Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1990, Síða 15
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990. 15 Álverið til Austuriands „Staðsetning Reyðarfjarðar er markaðslega sterk og skynsamleg frá flestum hliðum málsins,“ segir greinarhöfundur m.a. - Frá Reyðarfirði. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um staðsetningu fyrirhugaðs álvers. Ljóst má vera að staðsetning á suðvesturhorni landsins er neikvæð með tilliti til þróunar byggðar í landinu og mjög kostnaðarsöm fyrir þjóðina vegna fólksflótta frá landsbyggðinni sem fylgja myndi slíku staðarvali. Spurning dagsins Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins, haldinn 5.-8. október 1989, sam- þykkti í ályktun um byggðamál „að stóriðju og stórfyrirtækjum verði valinn staður á vaxtarsvæðum landsbyggðarinnar" eins og fram kom í ágætri blaðagrein Egils Jóns- sonar alþingismanns í Mbl. 14. ágúst sl. Hvað gerir svo ríkisstjórn sem í upphafi kenndi sig við Jafnrétti og félagshyggju"? Það er spurning dagsins hvort núverandi ríkis- stjórn ætlar að efla landsbyggðina, eða hvort hún ætlar að staðsetja álver á suðvesturhorninu. Fljóts- dcdsvirkjun þarf að rísa verði af hyggingu álvers. Hvernig getur það borgað sig að flytja orkuna suður eða norður en ekki nota hana á Austfjörðum og velja álverinu stað þar? Svarið hlýtur að vera að hagkvæmast sé að flytja orkuna sem styst og nota núverandi flutningslínur til þess að flytja orku frá þeim virkjunum sem þegar er búið að fjárfesta í. Þótt íbúar Reyðarfjarðar og ná- grennis séu ekki margir, þá er það alls ekkert vandamál í sambandi við rekstur álvers. Staðsetning Reyðarfjarðar er markaðslega sterk og skynsamleg frá flestum hliðum málsins. Samningsatriði? Ríkisstjórn landsins átti að vera KjaHaiinn Kristinn Pétursson alþingismaður búin að marka stefnu í þessu máli í staðinn fyrir að draga lappirnar og fela sig á bak við að staðsetning álvers sé „samningsatriði“. Stað- setningin er ákvörðunaratriði og fólkið á landsbyggðinni bíður eftir að ákvörðunin birtist. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að taka ákvörðun í málum sem þess- um út frá skynsemis-, markaðs- og byggðasjónarmiðum, en ekki fram- selja ákvörðunina frá sér sem „samningsatriði". Slíkt framsal er aulaháttur. Viðsemjendur okkar áttu að fá staðsetninguna á samn- ingsborðið. Kjarni þessa máls er að: 1. Orkan verður ódýrust með því að flytja hana sem styst. 2. Flutningsleið til helstu hafnar- borga í Evrópu er ódýrust frá Reyðarfirði. 3. Hafnargerð er ódýrust í Reyðar- firði. 4. Reyðarfjörður er ekki á jarð- skjálftasvæði. 5. Reyðarfjörður er utan hafís- svæða. 6. Reyðarfjörður er ekki land- búnaðarhérað. 7. Það vantar fleiri hjól undir at- vinnulíf á Austurlandi. 8. Fólksfjöldi er ekki vandamál. 9. Álver myndi flýta samgöngu- bótum á Austurlandi. 10. Reyðarfíörður og nágrenni er afstressað og fallegt umhverfi tilvalið fyrir slíkan rekstur. Óþolandi dráttur Þetta eru í fljótu bragði þau atriði sem skipta máli við ákvörðun um staðsetningu álvers. Allt tal um að fólksfæð sé vandamál er út í hött! Síðan hvenær er uppbygging landshluta vandamál? Ákvörðunin myndi einmitt stuðla að jafnvægi í byggðamálum, sem bætir lífskjör! Staðsetning á suðvesturhorni landsins myndi hins vegar kalla yflr þjóðina mörg félagsleg vanda- mál vegna fólksflutninga frá lands- byggðinni til suðvesturhornsins og mikillar þenslu vegna húsnæðis- skorts syðra samfara auknum óseljanlegum fasteignum á lands- byggðinni. Eg vísa því á þug að kostnaður sé meiri við byggingu álvers á Reyðarfirði vegna fámennis. Stað- setning vinnubúða fast við fyrir- hugaða verksmiðju kemur á móti sem betri nýting vinnuafls á bygg- ingartíma. Það skal að lokum áréttað að það er óþolandi að fólk sé dregið lengur á ákvörðun í þessu máli. Ríkis- stjórn landsins ber skylda til þess að taka ákvörðun í málinu strax út frá skynsemis-, markaðs- og byggðasjónarmiðum eins og áður sagði og leggja mábð síðan tafar- laust fyrir Alþingi íslendinga til endanlegrar ákvörðunar. Kristinn Pétursson „Slíkt framsal er aulaháttur. Viðsemj- endur okkar áttu að fá staðsetninguna á samningsborðið.‘‘ Ein þjóð og álver í átta kjördæmum „Eg held að deilan um staðsetningu álversins hljóti að vekja menn til um- hugsunar um þá sóun og sundrungu sem kjördæmaskiptingin hefur 1 för með sér.“ Það er Ijótur blettur á íslensku þjóðfélagi að þegnarnir skuli ekki allir hafa sömu áhrif í kjörklefunum. Oft er það svo að ágætir menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Oft- ast eru þeir blindaðir af fúagrein- um eiginhagsmuna. Gott dæmi um þessa villuráfandi sauði eru þeir menn sem þessa dagana tjá sig um nýja stóriðju á íslandi- Af allri þeirri umræðu, sem fram hefur farið um þetta mál, virðast deilur um staðsetningu stóriðjunnar yfir- gnæfandi. Eftir að ungar þeirra sveita, sem til greina koma sem aðsetur álvers- ins, hófu rimmu í fiölmiðlum um staðsetningu þess hafa þingmenn þessara sömu sveita ekki séð sér annað fært en að baula í kapp. Helst er á þessu fólki að skilja að betra sé ekkert álver en álver í öðrum landshluta en þeirra eigin. Þannig segja Reyknesingar að það muni kosta skattgreiðendur marga milljarða að setja álverið í Eyja- eða Reyðarfíörö. Landsbyggðarmenn segja á móti að verði verið sett nið- ur á Reykjanesi muni endanlega útséð um að takast megi að snúa við byggðaþróun síðustu sextíu ára. Löggjafi í landshlutabásum Þessi fánýta rimma vekur óneit- anlega fyrst þá spurningu, hvort önnur sjónarmið en hagkvæmnis- sjónarmið verði látin ráða stað- setningu álversins. Á ef til vill að fara enn einu sinni eftir forskrift misvitlausra stjórnmálamanna? Á ef til vill að nota sömu uppskrift og hefur reynst svo afgerandi í loð- dýrarækt og fiskeldi hérlendis? Verður hlustað á músarholusjón- armið og daufheyrst við því sem skila mun væntanlegu álveri mest- um hagnaði og þjóðarbúinu mest- um tekjum með sem minnstum til- kostnaði? Að sjálfsögðu er stórkostleg hætta á þessu. Það segir sig sjálft þegar opinberir aðilar eiga hlut að KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ máli. Það er ekki síst þegar stjórn- völd eru bundin því að sinna hags- munum byggðarlags síns umfram hagsmuni þjóðarinnar. Skipting löggjafans í landshluta- bása eins og verið hefur er án efa eitt helsta mein íslensks þjóðfélags. Ég tala nú ekki um þegar stjórn- völd hafa jafnmikil afskipti af at- vinnulífinu og verið hefur. Tog- streitan um álverið er gott dæmi um þetta. Úr Rangeyjarsýslu Fyrir það fyrsta ættu stjórnvöld alls ekki að skipta sér af atvinnu- uppbyggingu eða atvinnulífi í landinu með nokkrum hætti. Þann- ig ætti til dæmis að gefa lands- mönnum bruðlfyrirtækið Lands- virkjun. En nú er það nú svo, að íslenskir stjórnmálamenn hafa un- un af því að fitla við atvinnulífið og atkvæðakaup eru í algleymingi. Hvernig er þingmanni úr Rang- eyjarsýslu t.d. stætt á því að berj- ast ekki fyrir að höfn verði byggð í höfuðstað sýslunnar? Þaðan hefur að vísu aldrei verið nein útgerð og staðurinn bölvuð öræfi, en hvaða máli skiptir það þegar vörubílstjór- arnir, smiðirnir og mörg önnur at- kvæði fá vinnu og hugsa hlýtt til þingmannsins í næstu kosningum? Einir hagsmunir í einu kjördæmi Það er því auðvitað nauðsynlegt að breyta landinu sem fyrst í eitt kjördæmi. Það hefur ekki einungis þann kost í för með sér að þing- menn verða ekki ofurseldir hreppahagsmunum og fyrir- greiðslu við kjördæmi sitt heldur mun sú breyting auðvelda jöfnun á vægi atkvæða. Það hefur verið ljótur blettur á íslensku þjóðfélagi að þegnarnir skuli ekki aflir hafa sömu áhrif í kjörklefunum. Sumir hafa jafpvel gengið svo langt að segja að það sé réttlátara kerfi í Sovét, þar sem öll atkvæði gildi jafnt þó að aðeins einn flokkur sé í boði! Hvað höfum við svo að gera við kjördæmaskiptingu ef löggjafinn hættir að skipta sér af atvinnulíf- inu og fer þess í stað að sinna hlut- verki sínu? Eiga lög (einnig bráða- birgöalög) ekki að vera þannig að allir séu jafnir fyrir þeim? - Ég man ekki betur en að þaö sé stjórnar- skrárbundið þó að ríkisstjórnin hunsi það. Álver í öll kjördæmi Ég held að deilan um staðsetn- ingu álversins hljóti að vekja menn til umhugsunar um þá sóun og sundrungu sem kjördæmaskipt- ingin hefur í för með sér. Við erum jú ein þjóð í einu landi og það er alger óþarfi að sundra þjóðinni með þessum hætti. Eitt kjördæmi í stað átta væri lík- legra til að skila okkur varanlegum gæðum í stað stundargróöa ein- stakra byggðarlaga. Þetta er eina leiðin til að fá álver í hvert eitt og einasta kjördæmi á íslandi. Glúmur Jón Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.