, lík-
lega vegna þess að lögfræðingar
tala manna mest í réttarsölum og
því erfitt að koma textanum til
skila.
Fríðurflokkur
í dag hefur fjöldi frægra leikara
leikið bæði saksóknara og verjend-
ur ásamt sakborningum í þekktum
myndum, svo sem Robert Redford,
Paul Newman, John Cleese, Cher,
Debra Winger, Richard Dreyfus og
Kirk Douglas, svo nokkrir séu
nefndir. Á síðastliðnum tíu árum
hafa verið gerðar margar góðar
myndir sem gerast að miklu leyti
innan veggja réttarsala, eins og
Kramer Versus Kramer (1979), And
Justice for All (1979), The Verdict
(1982), Jágged Edge (1985), Legal
Eagles (1986), Suspect (1987), The
Accused (1988), Scandal (1989),
Physical Evidence (1989) og svo nú
Presumed Innocent. Líklega hefur
aldrei reynt eins mikið á leikara-
hæfileika Harrisons Ford eins og
við túlkun hans á Rusty Sabick.
Þótt hann sé farinn að nálgast
fimmtugsaldurinn hefur hann
sjaldan verið betri en einmitt í Pre-
sumed Innocent. Hann hefur þessi
sérstæðu seiðmagnandi áhrif á
áhorfendur þannig að hann verður
sjálfkrafa miðpunktur atburðarás-
arinnar í hvert sinn sem hann birt-
ist á hvíta tjaldinu.
Harrison Ford
Þótt Harrison Ford hafi leikiö í
fyrstu kvikmynd sinni árið 1966
skapaði hann sér ekki nafn sem
leikari fyrr en með hlutverki sínu
í Star Wars sem Han Solo. Hann
hafði áður leikið í mörgum þekkt-
um myndum og þá í minni hlut-
verkum eins og í Zabriskie Point,
American Graffiti, The Conversati-