Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Síða 20
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990. Undrabamið Spike Lee Lítið hefur farið fyrir þeldökkum kvikmyndagerðarmönnum í Bandaríkjunum. Myndir þeirra eru yfxrleitt eingöngu sýndar í hverfum blökkumanna og hljóta því takmarkaða dreifingu. Fram- leiðandinn Dale Pollock tekur jafn- vel enn dýpra rárinni. „Myndir leikstýrðar af þeldökkum leik- stjóra hafa auk þess aðra kvöð. Þær verða að vera betri en aörar mynd- ir. Því miður fer ekki mikið fyrir þolinmæði í Hollywood. Ef kvik- mynd gengur ekki vel fyrstu frum- sýningarhelgina er henni kippt úr dreifingu. Auðvitað eru til undan- tekningar eins og Sidney Poitier sem hefur bæði gert garðinn fræg- an sem leikari í myndum eins og In the Heat of the Night svo og sem leikstjóri í Stir Crazy (1980) og Hanky Panky (1982). En Poitier var búinn að leika í kvikmyndum í mörg ár áður en hann var settur í leikstjórastólinn. Ungir og efnilegir En á undanfömum árum hafa komið fram á sjónarsviðið nokkrir þeldökkir efnilegir leikstjórar. Einn þeirra er Robert Townsend. Hann framleiddi sjálfur myndina Hollywood Shuffle sem er gaman- mynd sem fjallar um reynslu Townsends sem þeldökks leikara í Hollywood. Townsend viðurkennir að hinar gífurlegu vinsældir Eddie Murphy hafi hjálpað honum og öðrum þeldökkum leikstjórum en telur það vera skammgóðan vermi. Annar leikstjóri, sem nýlega komst í sviðsljósið, er Keenen Ivory Wayans sem gerði I’m Gonna Git You Sucka sem hann einnig gerði handritið að og lék eitt aðalhlut- verkið. Myndin reyndist höfða til mun stærri hóps en Wayans gerði sér grein fyrir. En sá leikstjóri, sem líklega ber höfuð og herðar yfir félaga sína, er Spike Lee, rúmlega þrítugur Bandaríkjamaður sem sló í gegn með mynd sinni, She’s Gotta Have It, árið 1986. Hún var tekin í svart- hvítu við takmörkuð fjárráð og fjallaði um ástalíf og biðla kyn- þokkafullrar ungrar stúlku frá Brooklyn. En síðan Spike Lee gerði þessa mynd hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og hefur Lee sýnt og sannað að hann er hæfileikaríkur kvikmyndagerðarmaður. Eftir hann liggja myndirnar School Daze (1988), Do the Right Thing (1989) og nú nýlega var frum- sýnd nýjasta mynd hans, Mo’ Bett- er Blues. í Mo’ Better Blues slær Spike Lee frekar á persónulega strengi en þjóðfélagslega. Myndin fjallar um framagjarnan trompetleikara frá New York, að nafni Bleek GOliam, sem er leikinn af Denzel Washing- ton sem fékk óskarsverölaun í fyrra fyrir leik sinni í myndinni Glory. Bleek er ekki of vel liðinn af samstarfsmönnum sínum, eins og saxófónleikaranum Shadow, vegna þess að hann gefur engum öðrum tækifæri til að vera í sviðs- ljósinu. Ekki bætir það úr skák að Shadow er að gera hosur síhar grænar fyrir einni af vinkonum Bleek. Það er einna helst aö þeir Bleek og Giant, umboðsmaður jass- hljómsveitarinnar, séu góðir mát- ar. Giant er leikinn af Spike Lee sjálfum, en hann er vanur að leika stór hlutverk í myndum sínum. Umsjón: Baldur Hjaltason Giant er haldinn mikilli spilafýsn og veðjar óspart á homabolta. Hann lendir þó í vandræðum þegar hann getur ekki borgað veðmála- skuldirnar og lánardrottnar ákveða að senda kraftakalla í heim- sókn til innheimtuaðgerða. Eins og alltaf í kvikmyndum er heilmikið um rómantík í Mo’ Better Blues. Það eru tvær yngismeyjar sem keppa um hylli Bleek. Hann helgar sig að mestu tónlistinni og finnst ástleitni stúlknanna trufla sig við listsköpunina. Myndin fjallar síðan um sam- skipti þessara aðila ásamt góðum skammti af jasstónlist. Fjöllistamaður Spike Lee er skráður sem leik- stjóri, handritshöfundur og fram- leiðandi myndarinnar. Hann virö- ist mjög atorkusamur því fyrir ut- an kvikmyndagerð hefur hann unnið mikið af tónlistarmynd- böndum svo og auglýsingamynd- um. Hann hefur unnið með lista- mönnum eins og Anita Baker, Mi- les Davis og Tracy Chapman ásamt því að gera auglýsingar um Nike íþróttaskó og Levi’s gallabuxur. .Þótt Lee leiki yfirleitt persónur úr lágstéttum í myndum sínum er hann sjálfur alinn upp í miðstétta- umhverfi í Fort Green í Brooklyn. Á svæðinu búa um 800.000 þeldökk- ir og þar blómstrar afrísk-banda- rísk menningarblanda. Þar búa m.a. saxófónleikarinn Branford Marsalis, rithöfundurinn Thulani Davis, málarinn Emilio Cruz og stofnendur Art Ensemble of Chicago. „Kvikmyndir mínar eru . gerðar fyrir þeldökkt fólk,“ var nýlega haft eftir Spike Lee. „En ég vona að sem flest ungt fólk komi og sjái myndir mínar til að læra meira um menningu sína og fram- lag afrísk-bandarískrar listsköpun- ar til hennar. Ég vona svo sannar- lega að sem stærsti hluti ungu kyn- slóðarinnar fari að hlusta á John Coltrane vegna þess að það sá myndina mína. Fólk sem kom til að sjá Spike Lee rnynd, ekki vegna þess að það er hrifið af jassi.“ Kvikmyndataka Einn besti samstarfsmaöur Spike Lee er kvikmyndatökumaðurinn Ernest Dickerson. Þeir kynntust á fyrsta degi þegar þeir hófu nám við New York University Film School. Dickerson hefur kvikmyndað einar ellefu myndir og þar af allar mynd- ir Spike Lee. Hann tók m.a. myndina The Brot- her From Another Planet, sem John Sayles leikstýrði, og nú síðast eina sex þætti af sjónvarpsþátta- röðinni Law and Order. Honum hefur tekist einstaklega vel upp í Mo’ Better Blues því hann nær þessu sérstaka andrúmslofti sem alltaf fylgir jassklúbbum. „Við er- um með mikið af langskotum," var haft eftir Dickerson í blaðaviðtali. „Við reyndum að festa taktinn í tónlistinni beint á filmu og tengja hann við sögupersórturnar og stað- hætti í stað að þess að notfæra okk- ur galdra klippiborðsins." Mo’ Better Blues er litrík mynd eins og allar myndir Lee. Dickerson reyndi aö tefla saman litum úr gagnstæðum endum htrófsins til að skapa spennu. Gult og rautt gegn bláu, liti sem yfirleitt fara ekki vel saman. Þetta gerir það að verkum að áhorfandinn verður í sífellu fyrir augnertingu af litaval- inu sem biritist á hvíta tjaldinu. Breytingar Margir telja að Spike Lee hafi fjarlægst uppruna sinn með þessari mynd. Mo’ Better Blues ber ekki sterkan boðskap og Lee finnst hann hafa þroskast með hverri mynd sem hann hefur gert. „Ég hef miklu meira sjálfstraust núna,“ sagði Lee nýlega i viðtali við kvikmynda- tímaritið Premier. „Og ég sé hluti núna miklu myndrænna en áður vegna þess að ég hef öðlast meiri reynslu. Áður fyrr varð ég að treysta algerlega á kvikmynda- tökumanninn í blindni. Það er ekki fyrr en núna að ég velti mikið fyrir mér myndrænni útsetningu mynd- arinnar.“ En hvað er framundan? Þessa stundina vinnur Spike Lee að gerð Jungle Fever, sem er ástar- saga þar sem elskendurnir eru af ólíkum kynþætti. Einnig hefur Lee alltaf gengið með það í maganum aö gera mynd eftir bókinni The Autobiography of Malcolm X. Vandinn er sá að leikstjórinn og kvikmyndaframleiðandinn Nor- man Jewison ætlar einnig að kvik- mynda þetta verk svo óvíst er hvort draumur Lee rætist á næstunni. B.H. Leikstjórinn Spike Lee. Atriði úr Mo’ Better Blues. Hér sést Denzel Washington sem trompetleikarinn Bleek.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.