Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1990, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990. Dátadrauimir verður að verule - íslenskar stelpur heilluöust af ítöls „Vááaa, Marlboro!" skrækti ein þeirra þegar ítölsku dátarnir tóku upp sígaretturnar og buðu smók. Yfir sig hrifnar, rétt eins og kynsystur þeirra í „ástandinu" þegar þeim buðust tyggjóplötur og nælonsokkar. DV-myndir JAK Dökkir yfirlitum, snaggaralegir í glæsilegum dökkum búningunum sínum með hvítt kaskeitið á höfðinu, flautandi á dömurnar, roggnir með sig. Enda líklega sjaldan fengið eins mikla athygli og eftirtekt og á undan- fornum dögum. ítölsku dátamir af ítalska herskipinu San Giorgio, sem kom til Reykjavíkurhafnar síðastlið- inn fóstudag, hafa notið sín vel í borg Davíðs innan um allt fallega kven- fólkið sem hópast hefur í kringum þá nú síðustu daga. Sumir líkja ástandinu í borginni síðastliðna viku við hið raunveru- lega „ástand“ á stríðsárunum sem oft er vitnað til og orðiö er óijúfan- legur hluti af íslandssögunni. Litlu, sætu dátarnir, oftast tveir. þrir §arri- an, hafa spássérað um bæinn daginn út og inn og jafnan með öll skilning- arvitin vel vakandi. Ungu stúlkurnar „hafa ekki fengið frið“, eins og það heitir. ítalarnir upplifðu Reykjavík eins og paradís á jörðu. Al).t morandi í ungu, fallegu kvenfólki sem tilbúið var aö kynnast þeim; misvel þó. Jafnt að degi sem kveldi mátti sjá ungu sveinana í kringum Reykjavík- urdömumar. Ljóst var að þau kynni, sem tókust með þeim, voru misalvar- leg. Frá því að kasta kveðju á hvort annað til faðmlaga og heitra kossa. Þetta var það sem sjá mátti með ber- um augum bara með þvi að keyra eða rölta um bæinn. Sagan segir svo að eitthvað enn alvarlegra hafi búið að baki sumra þessara kynna. Skyldi svo vera? Æth mörg stúlkan sitji heima nú um helgina með sárt ennið og hugsi um dátann sinn? Elskar hann mig, elskar hann mig ekki, elskar hann mig...? Það hefur nú alltaf verið draumur að vera með dáta. íslenskir karlmenn hafa enda verið hálfvand- ræðalegir þegar þeir hafa labbað nið- ur Laugaveginn síðustu daga og horft upp á hvernig kvnbræður þeirra úr suðri hafa heillað kvenpen- inginn. Með rétta augnaráöinu, bros- inu og annarri framkomu hefur þeim tekist að láta stúlkurnar fá á tilfinn- inguna að þær séu prinsessur. Og sýnilegt var að stúlkurnar kunnu flestar afar vel að meta þessa skyndi- legu athygli. Samkvæmt sjálfs- traustsmælingum á íslenskum karl- mönnum undanfarna daga hefur sjálfstraust þeirra farið mjög snögg- lega dvínandi. Stelpur í ævintýraleit Reyndar hefur verið bráðskemmti- legt að fylgjast með þessu „ástandi". Síðastliðið þriðjudagskvöíd hófum við að fylgjast með, agndofa, eigin- lega rasandi á hvemig þetta gekk fyrir sig. Þótt útsendarar heigar- blaösins teljist ekki beint til heilagra eða viðkvæmra sála fannst okkur þetta samt sérkennileg uppákoma. Tvær og tvær, ljóshærðar, nýgreidd- ar með ljósan varaht eða dökkan, komu þær út úr þristinum, fimm- unni og þeim öllum og fóru að rölta um. Svona fljótlega eftir kvöldmat- inn hjá mömmu og pabba. Auðsýni- lega spenntar; einn sagði eins og belj- ur sem hleypt væri út úr fiósi á vor- in. En annar að þetta væru bara stelpur í smáævintýraleit og líklega væru þær fæstar tilbúnar til að ganga neitt langt með dátunum. Að minnsta kosti ekki þær sem kæmu með strætó. Kannski 13,14 ára. Þessar á bílunum, sem keyrðu beint að Ægisgarði, að skipinu og flautuðu á gæjana þegar þeir töltu út úr skipinu, væru líklega kræfari. Langar bílarunur mynduðust fyrir utan skipið og á rúntinum voru ung- ar stúlkur í yfirgnæfandi meiríhluta. íslensku strákarnir héldu sig fiarri á meðan á þessu stóð. Skruppu bara á „Back to the Future" eða fengu sér „Tarsan" á leigunum. Stelpurnar voru óragar við að flauta á þá pilta sem þeim leist á og þeir voru ekki síður ófeimnir við að banka á bílrúðurnar og hefia sam- ræður. Oft sást í afturendann á þeim stökkvandi inn í bílana. Það sem vekur athygli er framkoma þessara ungu pilta. Flestir þeirra eru mjög ungir aö árum og sást aldrei áfengi á neinum þeirra á almannafæri. í samtali við einn reyndan varð- stjóra lögreglunnar kom fram að þessir drengir hefðu verið alveg til fyrirmyndar. Kurteisir og agaðir. Enda hefðu þeir ekki orðið til nokk- urra vandræða. Enginn hefði klagað eða kvartað yfir þeim. Sagði hann að áhafnir erlendra skipa, sem hér kæmu í höfn, væru mjög misjafnar. Stundum fylgdi sjóliðunum drykkja og gauragangur og oft þyrfti að hafa afskipti af þeim. Lögregluvarðstjór- inn brosti út í annað er hann var spurður hvort það væri ekki misjafnt eftir þjóðerni sjóliðanna hversu vin- sælir þeir væru á meðal kvenþjóðar- innar. Jú, enginn vafi, ítalar og frændur þeirra af suðrænum slóðum bæru af hvað það varðaði. Þetta eru svo sem engin ný sann- indi. íslensku kvenfólki hefur hingað til, mörgu hverju, þótt dökkt yfir bragð og framkoma erlendra karl- manna heillandi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um samskipti ís- lensks kvenfólks og erlendra sjóhða sem hingað hafa komið í gegnum tíð- ina, svo ekki sé nú talaö um her- mennina sem hér voru á stríðsárun- um. Karlmaður á miðjum aldri minnist þess þegar ítalskt herskip kom hér sumarið ’57. Undirfötin hafi verið að finnast næstu vikumar úti um allar trissur og margt barnið mun hafa verið getið í Hljómskála- garðinum. Þá hafa margir horft upp á sam- skipti íslenskra stúlkna og suðrænna karlmanna á sólarströndum. Vissu- lega hljóta íslenskir karlmenn einnig að sækja í erlendar konur sem hing- að koma og þykja sérstakar. En hehu skipin af erlendu kvenfólki hafa enn ekki komið hér í höfn. „Hæ, skvís" En æth það yrði ekki uppi fótur og fit ef það gerðis’t? Hvemig myndu þessir sömu íslensku herrar og hneykslast sem mest á stelpunum núna bregðast við? Ef hehl farmur af fahegu, erlendu kvenfólki, kannski 400-500 stelpur, birtist hér á götum borgarinnar si sona? Jú, það væri gaman að fylgjast með því. Æth það yrði ekki til að æra óstöðugan? En veslings íslensku piltarnir, sem Þessar voru mættar niður á höfn að sækja gæjana. Hér smeygja óeinkenn- isklæddir ítalar sér inn i bílinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.