Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 21
LAUGAEDAGUR 11. 'ÁGÚST 1990. 21 Reykjavík fyrr og nú Af sómafólki á Sólvöllum Hér eru tvær þeirra íjölda yfir- litsmynda sem teknar hafa verið úr turni Kristskirkju. Myndirnar eru teknar suðaustur yfir Sólvell- ina og Melana og er eldri myndin frá árinu 1938. Myndirnar er báðar að flnna í hinu vandaða og skemmtilega ljós- mynda- og sögukveri, Reykjavík 200 ára - Saga höfuðborgar í mynd- um og máli. Uppbygging í hálfa öld Það sem einkum vekur athygh við samanburð myndanna er hin gífurlega uppbygging sem átt hefur sér stað sunnan Hringbrautar á sl. hálfri öld. Að Bráðræðisholtinu undanskildu var nánast öll íbúða- byggð vesturbæjarins norðan Hringbrautar þegar gamla myndin var tekin en fyrsti vísir Melahverf- isins var þó aö sjá dagsins ljós, sunnan Hringbrautar, milli núver- andi Hofsvallagötu og Furumels. Þá er athyglisverð sú mikla upp- bygging sem átt hefur sér stað á Háskólasvæðinu en á gömlu mynd- inni sést aö hús Atvinnudeildar Háskólans er fullbyggt en aöal- bygging Háskólans er að rísa. ■ 'JL* Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar - Ljósmynd Magnús Olafsson. Melavöllurog loftskeytastöð Á gömlu myndinni er íþróttavöii- urinn á Melunum fyrir sunnan Kirkjugarðinn. Melavöllurinn var tekinn í notkun árið 1926 en fyrir þann tíma var völlurinn örluið vestar, rétt sunnan við Hringbraut- ina á miili núverandi Furumels og Birkimels. Þá lá völlurinn frá vestri til austurs. Sandvíkurvegur sést greinilega á gömlu myndinni þar sem hann lá frá norðvesturhorni Melavallarins og suður Melana. Sunnan við Melavöllinn má sjá Loftskeytastöðina sem tekin var í notkun árið 1918 og loftskeyta- möstrin sem voru reist 1917 en tek- in niður árið 1953. Loftskeytastöðin er talin hafa haft ómetanlegt hernaðargildi fyrir breska setuliðiö á stríðsárunum. Á sjöunda áratugnum stóð húsið lengi autt og lá þá undir skemmd- um en var síðan endurnýjað og hefur Háskólinn þaö nú til afnota. Kirkjugarðurinn við Suðurgötu Kirkjugarðurinn á Melunum var vígður árið 1838 og hundrað árum síðar var hann enn helsti kirkju- garður Reykjavíkur þó Fossvogs- garðurinn væri vígður árið 1932. Eins og sjá má á gömlu myndinni var Kirkjugarðurinn berangurs- legur árið 1938 og ekki hefur hann verið hlýlegri árið 1910 þegar meistari Þórbergur upplifði þar sína fyrstu „upplyfting" með „fraukunni" vestan af Nesi. Á síð- ari árum hefur trjágróðurinn hins vegar gert Kirkjugarðinn að ró- mantískasta almenningsgarði borgarinnar. Sólvellir í forgrunni gefur að líta elsta íbúðahverfi vesturbæjarins, sunn- an Túngötu. Það eru húsin við austurenda Sólvallagötunnar sem mynda íbúðarhverfið Sólvelli fyrir vestan Hólavallatorg. Hverfið varð til er Sólvallafélagið svonefnda keypti land á þessum slóðum í byrj- un þriðja áratugarins og lét þar skipuleggja íbúðarhverfi. Hin veglegu íbúðarhús á þessum slóðum, „skipstjórahús“ víðar í vesturbænum og sambærileg elstu íbúðarhúsin í sunnanverðu Skóla- vörðuholtinu fyrir austan Njarðar- Ljósmynd Páll Stefánsson. götu, eru öll til marks um fjár- hagslega velgengni skipstjóra, út- gerðarmanna, iðnrekenda og kaup- manna á þriðja áratugnum. Sómafólk á Sólvöllum Á SólvöUum hefur búið íjöldi ein- stakUnga sem getiö hafa sér gott orð á hinum ýmsu sviðum mann- lífsins. Þaö er því ekki úr vegi að minnast hér á nokkra þeirra. Litla húsið á horni Ljósvallagötu og Sólvallagötu, sem snýr gafli í norður þar sem á sjást þrír gluggar, var hús Péturs Bjömssonar, skip- stjóra á Gullfossi. Þar fyrir vestan sér í austurhluta Sólvallagötu 3, en það hús byggðu bræðurnir Sigurður Kvaran lækn- ir og Einar H. Kvaran rithöfundur sem eflaust var vinsælasti og virt- asti rithöfundur þjóðarinnar á fyrri hluta þessarrar aldar. Einar H. Kvaran Á Hafnarárum sínum gaf Einar út tímaritið Veröandi, ásamt þeim Hannesi Hafstein, Gesti Pálssyni og Bertel E.Ó. Þorleifssyni en meg- Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson in tilgangur ritsins var að boða ís- lendingum raunsæisstefnuna. Einar átti öðrum fremur drýgstan þátt í þeirri vandasömu viðleitni að færa skáldsöguna, - inntak hennar, vettvang og búning, - nær hvers- dagslíf lesandans. Þá var hann einn helsti forvígismaður sálarrann- sóknarmanna hér á landi enda litu gárungamir svo á aö hann væri að treysta sambandið við annan heim er hann flutti af Túngötunni suður undir kirkjugarðshom. Afkomendur þeirra bræðra hafa síðan búiö í húsinu, m.a. dóttir Sig- urðar, Hjördís Kvaran, og dætur hennar Ásdís Kvaran lögfræðingur og Þuríður Kvaran, bókmennta- fræðingur og kennari, sem lést fyr- ir rúmum sex árum, langt fyrir ald- ur fram. Á Sólvallagötu 5 bjuggu tveir Miðbæjarskólakennarar, þeir Elías Bjarnason, yfirkennari og reikn- ingsbókahöfundur og Elías Eyjólfs- son en Sigurður Eilífsson skipstjóri bjó í vesturhelmingi hússins, Sól- vallagötu 5A. Þar býr nú dóttir Sig- urðar, Helga, og maöur hennar, Lárus Björnsson vélfræöingur. Á númer 7A bjó á árum áður Júlíus Loftsson múrarameistari og þar áður bróöir hans, Þorsteinn vél- stjóri. Þá bjó þar um skeið Pétur Jónsson óperusöngvari, áður en hann flutti á Ásvallagötuna. Sveinn Þorkelsson kaupmaður bjó og verslaði í hornhúsinu númer 9. Þar voru íjórar verslanir þegar mest var umleikis en slíkur versl- unarkjarni var þá nokkur nýlunda í bænum. Sveinn þótti góður söngv- ari sem og Daníel bróðir hans en þeir sungu lengi í karlakórum. Þá bjó Loftur Ijósmyndari í húsinu um skeið. Að Sólvallagötu 4, í litla húsinu gegnt Sólvallagötu 3 bjó Páll Ólafs- son frá Hjarðarholti, kaupmaöur og konsúll, faðir Ólafar mynd- höggvara og Jens mannfræðings en stóra húsiö þar fyrir vestan byggði Markús ívarsson járn- smíðameistari, stofnandi og for- stjóri Héðins. Markús þótti óvenju traustur og laginn verkmaður í sinni iön, ósér- hlífinn og framtakssamur. Hann var einn fyrsti athafnamaðurinn hér á landi sem safnaöi íslenskum málverkum og átti hann óvepju glæsilegt málverkasafn eins og m.a. má sjá á þeim málverkum sem dætur hans gáfu Listasafni íslands. Nú búa í húsinu dætur Markúsar, Guðrún, kona Magnúsar Björns- sonar í Héðni, og Sigrún, kona Baldurs Möller, fyrrv. ráðuneytis- stjóra, og móðir Markúsar Möller hagfræðings. Sólvallagata 8 var ekki risin er gamla myndin var tekin en þar bjó Ólafur Gíslason stórkaupmaður og síöar Guömundur í. Guðmunds- son, ráðherra og sendiherra. Á Sól- vallagötu 10 bjó Siguröur B. Sig- urös, konsúll og stórkaupmaöur, eigandi verslunarinnar Edinborg- ar í Hafnarstrætinu, faöir Níelsar Sigurössonar sendiherra. Gatan fremst á myndunum er auövitað Hávallagatan en þar bjó einnig fjöldi þekktra einstaklinga, eins og t.d. þeir Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður, Þóröur Stefánsson, kafari og skipstjóri, Jón Loftsson, kaupmaður og iðnrekandi, og Páll Sigurðsson tryggingayfirlæknir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.