Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Page 5
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990.
5
Fréttir
Tekjur ráðherra:
Afjórða
hundrað þús-
und krónur
Framreiknaðar tekjur ráðherra á
síðasta ári voru á fjórða hundrað
þúsund krónur á mánrði. Efstur á
hstanum er forsætisráðherra Stein-
grímur Hermannsson með 380.000
krónur í tekjur. Næstir koma Jón
Baldvin Hannihalsson, Jón Sigurðs-
son, Júlíus Sólnes og Halldór Ás-
grímsson.
Ráðherrar Borgaraflokksins voru
með mjög mismunandi tekjur á síð-
asta ári. Það verður að athuga aö
þeir urðu ekki ráðherrar fyrr en á
síðasta sumri þannig aö tekjur þeirra
fyrir þann tíma ráða miklu um með-
altalstekjur þeirra.
í fyrri dálkinum eru sýndar skatt-
skyldar tekjur á mánuði árið 1989. í
seinni dálkinum eru þessar sömu
tekjur sýndar framreiknaðar til
verðlags í ágúst 1990. Þá er miðað við
hækkun framfærsluvísitölu sem
nemur 15,86% frá meðaltali ársins
1989 til ágústmánaðar 1990.
Ekki má blanda saman hugtökun-
um tekjur og laun og einnig verður
það að vera ljóst að seinni dálkurinn
sýnir framreiknaðar tekjur í fyrra,
ekki tekjur þessara aðOa í dag.
-pj
Tekjurá
mán.'89í Áverðl.
þús. kr. ágúst'90í
þús. kr.
Steingrímur Hermannsson.......................... 328 380
Jón Baldvin Hannibalsson......................... 313 362
Jón Sigurðsson................................... 294 341
JúlíusSólnes..................................... 290 337
HalldórÁsgrímsson.............................. 287 333
Guðmundur Bjarnason............................. 273 316
SvavarGestsson................................. 272 315
Steingrímur J. Sigfússon......................... 272 315
Jóhanna Sigurðardóttir.......................... 261 303
ÓlafurRagnarGrímsson............................. 260 301
Óli Þ. Guðbjartsson............................. 201 232
Margar myndir hafa nú borist í Ijósmyndasamkeppni DV og Ferðamála-
árs Evrópu 1990. Skilafrestur er til 1. september og vegleg verðlaun
verða veitt fyrir bestu myndirnar.
Þessi mynd er sýnishorn af þeim myndum sem borist hafa í keppnina.
Henni fylgdi visa sem hljóðar svo:
Þegar gullin sólin sest
í sumarkvöldsins töfraglóð
út við sjóinn unir best
ungur sveinn á norðurslóð.
»eins
A A A
Radíóbúðin hf.
Sími: (91) 624 800
Apple-umboðið
Skipholti 21, Reykjavík.
ar um
í dag!