Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990. Myndbönd Félagarnir Tango og Cash halda fyrsta sætínu aðra vikuna í röð enda engir venjulegir kappar þar á ferð. Inn á listann kemur þó ný mynd, Sea of Love, sem er til alls vís enda A1 Pacino þar í aðalhlut- verki. Neðar á hstanum má síðan sjá tvær nýjar myndir. Önnur segir frá homaboltaleikurum með Tom Ber- enger í aðalhlutverki. Driving Miss Daisy er margverðlaunuð gæða- mynd og hún fer nú inn á listann. 1. (1) Tango & Cash 2. (3) Black Rain 3. (2) Uncle Buck 4. (-) Sea of Love 5. (5) Next of Kin 6. (4) Turner & Hooch 7. (7) Leviathan 8. (9) Family Business 9. (-) Driving Miss Daisy 10. (-) Major League Vöðvabúnt leidd í gildru Banvæn þjóðarsál TALK RADIO Útgefandi: Arnarborg. Leikstjóri: Oliver Stone. Handrit: Eric Bogosian og Oliver Stone. Framleið- andi: Edward Pressman og A. Kitman Ho. Aðalhlutverk: Eric Bogosian, Alec Baldwin, Ellen Greene, Leslie Hope. Bandarisk 1988. Bönnuð yngri en 16 ára 104 mín. Þetta hlýtur að vera uppáhalds- mynd útvarpsmannsins! Hér er á ferðinni athyghsverð úttekt Oh- vers Stone á heimi útvarpsmanns- ins. Reyndar er enginn venjulegur útvarpsmaður hér á ferð því sögu- hetjan er lokuð inni í búri þar sem hún talar við útvarpshlustendur og lætur bókstaflega allt flakka. Þessi mynd fór halloka fyrir Good Moming America með Robin Will- iams í aðalhlutverki, enda kannski ekki eins vel falhn til vinsælda. Það er fremur dökk hhð af þessari ver- öld sem hér er dregin upp. Myndin segir frá útvarpsmann- inum Barry sem er lokaður inni í stúdíóveröld sinni og nær miklum vinsældum sem kjaftfor útvarps- maður er nánast móðgar allt og aha. Eric Bogosina er í aðalhlut- verki, auk þess að vera skrifaður fyrir handritinu með Stone. Það er forvitnilegt að fylgjast með hve skert veruleikaskyn útvarps- mannsins er og sést það th dæmis TANGO & CASH Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Andrei Konchalovsky. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Kurt Russell og Jack Palance. Bandarísk, 1989 -sýningartími 99 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sylvester Stallone hefur gengið langt í því að undanförnu að losa sig við Rambo- og Rocky-ímynd sína. Hann vildi láta Rocky deyja í Rocky 5, sem fljótlega verður fmm- sýnd, en fékk ekki og í Tango & Cash segir hann Rambo vera aum- ingja. Það er greinilegt að í þessari mynd vill hann breyta ímynd sinni. í hlutverki Tangos klæðist hann jakkafötum, er með bindi og gengur um með gleraugu en um leið og hann sleppir þessari ímynd er hann kominn í sama far og áður, að vísu hefur hann betri texta til að fara með en oftast áður. Þá er Stallone ekki einn um has- arinn heldur er einnig mættur Kurt Russell, sem leikur Cash, og er ekki annað að sjá en hann hafi, eins og Stallone, varið tíma sínum að miklu leyti til hkamsræktar. Þeir félagar leika tvær klárar lögg- ur sem leiddar em í gildru af glæpaforingja einum með þeim af- leiðingum að þeir eru dæmdir í fangelsi. Þeir sleppa þó þaðan við illan leik og taka sér nú fyrir hend- ur að sanna sakleysi sitt. Undir öruggri stjóm Andrei Konchalovsky er Tango & Cash hin besta afþreying, spennumynd sem getur státað af ágætu handriti sem er sjaldgæft í mynd sem þessari. Stallone og Russell sýna enga meistaratakta í leik en tíl þess er heldur ekki ætlast. Konchalovsky hefur samt oftast gert betri myndir og er slæmt ef slíkur gæðaleikstjóri ætlar sér að festast í gerð spennu- mynda þar sem markmiðið er það eitt að fá sem flesta áhorfendur í bíó. ____ -HK Styijöld á heimilinu greinilega þegar hann ætlar að fara að ávarpa áhorfendur á íþróttaleik. Þá kemur í Ijós að vinsældir hans eru byggðar á hatri. Hann er því best verndaður inni í stúdíóinu þar sem hann getur haldið áfram að löðrunga heiminn. Hér er að mörgu leyti athyghs- verð umfjöllun og forvitnileg upp: hygging. Kvennamál útvarps- mannsins faha tæpast í þann ramma en ekki verður á allt kosið. Þetta telst varla til merkilegustu mynda Stone en hann þarf ekki að skammast sín fyrir hana. -SMJ WAR OF THE ROSES Útgefandi: Steinar. Leikstjóri: Danny DeVito. Handrit: Mi- chael Leeson. Framleiöandi: James L. Brooks. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Kathleen Turner og Danny DeVito. Bandarísk, 1989.111 mín. Bönnuð yngri en 12. Þríeykið, sem hér ræöur ríkjum, hefur gert það gott síðan það birtíst fyrst saman í Romancing the Stone. Turner og Douglas eru með vinsæl- ustu leikurum samtímans og De- Vito gerir það gott sem leikstjóri og leikari. Greinilegt er að það hefur verið spenna í þeim aö hefja aftur sam- starf og hvaö er betra en grár gam- anleikur um hjónaerjur? Myndin segir frá fyrirmyndar- Aftur til Víetnams hjónunum Rose sem eru nánast ameríski draumurinn holdi klædd- ur. Þau eru fyrirmyndarhjón í fyr- irmyndarhjónabandi og þar að auki í draumahúsinu. En greini- lega er ekki allt með felldu því fljót- lega koma brestir í hjónabandið og þá brýst út skelfileg styijöld. Gamanið er oft ansi grátt eins og sést í kunnu atriði þar sem hús- bóndinn er látínn halda að hann hafi étíð heimihshundinn. Gráleik- inn er einmitt það besta við mynd- ina en hins vegar verður að segjast eins og er að byrjunin er teygð fuhmikið á langinn og þá hef ég efasemdir um þá aðferð að nota sögumann. Það getur verið gott til að útskýra framvinduna í ekki allt of góðu handrití en slær hins vegar á eðlhega framvindu. Það er auðséð aö ekki er öllum gefið að ljúka myndum sem þessari og heldur finnast mér klén sögulokin. Þau skötuhjú standa sig vel, Dou- glas þó sýnu betur. Mér finnst hann batna með hverri mynd og ánægju- legt að hann á til slíka gamantakta. Myndin stendur kannski ekki fylh- lega undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar en er ágætis- skemmtun eigi að síður. -SMJ BRADDOCK Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Aaron Norris. Aðalhlutverk: Chuck Norris, Aki Aelong og Ronald Harrah III. Bandarisk, 1989 - sýningartími 98 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Braddock hefur undirtítíhnn Missing in Action III; það þýðir að þetta er í þriðja skiptíð sem Chuck Norris fer til Víetnams til að bjarga fongum sem taldir hafa verið af. Þótt mig rámi í að hafa séö aðra hvora af fyrri myndunum þá man ég ekkert um hvað þær voru og ekki er Braddock eftirminnilegri. Norris leikur Braddock sem hafði staðið í þeirri trú að eiginkona hans, sem var víetnömsk, hafi lát- ist í stríðslpk. Þegar hann fréttir að hún sé lifandi og að hann eigi son halda honum engin bönd. Hann bindur á sig ennisborðann nauð- synlega, verður sér úti um vopn og laumast til Víetnams. Braddock reynir björgun á eiginkonu og syni um leið og hann fækkar töluvert í víetnamska hernum. Þeir sem einu sinni hafa séð Chuck Norris í kvikmynd vita ná- kvæmlega að hverju þeir ganga. Hraðinn er mikill og átökin yfir- þyrmandi. Sjálfsagt er Braddock í betri kantínum þegar farið er yfir myndir Norris en öllu sem heitir persónusköpun er ábótavant. Þá eru leikhæfileikar leikaranna með minnstamóti. -HK j Engin venjuleg bamapía ★ Í4 Bleik brugðið SKINDEEP Útgefandi: Skifan. , Leikstjóri og handritshötundur: Blake Edwards. Framleiðandi: Tony Adams. Aðalhlutverk: John Ritter, Vincent Gard- ena og Alyson Reed. Bandarisk, 1989. 97 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Blake Edwards hefur náö ööru hvoru að gera ágætar myndir en í seinni tíð hefur hann verið að burð- ast með einhvem boðskap í mynd- um sínum sem spilhr fyrir. Hann hefði kannski betur haldið sig við þann tón sem hann fann í Júlíu - Júlíu. Hann rær ekki á frumleg mið hér heldur fáum við að fylgjast með ritstíflu verðlaunahöfundar í sálar- háska. Veröld rithöfundarins er að hrynja, meðal annars vegna þess að honum tekst ekki að festa rætur í einkalífmu. Eftir endalaus harmkvæli hans (sem hann reynir þó ahtaf að sjá skoplegu hhðina á) sjáum við öll hans mál leysast í lokin. Auðvitað eru ánægjuleg sögulok hér eins og blaut tuska framan í áhorfendur enda engan veginn í takt við annað. Myndin er í raun aðeins þess virði að sjá hana vegna eins atriðis en það er líka alveg óborganlegt. Það gerist í myrkvuðu herbergi og sjálflýsandi smokkar eru í aðal- hlutverkum. En dugir það fyrir heila mynd? -SMJ UNCLE BUCK Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: John Hughes. Aðalhlutverk: John Candy og Amy Madigan. Bandarisk, 1989- sýningartími 96 min. Leyfö öllum aldurshópum. John Hughes er leikstjóri og framleiðandi sem hefur sérhæft sig í gerð gamanmynda og er hann nokkuð glöggur á formúlu sem fell- ur almenningi í geð. Hann sendir aö meðaltali frá sér þrjár myndir á ári, leikstýrir sjálfur einni en fram- leiðir hinar tvær og er hann orðinn margmilljónari á þessu framtaki sínu. Hughes beinir yfirleitt spjótum sínum að yngri kynslóðinni, skóla- fólki sem fýsir að sjá einhveija til- breytingu frá gráum hversdags- leikanum. Og það gerir hann í Uncle Buck þótt í aðalhlutverki sé John Candy sem fær nú örugglega engar ungar stúlkur til að faha í öngvit. Candy, sém er í yfirvigtarflokki, leikur titilpersónuna sem fengin er í neyð tíl að passa þrjú böm bróður síns í smátíma. Buck, sem er svarti sauðurinn í fjölskyldunni, er engin venjuleg barnapía en hann er hreinskihnn og skemmtilegur fé- lagi fyrir yngri börnin tvö og því er hann ekki lengi að ná þeim á sitt band. Elstu dótturinni, sem tel- ur sig vera einangraða í fjölskyld- unni, finnst aftur á móti frændinn hinn hallærislegasti og vih sem minnst af honum vita. Fjallar myndin um viðskiptí þeirra, auk þess sem Buck á í vandræðum með vergjama nágrannakonu og kær- ustu sem búin er að bíða eftir bón- orði í mörg ár. John Candy er kannski ekki snið- ugasti gamanleikarinn en hann hefur útlitið með sér og vegna þess hversu vel í holdum hann er verður sumt af því sem hann gerir aðeins fyndið vegna þess. Söguþráðurinn í heild er ófrumlegur og margnýtt- ur en Hughes kann aö skemmta fólki þótt brotalamir séu fyrir hendi og því er Uncle Buck hin ákjósanlegasta skemmtun fyrir allafiölskylduna. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.