Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990.
7
Fréttir
Þegar mönnum verður ekki
svefnsamt getur verið lýjandi að
mæta í vinnu. Þesai mynd er tek-
in klukkan átta að morgni við
ftskvinnslustöðina Granda.
DV-mynd S
Tekjur ritstjóra dagblaðanna:
Morgunblaðsritstjórar
með mestu tekjurnar
Vélknúnum
hjólbörum
stolið
í síðustu viku var stolið vélknún-
um hjólbörum úr vinnuskúr
starfsmanna í Heiðmörk í Vífils-
staðahlíð. Um er að ræða stórt og
dýrt tæki, sem ekki hefur verið
hægt að fara með nema nota krana
og vörubifreið. Þessar vélknúnu
hjólbörur eru gular að lit og munu
ekki vera til hjá öörum aðilum en
starfsmönnum í Heíðmörk.
Ef einhver hefur orðið var við
hjólbörurnar er hann beðinn að
láta rannsóknarlögregluna eða
Skógræktarfélag Reykjavíkur
vita.
Völvan áriö 1988:
Samvinna
austursog
Persaflóa
íslenska völvan hefur spáð því
aö Bandaríkin og Sovétríkin
mundu saman leysa hernaðar-
vandamál viö Persaflóa. Það er
því í fullu sarnræmi við spádóm
völvunnar að þandarisk og so-
vésk herskip stíma nú í áttina að
svæðinu við flóann.
í fréttaskeyti Ritzau segir að
nánar tiltekið hafi völvan sagt að
stórveldin tvö mundu standa
saman hernaðarlega í þeim til-
gangi að ná Möi viö Persaflóa.
Völvan hitíi þó ckki alveg beint
í mark meö þessum spádómi sin-
um þar sem hann varð til í árslok
1987 og gilti fyrir árið eftir. -hlh
Ekkert f yllirí
-enginn
hávaði
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Að sögn Alfreðs Björnssonar og
Huldu Pétursdóttur, listafólksins
sem var með málverkasýningu á
Hótel Djúpuvik, dvöldu þau fimm
daga á hótelinu og líkaöi mjög vel
öll þjónusta. Þar sást aldrei vín á
nokkrum manni, ekkert fyllirí,
og þar af leiöandi enginn hávaöi.
Sama fólkið segist koma þangaö
árlega til njóta staðarins og
kyrröarinnar, einkum bakveikt
fólk, því það segir að hvergi séu
betri dýnur en á Hótel Djúpuvík.
Vidskiptabann
á Irak
og Kuwait
Ríkisstjórnin samþykkti í
fy rradag bann viö öllum viðskipt-
um íslendinga viö iraka og
Kuwaita vegna innrásar íraka i
Kuwait. Viðskiptabannið er í
samræmi viö samþykkt Öryggis-
ráös Sameinuðu þjóðanna frá 6.
ágúst. -J.Mar
Tekjur ritstjóra blaðanna viröast
vera í réttu hlutfalli viö stærð blað-
anna. Þannig eru ritstjórar Morgun-
blaðsins með mestu tekjurnar og síð-
an koma ritstjórar DV. Undantekn-
ing frá þessu er að ritstjóri Alþýðu-
blaðsins kemur næst á eftir þeim.
Það verður að hafaí huga að varla
er raunhæft að hafa Ólaf H. Torfason
með í þessum samanburði. Bæði er
það að greinilega er áætlað á hann
og hitt er það að í fyrra starfaði hann
sem upplýsingafulltrúi hjá land-
búnaðarsamtökunum.
í fyrri dálkinum eru sýndar meðal-
tekjur á mánuði árið 1989. í seinni
dálkinum eru þessar meðaltekjur
sýndar framreiknaðar til verðlags í
júlí 1990. Þá er miðað við hækkun
framfærsluvísitölu sem nemur
15,55% frá meðaltali ársins 1989 til
júlímánaðar 1990.
Það verður þó að athuga að tekjur
ritstjóra hækka ekki samfara hækk-
andi framfærsluvísitölu svo að tekj-
urnar, sem sýndar eru framreiknað-
ar í síðari dálkinum, gætu verið aðr-
ar en hér er sýnt.
-pj
Tekjurá
mán. '89 i Áverðl.júli
þús. kr. '90íþús.kr:
Matthías Johannessen, Morgunblaðinu...... 484 559
Styrmir Gunnarsson, Morgunblaðinu........ 421 486
Jónas Kristjánsson, DV........................... 327 378
Ellert B. Schram, DV............................. 275 318
Ingólfur Margeirsson, Alþýðublaðinu.............. 252 291
IndriðiG. Þorsteinsson,Tímanum................... 217 251
ÓlafurH.Torfason*, Þjóðviljanum.................. 208 241
IngvarGíslason.Tímanum........................... 208 241
Árni Bergmann, Þjóðviljanum...................... 150 173
'Áætlað á viökomandi
NI5SAIM
PATHFINDER
TERRANO
Allra síðustu fréttir (stop news):
4 Wheel & Off-Road: Nissan Pathfinder
kosinn „Car of the year"
• Enn kraftmeiri: V6, 3,0 vél með full-
kominni (Multi Point) beinni innspýt-
ingu eða ótrúlega öflug 2,7 turbo dísil.
• Valið stendur um fjögurra gíra sjálfskipt-
ingu eða fimm gíra beinskiptingu.
Car and Driver: Sjö ritstjórar báru saman
nýjustu jeppana, fjögurra dyra: Toyota
4Runner, Cherokee, Mitsubishi Montero
(Pajero), Nissan Pathfinder, Ford Explorer,
GMC Jimmy og Isuzu Trooper. heir kom-
ust að þeirri niðurstöðu að Nissan Path-
finder, fjögurra dyra, stæði þeim öllum
framar.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2,
sími 67-4000