Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990.
13
Lesendur
»
nar Ola
„Pecan pie“ og
Brownies“ kökur
Einar Ölafsson skrifar:
Ég og aörir í fjölskyldunni kaupa
stundum kökutegundir sem fást í
búðum og koma erlendis frá. Ekki
eru þær allar góöar og sumar eru
allt að því ósöluhæfar, hvað þá
neysluhæfar. - En sumar eru líka
afbragðsgóðar og einkum þær teg-
undur sem geymdar eru frosnar.
Það er orðið talsvert mikið úrval
af þessu í verslunum og frá ýmsum
löndum og undir mörgum vöru-
merkjum.
Ein tegundin finnst mér þó bera
af hvað bragð og gæði snertir, það
er tegund sem kallast „Pecan pie“
og hefur lengi vel verið fáanleg í
matvöruverslunum. En þess vegna
skrifa ég nú þetta bréf að ég hef
ekki fundið þessa tegund á markað-
inum í langan tíma. Ég hef spurt
verslunarstjóra og þeir ýmist vita
ekkert um málið eða þá að þeir
segja sem svo að það hljóti að koma
með næstu sendingu. - Það hefur
hins vegar ekkert „Pecan pie“ sést
þótt sendingar komi og hverfi úr
verlsununum.
Það væri því fróðlegt fyrir mig
og aðra kaupendur þessarar teg-
undar af kökum að vita hvað veld-
ur því, að „Pecan pie“ er ekki til,
en allar aðrar tegundir frá því
sama merki, og þrátt fyrir það að
þessi sérstaka tegund er mun vin-
sælh en nokkur hinna frá sama
merki. - En það er ekki bara að
þessi sérstaka tegund sé ekki seld
lengur. Ég hefl tekið eftir því að
ákveðin tegund kökudufts, svokah-
að „Brownies" er ekki lengur á
markaðinum. Og það er því verra
að það sérstaka kökuduft sem mátti"
baka á næsta mettíma var bæði
gott og þæghegt.
Mér er tjáð (af manni kunnugum
í innflutningi), aö þar sé um að
ræða þrýsting frá bökurum um að
ekki sé flutt inn þetta prýðhega
duft því það minnki sölu á svoköh-
uðum „skúffukökum“. Ef þetta er
rétt er hér um að ræða hehmikið
og stórt mál sem myndi helst flokk-
ast undir „mafiu“- starfsemi eða
vissa tegund kúgunar í viðskiptum.
- Þetta mál þyrfti nú að taka fyrir
sérstaklega.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
lesendasíða DV fékk hjá innfiytj-
anda MacCain matvara, Dreifmgu
sf., er ástæðan fyrir því að ekki er
lengur að fmna „Þecan pie“ sú að
amast hefur verið við merkingu á
pökkunum, þar sem segir að „engin
rotvarnarefni" sé að finna í nefndri
kökutegund, heldur er frystingin
látin nægja sem geymsluaðferð. -
Úr þessu er verið að reyna að bæta
á þann hátt sem talinn verður þókn-
anlegur íslensku matvælaeftirhti.
Ástæðan fyrir skorti á „Brow-
nies“ eða amerískum skúffuköku-
deigi frá Philsbury er hins vegar
ekki ljós ennþá, en samkvæmt
könnun okkar er það staðreynd að
þessi tegund hefur ekki verið til
sölu hér í langan tíma.
Sláturfélagshúsið fyrir fangelsi
HAFARoyal
20-50% AFSLATTUR
Vegna breytinga seljum við nokkrar
innréttingar með miklum afslætti
Powlsen
SUÐURLANDSBRAUT 10, SÍMI 68 64 99
Hafliði Helgason skrifar:
Ýmsar vangaveltur hafa verið um
það hvað gera ætti við hið nýja hús
Sláturfélags Suðurlands í Laugamesi.
- Hér vantar tilfinnanlega nýtt fang-
elsi og leggja ætti Hegningarhúsið við
Skólavörðustíg niður sem fyrst því
þar eru ekki mannabústaðir.
í Sláturfélagshúsinu mætti einnig
hlú að geðsjúkum og föngum í örygg-
isgæslu. Hér er ekki th nein stofnun
fyrir þetta fólk, því miður. - Vonandi
tekur dómsmálaráðherra þetta mál í
sínar hendur oe fær einhveriu áork-
Reglubundin samskipti
besta ráðið
Sigríður Sigurðardóttir skrifar:
Undanfarið hafa tvær sorgmædd-
ar ömmur hringt til lesendadálks
DV og kvartað yfir eigingjörnum
mæðrum. Ég vh segja nokkur orð
í því sambandi og veit ég að ég
mæli fyrir munn margra einstæðra
mæðra, sem og .mæðra sem hafa
fengið umráðarétt yfir börnunum
við skilnað eða sambúðarsht.
Ég veit um mörg dæmi þess að
börn þessara mæðra eiga feður sem
mjög takmarkaðan áhuga hafa fyr-
ir bömunum, koma þegar þeim
hentar og láta svo hvorki sjá sig
né heyra svo vikum skiptir og bera
fýrir sig ótrúlegustu afsakanir, t.d.
að núverandi kona vhji ekki bömin
ef þeir eru komnir aftur í sambúð,
eða að þeir þurfi að vinna svo mik-
ið að þeir geti ekki sinnt börnun-
um.
Þessar tilvhjanir í umgengni við
börnin koma oft miklu thfinninga-
róti á þau og venjulega eru það
mæðurnar sem stija uppi með sorg
og vonbrigði barnanna. Reynslan
sýnir að það sé best fyrir barniö
og gefi því mesta öryggið og jafn-
vægið í uppvextinum, að faðirinn
hafi reglubundin samskipti við
böm sín, enda hafa börn rétt á því
samkvæmt barnalögunum að fað-
irinn taki þau th sín aðra hvora
helgi, páska eða jólafrí - og tvær
vikur á sumrin.
Fæstir. feður hafa hins vegar
áhuga fyrir þessu fyrirkomulagi.
Ég hvet því þessar mæður til að
vera eigingjarnar á börnin sín ef
þær telja það vera börnunum fyrir
bestu. - Einnig vh ég votta þeim
feðrum sem virða úmgengnisregl-
ur við böm sín og hugsa þar af leið-
andi fyrst og fremst um velferð
barna sinna mína fyllstu virðingu.
Gegn eigingirni f ullorðinna?
Ein að norðan skrifar:
í lesendadálki DV hefur talsvert
verið rætt um börn og rétt foreldra
þeirra. „Sorgmædd amrna" óg
„Kona“ ræddu um samtök feðra,
líklega gegn mæðrum. - Gísli ræðir
hins vegar um feður, ábyrga sem
óábyrga, og hvort ekki beri að efla
ábyrgðarthfinningu þeirra.
Hvemig hann ætlar að fara að því
er órætt mál.
Ég er móðir og á börn tveggja
manna. Tveir pabbar sem eru eins
og svart og hvítt. Annar hringir,
býður í heimsókn, sendir peninga
og vih aht gera th að hafa gott sam-
band við börnin sín. - Hinn gæti
aht eins verið niðri á „sex fetun-
um“ (steindauður). Barnið reyndi
að ná sambandi en hefur löngu
gefist upp og afskrifað þennan
áhugalausa pabba.
Hvemig samtök eigum við að
mynda gegn svona feðrum? Eigum
við að draga þá á hárinu á fund
barnanna sinna? Þvinga þá th að
sýna elsku th þessara greyja sem
ekki báðu um að verða th? Ég vh
að barnið mitt læri að þekkja fóður
sinn og hálfsystkini, ef einhver eru.
En hvernig fer ég að því? Get ég
kallað á hjálp Félagsmálastofnun-
ar? Nei, ég slæ frekar höfðinu við
steininn.
Th eru barnalög upp á margar
síður, en þau gera ekkert í svona
tilfelli. Jæja, þrátt fyrir allt er ég í
heppna hópnum, ég er gift aftur
indæhs manni sem fóstrar öll mín
börn, og föðurlausa barnið mitt er
hamingjusamt því aö í þessum
óskylda manni hefur það fundið
langþráðan pabba.
Þá ætti hamingjan að vera fuh-
komin. - En aUtaf skröltir högg-
ormur inni í paradís. Jú, forráða-
maður barna hans. Þau koma þeg-
ar HÚN viU og fara þegar HENNI
þóknast, eiga að gegna honum, en
ekki henni, þessari nýju konu
hans. Ný martröð. Hvaða rétt hef
ég nú í nýja hlutverkinu sem vonda
stjúpan? Já, þetta er erfitt mál.
Hvernig samtök þurfum við
helst? Feður gegn mæðrum, eða
öfugt? Þaö skyldi þó aldrei vera að
samtökin sem stofna þyrfti væru
samtök bama gegn eigingirni fuU-
orðna fólksins, feðra og mæðra?
RYMINW'
15%-20% jALA
afsláttur
FJALLAHJOL SLATTUVEL
10 gíra-Kp&990
13.593s.gr
12 gíra-Kr. 18.500
14J97s.gr
18 gíra-Ky 9.990
^ 15.992.
LúJlM
(052)-Kr.J*Wir“
14.161
G.Á. Pétursson hf
Nútíðinni Faxafeni 14,
sími 68 55 80
(P420)-Kr. 36.850
29.4 9stgh/
S m M'
Raögreiðslur
Enginn útborgun, greiöist á 4-6 mánuöum.